Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 fólk í fréttum Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, færir íbúum Bakkahverfis í Bolungarvík Morgun- blaðið. VINNA Þingmað- urinn ber út Morgunblaðið Um nokkurt skeið hafa Bolvíkingar tekið eftir því að Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður Alþýðubanda- lagsins, er farinn að bera út Morgunblaðið til áskrifenda. Hafa menn velt því nokkuð fyrir sér, hvort það geti þjónað hugsjón þessa stjórnmála- flokks sem hann er á þingi fyrir. En Kristinn er útsjónarsam- ur og slær margar flugur í einu höggi með því að bera blaðið í húsin. Hann stuðlar að því að réttur og vandaður frétta- flutningur komist greiðlega til áskrifenda blaðsins, hann fær hressandi göngutúr sem léttir lundina og vegur upp á móti þvarginu í pólitíkinni og hann hjálpar syni sínum við blað- burðinn, en strákurinn hefur þetta embætti til að afla sér vasapeninga. „Ég ber út á Bökkunum,“ sagði Kristinn er fréttaritari hitti hann með Morgunblaðstöskuna nú á dög- unum. „Ég fékk að fara núna, strákurinn tók sér frí.“ Alþingismaðurinn var bara léttur í spori er hann tók stefn- una út á Bakka, stikaði stórum til þess göfuga verkefnis að koma Morgunblaðinu til áskrif- enda sinna. ' ^ WllÐAVERÐ KR SSSISb Þriggja stiga bensínstöðvar. SÖLUSTAÐIR: ÍÞRÓTTAHÚSIÐ KAPLAKRIKA STEINAR HAFNARFIRÐI STEINAR AUSTURSTRÆTI SKÍFAN KRINGLUNNI SALA MEÐ KREDITKORTUM: ISÍMA 99 66 33 SPORTHÚSIÐ AKUREYRI STEINAR MJÓDD SÖLUBÁS í KRINGLUNNI PROMOTIONS RÉTTIR Jarmað á kratana Orðin landbúnaður og Alþýðu- fiokkurinn hafa ekki virkað eins og plús- og mínusskaut á segli í gegnum tíðina. Þvert á móti, ef ætti að leggja tvö orð saman til lík- ingar, þá væru þau fremur hundur og köttur. Því kom það eins og skrattinn úr sauðarleggnum er Hafnarfjarðarbær, eitt sterkasta kratavígi landsins, stóð fyrir „rétt- arhátíð" í samvinnu við Ferðaskrif- stofuna Ferðabæ nú fyrir skömmu. Hafnfírðingar hafa verið ötulir að brydda upp á nýjungum til að draga athygli manna að bænum. Vinafélag hefur verið stofnað, vík- ingar ganga þar um götur og nú síðast hafa huliðsheimar Hafnar- fjarðar vakið eftirtekt og undrun. „Réttarhátíðin" er síðan nýlunda, sem mun hafa átt í upphafi að vera í Reykjavík. Að minnsta kosti er hennar getið í ritinu „Around Reykjavík“ og í bæklingi Þróunar- félags Reykjavíkur. Ekki lukkaðist samvinna Reykvíkinga og hug- myndasmiðarins, forstjóra Ferða- bæjar, og hélt hann því til Hafnar- íjarðar með sitt hafurtask og var „réttarhátíðin" sett þar upp með litlum fyrirvara, en miklum mynd- arskap. Fjallkóngur úr þingheimi Hátíðin fór fram laugardaginn 18. september. Hófst hún um miðj- an dag á því að safn var rekið inn í Hafnarfjarðarbæ og rakleiðis í gegnum miðbæinn og út á stórt samkomutún Hafnfirðinga í Norð- urbænum. Fyrir rekstrinum fór dýralæknirinn, þingmaðurinn og Hafnfirðingurinn Arni Mathiesen. Rollurnar voru óstýrilátar sumar hveijar og höguðu sér sem á fjalli væru. Stukku nokkrar inn í nær- liggjandi húsagarða, en knáir knap- ar sóttu þær þangað. Ein rolla stakk sér í sjóinn og tók þar sundtökin, en það tókst að ná henni áður en henni varð meint af. Á túninu var réttað og þar fór allt fram sem í réttum væri. Voru alls um 3.000 manns á túninu, bæði heimamenn og gestir. Meðal annars var þarna hrútasýning og hrossauppboð og börn fengu að bregða sér á hestbak eða í hesta- kerru. Um kvöldið logaði bærinn af glaum og gleði. Hestamenn fóru blysför um bæinn og réttarball var haldið við Kænuna og í Firðinum. Aðrir veitingastaðir létu ekki sitt eftir liggja og buðu allar veitingar á sérstöku réttartilboði. Að sögn aðstandenda hátíðarinnar var þetta sú fyrsta af mörgum. Stefnt er að því að láta uppákomuna höfða til útlendinga og mun þegar frágengið að um 130 Þjóðverjar verði meðal gesta næsta ár og unnið er að því víða að hækka þá tölu. Leyfum svo myndunum að tala sínu máli... Safnið „kemur af fjalli". Þetta var ekki síst dagur smá- fólksins. Dregið í dilka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.