Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 45 Minmng Nanna Gestsdóttir Fædd 14. júlí 1925 Dáin 27. september 1993 Sofðu ég svæfi þig, allir helgir þjóni þér. Pétur og Páll hinn frómi, geymi þig frá dómi. Og sú hin milda mær, marga bæn hjá guði fær. Sankti Maria sé þér holl, sú er betri en rautt goll. Þetta vögguljóð söng hún amma fyrir börnin sín. En nú er hún amma okkar dáin. Það er erfitt að sætta sig við það, en því verður ekki breytt. Þar sem amma kom var alltaf líf og fjör. Hún naut þess að vera með fólki og var oft hrókur alls fagnað- ar. Ein síðasta minning okkar um ömmu er einmitt frá ættarmóti sem haldið var í sumar. Þá skemmti hún sér aldeilis vel, söng og dansaði og fór meira að segja í eltingarleik með okkur krökkunum. Hveijum hefði þá dottið í hug að mánuði seinna lægi hún amma veik á spít- ala. Ekki okkur. En nú er hún dáin. Við söknum hennar mikið, en huggum okkur við það að nú líður henni vel. Hún er komin til Guðs og til afa sem hún hafði svo stutt hjá sér. Amma varð ung ekkja með sjö lítil börn, en tókst á við þann mót- byr af æðruleysi og þrautseigju. Hún reyndist börnum sínum vel, svo og okkur barnabörnunum, enda var hún í eðli sínu fyrst og fremst mamma og amma. Megi þessi minn- ing lifa um Nönnu ömmu. Við elskum þig amma og vitum að þú elskar okkur líka. Hvar sem þú reikar, á landi eða sandi. Geymi þig frá grandi, Guð, faðir, guðssonur og guðs helgur andi. (Höf. ókunnur) Elín Anna, Valdimar Örn og Ólafur Heiðar. Jóhann EggertJó- hannsson — Minning Fæddur 23. nóvember 1936 Dáinn 22. september 1993 Síminn hringir. Hann Lilli er dáinn. Þessi orð hljómuðu í eyrum mínum miðvikudaginn 22. septem- ber sl. Mín viðbrögð voru þau, nei, ó nei, það getur ekki verið. Ég var orðlaus og máttvana. Jóhann Eggert Jóhannsson eins og hann hét fullu nafni eða Lilli eins og vinir og vandamenn kölluðu hann var bróðir minn. Hann var líka minn besti vinur, við vorum mjög samrýnd og áttum mörg sam- eiginleg áhugamál. Það var oft gaman hjá okkur. Það komu líka daprar og erfiðar stundir, en þá sameinuðumst við og hjálpuðum hvort öðru. Ekki óraði mig fyrir því, þegar hann kom til mín fyrir tveim dögum glaður og ánægður með lífið og til- veruna, að það væri í síðasta sinn sem við hittumst í þessu lífi. Hann hafði komið til að biðja um smá greiða hjá okkur hjónum sem sjálf- sagt var að veita. Þegar að hann var að fara sá hann að hann gat gert okkur greiða á móti og það gerði hann. Þannig var Lilli, hjálp- samur og greiðvikinn. Það eina sem við vitum með vissu er að einhverntíma deyja allir það er gangur lífsins. Við hjónin vottum sambýliskonu Lilla og börnum okk- ar dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þau og varðveita í þeirra þungu sorg. Guð blessi minningu Lilla bróður míns. Kristín og Lárus. 3 HARÐVIÐA HAR KRÓKl ÐVIÐARVAL HF. IÁLSI 4 R. SIMI 671010 wai«v\ ERFIDRYKKJUR) HÓTEL GSJA sími 689509 V J 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. + Eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, ÞÓRDÍS S. FRIÐRIKSDÓTTIR sjúkraliði, Álfheimum 9, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtu- daginn 7. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Karel Kristjánsson, Friðrik Ingi Karelsson, Þórdís Ingunn Hlfn Björgvinsdóttir, Friðrik Okkar ástkæra ANNA ÁRNADÓTTIR verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 6. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Jóna Sigurjónsdóttir, Guðrún Sigurjónsdóttir, Anna Björnsdóttir, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, barnabarn, bróðir og frændi, PÉTUR INGI ÞORGILSSON, Kaplaskjólsvegi 39, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, þriðjudaginn 5. október, kl. 13.30. Sólveig Berndsen, Þorgils Baldursson, Áslaug Pálsdóttir, Rakel Sigurðardóttir, systkini og aðrir aðstandendur. Kveðja Ingólfur Pálsson og Lilja Jóhannes- dóttirfrá Uppsölum Ingólfur: Fæddur 13. apríl 1902 Dáinn 26. september 1993 Lilja: Fædd 6. október 1905 Dáin 19. desember 1976 Laugardaginn 2. október var í kirkjugarðinum á Munkaþverá bor- inn til hinstu hvilu afi okkar, Ingólf- ur Pálsson frá Uppsölum. Þar hvílir hann nú við hliðina á Lilju ömmu Jóhannesdóttur og nýtur þráðra endurfunda. Á milli þeirra hvílir blessað, lítið bam, Dóranna Lilja, sem gömlu hjónin hafa tekið að sér að gæta. I sjálfri sér er sorgin sáttfús þeg- ar vegmóður kveður og við unnum honum hvíldar og viljum „leyfa dagsins þreyttu barni að sofa“. Eftir lifa bjartar myndir af réttsýn- um hundrað prósent manni, stund- um alvarlegum, minningar um elju og samviskusemi og umfram allt orðstír gjafmildi og umburðarlyndis sem hlýst þeim sem sáttir eru við Guð og menn. Gamli bóndinn og keppnismaðurinn er kominn í mark í síðasta sinn. Við endamarkið bíður hans lítil, grönn kona sem er okkur öllum persónugjörvingur gæskunnar. Og einmitt núna, þar sem þau hafa hist á ný, eftir langan aðskilnað, er auðvelt að ímynda sér að um- ræðuefnið sé um það, hvar sé hægt að gefa og gleðja. Guð blessi minningu afa og ömmu. Deyr fé deyja frændur deyr sjálfir ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Systkinin áUppsölum. + MARGRÉT GÍSLADÓTTIR frá Hoftúni, Stokkseyrarhreppi, er lést að Kumbaravogi 26. september sl. verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju miðvikudaginn 6. október kl. 14.00. Unnur Sigrún, Guðrún og Birna Bjarnþórsdætur og fjölskyldur. + Móðir okkar, SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Stigahlíð 34, Reykjavik, lést í Landspítalanum sunnudaginn 3. október. Jarðarförin auglýst 'síðar. Árni Jakob Garðarsson, Jón Ingvar Garðarsson. Íslenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, BJágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið W S. HELGASON HF upplýsinga. IISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 91-76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.