Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 h Frumvarpið um íslenska fjárfestingarbankann hf. eftír Svein Hannesson Gylfi Arnbjömsson, hagfræðing- ur ASÍ, skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu 30. sept. sl. undir fyrirsögninni: „Rausnarleg gjöf rík- isstjórnarinnar." Þar fjallar Gylfí um nýstofnuð Samtök iðnaðarins pg frumvarp ríkisstjómarinnar um íslenska ijárfestingarbankann hf. sem lagt var fram til kynningar sl. vor og ætlunin er að afgreiða á Alþingi nú í haust. Kjarninn í mál- flutningi Gylfa er sá að með þessu sé ríkisstjómin að færa Samtökum iðnaðarins heilan milljarð að gjöf og þessi gjöf verði notuð til að fjár- magna hagsmunagæslu iðnaðarins. ímyndaðar gulrætur frá ríkisstjórninni Það versta við málflutning af þessu tagi er að aimenningur þekk- ir ekki forsögu málsins og getur jafnvel tekið aivarlega fullyrðingu frá hagfræðingi ASÍ á borð við þá að ríkisstjórnin ætli að gefa atvinnu- rekendum í iðnaði stórfé sem hann kallar „kræsilega gulrót“ til að greiða fyrir sameiningu samtaka þeirra. Hið rétta er, eins og fram sími 622262 ALLT TIL AD ÞRÍFA BÍLINN kemur í fmmvarpinu, að arði af eignarhlut, sem svarar til 40% af eigin fé Iðnlánasjóðs, skal veija til þróunarstarfs í iðnaði á vegum sam- takanna og sérstaks Vöruþróunar- og markaðssjóðs sem tekur við hlut- verki og eignum vöruþróunar- og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs. Sameining félaga og samtaka atvinnurekenda í iðnaði hér á landi var staðfest með undirritun stofn- samnings og laga fyrir Samtök iðn- aðarins 24. sept. sl. Samtök iðnað- arins munu leysa af hólmi sex önn- ur félög iðnaðarins frá og með næstu áramótum. Þessi samruni hagsmunasamtaka iðnfyrirtækja er ekki til orðinn fyrir frumkvæði rík- isstjómarinnar sem réttilega hefur engin afskipti af því máli. Sammni samtaka iðnaðarins er gerður í þeim tilgangi að hagræða í rekstri þeirra en efla þau jafnframt sem einn sam- einaðan málsvara iðnaðarins. Uppbygging Iðnlánasjóðs Nú er engin leið að skilja fram komnar tillögur um íslenska fjár- festingarbankann hf. nema þekkja til forsögu málsins. Iðnlánasjóður var stofnaður árið 1935 að frum- kvæði Félags íslenskra iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna. Hafa samtökin frá upphafi skipað meirihluta stjórnar sjóðsins og allar breytingar sem gerðar hafa verið á lögum sjóðsins hafa verið gerðar í 'fullu samráði og oftast að frum- kvæði þessara samtaka iðnaðarins. Þannig var einnig að málum staðið árið 1962 þegar Bjarni Benedikts- son, þáverandi iðnaðarráðherra, skipaði nefnd til 'að endurskoða !ög- in um sjóðinn en þau lög eru að stofni til enn í gildi. Þá var með stuðningi fulltrúa samtaka iðnaðar- ins ákveðið að leggja á iðnaðinn sérstakt iðnlánasjóðsgjald til efling- ar og uppbyggingar sjóðsins. Þegar Iðnrekstrarsjóður var árið 1985 gerður að sérstakri deild í Iðnlánasjóði, svonefnd vöruþróunar- og markaðsdeild, var það einnig gert með samkomulagi við samtök iðnaðarins. Samkomulagið var um að iðnfyrirtækin skyldu halda áfram að greiða 0,25% af ársveltu sinni til deildarinnar gegn jafn háu fram- lagi ríkisins. Framlag ríkisins féll þó fljótlega niður en iðnfyrirtækin hafa með greiðslu iðnlánasjóðs- gjaldsins haldið starfsemi deildar- innar gangandi. Um það er enginn ágreiningur að iðnaðurinn hefur lagt Iðnlána- sjóði til verulegan hlut af eigin fé hans, umfram það sem skapast hef- ur af viðskiptum iðnfyrirtækja við sjóðinn. Fram hefur komið að séu framlög til sjóðsins reiknuð til nú- virðis, er hlutur iðnaðarins um 4,1 milljarður króna eða rúm 70% en framlag ríkisins 1,7 milljarðar eða tæp 30%. En hvernig fær hagfræð- ingur ASI það út að iðnaðurinn, sem greiddi 70% framlaga til sjóðsins, sé að fá gjafir frá ríkisstjórninni þegar ætlunin er að hann fái viður- kenndan 40% eignarhlut þegar Iðnl- ánasjóði verður breytt í hlutafélag? Eiga neytendur Iðnlánasjóð? Þegar kemur að þeim hluta grein- arinnar sem fjallar um spurninguna stóru: „Hveijir eiga Iðnlánasjóð?" fer Gylfi Arnbjömsson illilega út af sporinu og þar með hrynur allur hans málflutningur til grunna. Hann segir réttilega að grundvallaratriði í þessu máli sé hveijir hafi í reynd greitt iðnlánasjóðsgjaldið og heldur svo áfram: „Þetta gjald hefur auð- vitað verið hluti af rekstrarkostnaði iðnaðarins og hefur því verið bætt við vömverðið. Því er augljóst að það eru neytendur sem hafa greitt gjaldið en ekki iðnrekendur.“ Þar kom svarið: Það em neytendur sem eiga Iðnlánasjóð. Setjum nú svo að stofna ætti ís- lenska fjárfestingarbankann hf. frá grunni og safna í hann hlutafé. Engum dytti í hug nú að leggja sérstakt gjald á iðnfyrirtækin í land- inu til þess að stofna fjárfestingar- banka án þess að þau fengju hluta- bréf í bankanum. Ef Gylfi Arn- björnsson vill vera sjálfum sér sam- kvæmur, heldur hann þvi ugglaust fram að það séu neytendur sem borga fyrir þessi hlutabréfakaup. En neytendurnir hans Gylfa greiða ekki aðeins kostnaðinn af hluta- bréfakaupum iðnrekenda heldur all- an annan kostnað við reksturinn og gróðann borga þeir líka ef einhver er. Þessi hugsun er ekki alveg nú Um Jón Ásgeir og rit- stjórastólinn á Tímanum eftír Bryndísi Hlöðversdóttur I Morgunblaðinu miðvikudaginn 22. september birtist grein eftir Jón Ásjgeir Sigurðsson, fréttaritara RUV í Bandaríkjunum. Tilefni greinarinnar virðist m.a. vera það að Jón telur að sér hafi verið hafn- að i stöðu ritstjóra á Tímanum vegna afstöðu Kristjáns Loftssonar stjórnarformanns Olíufélagsins, en fyrirtækið á hlut í Mótvægi hf. Máli sínu til stuðnings vitnar grein- arhöfundur í samtal sem hann átti við undirritaða og hefur það eftir mér að stjómarmenn hefðu vissu- lega áhyggjur af afstöðu Olíufélags- ins. Auk þess er í greininni vitnað i annan stjórnarmann Mótvægis hf., Jón Sigurðsson, fyrrverandi for- mann stjómarinnar. Með tilvitn- unum þessum hagræðir Jón Ásgeir sannleikanum of mikið til að hægt sé að sitja þegjandi undir. Val stjórnarmanna í fyrsta lagi ber að geta þess að þegar Jón dregur umsókn sína til baka var stjórnin ekki búin að hafna honum. Langt í frá, hann var eins og reyndar fleiri talinn vel hæfur til að gegna starfinu og ætlunin var að boða hann í viðtal um ritstjóra- stöðuna. Umsókn hans fékk sömu meðhöndlun og annarra umsækj- enda sem voru á annan tug. Jón er því langt í frá eini umsækjandinn sem taldist hæfur til starfans, eins og mætti ætla af viðbrögðum hans. Hafi hann ekki notið nægilegs stuðnings í stjórninni hefur það ver- ið af öðram orsökum en því hvaða skoðanir Kristján Loftsson hefur á honum. Það reyndi aftur á móti aldr- ei á það að stjórnin veldi á milli Jóns og annarra, því eins og kunn- ugt er dró hann umsókn sína til baka með miklum tilburðum. Sögð orð og ósögð Vegna tilvitnana í samtal við mig vil ég taka fram að sannleikurinn er sá að Jón Ásgeir hafði samband við mig frá Bandaríkjunum og spurðist fyrir um afstöðu mína til umsóknar sinnar og hvort rétt væri * „I fyrsta lagi ber að geta þess að þegar Jón dregur umsókn sína til baka var stjórnin ekki búin að hafna honum. Langt í frá, hann var eins og reyndar fleiri talinn vel hæfur til að gegna starfinu og ætl- unin var að boða hann í viðtal um ritstjóra- stöðuna.“ að honum yrði hafnað af stjórn Mótvægis hf. vegna hótana frá 01- íufélaginu. Ég svaraði honum því til hvað ég persónulega teldi standa í vegi fyrir ráðningu hans, sem ég ætla ekki að tíunda hér. Um afstöðu annarra stjórnarmanna yrði hver að svara fyrir sig. Hvað afstöðu einstakra hluthafa varðar þá er það ljóst að Olíufélagið Sveinn Hannesson „Fram hefur komið að séu framlög til sjóðsins reiknuð til núvirðis, er hlutur iðnaðarins um 4,1 milljarður króna eða rúm 70% en fram- lagríkisins 1,7 milljarð- ar eða tæp 30%.“ af nálinni. Karl Marx var víst með svipaðar hugmyndir á síðustu öld. Hann talaði um öreiga en hjá Gylfa eru neytendur komnir í staðinn. Greinarhöfundur lýsir áhyggjum sínum af því að ríkið sé að færa samtökum atvinnurekenda gjafir á silfurfati á sama tíma og skera þarf niður þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Hann bendir með öðrum orðum á þann möguleika að gera upptækan eignarhlut iðnaðarins í Iðnlánasjóði til þessara þarfa. Önnur og nærtæk- ari leið til að mæta niðurskurði í Bryndís Hlöðversdóttir hefur þar hvorki meiri né minni áhrif en aðrir hluthafar. Eðli hluta- félagsins sem félagaforms gerir það hins vegar að verkum að stjómar- menn í slíkum félögum þurfa að minnast þess að þeir eru kjömir til að vinna fyrir hluthafa og því er ekki rétt að halda því fram að af- staða hluthafa skipti ekki nokkra máli við ákvarðanatöku. Grundvall- arskylda stjórnarmanna er hins veg- ar sú að vinna með hag félagsins fyrir augum. Það voru einmitt vinnubrögð sem voru viðhöfð við ráðningu ritstjóra Mótvægis hf. Fullyrðingum um annað vísa ég al- farið á bug. Jón Ásgeir vitnar einnig í orð nafna síns, Jóns Sigurðssonar fyrr- verandi formanns Mótvægis hf. þar sem haft er eftir honum að viðhorf Olíufélagsins hf. standi sem bjarg í vegi fyrir ráðningu Jóns Ásgeirs. Enn tekur Jón Ásgeir sér það bessa- leyfi að vitna í samtöl við fólk, en slíta orð þess úr samhengi og rang- færa. Um það hvað þeim fór á milli vil ég ekki tjá mig frekar en ég vil taka það fram að Jón Sigurðsson hefur lesið grein mína og tekur að sínu leyti í einu og öllu undir orð mín. Höfundur situr ístjórn Mótvægis hf. ! I i I D » r [; » f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.