Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 56
yiéiMwil nrgMJjMn&iifo MORGUNBLAfílD, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTOBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Stúlkan enn meðvitundarlaus 1 öndunarvél Eftirlit aukið í miðbænum FIMMTAN ára stúlka, sem varð fyrir hrottafenginni og tilefnis- lausri líkamsárás í miðborg Reylyavíkur aðfaranótt laugardags- ins, var enn meðvitundarlaus í öndunarvél á gjörgæsludeild Borg- arspítalans í gærkvöldi. Að sögn svæfingalæknis er of snemmt að segja til um hverjar batahorfur stúlkunnar eru. Tvær stúlkur, 14 og 16 ára, sem hafa játað á sig árás á stúlkuna, eru í gæslu, önnur í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi til 15. þessa mánaðar en hin er vistuð á vegum barnaverndaryfirvalda. Að sögn borgar- stjóra verður gripið til aðgerða þegar um næstu helgi til að ráða bót á ástandinu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins komu báðar stúlkurnar, sem grunaðar eru um árásina, við sögu í máli manns sem var í Hæsta- rétti sakfelldur fyrir að hafa á árinu 1991 haft samræði við tvær telpur, 12 og 13 ára, og veitt þeim ásamt fjórum öðrum áfengi og sýnt þeim klámmyndir. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var þriðja stúlkan með í för þegar árásin var gerð og hafa þær skýringar komið fram á árás- inni að hún hafi þekkt þá sem ráð- ist var á og verið í nöp við hana en það mun þó ekki hafa komið fram við yfirheyrslur yfir stúlkunum tveimur. Aukið eftirlit í miðbænum Markús Örn Antonsson borgar- stjóri óskaði eftir fundi með Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í gær vegna atburðanna í miðbænum und- anfarnar helgar. Að sögn Markúsar verður gripið til aðgerða þegar um næstu helgi til að ráða bót á ástand- inu. Meðal annars verður betur fylgt eftir reglum um útivistartíma ungl- inga en börn yngri en 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22. Ráðgert er að opna athvarf í mið- bænum, ef til vill í Morgunblaðshús- inu við Aðalstræti, þar sem ungling- ar undir aldri verða vistaðir meðan haft verður samband við forráða- menn þeirra. Leitað verður til ýmissa félaga og samtaka, sem láta sig varða málefni ungmenna, og óskað eftir samstarfi þeirra við lögreglu og stofnanir borgarinnar. Fjöldi foreldra hafði samband í gær við íþrótta- og tóm- stundaráð og bauð fram lið sitt við að halda uppi gæslu í miðbænum. Þá er í athugun að bæta götulýsingu á tilteknum svæðum, kanna áhrif breytinga á lokunartíma veitinga- staða, bæta við strætisvagnaferðum á nóttum um helgar og breyta opn- unartíma félagsmiðstöðva um helg- ar. „Kjarni vandans er að það er alltof mikið aga- og aðhaldsleysi í þjóðfélaginu," sagði Markús Örn. „Það ér langtímaverkefni að vinna að hugarfarsbreytingu í þessum efn- um. Borgaryfirvöld þurfa að leggja lögreglunni lið í baráttu hennar fyr- ir auknum skilningi hjá öðrum stjórnvöldum. Það er næsta vonlaus barátta þegar verið er að handsama sömu afbrotamennina dag eftir dag, mánuðum og árum saman, vegna þess að þeir eru ekki látnir taka út refsingu." Sjá einnig fréttir á bls. 4 og 14. Þrír menn á hest Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson RÉTTAÐ var stóð í Víðidalstungurétt og Laufskálarétt um helgina þar sem kringum sjö hundruð hross komu fram í hvorri rétt. Talið er að á þriðja þúsund manns hafi verið í Laufskálarétt, þar sem þessi mynd er tekin, sem þýðir að þrír menn hafi verið um hvern hest sem rekinn var í réttina. Talsvert færra var af fólki í Víðidalstungurétt en á báðum stöðum var mikið spáð og spekúlerað í tryppin og folöldin og eitthvað var um að verslað væri. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 1994 lagt fram með 9,8 milljarða kr. halla 0,5% atviimutryggiiigagjald brot á forsendum samninga > * - segir forseti ASI - Stigið skref til baka segir framkvæmdastjóri VSI FJÁRMÁLARÁÐHERRA lagði fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár fram á Alþingi í gær. Heildarútgjöld ríkissjóðs verða 113,3 milljarð- ar á næsta ári sem er 4'milljarða lækkun að raungildi frá yfir- standandi ári og heildartelyur eru áætlaðar 103,5 milljarðar og lækka um rúmlega 1 milljarð að raungildi. Rekstrarhalli ríkis- sjóðs er áætlaður 9,8 milljarðar kr. Gæsluvarðhald 38 ára meints höfuðpaurs fíkniefnahrings framlengt Sönnunargögnin feng- in með símhlerunum FÍKNIEFNALÖGREGLAN gerði í gær kröfu í Héraðsdómi Reykja- víkur um fimm vikna framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir 38 ára gömlum manni sem talinn er höfuðpaur fíkniefnahrings sem nú er talið að hafi í fjórum smyglferðum í sumar flutt inn til lands- ins 14-15 kg af hassi og allt að 3 kg af amfetamíni. Maðurinn hefur ekki játað á sig sakargiftir en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru þær sannanir sem lögreglan byggir málið gegn manninum á m.a. fengnar með símhlustunum og hljóðritun á samtölum hans við tvo vitorðsmenn úr hópi þeirra fjögurra „burðardýra" sem talið er að hafi tekið að sér að smygla inn til landsins fíkniefnum fyrir manninn gegn greiðslu. Þá er samkvæmt upplýsingum unblaðsins aflaði fíkniefnalög- Morgunblaðsins til rannsóknar hvort þessi maður hafi staðið að baki fíkniefnasmygli sem upp komst í fyrra þegar maður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli með 2 kg af hassi og amfetamín í fórum sínum. Samkvæmt upplýsingum Morg- reglan sér dómsúrskurða til þess að hlera símtöl mannsins og koma hlustunarbúnaði fyrir í bíl hans meðan tveir vitorðsmenn hans sátu í gæsluvarðhaldi í ágúst. Maðurinn er ökuréttindalaus en um svipað leyti og vitorðsmenn hans losnuðu úr gæsluvarðhaldi stóð lögreglan hann að akstri og færði til yfirheyrslu á lögreglu- stöð. Meðan sú yfirheyrsla stóð yfir var hlerunarbúnaði komið fyrir í bil mannsins án þess að hann vissi af. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins mun maðurinn hins vegar lítið hafa notað bílinn eftir þessi lögregluafskipti. Á hinn bóg- inn mun lögreglan hafa náð á segulband samtölum mannsins í síma og á fundi sem haldinn var kvöldið sem maðurinn var hand- tekinn, á heimili eins „burðardýr- anna“. Eftir þau samtöl taldi lög- reglan sig hafa fengið þær sann- anir gegn manninum sem þyrfti til að handtaka hann og hneppa í gæsluvarðhald. Til að styrkja fjárhagsstöðu Atvinnuleysistryggingasjóðs og mæta að hluta 2,5 milljarða kr. tekjutapi ríkissjóðs vegna áform- aðrar lækkunar virðisaukaskatts af matvælum um næstu áramót verður innheimt sérstakt atvinnu- tryggingagjald af launþegum sem nemur 0,5% af launum, og á það að skila 1 milljarði kr. Einnigverð- ur tryggingagjald atvinnurekenda hækkað um 0,35%. Til að draga úr áhrifum þessar- ar gjaldtöku á afkomu tekjulágra bamafjölskyldna verður barna- bótaauki hækkaður um 150 millj- ónir króna og á sú að'gerð að leiða til þess að skattbyrði meðalfjöl- skyldna haldist sem næst óbreytt. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í gær að skattabreyt- ingar í frumvarpinu leiddu til þess að kaupmáttur flestra launþega myndi aukast á næsta ári, fyrst og fremst vegna lækkunar virðis- aukaskatts. Benti hann einnig á að skatttekjur ríkissjóðs, sem verða 24,5% af landsframleiðslu á næsta ári, lækki að raungildi um 1,5 milljarða kr. og hafi ekki verið lægri í sjö ár. Launaskattar viðkvæmir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, segir að atvinnutrygginga- gjald á launþega sé fáránlegt og úr takt við raunveruleikann. Sagði hann að við gerð kjarasamning- anna hefði verið gengið út frá því að fjármögnun á lækkun virðis- aukaskatts af matvælum yrði með álagningu eignatekjuskatts og annarri fjáröflun sem yrði ekki framkvæmd með þeim hætti að verið væri að færa fjármuni úr einum vasa í annan hjá sama fólk- inu eins og þarna væri gert. Bene- dikt sagði að Alþýðusambandið myndi bregðast mjög hart við þessum áformum. „Þetta er brot á forsendum kjarasamninganna. Þetta verður að endurskoða ef mönnum er í mun að samningar- nir standi,“ sagði hann. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að sátt hefði ríkt um að mikilvægasta við- fangsefnið í skattamálum væri að draga úr skattlagningu á fyrirtæki en þarna væri augljóslega verið að stíga skref til baka. Þá sagði hann vafasamt að leggja á pró- sentugjald á launþega, sem væri óháð öllum öðrum breytingum og ekki í samhengi við bótagreiðsl- urnar sem væru miðaðar við krónutölu. Þórarinn sagðist að svo stöddu ekki geta dæmt um hvort kjarasamningar væru í hættu vegna þessarar skattlagningar og sagði að launaskattar væru alltaf viðkvæmir. Sjá einnig fréttir af fjárlaga- frumvarpi á bls. 54 og 55.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.