Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 53 VELVAKANDI VONSVIKNAR GAMLAR KONUR Okkur datt í hug, fjórum gömlum konum 75-85 ára að aldri, að leggja orð í belg eftir að hafa heyrt tvisvar sinnum til fullorð- innar konu í Þjóðarsálinni á Rás 2, þar sem þessi góða kona sagð- ist hvorki hafa getað fengið vín- arbrauð né konfekt með kaffínu, þama um kvöldið þegar Hóteí Saga hélt kvöldskemmtun fyrir eldri borgara á í Súlnasal fyrir nokkru. En hún fékk þó borð og stól, sem er meira en við fengum, fjórar aldraðar vinkonur. Við sáum auglýsinguna í Morgunblaðinu og hringdum þá strax á Hótel Sögu og pöntuðum borð fyrir fjóra og elskuleg stúlka tók niður pöntunina. Af gömlum vana mættum við á staðinn einni klukkustundu áður en skemmtunin átti að byija og borguðum 600 krónur á mann í aðgangseyri í fatageymslunni. Þá var mættur fjöidi fólks og þjónninn sagði að það hefði alls ekki átt að taka við borðapöntun- um þetta kvöld. Og þar með vorum við af- greiddar, því ekkert stæði var til í salnum. Fórum við því að leita að sæti á einhvetjum öðrum stað, og enduðum við bar á bak við senuna. Þar sáum við skemmti- kraftana koma og fara, en engin skemmtiatriði. Þarna var jú bar, svo við vonuðumst til að geta fengið okkur appelsínglas, auð- vitað ekki kaffi, en þarna var bara enginn barþjónn og ekkert ljós á barnum. Ein okkar reyndi að leika hetju og fara til barþjónanna sem voru á bar beint á móti tröppunum uppi á 2. hæð, því það var ekki létt að troðast framhjá öllu þessu standandi fólki, sem fékk ekki einu sinni sæti. Þetta er ósköp leiðinleg uppá- koma, því ekki erum við svo efn- aðar að við getum veitt okkur það að fara út á veitingastað, nema í svona tilfellum. Því virtist þetta upplagt tækifæri að hitta gamla kunningja og vera innan um kátt fólk. Það voru því vonsviknar fjórar gamlar konur sem tóku sér stöðv- arbíl heim, en allt hafði þetta kostað sína peninga. Fjórar gamlar konur FÉLAGIÐ HEYRNARHJÁLP VELVAKANDA barst bréf frá Félaginu Heyrnarhjálp þess efnis að þjónustuskrifstofa félagsins sé flutt að Klapparstíg 28 og verði þar uns annað verði ákveð- ið. Allir sem vilja njóta þjónustu hennar eru velkomnir. HYERT FARA PENINGAR ELDRI BORGARA? SELMA hringdi og sagði að hún nýtti sér þá þjónustu sem er í boði fyrir eldri borgara, svo sem ieikfimi, föndur o.fl. Nú væri sú nýbreytni tekin upp að láta fólk- ið borga gjald fyrir þessa þjón- ustu en ekki væri möguleiki á að fá neina kvittun fyrir því. Hún sagði að jafnvel væri því tekið illa ef spurt væri um þetta atriði og engin svör hefðu fengist. GÓÐ ÞJÓNUSTA HJÁ ARGENTÍNU STEIKHÚSI HALLDÓRA hringdi og vildi þakka fyrir sérstaklega góða þjónustu á veitingahúsinu Arg- entínu steikhús. Hún var þar á spareribs-kvöldi sl. fimmtudags- kvöld og vildi sérstaklega þakka Alfredo, sem er franskur þjónn þar, fyrir góða þjónustu og veit- ingarnar. Hún segir þetta hafa verið alveg yndislegt kvöld. TAPAÐ/FUNDIÐ Spennumælir fannst FLUKE spennumælir fannst í Armúlanum sunnudaginn 26. september sl. Upplýsingar gefur Snorri í síma 691192 á daginn. Týnt fjallahjól GLÆNÝTT svart og grátt Jazz Rocket-fjallahjól með grænum stöfum hvarf frá Sundlaug Vest- urbæjar þriðjudagsmorguninn 28. .september sl. Þetta er mikill missir fyrir eigandann sem er átta ára drengur og er búinn að safna lengi fyrir hjólinu. Hafi einhver orðið hjólsins var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 625324 eftir kl. 18. Fundar- laun. GÆLUDÝR Hvolpar ÞRJÁ gullfallega hvolpa vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 685693 fyrir hádegi. LEIÐRÉTTIN G AR Grænfriðungar vilja ekki ofbeldi Eftirfarandi athugasemd barst blaðinu frá grænfriðungum: „Sl. þriðjudag birtist frétt í Morg- unblaðinu með fyrirsögninni: Sjó- menn í N-Noregi styðja grænfrið- unga. í fréttinni er ranglega haft eftir talsmanni Greenpeace-sam- takanna, Sjollie Nielsen, að sé sé „... okkar skoðun fþ.e. Greenpeace] að [norska] landhelgisgæslan eigi að skera á veiðarfæri þeirra togara, sem eru að veiðum í Smugunni." Heimild Morgunblaðsins er viðtal við Sjollie Nielsen, sem birtist í Aftenposten 27. sept., en þar segir hann: „Efter vár mening er det kystvakten som má kutte trawlvir- ene til de som fisker i Smutthul- lett, vi vil forsöke á stoppe fisket ved hjelp av saklige argumenter.“ Þetta þýðir einfaldlega að ef ein- hver sé þess umkominn að skera á veiðarfæri þeirra sem eru að veiðum í Smugunni, þá er það norska land- helgisgæslan. Þetta þýðir ekki að Greenpeace telji að norska land- helgisgæslan eigi eða skuli skera á veiðarfæri, né hvetji hana til þess á nokkurn hátt. Það er grundvallarregla í starfi Greenpeace-samtakanna að beita ekki ofbeldi né valda tjóni á eignum annarra. Því síður hvetjum við aðra aðila til slíks athæfis. F.h. grænfriðunga, Árni Finnsson.“ Þú svalar lestrarþcirf dagsins ' stóum Moggans! Vlnningstölur laugardaginn 2. okt. 1993 (32) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 6al5 0 5.549.269 2. 4Ss< WJ~ 295.330 3. 4af 5 196 5.198 t 4. 3afS b.Bbö 405 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.535.277 kr. æm > UPPL¥SINGAR:SlMSVAni91-681511 LUKKULlNA 991002 Kynning á Kripalujóga verður laugardaginn 9. október kl. 14.00. Einnig verður kynnt væntanlegt helgarnámskeið Gurudevs (Yogi Amrit Desai). Allir velkomnir. Jógastöðin Heimsljós, Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181. Bjóðum 20 gerðir dönsku Qbw kæliskápanna. Veldu um skápa án frystis, með frysti - eða skápa til innbyggingar. Tæknileg fullkomnun: hefur slétt bak að innan og aftan (kæli- plata og þéttigrind eru huldar í skápsbakinu). Einangrað vélarhólf tryggir lágværan gang. Og frauð- fyllta hurðin er níðsterk og rúmgóð svo af ber. OúM/ur verndar umhverfið og býður ú þegar margar gerðir með R- 1 34a kælivökva og R22/1 32b einangrun; efn- um sem skaða ekki ósonlagið. 254 Itr. skápur með 199 Itr. kæli og 55 Itr. frysti. HxBxD = 146,5fX 55 x 60 cm. GOTT <&***# TILBOÐ VISA og EURO raðgreiðslur til allt að 18 mánaða, án útborgunar. MUNALÁN með 25% útborgun og eftirstöðvum kr. 3.000 á mánuði. iFúmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91 >24420 Amerísku þægindastólarnir frá LAZY-BOY eru alltaf jafn vinsælir vegna þess hve gott er að sitja og liggja í þeim. LAZY-BOY stóiarnir eru til í mörgum gerðum og áklæðum • og svo fást þeir í leðri. LAZY-BOY stóllinn fæst HBk með eða án ruggu og með einu handtaki er hægt að taka skemilinn út og stilla stólinn í þá stöðu sem manni líður best í. Komdu og prófaðu þennan frábæra stól sem milljónir manna um allan heim elska og fáðu upplýsingar um verð og hvers vegna Lazy-boy stólarnir eru öðrum stólum fremri BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 c .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.