Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 23 Alþjóðleg ráðstefna um áhrif loftmengunar á norðurheimskautssvæðið Vistkerfinu stafar raun- veruleg hætta af loftmengun Rætt um loftmengun FRÁ setningn alþjóðlegrar ráðstefnu um áhrif mengunar sem berst í lofti í vistkerfi norðurheimskautsins. ALÞJÓÐLEG ráðstefna um áhrif mengunar sem berst með lofti í vistkerfi norður- heimskautsins var sett gær að viðstöddum forseta ís- lands á Hótel Sögu. Tæplega 200 vísindamenn frá 22 lönd- um og úr ýmsum greinum vísinda taka þátt í ráðstefn- unni og kynna rannsóknir sínar, en aðaláherslan er á umfjöllun um mengunarefni, s.s. varnaðarefni, snefilefni, geislavirk efni og súrt regn, í efri þrepum fæðukeðjunnar og áhrif þeirra þar. Ráðstefn- unni lýkur á föstudag. Skólakór Kársnessskóla söng við setningu ráðstefnunnar, en síð- an flutti Össur Skarphéðinsson, umhverfísmálaráðherra, ávarp þar sem sagði m.a. að þrátt fyrir að fólk hætti til að gera sér róman- tíska mynd af hreinleika norður- heimskautssvæðisins, yæri það í raun svo að að margvísleg mengun hefði hafið innreið sína og raskað viðkvæmu lífríki þess. Samsöfnun lífrænna mengunarvalda Dixon H. Landers, prófessor við Umhverfisverndarstofnun Banda- ríkjanna, er í forsæti fyrir ráð- stefnunni og kveðst hann telja vistkerfi norðurheimskautssvæðis- ins stafa raunveruieg hætta af loftmengun. „Við höfum sannanir fyrir því að hættan sé fyrir hendi, en vandinn er að ákvarða hversu umfangsmikil sú hætta er,“ segir Landers. „Við vitum um samsöfn- un lífrænna mengunarvalda í svo miklum mæli að þeir geta verið banvænir fyrir lífverur, en erum fáfróðir um hvaða áhrif þessir mengunarvaldar hafa á vistkerfið og þar með talið samfélag manna.“ Landers segir að fæðukeðjan á norðurslóðum sé oft sögð við- kvæmari fyrir utanaðkomandi áhrifum en fæðukeðjur ýmissa annarra svæði, þó að hann sé ekki sannfærður um réttmæti þessarar tilgátu. Hins vegar sé ljóst að þar sem uppbygging fæðukeðjunnar á norðurslóðum sé einfaldari en víð- ast hvar annars staðar, sé líklegt að einn hluti hennar sem komist í tæri við aðskotaefni hafi áhrif á keðjuna alla. Landers segir að mælingar hafi greint aukningu mengunarefna á síðustu árum og áratugum á heimsskautssvæðinu. Þar sé meðal annars um að ræða þrávirk efni, þungmálma, gastegundir og geislavirkan úrgang, sem hafi bor- ist á þessar slóðir m.a. með lofti, úrkomu, ám, hafstraumum og af völdum manna sem hafí losað þar úrgang. Fjármagn vantar til rannsókna Aðspurður um viðbrögð stjórn- valda í þeim löndum sem liggja að norðurheimsskautinu við meng- unarefnum segir Landers að þau hafi þegar tekið skref í þá átt að stöðva eða hindra frekari út- breiðslu _ mengunarefna á þessu svæði. „I júní árið 1991 var sam- þykkt á ráðherrafundi í Finnlandi áætlun um umhverfisvernd á norð- urheimsskautssvæðinu, AEPS, („The Arctic Environmental Protection Strategy"), sem er ein- stök að mínu mati,“ segir Land- ers. „Þar hafa valdamenn ólíkra landa sem teygja sig yfir gífurlegt svæði skuldbundið sig til að vinna saman og takast á við vandann um leið og vitneskjan um hann eykst.“ Landers segir að nú sé þörf á að skipuleggja þau viðfangsefni á sviði vísinda og stefnu sem enn eru óljós varðandi vernd norður- heimskautssvæðisins, og finna fjármagn til að styðja slík við- fangsefni. Hann segir fé í jafn viðamikið alþjóðlegt vísindaverk- efni torfundið, enda séu löndin sem tengjast því misvel undir þátttöku búin, og þurfi að starfa á gríðar- lega víðáttumiklu svæði. „Sovét- ríkin sálugu eru gott dæmi um þetta. Þau eiga stór norðurheim- Morgunblaðið/Þorkell Dixon H. Landers skautssvæði og stór hafsvæði en núverandi fjárhagur leyfír þeim ekki að vinna verk af sömu stærð- argráðu og t.d. Finnland eða Nor- egur, auk þess sem síðarnefndu löndin hafa þéttari byggð og mun minni svæði til að rannsaka. Þetta er vandamál sem við þurfum að bera upp á alþjóðavettvangi, svo sem á vettvangi AEPS.“ Landers segir höfuðtilgang ráð- stefnunnar að leiða saman vísinda- menn er tengjast rannsóknum á loftmengun norðurheimskauts- svæðisins, skýra og raða vanda- málþeim samfara í forgangsröð og fylla í þekkingargöp vegna rannsókna. „Helsta framlag okkar til stefnumörkunar í þessum mál- um og almennings er að segja til um hvaða spurninga er mikilvæg- ast að spyija í náinni framtíð. Fjár- magn til vísindalegra rannsókna er takmarkað og því er einkar mikilvægt að ákvarða forgangsröð verkefna," segir Landers. MIÐAVERÐ AÐEINS KR. 600 DREGIÐ VERÐUR 8. OKTOBER ÁRATUGA RANNSÓKNIR OG FORVARNIR í ÞÍNA ÞÁGU 1. vinningur: Mitsubishi Lancer með aldrifi. Verð kr. 1.600.000- 2. vinningur: Mitsubishi Colt 1600. Verð kr. 1.300.000. 20 skattfrjálsir vinningar að verðmæti kr. 9.000.000.- 10 „Út í heim"- vinningar með Flugleiðum, hver á kr. 140.000.- Greiðslukortaþjónusta Þú getur greitt heimsenda miðann þinn með greiðslukorti! ( ) VfSA Sími813947 HJARTAVERND - í funa þágu SPARISIOÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Skólavöröustíg 11, Hátúni 2b, Álfabakka 14, Kringlunni 5, Reykjavík. Austurströnd 3, Seltjarnarnesi. Happdrætti Hjartaverndar 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.