Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.10.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 35 Short tekst enn ekki að vinna skák _________Skák____________ Margeir Pétursson HEIMSMEISTARAEINVÍGI Garys Kasparovs og Nigels Shorts í London er nú hálfnað og stefnir í yfirburðasigur heimsmeistarans. Kasparov hef- ur hlotið átta og hálfan vinning en Short þrjá og hálfan. Eng- lendingnum hefur enn ekki tek- ist að vinna eina einustu skák, þrátt fyrir upplögð tækifæri. Þó virðist hann nú vera að braggast og jafntefli hefur orðið í þremur síðustu skákunum. í þvi svo- nefnda “FIDE heimsmeistara- einvígi" þeirra Karpovs og Tim- mans átti að hefja seinni hlutann á sunnudaginn, en úr því varð ekki. Framhald þess hefur verið í óvissu síðan arabaríkið Óman hætti við að halda seinni hlutann. Það gæti því farið svo að sigur- vegarinn í einvíginu í London verði óumdeildur heimsmeistari, þrátt fyrir þá ákvörðun Alþjóðaskáksam- bandsins FIDE að láta einvígi vara- mannanna Timmans og Karpovs fara fram eftir að þeir Kasparov og Short ákváðu að tefla á eigin vegum. Það verður ekki sagt að mikil spenna sé í einvíginu í London. Veðmangarar eru löngu hættir við að taka við fé sem veðjað er á Kasparov. Skákirnar eru þó afar líflegar og Short á hrós skilið fyrir djarfa og skemmtilega tafl- mennsku. Hann er óheppinn að hafa ekki unnið skák. Kasparov þarf nú aðeins þijá og hálfan vinn- ing úr tólf skákum til að halda titl- inum og nú er helsta spurningin hvort honum takist að sleppa við tap. Það hefur engum tekist í heimsmeistaraeinvígi síðan Capa- blanca vann titilinn af Lasker í Havana 1921. Kúbumaðurinn vann fjórar skákir en tíu lyktaði með jafntefli. I elleftu skákinni á fimmtudag beitti Kasparov skoska leiknum (3. d4) í fyrsta sinn í einvíginu og uppskar ívið betra endatafl þar sem hann hafði biskupaparið. Short varðist af mikilli seiglu, fann óvænt mótspil og þegar yfir lauk mátti Kasparov þakka fyrir jafntefli. 11. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Nigel Short Skoski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 - exd4 4. Rxd4 — Bc5 5. Rxc6 — Df6 6. Dd2 - dxc6 7. Rc3 - Be6 8. Ra4 - Hd8 9. Bd3 - Bd4 10. 0-0 - Re7 11. c3 - b5 12. cxd4 — Dxd4 13. Dc2 — Dxa4 Hvít- ur vinnur peðið til baka eftir 13. — Dxd3 14. Dxd3 - Hxd3 15. Rc5 - Hd8 16. Bf4 14. Dxa4 — bxa4 15. Bc2 — Bc4 16. Hel - Bb5 17. Be3 - Rc8 18. Bc5 - Rb6 19. Hadl - Hxdl 20. Hxdl - a6 21. f4 - Rd7 22. Ba3 - h5 23. Kf2 - Hh6 24. e5 - c5 25. Bf5 - Hb6 26. Hd2 - g6 27. Bc2 - He6 28. Kg3 - Rb6! 29. Bxc5 - Rc4 30. Hd5 - Rxb2 31. f5 31. - Bc6 32. Hd2 - gxf5 33. Kf4 - Rc4 34. He2 - f6 35. Bxf5 - Hxe5 36. Bd3 - Bd5 37. Bd4 - Hxe2 38. Bxe2 - Ke7 39. Bxh5 - Bxg2 40. Bdl - a3 41. h4 - Bd5 42. h5 - Re5 43. h6 - Bxa2 44. Bc5+ - Kf7 45. Bc2 - Bc4 46. h7 - Kg7 47. Bf8+ - Kh8 48. Be7 - Bd3 49. Bxf6+ - Kxh7 50. Bxe5 — Bxc2 Jafntefli. Eins og fyrri skákir þegar Short hefur stýrt hvítu mönnunum var sú tólfta afar fjörug. Að þessu sinni var það Kasparov sem hleypti henni upp með mannsfórn. Upp kom vandmetið endatafl þar sem hann hafði þrjú peð fyrir biskup Shorts og dugði það til að halda jafnvæg- inu. 12. einvígisskákin: Hvítt: Nigel Short Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — a6 6. Bc4 - e6 7. Bb3 - Rc6 Kasparov hefur þrívegis leikið 7. — Rbd7 í einvíginu og ávallt lent í miklum erfiðleikum. 8. f4 - Be7 9. Be3 - 0-0 10. Df3 - Rxd4 11. Bxd4 - b5 12. Bxf6!? Áður hefur hér yfirleitt verið leikið 12. e5 en eftir 12. — dxe5 13. Bxe5 (Ekki 13. fxe5? — Dxd4) Ha7! má svartur vei við una. Leik- ur Shorts er þó þekktur og Ka- sparov hefur svar á reiðum hönd- um: 12. - Bxf6 13. e5 STÖÐUMYND II 13. - Bh4+ 14. g3 - Hb8 15. gxh4 - Bb7 16. Re4 - dxe5 17. Hgl - g6! 18. Hdl - Bxe4 19. Dxe4 — Dxh4+ 20. Ke2 Svartur virðist einnig hafa full- nægjandi bætur eftir 20. Kfl — Hbd8 20. - Dxh2+ 21. Hg2 - Dxf4 22. Dxf4 - exf4 23. Kf3 - Hfd8! 24. Hxd8+ - Hxd8 25. Kxf4 - Kf8 26. Ke3 - Ke7 27. c4 - h5 28. a4 — bxa4 29. Bxa4 — h4 30. c5 - Hh8 31. Hc2 - h3 32. Bc6 - e5 33. Kf2 - h2 34. Hcl - a5 35. Bd5 - Hd8 36. Bg2 - Hd2+ 37. Kg3 - Kd7 38. Hal - f5 39. Kxh2 - Hxb2 40. Hxa5 - e4 Jafntefli. Þrettánda skákin verður tefld í dag. Kasparov hefur hvítt.? Skipasmíðastöðin Skipavík hf. Ólafur Kristjánsson for stjóri lætur af störfum ®^Stykkishólmi. ÞAÐ urðu þátttaskil hjá Skipasmíðastöðinni Skipavík hf. í Stykkis- hólmi 8. september sl., þegar forstjórinn Ólafur Kristjánsson lét af störfum eftir 18 ára farsæla forystu. Hann skilaði félaginu af sér vel stæðu og virtu og við þetta tækifæri var starfsfólki boðið til veglegrar veislu i salarkynnum félagsins. Ólafur hafði áður verið 10 ár í forvera Skipavíkur, Vélsmiðju Kristjáns Rögnvaldssonar, föður síns, sem um árabil þjónaði báta- flotanum við Breiðafjörð með reisn. Um leið og Ólafur Kristjánsson lætur nú af störfum sem forstjóri hættir hann ekki afskiptum af sínu gróna og góða fyrirtæki Skipavík heldur mun hann verða þar stjórn- arformaður. Ólafur ávarpaði starfsmenn og forystu, svo og viðskiptavini við þetta tækifæri og þakkaði hann fyrir dygga þjónustu og gott starf í eflingu og þágu félagsins. Án þessara góðu samvinnu í gegnum árin hefði ekki verið hægt að ná þeim góða árangri sem nú lægi fyrir, sagði Ólafur. Þótt oft hafi gefið á bátinn hefur farsældin leitt til góðrar niðurstöðu. Hann sagði að hann hafi talið rétt að skipta um forystu einmitt nú og sérstak- lega þegar hann hefði tekið að sér framkvæmdastjórn fyrirtækisins Nora hér í bæ sem framleiðir grá- sleppuhrognaafurðir. Eins teldi hann rétt að fá yngri mann sem væri í sama verkefni til að spreyta sig. Þá tók forseti bæjarstjórnar, Ell- ert Kristinsson, til máls og sagði að hann vildi fyrir hönd bæjarins og bæjarbúa færa Ólafi sérstakar þakkir fyrir góð og mikil störf í þágu bæjarins og uppbyggingu starfsemi hér í skipasmíðum og skipaviðgerðum. Þá bauð hann einnig hinn nýja forstjóra velkom- inn til starfa og árnaði honum giftu í starfi. Starfsfólk Skipavíkur færði Ólafi Kristjánssyni sem þakklætis- og virðingarvott hinar merku bækur Guðmundar Ólafssonar; Fuglar í náttúru íslands og Perlur í náttúru íslands og hafði Davíð Sveinsson orði fyrir starfsmönnum um leið og hann flutti Ólafí sérstaka þökk fyr- ir góða samvinnu. Kemur frá Seyðisfirði Nýr framkvæmdarstjóri, Ólafur Sigurðsson, kemur frá Seyðisfirði. En þar hefur hann starfað sem Annað námskeiðið verður helg- ina 8.-10. okt. Námskeiðið hefst föstudaginn kl. 19. Kennt verður frá kl. 19-22 og laugardag og sunnudag frá kl. 13-18 báða dag- ana. Þriðja námskeiðið verður með sama sniði og það fyrsta og hefst miðvikud. 20. okt. Kennsludagar verða 20., 21., 25. og 26. okt. Þessi námskeið eru öll jafnlöng eða 16 klukkustundir. Öllum 15 ára og eldri er heimil þátttaka. Námskeiðin verða haldin í Fáka- feni 11, 2. hæð. Námskeiðssgjald er 4.000 kr., tæknifræðingur við líkt fyrirtæki og Skipavík hf. og var honum fagn- að af viðstöddum. Hann kvaðst hafa kynnt sér vel að hveiju hann kæmi og sér væri það ánægjulegt að koma hingað og taka við þessu vel rekna og trausta fyrirtæki eins og uppbygging þess og reikningar sýndu. Þá kvaðst hann fagna því að Ólafur nafni sinn hefði ekki slit- ið öll tengsl við gamla fyrirtæki sitt þar sem hann yrði stjórnarfor- maður og sér mikils virði að geta sótt ráð til hans. Stykkishólmur hefur ríkulega notið Skipavíkur og fyrirtækið veitt mörgum atvinnu í gegnum árin. skuldlausir félagar í RKÍ fá 50% afslátt. Hægt verður að ganga í félagið á staðnum. Einnig fá nem- endur í framhaldsskólum 50% af- slátt. Þetta gildir einnig um há- skólanema. Gegn framvísun skóla- skírteina. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er blásturs- aðferðin, endurlífgun með hjarta- lmoði, hjálp við bruna, blæðingum úr sárum og mörgu öðru. Einnig verður ijallað um það hvernig koma megi í veg fyrir helstu slys. Að námskeiðinu loknu fá nemend- ur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. - Árni. Námskeið í skyndihjálp hjá Rauða krossinum REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir þremur námskeiðum í almennri skyndilijálp í október. Fyrsta námskeiðið hefst miðviku- daginn 6. okt. Kennt verður frá kl. 20-23. Kennsludagar verða 6., 7., 11. og 12 .okt. auglýsingar I.O.O.F. Rb. 4 = 1431058 - 8Vz.ll. G.H. □ FJÖLNIR 5993100519 l Atk. Frl. □ EDDA 5993100519 III 2 □ HLÍN 5993100519IVA/1 Frl. OHamar 5993100519-1 Fjh Spíritistafélag íslands Anna Carla Yngvadóttir, miðill, með einkatíma í laekningum og fyrri lífum. Einnig er spámiðill og talnaspekningur. Heilunar- nuddari og huglæknirinn Bíbi Ólafsdóttir. Sími 40734. Stokkseyringar Aðalfundur Stokkseyringa- félagsins í Reykjavík og nágrenni verður haldinn sunnudaginn 10. október nk. kl. 15.00 í félags- heimili Fóstbræðra, Langholts- vegi 111. Félagar fjölmennum. Kaffihlaðborð. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MORKINNI 6 - SÍMI 682533 Þriðjudagskvöld 5. október kl. 20.30 Opið hús í Mörkinni 6 (risi) Ferðaáætlun 1994 Ferðanefnd sér um kvöldið og tekur við hugmyndum í ferða- áætlun næsta árs. Allirvelkomn- ir í Mörkina. Heitt á könnunni. Húsið opnað kl. 20.30. Ath. að fyrsta myndakvöld vetr- arins verður mlðvikudagskvöldið 13. október. Ferðafélag (slands. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Hið vinsæla námskeið Helgu Sigurðardóttur „í litum Ijóss hugar og handa“ verður haldið föstud.kvöldið 8. okt. og laugar- daginn 9. okt. Bókanir eru hafnar í símum fólagsins 618130 og 18130. Stjórnin. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Myndakvöld miðviku- daginn 6. október Fyrsta myndakvöld vetrarins. Sýndar verða myndir úr ferð Útivistar um Jónsmessu á Látra- bjarg - Rauðasand I sumar og mun Björn Finnsson segja frá. Lars Björk, Ijósmyndari, sýnir myndir úr Básum frá öllum árs- timum og myndir frá Land- mannalaugum og Jökulgili. Sýn- ingin hefst kl. 20.30 í salnum í Hallveigarstíg 1. Hlaðborð kaffi- nefndar er innifalið i aðgangs- eyri. Allir velkomnir. Helgarferð 9.-10. október Fimmvörðuháls Síðasta ferðin yfir Fimmvörðu- háls á þessu ári. Á laugardag verður gengið upp með Skógá að Fimmvörðuskála og á sunnu- dag áfram niður I Bása við Þórs- mörk. Fararstjóri Bóthildur Sveinsdóttir. Nánari upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.