Morgunblaðið - 05.10.1993, Síða 54

Morgunblaðið - 05.10.1993, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1993 FRUMVARP TIL FJARLAGA 1994 525 milljóna lækkun útgjalda lífeyristrygginga Grunnlífeyrir o g ekkjubæt ur eigna- og tekjutengdar GERT er ráð fyrir um 525 milljóna kr. lækkun útgjalda til lífeyr- istrygginga Tryggingastofnunar á næsta ári. Eru áform um tekju- og/eða eignatengingu lífeyrisgreiðslna. Dregið verður úr greiðslum ekkjulífeyris, þær greiðslur tekjutengdar og úthlutunarreglur endur- skoðaðar, og grunnlífeyrir verði tengdur fjármagnseignum, en sú aðgerð á að skila 200 millj. kr. sparnaði. Heildarútgjöld heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis verða 47,7 milljarðar á næsta ári og hækka að raungildi um 2,3% frá fjárlögum yfirstandandi árs, en í greinargerð íjárlagafrumvarpsins segir að út- gjöldin lækki um 2,4 milljarða króna frá því sem orðið hefði ef ekkert hefði verið að gert. Eingreiðslur endurskoðaðar Einnig er áformað að endurskoða fyrirkomulag eingreiðslna vegna launabóta, desember- og orlofsupp- bótar til bótaþega í samráði við fulltrúa verkalýðsfélaga og aðra hagsmunaaðila, þar sem gildandi reglugerð um þessar greiðslur renn- ur úr gildi um áramótin. Eingreiðsl- ur reiknast á tekjutengda liði lífeyr- istrygginga og er áætlað að þær kosti 720 millj. áþessu ári. Er stefnt að um 200 mitlj. kr. sparnaði með þessum ráðstöfunum. Ákveðið hefur verið að Trygg- ingastofnun bjóði öllum landsmönn- um að kaupa heilsukort sem kosti 2.000 kr. og veita afslátt á greiðslu fyrir lyf, þjónustu hjá sérfræðingum og á heilsugæslustöðvum auk þess sem handhafar kortanna fái þjón- ustu á sjúkrahúsum án endurgjalds. Þeir sem ekki greiða fyrir skírteinið þurfa hins vegar að greiða mun hærra verð fyrir læknisþjónustuna. Er áætlað að tekjur af sölu skírtein- anna verði um 400 millj. kr. á næsta ári. Framlag til Landakots lækkar um 173 millj. Framlög til ríkisspítala og ann- arra sjúkrahúsa í Reykjavík lækka að raungildi um 3,2%. Áformað er að hætta rekstri barnaheimila spít- alanna og lækka framlög af þeim sökum um rúmlega 170 millj. kr. Þá lækka framlög til áfengisdeilda ríkisspítala um 50 millj. kr. Framlag til Landakotsspítala lækkar hlutfallslega mest af ein- stökum spítölum eða samtals um rúmar 173 millj. kr. Stærstur hluti þeirrar upphæðar er vegna áforma um að flytja barnadeild spítalans til Borgarspítalans. í fjárlagafrum- varpinu er hins vegar gert ráð fyr- ir að framlag til Borgarspítala lækki einnig á næsta ári um 64 millj. kr. að raungildi. Morgunblaðið/RAX Fjárlagafrumvarpið kynnt FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ársins 1994 fyrir fréttamönnum í gær. ■ EMBÆTTI Húsameistara rikisins verður endurskipulagt á næsta ári og veruiega dregið úr starfsemi þess, að því er kemur fram í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Undirbúningur er þegar haf- inn. Ekki er gert ráð fyrir þessari breytingu í forsendum frumvarps- ins en þó er gert ráð fyrir að kostn- aður við embættið minnki vegna minnkandi framkvæmda hins op- inbera. ■ ÞÁTTTAKA lögreglunnar í vörslu á Flugstöð Leifs Eiríks- sonar verður færð yfir á rekstur Flugstöðvarinnar á næsta ári. Við þetta lækkar framlag til embættis sýslumannsins á Keflavíkurflug- velli um 13 milljónir króna. ■ REKSTRARSTAÐA Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hefur batnað frá fjárlögum þessa árs. Tekjur hafa orðið meiri, einkum vegna hækkunar á gengi banda- ríkjadals. Einnig hækka tekjur Flugmálastjórnar á Keflavíkur- velli af sömu ástæðu. ■ STARF eins starfsmanns við Fastanefnd íslands hjá Samein- uðu þjóðunum verður lagt niður í sparnaðarskyni frá miðju næsta ári. Þá verður ekki skipaður sendi- herra hjá Fastanefnd íslands í Genf til ársloka 1994. Á síðasta ári var ákveðið að láta sendiherra íslands í Bandaríkjunum gegna jafnframt starfi fastafulltrúa ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum en þegar til kom var ekki talið stætt á að standa við þessa ákvörðun allt yfirstandandi ár m.a. vegna þess að ísland var kosið til þátttöku í umhverfisnefnd SÞ og hefur því nýr sendiherra hjá SÞ með aðsetur í New York verið skipaður. ■ FRAMLAG til Þróunarsam- vinnustofnunar íslands verður lækkað um 14 milljónir króna á næsta ári. Ekki er enn ljóst á hvem hátt þessi lækkun kemur niður á þróunarverkefnum þeim sem ísland stendur að en þau eru nú unnin á Grænhöfðaeyjum, í Namibíu og Malaví. ■ ÍSLAND greiðir um 92 milljónir króna vegna friðargæslu- verkefna Sameinuðu þjóðanna. Samtals er um 10 verkefni að ræða. Á Kýpur, fyrir botni Mið- jarðarhafs, í Líbanon.fyrir botni Persaflóa, á Balkanskaga, í E1 Salvador, Angólu, Sómalíu, Kambódiu og Mósambík. 39. leikvika ,2.-3. okL 1993 | Nr. Leikur: Röðin: 1. AIK - Degerfoss 1 - - 2. Göteborg - Malmö 1 - - 3. Halmstad - Brage 1 - - 4. Helsingborg - Örgryte 1 - - 5. Trelleborg - Hiicken 1 - - 6. Frölunda - Norrköping 1 - - 7. Örebro - Öster 1 - - 8. Liverpool - Arsenal - X - 9. Norwich - Coventry 1 - - 10. QPR - Ipswich 1 - - 11. Sheff. Wed. - Man. Utd. - - 2 12. Svvindon - Blackbum - - 2 13. Wcst Ham - Chelsea 1 - - 12 réttir: 1.340 | kr. 11 réttir: 0 j kr. 10 réttir: 0 jkr. Heildarvinningsupphæðin: 89 milljón krónur 13 i réttir: | 3S. 690 kr. Löggæsla á höfuðborg- arsvæðinu sameinuð ÁFORMAÐ er að allt höfuðborg- arsvæðið verði gert að einu lög- gæslusvæði á næsta ári, þ.e. Sel- tjarnarnes, Reykjavík, Kópavog- ur, Garðabær, Hafnarfjörður, Bessastaðahreppur, Mosfells- bær, Kjalarneshreppur og Kjós- arhreppur. Með sameiningunni er ætlað að ná fram rekstrarhagræðingu með tímanum, auka skilvirkni og bæta árangur. Dragast fjárveitingar til þessara embætta saman um 4% á milli ára skv. fjárlagafrumvarpinu. Einnig stendur til að sameina sýslumannsembætti og fækka þeim úr 27 í 18. Á sú aðgerð að hafa verulegan sparnað í för með sér á næsta ári en þá lækka útgjöld til yfirstjórna sýslumannsembætta um 7,8% frá fjárlögum þessa árs. Er áformað að sameining sýslumanns- embættanna taki gildi 1. mars, nema á Austfjörðum 1. maí og á höfuðborgarsvæðinu 1. júlí. Fjármálaráðherra um markmið fjárlagafrumvarpsins Dregið úr halla án skattahækkana FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra lagði frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1994 fram á Alþingi í gær. Rekstrarhalli ríkissjóðs skv. frumvarpinu verður 9,8 miiyarðar kr. samanborið við áætlaðan 12,3 milljarða halla á þessu ári. Fjármálaráðherra sagði á fundi með fréttamönnum í gær að þó þetta væri mesti fjárlagahalli sem gert væri ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi væri þetta frumvarp raun- hæfara en oft áður og því ættu markmiðin að standast, en það byggðist m.a. á því að gengið væri út frá að kjarasamningarnir giltu út næsta ár. Sagði hann að boðskapurinn væri skýr; þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður verði að draga úr hallarekstri ríkis- sjóðs án þess að hækka skatta og það verði aðeins gert með því að lækka ríkisútgjöld. Friðrik sagði að skatttekjur rík- issjóðs myndu lækka að raungildi á næsta ári, þriðja árið í röð, um 1,5 milljarða kr. og hafí ekki verið lægri í sjö ár. Sagði hann að erfiðar efnahags- aðstæður þrengdu mjög svigrúm ríkisstjórnarinnar til aðgerða í rík- isfjármálum. Samdrátturinn hefði haft í för með sér aukin ríkisút- gjöld og hefðu t.d. útgjöld til at- vinnuleysisbóta aukist um 1,5-2 milljarða frá árinu 1991. Þrátt fyrir þessar aðstæður hefði ríkis- stjórninni tekist að stöðva útgjald- avöxt ríkisins og heildarútgjöld þess hefðu verið lækkuð um 10 milljarða kr. frá 1991. Þar af hefðu greiðslur til landbúnaðarmála lækkað um 4,5 milljarða og sparn- aður í menntamálum næmi um 2 milljörðum. Vaxtaskattur talinn skila 100-150 millj. Friðrik sagði einnig að yfirlýst áform ríkisstjórnar vegna kjara- samninga sl. vor um að lækka virð- isaukaskatt af matvælum frá næstu áramótum fæli í sér um 2,5 milljarða kr. skattalækkun á næsta ári. Því tekjutapi verði að hluta mætt með álagningu skatts á fjármagnstekjur sem talið er að skili 100-150 millj., eða með breikkun eignarskattsstofnsins, sem nú væri til umræðu milli for- ystumanna stjórnarflokkanna, og hins vegar með innheimtu atvinnu- tryggingagjalds af launþegum og atvinnurekendum. Samanlagt lækkuðu skatttekjur af þessum ástæðum um 700-800 millj. kr. á næsta ári og sagði fjármálaráð- herra að skattbyrði einstaklinga myndi minnka. Rætt um viðbótarniðurskurð Friðrik tók einnig fram að frum- varpið væri lagt fram af ríkis- stjórninni og nyti stuðnings henn- ar. Þótt Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefði fyrir- vara við viss atriði í frumvarpinu þá hefði henni verið sagt að stuðn- ingur við frumvarpið væri for- senda fyrir áframhaldandi setu í ríkisstjórninni og hún sæti þar áfram. Kvaðst Friðrik gera ráð fyrir að hún myndi greiða því at- kvæði sitt. Friðrik sagði að eftir að fjár- lagafrumvarpið hefði verið af- greitt úr ríkisstjórn hefði verið ákveðið að fjármálaráðherra og utanríkisráðherra mótuðu frekari hugmyndir um viðbótarniðurskurð til að draga enn frekar úr halla ríkissjóðs, sem gætu nýst ríkis- stjórninni á síðari stigum. Það breytti engu um það að fjárlaga- frumvarpið stæði eins og það væri nú úr garði gert. „Ef það á að skera niður um nokkra milljarða í viðbót, sem ég ætla ekki að úti- loka að sé hægt, þýðir það veruleg- ar breytingar. Það þyrfti að ræða það við fleiri aðila í þjóðfélaginu, eins og aðila vinnumarkaðarins. Þessi vinna á sér stað en hún breytir ekkert stöðu þessa frum- varps,“ sagði Friðrik. Spáð er 5% atvinnuleysi í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 5% atvinnuleysi á næsta ári samanborið við 4,5% af vinnuafli í ár. Spáð er minnkandi verð- bólgu og að verðhækkanir verði um eða undir 3% á milli áranna samanborið við 4% verðbólgu sem spáð er á þessu ári. Einnig er gert ráð fyrir frekari samdrætti í kaupmætti ráðstöfunartekna á 'næsta ári eða um 4% að meðaltali. Á yfirstandandi ári er búist við að landsframleiðsla aukist lítillega, eða um 0,5%, en á næsta ári er hins vegar spáð 2,5% samdrætti landsframleiðslunnar. Gengið er út frá því að einkaneysla dragist sam- an um 2,6% og samneysla um 1%. Á árunum 1992 og 1993 dróst fjárfesting saman um fimmtung og er búist við að á næsta ári dragist fjárfesting enn frekar saman, eða um 4,1%. Við þetta fer fjárfesting niður í 15,5% sem hlutfall af lands- framleiðslu, en það er lægsta fjár- festingarhlutfall sem mælst hefur frá lokum seinni heimsstyijaldar. Talið er að viðskiptahallinn verði 5,5 milljarðar kr. á þessu ári en hann hefur farið ört minnkandi að undanförnu, eða úr 18 milljörðum kr. árið 1991, og er spáð óbreyttum viðskiptajöfnuði á næsta ári, sem jafngildir um 1,4% af landsfram- leiðslu. Er búist við 3,5% sam- drætti í útflutningi vöru og þjón- ustu á næsta ári, aðallega vegna minnkandi framleiðslu sjávaraf- urða, og að innflutningur vöru og þjónustu minnki um 3,5%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.