Morgunblaðið - 23.10.1993, Page 4

Morgunblaðið - 23.10.1993, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 Skurðstofur stækkaðar á Landspítala Kostnaður við fram- kvæmdir og tækjakaup 80 milljónir króna FYRSTI áfangi stækkunar á skurðstofum og gjörgæsludeild Land- spítala er nú langt kominn, en heildarkostnaður við framkvæmdir og tækjakaup er áætlaður um 80 milljónir kr. Legudeild 12-A hefur verið lögð niður vegna framkvæmdanna og verður húsnæði hennar bætt við skurð- og gjörgæsludeildir. Alls nemur viðbótin 470 fermetrum og er um að ræða 40% stækkun þessara deilda. Skurðstofur á skurðdeild eru nú 6 en verða 8 að loknum breytingum. Einnig verður útbúin sérstök móttaka þar sem sjúklingar eru færðir yfir á skurðborð og undir- búnir fyrir aðgerð, sem á að auka afköst á skurðstofunum. Einnig verður gæsluskáli, þar sem sjúk- lingar vakna eftir aðgerð, stækk- aður og verðúr fyrir 11 sjúklinga en núverandi uppvöknun er fyrir 5 sjúklinga. Breyttar aðgerðir kalla á aukningu rýmis og tækja Jónas Magnússon, yfírlæknir á handlækningadeild Landspítalans, segir ástæðu framkvæmdanna þá að aðgerðir hafi breyst mikið á undanfömum ámm. Breytingarn- ar kalli nú á mikla aukningu tækja inn á skurðstofur, og með nýjum aðferðum sé hægt að stytta legu- tíma sjúklinga, sem auki þörf á stækkun og fjölgun skurðstofa til að hægt sé að gera fleiri aðgerðir. Áætlað er að öllum áföngum verksins ljúki á árinu 1995. Skurðstofur stækkaðar FYRSTI áfangi við stækkun á skurðstofum Landspítala er vel á veg kominn, en ásamt tækjakaupum er áætlaður kostnaður um 80 milljón- ir króna. Tyrkneska dóms- málaráðuneytið Getur ekkert aðhafst í for- ræðismálinu „AF ÞVÍ að málið er í höndum réttarins og hann er sjálfstæður getum við ekkert gert,“ segir Yildirim Turkmen, skrifstofu- stjóri í tyrkneska dómsmálaráðu- neytinu, þegar spurst er fyrir um aðgerðir af hálfu tyrkneskra stjórnvalda í forræðismáli Soph- iu Hansen í Tyrklandi. Hann seg- ist ekki efast um að mál Sophiu fái sanngjarna málsmeðferð í Tyrklandi. Þegar rætt var við Yildirim sagð- ist hann því miður ekki hafa upplýs- inga um einstaka þætti málsins af þeirri einföldu ástæðu að það væri nú í höndum dómstóla. Állar að- gerðir byggðust á niðurstöðu þeirra. „En ég held að dómstólar geri allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið. Eins og stendur getum við því miður ekkert gert,“ sagði Yildirim. VEÐUR IDAG kl. 12.00 Heímik): Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 9 skýjað Reykjavik 3 skúrir Bergen 6 skýjað Helainki 0 léttskýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Narssarssuaq +3 rigning Nuuk snjóél Ósló 3 léttskýjað Stokkhólmur 4 léttskýjað Þórshöfn 9 rigning Algarve 20 skýjað Amsterdam 9 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Berlín 8 alskýjað Chicago 1 heiðskfrt Feneyjar 13 skýjað Frankfurt 8 aiskýjað Glasgow 5 mistur Hamborg 8 skýjað London 11 skýjað LosAngeles 18 alskýjað Luxemborg 6 skýjað Madríd 12 heiðakirt Malaga 22 hálfskýjað Mallorca 12 skýjað Montreal 7 skýjað New York 11 skýjað Orlando 22 þoka París 8 skýjað Madeira 21 léttskýjað Róm vantar Vín 8 þokumóða Washington 10 skýjað Winnipeg +2 heiðsklrt Hæstiréttur um sölu á jörð við Haffjarðará Kaupsamningiu’ ógilt- ur og forkaupsréttur leyfður á matsvirði HÆSTIRÉTTUR hefur hnekkt dómi héraðsdóms og tekið til greina kröfu ábúanda jarðarinnar að Kolviðarnesi við Haffjarðará i Hnappa- dalssýslu um að hann fái að kaupa jörðina fyrir 2,2 milljóna króna matsverð. Jörðina höfðu Páll G. Jónsson og Ottar Yngvason keypt 12. nóvember 1987 af fyrri eiganda, Þórði Thors, ásamt 9 öðrum jörðum við ána, ánni sjálfri og veiðihúsum fyrir samtals um það bil 111 milljónir króna. Aðaláhugaefni kaupendanna var veiðirétturinn í Haffjarðará. í samningi aðilanna kom fram að jörðin Kolviðarnes væri í samn- ingnum metin á 6 milljónir króna og á því verði var ábúandanum boðið að neyta forkaupsréttar síns. Hann ákvað áð neyta forkaupsrétt- ar og krefjast mats á verðmæti jarð- arinnar þar sem hann teldi kaup- verð eigna óeðlilega hátt og skil- mála ósanngjarna miðað við við- skiptavenjur og ætla mætti að það væri gert í því skyni að halda for- kaupsréttarhöfum frá því að neyta réttar síns. Niðurstaða matsmannanna var á þá leið að.söluverð eignanna í heild væri ekki óeðlilegt og skilmálar ekki ósanngjarnir en leigusamning- ur um 10 ára veiði í Haffjarðará og Oddastaðavatni sem væri van- metinn. Matsmenn kváðust ekki einungis hafa metið jörðina sem landbúnaðaijörð heldur tekið tillit til réttar til að innleysa veiðirétt. Eðlilegt verð fyrir jörðina væri 2,2 milljónir. Þá íjárhæð „deponeraði" ábúandinn þegar seljandi neitaði að taka við greiðslu. Greitt fyrir en ekki átt veiðirétt í dómi Hæstaréttar segir að hefði ábúandinn tekið forkaupsréttarboð- inu hefði hann verið að greiða fyrir veiðiréttindi fyrir landi jarðarinnar án þess að eiga þau en fram hafði komið hjá kaupendum að hagsmun- ir þeirra af kaupum á jörðinni hafi verið þeir að þurfa ekki að eiga á hættu að eigandi hennar reyndi að leysa þau réttindi til sín. „Mati f...] hefur ekki verið hnekkt og hafa stefndu ekki sýnt fram á að hægt hefði verið að fá hærra verð en matsverðið fyrir jörðina ef hún hefði verið seld ein sér án húsakosts og ræktunar í eigu áfrýjanda. Er því fram komið að verð það sem jörðin var boðin [ábúandanum] á var óeðli- lega hátt og mátti það vera [selj- anda og kaupendum] ljóst er for- kaupsréttur var boðinn á hinu til- greinda verði,“ segir í dómi meiri- hluta Hæstaréttar. Hann dæmir að ábúandinn hafi samkvæmt jarða- lögum og án þess að gengið væri á stjórnarskrárvarinn eignarrétt seljandans, átt rétt á að neyta for- kaupsréttar samkvæmt 2,2 milljóna króna matsvirði. Hæstiréttur ógilti samkvæmt því kaupsamning fyrri eiganda og kaupendanna tveggja. Sératkvæði Meirihluta Hæstaréttar skipuðu Hrafn Bragason, Haraldur Henr- ysson og Guðmundur Jónsson fyrr- um hæstaréttardómari. Guðrún Erlendsdóttir og Garðar Gíslason skiluðu sératkvæði og vildu staðfesta dóm héraðsdóm sem hafði synjað ábúanda um að neyta forkaupsréttar fyrir annað verð en samningsverð. Minnihluti taldi það ákvæði jarðalaga sem meirihluti byggði á einungis ætlað til að koma í veg fyrir málamyndagerninga sem gerðir væru til að koma í veg fyrir að aðili fengi neytt forkaupsréttar. ----------♦—»■■■■♦- Laxaseið- um slátrað Landbúnaðarráðuneytið hefur falið dýralækni fisksjúkdóma að slátra 10-15 þúsund sýktum laxa- seiðum í keri hjá fiskeldisstöð- inni Strönd hf. á Hvalfjarðar- strönd, en stöðin varð gjaldþrota fyrir skemmstu. Fiskurinn sem um ræðir hefur ekki verið fóðraður í nokkrar vikur, en að sögn Ingimars Jóhannssonar, fiskifræðings hjá landbúnaðarráðu- neytinu, átti bústjóri þrotabúsins að sjá um að það yrði gert. Land- búnaðarráðuneytið er helsti kröfu- hafinn í þrotabúið og sagði Ingimar að það hefði þurft að grípa inn í málið þar sem bústjórinn hefði ekki gert viðeigandi ráðstafanir. ) \ \ \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.