Morgunblaðið - 12.11.1993, Síða 43

Morgunblaðið - 12.11.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1993 43 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Lílil fyrirstada „Ég hafði það á tilfinningunni að við gætum gert enn betur,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson, landsliðsþjálfari, eftir 15 marka sigur íslands á Búlgörum í Laugardalshöll KNATTSPYRNA „ÉG er ekki ánægður með leik- inn hjá okkur, en aftur á móti ánægður við fimmtán marka sigur. Ég hafði það á tilfinning- unni að við gætum gert enn betur. Við vorum full bráðir á stundum í sókninni. En ég held að spennan sé runnin af leikmönnum fyrir síðari leikinn og ég sætti mig ekki við minna en fimmtán marka sigur í hon- um,“ sagði Þorbergur Aðal- steinsson, landsiiðsþjálfari, eftir að íslenska landsliðið hafði unnið stórsigur á slöku liði Búlgara, 30:15, í4. riðli Evrópukeppninnar í Laugar- dalshöll í gærkvöldi. Leikurinn var ekki mjög spenn- andi enda kannski ekki við því að búast miðað við gengi búlg- arska liðsins í keppninni til þessa. ■■■■■ Liðið er afar slakt VaiurB. og eitt lélegasta Jónatansson landslið sem komið hefur í heimsókn hingað til lands lengi. Búlgarar töpuðu með samtals 38 marka mun fyrir Hvít-Rússum í tveimur leikjum og 19 marka mun fyrir Króötum. íslenska liðið þarf því helst að vinna með 23 marka mun í kvöld til að jafna Hvít-Rússana og það ætti að takast með góðurn stuðningi áhorfenda. Það er óþarfi að fara mörgum orðum um leikinn því yfírburðir íslenska liðsins voru miklir á öllum sviðum handknattleiksins. Það getur verið erfítt að halda einbeit- ingu út heilan leik gegn svo slöku liðið og það komu kaflar sem ís- lensku strákarnir voru kærulausir og það má ekki því hvert mark getur skipt miklu máli er upp er staðið í vor. Gústaf bestur Gústaf Bjarnason var besti leik- maður íslenska liðsins, skoraði 7 mörk úr 8 tilraunum. Valdimar Grímsson og Gunnar Beinteinsson voru einnig góðir. Dagur og Kon- ráð fundu sig ekki alveg í sókn- inni en stóðu sig vel í vörn. Patrek- ur var of kærulaus, gerði 3 mörk úr 6 skotum. Guðjón Ámason stjómaði leiknum í stað Dags í síðari hálfleik og óx með hverri mínútu. Einár Gunnar spilaði aðal- Iega í vörn og skilaði sínu og Ólaf- ur Stefánsson datt út úr leiknum í síðari hálfleik eftir ágætan fyrri hálfleik. Guðmundur hefur oft varið betur í markinu en getur þó verið sáttur við sitt. Þorbergur var ekki ánægður með stuðning áhorfenda í Höllinni í gærkvöldi. „Ég er viss um að það hafði veruleg áhrif á strákana hve fáir voru í húsinu. Þetta er mjög miður og lélegur stuðningur við baráttu okkar í keppninni. Fólkið setur þær kröfur á okkur að við stöndum okkur og vinnum stórt og það á þá líka að láta sjá Ross þjálfar Keflvíkinga Ian Ross hefur gefið Keflvíkingum ákveðið svar um að hann þjálfi 1. deildarlið þeirra næsta keppnis- tímabil. Ross kemur til landsins eftir aðra helgi og gengur þá frá samningum við ÍBK. Keflvíkingar hafa fengið góðan liðsstyrk frá sl. keppnistímabili, en þeir hafa endurheimt Ólaf Gott- skálksson og Ragnar Margeirsson og þá er Ámi Vilhjálmsson kominn á ný í herbúðir þeirra, eftir árs dvö í Danmörku. Leikmenn Keflavíkur- liðsins æfa nú á fullum krafti. Morgunblaðið/Bjami Eirtksson Gústaf Bjarnason var besti leikmaður íslenska liðsins gegn Búlgörum í gærkvöldi. Hann skoraði sjö mörk úr átta tilraunum, þar af eitt með skoti afturfyrir sig af línunni. sig svo við fínnum fyrir stuðningi þess,“ sagði Þorbergur. Það em orð að sönnu því aðeins rúmlega 300 manns lögðu leið sína í Laug- ardalshöll í gærkvöldi. Hefði viljað sjá fleiri „Þetta var kannski létt en við megum ekki gleyma því að hvert mark er mikilvægt fyrir okkur og getur skipt sköpum," sagði Valdi- mar Grímsson, fyrirliði. „Þetta lið er það lélegasta í riðlinum og við vitum það, en við verðum líka að sýna þann styrk að geta unnið það með sem mestum mun. Við sýnd- um ákveðinn styrk að vinna fyrri hálfleikinn með átta mörkum og þann síðari með sjö. Ég hefði þó persónulega vilja sjá þau aðeins fleiri. Við þurfum fleiri mörk og ég held að þau komi í síðari leikn- um ef við fáum góðan stuðning áhorfenda. 4. RIÐILL FINNLAND- KROATIA ...........26:31 KROATIA- BULGARIA............28:19 BULGARIA - KROATIA...........17:27 FINNLAND- ISLAND.............23:23 H-RUSSLAND- KROATIA..........23:23 H-RUSSLAND- BULGARIA .......43:14 BULGARIA- H-RUSSLAND ........22:31 H-RUSSLAND - FINNLAND........37:25 ISLAND- KROATIA..............24:22 ISLAND- BULGARIA.............30: 15 Fj. leikja U J T Mörk Stig H-RUSSLAND 4 3 1 0 134: 84 7 KROATIA 5 3 1 1 131: 109 7 ISLAND 3 2 1 0 77: 60 5 FINNLAND 3 0 1 2 74: 91 1 BLJLGARIA 5 0 0 5 87: 159 0 FOLK ■ FRITT verður fyrir 16 ára og yngri á landsleikinn gegn Búlgör- um í Laugardalshöll í kvöld. HSÍ ákvað þetta eftir leikinn í gær- kvöldi þar sem aðeins rúmlega 300 áhorfendur komu á fyrri leikinn í Særkvöldi. Leikurin hefst kl. 20.40. I ELLERT B. Schram, forseti ÍSÍ, var heiðursgestur á leiknum Segn Búlgaríu í gærkvöldi. I EVGENI Alexandrov, sem leikur með Þór frá Akureyri í 1. deildinni, spilaði með búlgarska landsliðinu í gær og var einn besti leikmaður liðsins, gerði þrjú mörk. ■ ÍSLENSKA liðið var með 55% sóknarnýtingu í fyrri hálfleik og 50% í þeim síðari. Liðið gerði 13 mörk eftir hraðaupphlaup, 3 af línu, 3 úr horni, 4 úr langskotum, 3 eft- ir gegnumbrot og 4 úr vítum. ■ GUNNAR Beinteinsson var með 100% skotnýtingu í leiknum, gerði fjögur mörk úr jafnmörgum tilraunum — 3 eftir hraðaupphlaup og 1 úr vinstra horninu. I VALDIMAR Grímsson, fyrir liði íslands, lét Branimir Borisov í marki Búlgara veija frá sér víti, en annars var hann með góða nýt- ingu; 8 mörk úr 10 skotum. Valsmenn seldu heima- leikinn á 700 þús. krónur Valsmenn seldu heimaleik sinn gegn Sandeijord í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik fyrir 70 þúsund norskar krónur eða tæplega 700 þúsund íslenskar krónur. Þetta er haft eftir formanni Sandefjord í norska dagblaðinu Aftenposten sl. mánudag. „Það er ekki hægt að segja að við hefðum keypt okkur sæti í úr- slitakeppninni með því að greiða þessa peninga. Þetta er sama upphæð og við hefðum þurft að leggja út ef við hefðum spilað á íslandi. Þetta var þó sterkur leikur I\já okkur að kaupa leikinn því í 8-liða úrslita- keppninni fáum við tækifæri til að þéna meiri peninga," sagði Thor Klaveness, formaður Sandefjord, í samtali við Aftenposten. ísland - Búlgaría 30:15 Laugardalshöll, Evrópukeppni landsliða karla, fimmtudaginn 11. nóvember 1993. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 8:2, 10:3, 12:4, 13:5, 14:6, 16:8, 20:8, 21:10, 22:11, 24:11, 26:14, 30:14, 30:15. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 8/4, Gústaf Bjamason 7, Gunnar Beinteinsson 4, Patrekur Jóhannesson 3, Guðjón Ámason 3, Ólafur Stefánsson 2, Dagur Sigurðsson 1, Konráð Oiavson 1, Einar Gunnar Sigurðsson 1. Aðrir leikmenn: Magnús Sigurðsson og Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður, sem var sá eini sem ekki kom inná í leiknum. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 10/1 (þar af 1 til mótheija). Utan vallar: 6 mín. Mörk Búlgaríu: Kostadin Semerdjiv 3, Evgeni Aiexandrov 3/2, Georgi Christov 2, Nasko Apostolov 2, Javor Batschva 2, Georgi Petkov 1, Vladimir Astikov 1, Borislav Maschev 1. Varin skot: Branimir Borisov 6/1. Toni Aleksandrov 3. Utan vallar: 12 mínútur. Branimir Maschev fékk rauða spjaldið fyrir að nota .júgóslavn- eska“ bragðið á Valdimar Grímsson þegar 10 mín. vom liðnar af síðari hálfleik. Dómarar: Peter P.J. Brassen og Anton Van Dongen frá Hollandi. Áhorfendur: 334 greiddu aðgangseyri. ■ ÞORVALDUR Örlygsson átti mjög góðan leik með Stoke, þegar félagið gerði jafntefli, 0:0, við Fior- entina í ensk-ítölsku keppninni á miðvikudagskvöldið. ■ ROMARIO skoraði tvö mörk og Hristo Stoichov eitt, þegar Barcelona vann Tenerife, 3:2, á útivelli. Seville, sem hefur ekki orðið meistari á Spáni í 47 ár, er á toppnum með betri markatölu e»— Barcelona. ■ ROMARIO er markahæstur á Spáni með 12 mörk. Hann fór í augnaaðgerð í gær og verður frá æfmgum í sjö daga, en mun leika næsta leik Barcelona — 21. nóvember. ■ GIANLUIGI Lentini, ítalski landsliðsmaðurinn hjá AC Milan, sem meiddist alvarlega í umferðar- slysi sl. sumar, lék sinn fyrsta leik gegn Piacenza, 1:1, í bikarkeppn- inni á miðvikudaginn — kom inná sem varamaður. Hann sagðist von- ast til að leika í byrjunarliðinu gegn Napolí eftir tíu daga. ■ LANDSLIÐ Búlgaríu, sem þarf sigur gegn Frakklandi í Par- ís á miðvikudaginn — til að kom- ast á HM í Bandaríkjunum, kem- ur saman í Þýskalandi í dag, þar sem það verður í æfingabúðum fram á mánudag. Dimitar Penev, þjálfari liðsins, hefur kallað átta leikmenn, sem leika með liðum víðs vegar um Evrópu, til liðs við sig. ■ TONY Adams, fyrirliði Arse- nal, lék ekki með liðinu gegn Norwich í vikunni — vegna meiðsla. Óvíst er hvort að hann geti leikið með landsliði Englandif gegn San Marínó á miðvikudag- inn. I IAN Wright lék sinn 100. leik fyrir Arsenal gegn Norwich og skoraði tvö mörk. Hann hefur skor- að 72 mörk í leikjunum 100. ■ GLENN Hoddle segir að hann verði áfram framkvæmdastjóri Chelsea þrátt fyrir sögusagnir um að hann sé á förum frá félaginu. Liðið hefur tapað fimm síðustu deildarleikjum sínum undir stjórn Hoddles, sem gerði samning við félagið fram í júní 1996. „Gengi liðsins hefur ekki verið gott að undanfömu, en öll félög þurfa ganga í gegnum slæma kafla. Það er undir mér komið að snúa þessu við og það ætla ég mér að gera,“ sagði Hoddle. ■ UNGVERSKI landsliðsmaður- inn Lajos Detari hefur gengið til liðs við Genúa, en hann var leik- maður með öðru ítölsku félagi, Ancona. Undanfarna mánuði hefur hann leikið sem lánsmaður með ungverska liðinu Ferencvaros. ■ DUNDEE seldi pólska lands- liðsmanninn Daraios Adamczuk til Udinese í ftalíu í gær á 800 þús. pund, en félagið keypti hann frá Frankfurt í ágúst á 500 þús. pund. ÚRSLIT Spánn Celta - Sporting Gijon............0:2 Logrones - Sevilla................1:1 Rayo Vallecano - Real Sociedad....4:1 Lerida - Albacete............... 0:1 Racing Santander - Real Zaragoza.....2:0 Atletico Madrid - Osasuna............3:0 Real Oviedo - Real Valladolid..........1:0 Athletic Bilbao - Deportivo Coruna...3:1 Tenerife - Barcelona.................2:3 Valencia - Real Madrid...............0:3 Staða efstu liða: < Sevilla.............11 6 4 1 20: 8 16 Barcelona...........11 7 2 2 22:11 16 D.Coruna............11 5 4 2 12: 5 14 Reai Madrid.........11 6 2 3 19:11 14 Athletic Bilbao.....11 6 2 3 20:13 14 Valencia............11 6 2 3 17:13 14 Sporting Gijon......11 6 2 3 13: 9 14 Atletico Madrid.....11 4 4 3 19:16 12 Skotfimi Carl J. Eiríksson sigraði f móti í skotfím^— sl. mánudag. Carl fékk 587 stig en Auðum^^* Snorrason hlaut 579 stig í annað sætið og Gylfi Ægisson 567 stig f það þriðja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.