Morgunblaðið - 31.12.1993, Side 1

Morgunblaðið - 31.12.1993, Side 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 298. tbl. 81.árg. FÖSTUDAGUR31.DESEMBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/RAX Drög að tillögu um öryggismál sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna ísraelar og PLO sjái sam- an um landamæraeftirlit Nokkrir forystumanna PLO segja að ekki hafi náðst samkomulag um drögin Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELAR og Palestínumenn eiga að deila með sér eftirliti með landamærum sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna að nágrannaríkj- unum samkvæmt drögum að tillögu sem miðar að því að binda enda á þrátefli sem friðarviðræður þeirra hafa verið í. Nokkrir af forystumönnum Pal- estínumanna sögðu að ekki hefði náðst samkomulag um drögin og að Frelsissamtök Palestínumanna, PLO, myndu leggja fram mála- miðlunartillögu síðar. Shimon Per- es, utanríkisráðherra ísraels, lýsti því yfir á miðvikudag að náðst hefðu drög að samkomulagi og var innihaldi þeirra lekið til ísraelskra fjölmiðja er birtu þau í gærmorg- un. Oded Ben-Ami, talsmaður ísraelsstjórnar, sagði í gær að Yitzhak Rabin forsætisráðherra væri að bíða eftir svari Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna. ísraelar sjái um öryggismál nema vegabréfaskoðun The Jerusalem Post sagði að samkvæmt drögunum myndu ísra- elar einir sjá um öll öryggismál sjálfstjórnarsvæðanna ef undan er skilin vegabréfaskoðunin við landamæri þeirra að arabaríkjun- um. Allir þeir sem færu inn á svæðin yrðu að sýna vegabréf og tölvukerfi yrði notað til að afla upplýsinga um þá. Hvorirtveggju ísraelar og Palestínumenn hefðu rétt til að meina fólki að fara á svæðin. Þá er gert ráð fyrir að leiðtogi PLO verði „forseti“ sjálf- stjórnarsvæðanna í að minnsta kosti fimm ár. Landamæraeftirlitið er eitt af helstu deilumálunum sem hafa tafið brottflutning ísraelskra her- manna frá Gazasvæðinu og Jeríkó- borg á Vesturbakka Jórdanar sem ætti þegar að vera hafinn sam- kvæmt friðarsamkomulagi ísraela og PLO í september. ísraelar liöfðu krafist þess að þeir hefðu einir yfirumsjón með eftirlitinu en þó hugsanlega í samstarfi við PLO. Á það vildu Palestínumenn ekki fallast. Yossi Sarid, umhverfisráðherra Israels, sem tók þátt í samninga- viðræðunum við PLO, sagði að samkomulag hefði náðst milli I en svo virtist sem Arafat gæti nú samningamannanna um drögin, I ekki sætt sig við þau. Reuter Samkomulag ísraels og Páfagarðs FULLTRÚAR Páfagarðs og ísraels, séra Claudio Celli og Yossi Beilin, aðstoðarutanríkisráðherra Israels, undirrituðu í gær, í Jerúsalem, sögu- legt samkomulag um að ríkin tækju upp full stjórnmálatengsl. Talið er að samkomulagið muni leiða til þess að Jóhannes Páll páfi heimsæki ísrael. Kinkel um EB Þjóðverj- artryggi stækkun Bonn. Reuter. KLAUS Kinkel utanríkisráð- herra Þýskalands sagði í ný- ársávarpi sínu í gær að vegna sögu þjóðarinnar, stærðar landsins, efnahags þess og legu, væri það sérstök skylda Þjóðverja að stuðla að því að Norðurlönd og ríki Mið- og Austur-Evrópu gangi í Evr- ópubandalagið (EB). Þjóðveijar taka við forystu- hlutverki í EB í júlí og sagði Kinkel að það yrði sérstakt viðfangsefni þá að tryggja að áform um stækkun EB biðu ekki hnekki. „Við viljum að samningum um aðild Finn- Kinkel lands, Noregs, Austurríkis og Svíþjóðar ljúki á árinu,“ sagði Kinkel. „Gangi samningarnir ekki eftir yrði það áfall fyrir önnur ríki sem við höfum gefið von um aðild," sagði Kinkel ennfremur. Pólland, Ungverjaland, Tékkland og önn- ur fyrrum austantjaldsríki hafa látið í ljós óskir um aðild að EB. Sagði hann að gott samband við nágrannaþjóðirnar í austri ætti að vera takmark Þjóðverja rétt eins og við þjóðir í vestri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.