Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 fHínrp Útgefandi utÞIftfeife Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. 1994 A Anýju ári, 1994, verða fímmtíu ár liðin frá stofn- un lýðveldisins íslands. Ein- hugur þjóðar og þings var með fádæmum mikill þegar þetta sögulega skref var stigið. í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fór 20.-23. maí 1944, greiddu 97,35% kjósenda at- kvæði með upgsögn sambands- laganna og 95,04% kjósenda atkvæði með lýðveldisstofnun- inni. Alþingi staðfesti síðan einróma uppsögn sambands- laganna og lýðveldisstofnunina 17. júní 1944 á Þingvöllum við Öxará. Þar var og kjörinn fyrsti forseti íslands, Sveinn Björnsson, sem gegnt hafði embætti ríkisstjóra frá árinu 1941. í annan stað verða á nýja árinu níutíu ár frá þvi að heimastjórn vannst og stofnað var stjómarráð í Reykjavík í þremur deildum eftir mála- flokkum, en baráttan fyrir inn- lendu framkvæmdavaldi hafði þá staðið linnulaust frá 1881. Fyrsti íslenzki ráðherrann var Hannes skáld Hafstein, sem þá var þingmaður Eyfírðinga og bæjarfógeti á ísafírði. Flutningur framkvæmdavalds- ins inn í landið með heima- stjóm var mikilvægur áfangi á leiðinni til fullveldis, sem vannst árið 1918, og lyftistöng mikilla framfara í landinu á fyrstu áratugum aldarinnar. í þriðja lagi verða á nýju ári 120 ár liðin frá því að Alþingi endurheimti löggjafarvald í ís- lenzkum sérmálum og fékk fjárveitingavald með stofnun sérstaks landssjóðs. Fyrstu fjárlögin vom síðan samin á Alþingi 1875 og giltu fyrir tvö almanaksár, fjárlagatímabilið 1876-1877, þar sem þingið kom aðeins saman annað hvert ár. Það er því merkra atburða að minnast á komandi ári, sem vert er að leiða hugann að og sækja til eldmóð og þrótt. En hafa skal það í huga, að það eru atburðir samtímans, sam- tímasagan, sem vega hvað þyngst í hag og heill þeirra sem byggja landið, bæði til skemmri og lengri tíma litið; sá veruleiki sem þjóðin og þegnarnir yrkja á spjöld sög- unnar í ákvörðunum sínum og gjörðum. Árið 1994 verður trúlega erfítt ár, efnahagslega, eins og næstliðin ár og af sömu ástæð- um. Aflatakmarkanir, alþjóð- leg efnahagslægð, hallarekstur á ríkisbúskapnum og erlendar skuldir sníða kjörum okkar áfram þröngan stakk. Óvissu- ský yfír Evrópu, einkum fyrr- verandi Sovétrikjum og fyrr- verandi Júgóslavíu, torvelda og sýn fnn í framtíð álfunnar — og okkar. Ýmis batateikn eru þó á lofti. Verðbólga er lítil, vextir hafa lækkað, gjöldum hefur verið létt af atvinnurekstri og vinnufriður hefur í aðalatriðum verið tryggður á nýju ári, þótt enn sé nokkur óvissa um kjara- mál sjómanna. Tekizt hefur að hægja á sjálfvirkri útþenslu í ríkisbúskapnum, minnka láns- fjárþörf hins opinbera og draga úr vexti erlendra skulda, þótt enn sé brekka eftir í þeim efn- um. Viðskiptahalli við umheim- inn verður 0,8% af landsfram- leiðslu í ár, sem er bezta út- koma í viðskiptum við útlönd síðan 1986. EES-samningar styrkja umtalsvert stöðu út- flutningsframleiðslunnar. GATT-samningar, sem miklar vonir eru bundnar við, munu og, ef vel tekst til, greiða götu fjölþjóðlegra viðskipta og verka sem vítamín á atvinnulíf um veröld alla. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, komst svo að orði í blaðaviðtali á aðventunni: „Flest tákn sem við horfum á eru jákvæðari hér, þrátt fyr- ir allt, heldur en annars stað- ar. Þetta er raunin þótt við höfum ekki aðeins þurft að þola hina almennu evrópsku kreppu heldur til viðbótar afla- kreppu og lækkandi verð á mörkuðum.“ Við þurfum hins vegar að halda vel á málum okkar á nýju ári, til að glutra ekki nið- ur tækifærum til að feta okkur upp úr efnahagslægðinni. Við þurfum öll að róa til sömu átt- ar, eins og við gerðum lýðveld- isárið 1944; sameina krafta þings og þjóðar, fólks og fyrir- tækja, við að koma þjóðarskút- unni á réttan kjöl. Við þurfum að standa trúan vörð um menn- ingarlegt sjálfstæði okkar, þjóðlega arfleifð, tungu og bókmenntir. Við eigum að byggja upp sjávarauðlindina, fískistofnana, sem gera búsetu í landinu mögulega. Við verð- um að standa trúan vörð um efnahagslegt fullveldi okkar og lífskjör með því að búa íslenzk- um atvinnuvegum viðunandi starfs- og samkeppnisstöðu við umheiminn. Við þurfurn að aðlaga hefðbundna atvinnu- vegi að nýjum viðskiptaveru- leika og virkja betur auðlindir menntunar og þekkingar þjóð- ar og þegna til margs konar verðmætasköpunar. Með þeim orðum árnar Morgunblaðið les- endum sínum og landsmönnum öllum gleðilégs nýárs. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaði i í einni af fjölmörgum fróðlegum jólabókum þessa árs er fjallað um ríkisstjóm eina sem sat í landinu fyrir rúmum fímmtíu árum. Þar segir: „Á hinn bóginn hafa núverandi stjómarflokkar nægilegt þingfylgi til að fara með stjóm sam- an, eins og hingað til, ef ekki dynur yfír landið hallæris- ástand minnkandi sjávarafla. Um það verður ekki sagt fyrr en lokið er síldveiðunum í sumar.“ Þessi silfurglitrandi fískur hafði sem sagt óafvitandi líf heillar ríkisstjómar á valdi sínu, og ekki í fyrsta sinn sem svipull sjávarafli mótaði örlög, stór og smá, á íslandi. Það em reyndar mörg dæmi um það að íslenskar ríkisstjómir hafí gefíst upp vegna andstreymis og þeirra innri erfiðleika sem slíkt andstreymi magnar, en þá er hætta á sundurþykkju og illindum. Nefna má ríkisstjórn- ina frá 1956-1958 þar sem forsætisráðherrann sagði hengi- flug framundan og hafði manndóm til að viðurkenna sundur- þykkju og úrræðaleysi stjórnar sinnar og kveðja stjórnarráð- ið í síðasta sinn. Minna má á ríkisstjórnina 1978-79, þar sem einn stjórnarflokkanna hljópst undan vandanum, að mati þeirra tveggja sem deildu með honum völdum. Ellegar stjórn- ina 1980-83 sem var stofnuð við mjög óvenjulegar aðstæður og með óvenjulegum hætti og Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag vom burðarásar í og endaði feril sinn með verð- bólgu á bilinu 80-120%. Það er nefnilega létt að sitja saman um borð í stjómarskútu þegar siglt er blíðan byr og þegar góður kostur er fyrir hendi og allt atlæti áreynslulítið. „Góð- ærisstjórnir" kalla ekki á átök, fómir eða samnings- og sátta- vilja. Mér hefur stundum komið í hug, hvernig þriggja flokka vinstri stjórn myndi hafa enst, ef í hennar hlut hefði komið að skera þorskaflann niður um helming og hún hefði á sama tíma þurft að búa við það, að aflaverðmæti mikilvægustu afurðar landsins lækkaði um 20%, álverð hrapaði niður úr öllu valdi og efnahagsleg kyrrstaða og jafnvel afturför væri í öllum helstu viðskiptalöndum þjóðarinnar. Sérhver íslend- ingur, sem eitthvað man í nútímasögu veit hvaða svar ég þykist fá við þeirri spumingu og sér í sviphendingu fyrir hver endalok dæmigerðrar vinstri stjórnar yrðu við slíkar aðstæður. Slík vinstri stjóm myndi í upphafí leitast við að breiða yfír vandann, en þegar feludulan næði ekki lengur yfir hann allan, væri næsta stig að reyna að kaupa vandamál- ið frá sér og hleypa þjóðinni enn lengra út í skuldafenið en áður. Að lokum myndi ríkisstjórnin hrökklast frá við illan leik, ömurleikinn uppmálaður, og hver flóttaflokkurinn kenndi hinum um, hvemig komið væri og um ábyrgð á öllum þeim óförum. Það þarf enga spádómsgáfu til að draga upp þessa mynd af vinstristjórnum í stórkostlegu mótlæti. Það þarf aðeins miðlungsminni á íslenska stjórnmálasögu. Ekki er lengur um það deilt, að undanfarin ár hefur gefið meira á hina íslensku þjóðarskútu en fyrr á þessum helm- ingi aldarinnar. Stöðnun hafði ríkt í nokkur ár, þegar núver- andi ríkisstjórn tók við völdum. Þokkaleg ytri skilyrði höfðu verið grátlega illa nýtt. Þjóðin var því illa búin undir þau áföll, sem hún varð fyrir. Nú erum við senn að komast í gegnum síðasta hremmingarkaflann í þessari hrinu og því er vissulega tímabært að meta stöðuna af sæmilegri hrein- skilni. Það er skemmst frá því að segja, að sú barátta sem staðið hefur á þriðja ár virðist vera að skila okkur öllum verulegum árangri. Þessi orð má þó ekki og þarf ekki að misskilja og enn síður er ástæða til þess að snúa út úr þeim. Ekki er verið að gefa til kynna að við séum líkleg til að sleppa við síðasta kaflann í kreppunni og komast hjá þeim álnum sem dýpstur er. Því fer fjarri. En allt bendir til þess að við munum komast frá þessum áföllum með minni skaða en ástæða var til að óttast. Og það sem meira er, að við verðum fljótari upp úr öldudalnum en nokkur gat af raunsæi gert ráð fyrir. II Stjórnarflokkamir hafa verið ágætlega samstiga um þær lausnir sem ríkisstjórnin hefur gripið til á ferli sínum. Hvorug- ur flokkurinn hefur sýnt af sér nokkurn bilbug og forystu- menn þeirra hafa verið ákveðnir í að víkja sér ekki undan vandamálunum, né að slá þeim á frest að óþörfu. Á hinn bóginn er ástæðulaust að draga fjöður yfír, að þessir ólíku flokkar hafa ekki alltaf nálgast þá niðurstöðu, sem að lokum varð, úr sömu átt, eða undir sömu formerkjum. Og vissulega hefur stundum verið tekist allfast á um einstök atriði. En menn hafa lokið slíkum glímum sáttir. Þeir áttust við af fullri einurð og án nokkurra eftirmála. Nú þegar þingið fór í jólahlé vom engin alvarleg ágreinings- efni skilin eftir á milli stjórnarflokkanna. Greitt hafði verið úr þeirri þrætu sem varð um landbúnaðarmálin og henni lokið með sameiginlegri niðurstöðu. Sjávarútvegsfrumvörp em komin í eðlilega meðferð í þinginu. Deilur um húsaleigu- bætur hafa verið settar niður og felldar í réttan farveg og full sátt orðið um efnahags- og fj árlagafmmvöq) ríkisstjóm- arinnar. Stjómarflokkamir koma því að hreinu borði á nýju ári. Þessi niðurstaða er mjög í samræmi við þann ríka sam- starfsvilja, sem verið hefur á milli flokkanna, en hann er einmitt forsendan fyrir þeim éfnahagsárangri, sem náðst hefur á þeim sviðum sem stjórnmálamenn og flokkar geta haft eitthvert vald á, eða a.m.k. veruleg áhrif á. III Ekki er hægt að gera ráð fyrir að ytri skilyrði verði íslend- ingum hagstæðari á næsta ári en á þessu. En engin ástæða er, á hinn bóginn, til að ætla að þau verði verri. En þeir ljósu punktar, sem nú sjást, em merki um það að vel hafí farnast við efnahagsstjórn landsins. Tekist hefur að tryggja almenn- an vinnufrið á þessu kjörtímabili. Stöðugleikinn, sem vinnu- friði fylgir, er megingrundvöllurinn fyrir öðrum efnahagsþátt- um og hversu vel þeir takast. Verðbólgan hér á landi verður * væntanlega milli 2 og 2,5% á næsta ári og er það lægra en gerist og gengur í nágranna- og viðskiptalöndum okkar, og reyndar lægsta verðbólga sem íslendingar hafa búið við í 30 ár. Staða útflutningsatvinnuveganna mun því styrkjast enn á næsta ári. Raungengið er íslenskum framleiðendum hagfellt um þessar mundir og gengisöryggið er einnig mik- ið. Þessi atriði, sem og friður á vinnumárkaði, efla þann sóknarhug og þau sóknarfæri, sem íslenskt atvinnulíf hefur þurft á að halda. En fleira kemur til. Tekist hefur að lækka raunvexti í landinu og það vemlega og það sem meira er, varanlega, ef vel er á spilum haldið. Þegar ríkisstjórnin hóf störf sín í maí 1991 vom raunvextir spariskírteina ríkissjóðs á verðbréfaþirtgi 8,4%, en em nú um 5%. Með öðrum orðum hafa þessir viðmiðunarvextir lækkað um nálægt 3,4% á ferli stjómarinnar. Það er meiri árangur en nokkur þorði að spá. Nafnvextir hafa lækkað heldur hægar en eðlilegt er, en búast má við jákvæðum breytingum á þeim vaxtakjömm strax á nýju ári. Vinnufriður, lág verðbólga, hagstætt raun- gengi, lækkandi vextir og minni gjöld á atvinnurekstrinum eru atriði sem stjórnvöld hafa lagt grundvöll að. Núverandi stjórn fordæmdi skammtímakák og sértækar aðgerðir fyrrverandi ríkisstjórnar og boðaði að frumskylda stjórnvalda væri að tryggja hinn almenna grandvöll atvinnu- lífsins. Ekki verður um það deilt að það hefur tekist og af þeim ástæðum stöndum við betur af okkur mikinn þorskafla- brest og mikla verðrýrnun á afurðum okkar. í áætlunum Þjóðhagsstofnunar frá síðastliðnu hausti var gert ráð fyrir því að sjávarútvegúr yrði rekinn með 4,5% halla á næsta ári, þrátt fyrir hið mikla verðfall, sem var um 20%, á afurð- um sjávarútvegsins og að þorskafli hafí verið skorinn niður um helming á þremur árum. Þessar tölur um halla í sjávarút- vegi voru við það miðaðar, að verðlag á afurðum hækkaði ekki, þrátt fyrir að það væri orðið mjög lágt í sögulegu sam- hengi og einnig var miðað við að engin hagræðing myndi nást í sjávarútvegi. Óvarlegt er að spá fyrir um frekari afurða- verðshækkun þó nokkur hækkun hafi orðið síðustu mánuði, eftir langvarandi lækkunartímabil. Á hinn bóginn er hægt að gera ráð fyrir því, að hagræðing skili nokkru, enda er fmmvarp um Þróunarsjóð sjávarútvegsins komið fram og að veruleg hagræðing hefur orðið í sjávarútvegi að undan- förnu. í þriðja lagi er nú ljóst að verðbólgan verður jafn lág og um var getið. Raungengið mun því lagast, útflutningsat- vinnuvegunum í hag. í fjórða lagi er að verða veraleg vaxta- lækkun sem ekki var gert ráð fyrir í fyrri spám Þjóðhags- stofnunar. Því má búast við að hagur sjávarútvegsins í heild verði nokkm betri en fyrri spá Þjóðhagsstofnunar benti til. En ekki skal úr því dregið, að allmörg sjávarútvegsfyrirtæki á einstökum stöðum munu þó áfram verða í vandræðum. Þegar farið er yfir umræður á þingi og í þjóðfélaginu um stöðu sjávarútvegsins fyrir aðeins hálfu ári, er sýnt að staða hans verður þrátt fyrir allt miklu traustari en allar spár bentu til þá. Það er auðvitað fagnaðarefni og segir þá sögu, að þegar stofnarnir styrkjast á ný, mun sjávarútvegurinn verða fljótur að eflast, fyrst hann hefur staðið hin miklu áföll, sem hann hefur orðið fyrir, svo vel af sér. Segja má

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.