Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
17
Haraldur Haraldsson gagnrýnir vinnubrögð við útboð á SR-mjöli
Segir fyrirfram ráðið
hver fengi fyrirtækið
HARALDUR Haraldsson, sem bauð í hlutabréf ríkisins í SR-mjöli hf.,
fullyrðir að búið hafi verið að ákveða fyrirfram hveijum fyrirtækið
yrði selt og útboðið hafi verið pólitískt sjónarspil. Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra ákvað á miðvikudag að taka tilboði í hlutabréfin
frá Benedikt Sveinssyni og Jónasi Aðalsteinssyni fyrir hönd 21 útgerðar-
fyrirtækis og þriggja fjármálafyrirtækja sem hljóðaði upp á 725 milljón-
tr og greiðist á næstu tveimur
króna staðgreiðslu.
Haraldur Haraldsson og Sigurður
G. Guðjónsson lögmaður, sem lagði
fram kauptilboð í SR-mjöl fyrir hönd
Haraldar, boðuðu til blaðamannafund-
ar í gær. Þar fullyrti Haraldur að búið
hefði verið að ákveða hveijir fengu
SR-mjöl til kaups áður en til útboðs
kom. Þeir Sigurður gagnrýndu vinnu-
brögð við útboðið harðlega, meðal ann-
ars það að tilboðsgjafamir tveir fengu
ekki að vera viðstaddur þegar tilboðin
vom opnuð. „Hvað var verið að fela
þar?“ spurði Haraldur.
Haraldur vildi ekki upplýsa hvemig
stæðu með honum að tilboðinu í SR-
mjöl en söluaðilar hefðu verið upplýst-
ir um það í trúnaði. Hann sagði þó að
í þeim hópi væru útgerðarmenn og
Búnaðarbankinn og þýskur banki
hefðu ætlað að tryggja lánsfé. Ekki
væri um aðra erlenda aðila að ræða.
Sigurður sagði að þeir hefðu verið
kallaðir á stuttan fund með seljand-
anum, skömmu eftir að tilboðinu var
skilað. Þar hefði verið farið yfir hveij-
ir stæðu að tilboðinu, hvemig ætti að
flármagna það, hvemig ætti að endur-
greiða lánin og fleira. Hins vegar hefði
ekki legið fyrir hvemig eignaraðild
myndi skiptast milli hluthafa. Það
væri þvf tilbúningur hjá sjávarútvegs-
árum. Haraldur bauð 801 milijón
ráðherra að ekki hefði verið sýnt fram
á að skilyrðum um fjárhagslegan styrk
væri fullnægt.
Haraldur og Sigurður sögðu, að full-
trúum seljenda hefði verið bent á að
hjá VÍB lægi yfirlýsing frá Búnað-
arbanka íslands um væntanlega þátt-
töku hans í að fjármagna kaup Harald-
ar á hlutabréfunum og að þessa yfirlýs-
ingu mætti fá staðfesta hjá bankanum.
Ásakanir um óeðlileg tengsl
Sigurður G. Guðjónsson sagði á
blaðamannafundinum, að með sölunni
væri verið að hygla Benedikt Sveins-
syni og Sjóvár-veldinu eins og hann
orðaði það. „Hann er stór hluthafí í
íslandsbanka sem á Verðbréfamarkað
íslandsbanka og bróðir hans er í banka-
ráði Islandsbanka. Menn geta því velt
því fyrir sér hvaða áhrif það kann að
hafa á starfsmenn fyrirtækis, að stór
hluthafi í því fyrirtæki er með tilboð
inni í þá vera að leggja það til að til-
boði Benedikts verði tekið. Þetta ber
allt að sama branni, að á íslandi era
aðeins 14 aðilar sem mega eiga eign-
ir, þar á meðal Engeyjarættin," sagði
Sigurður.
Hann sagði að óskað hefði verið
eftir viðræðum við sjávarútvegsráðu-
neytið, meðal annars vegna atriða í
fréttatilkynningu, sem ráðuneytið sendi
frá sér á miðvikudag, og þeir teldu
vega mjög að æru Haraldar. Þeir hefðu
óskað eftir því að gefin verði út ný
tilkynning. Jafnframt hefði sjávarút-
vegsráðherra verið tilkynnt um að leit-
að yrði til umboðsmanns Alþingis til
að fá úr því skorið hvort reglur sfjóm-
arfarsréttar hefðu verið brotnar, til
dæmis vegna þess að VÍB var falið
að annast söluna eftir að í ljós kom
að Benedikt Sveinsson var einn af til-
boðsgjöfum. Loks hefði sjávarútvegs-
ráðherra verið bent á, að kaup Bene-
dikts á SR-mjöli gætu brotið í bága
við ákvæði um hringamyndun í sam-
keppnislögum, en Benedikt situr í
stjómum margra stórra fyrirtækja hér
á landi.
Að sögn Þorsteins Pálssonar nefndi
Haraldur meðal annars Sjóvá-Almenn-
ar sern samstarfsaðila sinn, í gögnum
sem hann skilaði þegar hann óskaði
eftir því að gera tilboð í SR-mjöl. Þetta
hefði síðan ekki reynst rétt þegar bet-
ur var að gáð, en á þeim tímapunkti
hefði Haraldi þótt eðilegt að Sjóvá
undir forastu Benedikts Sveinssonar,
væra aðilar að kaupum, ef þau væra
með honum. Staðfest var á blaða-
mannafundi Haraldar og Sigurðar, að
meðal annars hefði verið rætt við
Sjóvá-Almennar og Olíuverslun íslands
um stuðning við kaupin og Haraldur
hefði talið eftir viðræður við Einar
Sveinsson forstjóra Sjóvár á framstig-
um málsins, að Sjóvá væri tilbúið að
leggja fram ábyrgðir gagnvart erlend-
um lánveitanda.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um ásakanir Haralds
Staðlausir stafir að leik-
reglum hafi ekki verið fylgt
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir ásakanir Haralds
Haraldssonar staðlausa stafi. Hann segir að leikreglum hafi verið fylgt
en Haraldur hafi ekki getað sýnt fram á fjárhagslegan styrk á bak við
tilboð sitt.
Þorsteinn Pálsson sagði að ráðgjaf-
arfyrirtækið hefði rætt við Búnaðar-
bankann á miðvikudag og einmitt í
þeim viðræðum hefði ekki komið fram
nein vísbending um að þeir íjármunir
væru fyrir hendi sem tilboðið byggð-
ist á.
„Við ákváðum í upphafi að standa
mjög vandvirknislega að þessari sölu
og völdum ráðgjafarfyrirtækið [VÍB]
á grundvelli útboðs. Þetta ráðgjafar-
fyrirtæki gerði tillögur um málsmeð-
ferð og hafði framkvæmd með hönd-
um undir stjórn sérstaks söluhóps
sem skipaður var af ráðuneytinu. Það
var ákveðið að fara í lokað útboð og
þeir sem fengju að bjóða yrðu fyrir-
fram að sýna fram á fjárhagslegan
styrk til að standa við tilboðið og
tryggja rekstur fyrirtækisins áfram,
hveijir stæðu að útboðinu og hvernig
hlutir myndu dreifast.
Haraldur í Andra uppfyllti ekki þau
skilyrði sem sett voru í útboðslýsingu
að gera grein fyrir fjárhagslegum
styrk og hveijir stæðu að baki tilboð-
inu þegar útboðsgögn voru afhent.
Eg tók hinsvegar þá ákvörðun að
hann skyldi fá útboðsgögnin og
mætti gera tilboð. Það er eina frávik-
ið sem var frá settum leikreglum,
gert til að ívilna honum og gefa hon-
um tækifæri til að svara þeim spurn-
ingum sem leikreglurnar gerðu ráð
fyrir að yrði svarað. Þegar tilboðs-
fresturinn rann út átti ráðgjafinn við-
töl við báða aðilana sem sendu inn
tilboð til að fá fram hvort þessar
upplýsingar væru þá fyrir hendi.
Hann átti einnig viðtal við viðskipta-
bankann, sem var tilnefndur, og nið-
urstaða hans var sú að svör hefðu
ekki fengist. Því eru ásakanir um
óeðlileg vinnubrögð úr lausu lofti
gripnar."
Varðandi ásakanir um óeðlileg við-
skiptakjör sagði Þorsteinn Pálsson
að það væru mjög eðlileg kjör í við-
skiptum af þessu tagi að greiða mest-
an hluta kaupverðsins á fyrsta ári
og lítill hluti flyttist á annað árið. „Ég
held að ekki verði um það deilt að
þetta sé mjög viðunandi söluverð. Það
er yfir nafnverði hlutabréfanna og
þetta er áhætturekstur þar sem
stundum gengur vel og stundum illa.
Það hefur gengið vel upp á síðkastið
en við vitum að það verða áfram
sveiflur í þessari grein,“ sagði Þor-
steinn.
Ekkert búið að ræða við Lands-
bankann, aðallánardrottin SR
SR skuldar yfir milljarð króna í Landsbanka íslands
EKKERT liefur verið rætt við aðallánardrottin SR, Landsbanka ís-
lands, sem á rúman milljarð króna lyá SR, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins. Að sögn Sverris Hermannssonar bankastjóra Lands-
bankans táknar þetta það að annaðhvort ætlar Þorsteinn Pálsson sjávar-
útvegsráðherra að lána hinum nýju kaupendum SR þá upphæð sem
fyrirtækið skuldar í Landsbankanuin, eða að hipir nýju kaupendur ætla
að greiða upp skuldir fyrirtækisins í Landsbankanum.
og samþykktar af fjármálaráðherra.
Okkur varðar ekkert um þótt þeir
„Það hefur ekki verið farið fram á
neina samninga við okkur í Lands-
bankanum," sagði Sverrir í samtali
við Morgunblaðið í gær, „og ekkert
hefur verið við okkur talað. Við höf-
um ekki samþykkt að færa skuldir
Síldarverksmiðja ríkisins yfir á SR
mjöl, enda ekki verið beðið um það.
Það eru Síldarverksmiðjur ríkisins
með fullkominni ríkisábyrgð sem
skulda okkur stórfé. Allar lántökur
fýrirtækisins voru bornar undir og
uppáskrifaðar af sjávarútvegsráð-
herra hverrar einustu ríkisstjómar
hafi ekki fylgt lagafyrirmælum, um
að fara út í Alþingi og fá lántökurn-
ar samþykktar.“
Mál kaupenda
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði að umrædd lán hefðu
ekki verið tekin með ríkisábyrgð þótt
þau hefðu verið tekin af ríkisfyr-
irtæki. Því væri það nýrra eigenda
að standa skil & skuldum fyrirtækis-
ms eða endurfjármagna þær og það
væri útaf fyrir sig samningsatriði við
viðskiptabanka fyrirtækisins. Hann
sagðist gera ráð fyrir að nýir eigend-
ur SR-mjöls myndu sýna fram á það
fyrir 1. febrúar, þegar þeir taka við
fyrirtækinu, hvernig þeir hygðust
taka á þessu máli. Ríkið hefði ekki
krafist þess að kaupendurnir gerðu
grein fyrir því í tilboði sínu.
„Sverrir sagði að hann ætti bágt
með að skilja að ríkisvaldið gæti
gengið til samninga um sölu á Síldar-
verksmiðjum ríkisins, án þess að
ræða nokkuð við aðallánardrottin fyr-
irtækisins. „Landsbankinn heldur því
fram og heldur sér fast við það og
það verður sótt að lögum, að það sé
fullkomin ríkisábyrgð á lánum þeim
sem hann hefur í gegnum tíðina veitt
Síldarverksmiðjum ríkisins,“ . sagði
Sverrir Hermannsson.
i Gleðilegjól
(!) m
HAGKAUP
firimudans-
leikurtnn
eftir Verdi
í flutningi
Lyric Opera of Chicago
verður á Aðalstöðinni
FM 90.9 kl. 13.00
á nýársdag með
Kristjáni Jóhannssyni
í hlutverki Gústafs konungs.
LEIKFELAG
REYKJAVÍKUR
SÍMl 16620
Skipholti 19, 105
9Mf9M
AÐALSTÖÐIN
.döBSr-re X6T - ooe\eð-re imie