Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 eftir Elínu Pálmadóttur AÐ vaka yfir barni hljómar ekki ókunnuglega. Mörg móðir- in hefur reynslu af því. Að vaka yfir barni í meira en sex ár, í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, hafa foreldrarnir Guðrún Ruth Viðarsdóttir og Halldór Björnsson mátt reyna. Halla Ruth, annar tvíbura þeirra, reyndist fædd með mjög sjaldgæfan sjúkdóm, þannig að hún framleiðir ekki kalk- hormón sem líkamanum er nauðsynlegt. Hefur sjúkrasaga litlu telpunnar og barátta fjölskyldunnar við að halda henni í gangi verið óslitin síðan. Fjölskyldan býr í Svíþjóð og eru hjónin nú um áramótin á leið með tvíburana sína til Banda- ríkjanna með vikuviðkomu á íslandi. En þar hafa verið í gangi rannsóknir sem lofa góðu um að hægt verði að veita Höllu Ruth meðferð sem hún getur lifað við. Tvíburarsystir- in, Silja Björg, fer að sjálfsögðu líka. Hún hefur fylgt syst- ur sinni gegn um allar sjúkrahúsvistir og verið henni ómet- anlegur styrkur. Baráttusaga litlu stúlkunnar og fjölskyldu hennar er orðin löng og ströng, eins og ljóst er þegar Guðrún Ruth og Halldór gáfu sér tíma frá að hitta vini og ættingja, svo og lækni sinn á ís- landi, Arna Þórsson, sérfræðing í barnasjúkdómum og hormóna- og efnasjúkdómum, og rekja með okk- ur þá sögu í stuttu máli. A fagmáli heitir sjúkdómurinn hypoparathyrodism. „Þarna er um að ræða fjóra örsmáa kirtla við skjaldkirtilinn. Þeir eru eins og títupijónshausar og sjást varla, en mjög afdrifaríkir því þeir framleiða kalkhormón. Þessa kirtla vantar í Höllu Ruth eða þeir eru gallaðir, þannig að í líkama hennar er eng- in framleiðsla á kalkhormónum. Hormón þetta stýrir kalkfram- leiðslu líkamans, sem allar frumur líkamans þarfnast. Skorturinn lýsir sér í krampaköstum." Guðrún Ruth átti tvíburana á fæðingardeild Landspítalans 9. nóvember 1987. Tveimur dögum seinna fékk Halla Ruth fyrsta krampakastið. Það var ekki talið óeðlilegt, gæti stafað af því að telpurnar fæddust mánuði fyrir tímann. Þær voru sendar heim eft- ir 12 daga og tveimur dögum seinna fékk hún mjög slæman krampa. „Hún blánaði upp og ég hélt að þetta væri búið,“ segir Guðrún Ruth. „Ég bað um að þetta yrði athugað. Þegar þær fæddust var Halla stærri en Silja, sem dafn- aði vel. En hún var slöpp, þreytt og blánaði upp. Eftir þetta var hún á Landspítalanum í viku í alls kon- ar rannsóknum. En ekkert fannst." Kalkið hefur þá ekki verið mælt? „Nei, eftir að sjúkdómurinn greind- ist þegar hún var 17 mánaða feng- um við að vita að læknirinn hafði beðið um kalkpróf, eins og raunar er venja þegar um krampa er að ræða, en það hefur á einhvern hátt farist fyrir. Okkur var ráðlagt að fylgjast með henni, einkum þeg- ar henni væri gefið. Ég var með þær á bijósti, sem tók langan tíma. Var mesta basl að koma nokkru í Höllu. Enda var krampinn mest í hálsi. En við þorðum ekki annað en vaka yfir henni allar nætur. Þegar þetta kom gátum við rokið til og hjálpað henni.“ Fluttu til Svíþjóðar Sumarið 1988 fluttu hjónin með böm sín fimm til Svíþjóðar. Þau höfðu ekki getað sinnt vinnu, voru með sjoppu sem of dýrt reyndist að reka með aðkeyptu vinnuafli, svo þau seldu hana og misstu líka íbúðina sína. Þá tóku þau þetta til bragðs. Eldri bömin eru Björn, sem nú er 25 ára, Elísa, 21 árs, og Þórður, 16 ára, nú öll í námi í Svíbjóð. „I Svíþjóð fóram við með Höllu til sérfræðinga, m.a. til læknis, sem er sérfræðingur í vöggudauða, og mér er núna sagt að þetta geti verið skylt. Eftir miklar rannsókn- ir var haldið að þetta kynni að vera ofvirk taug í hálsi, sem ylli köfnunarkrömpunum, og sérfræð- ingur í Malmö ætlaði að skera á taugina. Ég varð andvaka um nótt- ina og á mig sóttu efasemdir. Það var búið að svæfa Höllu Ruth þeg- ar ég náði tali af lækninum og sagðist ekki vilja að farið væri í þetta nema vitað væri að það bæri árangur. Sem betur fer varð ekk- ert af aðgerðinni, sem hefði getað valdið kyngingarörðugleikum upp frá því.“ Ástand Höllu Ruthar hélt áfram að versna. Hún átti orðið erfitt með að hreyfa sig og hætt að nota aðra höndina. Systir hennar hljóp um allt, en hún sat eftir. í Svíþjóð höfðu þau fengið píptæki, sem pípti þegar hún hætti að draga andann og þau gátu hlaupið til og hjálpað Morgunblaðið/Sverrir Halldór og Guðrún Ruth með Silju Björgu og Höllu Ruth á milli sín. Fyrir aftan standa systkinin Þórður og Elísa. Á myndina vantar soninn Björn, sem er við háskólanám i Svíþjóð. Tvíburarnir Silja Björg og Halla Ruth eru ákaflega samrýndar, mega ekki hvor af annarri sjá. Silja hefur fylgt systur sinni gegnum alla sjúkrahúsvist og verið henni mikill styrkur. Hjónin Guörún Ruth Viðarsdóttir og Hall- dór Björnsson eru á leið til Bandaríkj- anna með 6 ára dótt- ur sína, Höllu Ruth, sem haldin er mjög sjaldgæfum horm- ónasjúkdómi, en með aðferð sem enn er á rannsóknarstigi er þar von um að hún geti fengið meðferð sem hún getur lifað við. Þetta er eini staðurinn í heimin- um þar sem slíkt fer fram. henni. Það gerðist stundum oft á nóttu, en þau þurftu ekki lengur að vaka yfir henni. Foreldramir voru orðnir mjög órólegir, vildu ekki trúa því að ekkert væri hægt að gera. Eftir Málmeyjarförina töluðu þau við Sævar Halldórsson barnalækni á íslandi. Hann benti þeim á að láta taka kalkprafu, en læknar þeirra í Halmstad töldu það út í hött. Halla Ruth var orðin 17 mánaða þegar móðir hennar lagð- ist í flensu og ákvað að nota tím- ann til að lesa nú spjaldanna á milli bókina Heimilislæknirinn. Þar fann hún lýsingu á sjúkdómi sem henni fannst eiga við sjúkdóm bamsins. Þetta var á föstudags- kvöldi en á sunnudagsmorgun var telpan fárveik með stöðuga krampa og var flutt í hasti á spít- ala. Þar tók á móti þeim barnasér- fræðingur, sem hafði aldrei séð hana áður. „Ég spurði hann hvort hann gæti séð af skýrslum hvort ein- hverntíma hefði verið tekin af henni kalkprafa. Mig granaði að hún hefði vanstarfsemi í kalkkirtl- um. Hann kvaðst ekki sjá að svo hefði verið gert, en taldi þetta fjar- stæðu. Hélt að veikindin stöfuðu af sýkingu og var gerð á henni mænustunga. Barnið lá þarna með stanslausa krampa og var hætt að þekkja okkur, svo við voram eigin- lega við öllu búin. Þá stappaði ég niður fæti og kvaðst fara með hana ef ekki yrði tekin þessi kalkprufa. Það vildi mér til að þetta gerðist um vaktaskipti á spítalan- um. Læknirinn sem tók við hafði heyrt í mér og setti allt í gang. Niðurstöðu úr kalkprufu er hægt að fá innan klukkutíma. Þeir trúðu varla sínum eigin augum þegar þeir sáu niðurstöðuna, svo lágt var kalkstigið. Prufan var því endur- tekin. Svo gáfu þeir henni kalk- sprautu í æð. Þá reis mín mann- eskja upp. Hún var þarna í viku í gjörgæslu. Var svo sett í sérstaka D-vítamínmeðferð, en vítamínið getur þvingað kalkið upp. Þetta hafði verið mjög snögg meðferð á spítalanum og tveimur dögum eftir að hún byijaði fékk Halla sitt stærsta kast, en síðan lagaðist þetta. Hún sveiflast að vísu mikið hvað kalkið snertir, svo það verður að taka stöðugar prufur. í Halm- stad þarf að fara að minnsta kosti þrisvar í viku með hana á spítalann og við erum farin að taka prufurn- ar sjálf um helgar. Þetta hefur allt gengið. Halla Ruth tekur slíkri meðferð vel. Silja Björg systir hennar fer alltaf með henni og hjúkrunarfræðingurinn sem tekur við þeim er alveg einstök. Hún fær börnin til að vinna með sér þegar hún tekur blóðprafurnar, svo heim- sóknirnar á spítalann til hennar verða eins og skemmtiferð í þeirra augum,“ segir Guðrún Ruth. Dugar ekki til frambúðar Ekki er þó málið komið í höfn. Þótt þessi sérstaka D-vítamíns- meðferð hafi getað haldið krömp- unum frá Höllu Ruth valda meðul- in aukaverkunum, þannig að þau hafa skaddað nýrun. Og gengur ekki að halda þeim áfram til fram- búðar. Höllu hættir mjög við sýk- ingum, m.a. lungnabólgu, og í sambandi við það hrapar hún í kalki og þarf þá að fá stærri skammta af meðulum, sem aftur skaða nýrun. „Hana vantar horm- ónið sem framleitt er í þessum kalkkirtlum. Það hormón hefur ekki verið framleitt nema í rann- sóknastofum. Ekki verið sett á markað, enda afar dýrt í fram- leiðslu þar sem svo fáir í veröld- inni þurfa á því að halda. í Svíþjóð eru víst um 9 tilfelli, sem þó eru mismunandi, og hér á íslandi ekki vitað um neitt.“ Frá því sjúkdómur- inn greindist hafa foreldrar Höllu haldið í þá von að þetta kalkhorm- ón kæmi á markað, eins og önnur lyf sem líkaminn þarf á að halda. Þau hafa fylgst með tilraunum sem farið var að gera með þetta í Aust- urríki fyrir þremur árum, var þá reynt á tveimur einstaklingum og tilraunum hætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.