Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 UNGLINGAGETRAUN (ætluð öllum á aldrinum 12-17 ára) 1. Fatnaður að eigin vali frá Levi's-búðinni, Laugavegi, að andvirði 15.000 kr. 2. Bækur að eigin vali frá Mál og menningu að andvirði 8.000 kr. 3. Geisladiskar að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. “i || i i O l—L ORÐINSGETRAUN (ætluð öllum 18 ára og eldri) 1. Nýja Times-Atlas bókin frá Mál og menningu. 2. Málsverður á Skólabrú að andvirði 10.000 kr. 3. Geisladiskar að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. Auk þess fá allir vinningshafar úr merkt Morgunblaðinu. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir 17. janúar. -kjarni málsins! æe 300 ItfiV Sð ÖS cS cvrr> •stíijfi ii)(wei£ BARNAGETRAUN (ætluð öllum áaldrinum 5-11 ára) 1. Skíði, skíðaskór, síðastafirog bindingar frá Hummel-búðinni að andvirði 15.000 kr. 2. Barnabækur að eigin vali frá Mál og menningu að andvirði 8.000 kr. 3. Geisladiskar að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. Fréttatengd áramótagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu í dag á bls. 12b, 14b og 16b og verður hún þrískipt; barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir hvern flokk. 14 berjast um 7 sæti Skák Margeir Pétursson ENGLENDINGURINN Michael Adams vann Boris Gulko í næstsíðustu umferð úr- tökumóts atvinnumannasam- bandsins PCA, sem haldið er í Groningen í Hollandi. Adams komst þar með upp að hlið Anands frá Indlandi. Þeir tveir eiga mestar líkur á að verða í hópi þeirra sjö sem komast áfram, en allsendis óvíst er hverjir hreppa hin sætin fimm. Standi keppendur jafnir á vinn- ingum verður gert upp á milli þeirra með svonefndum Buc- holz stigaútreikningi, en það er samanlögð tala allra vinninga andstæðinganna. Jóhann Hjartarson hefur verið fjarri sínu besta á mótinu. Hann tapaði í gær fyrir gamalreynda Rússanum Lev Polugajevskí og er í 47—50. sæti með þijá og hálfan vinning. Röð efstu manna fyrir síðustu umferðina: 1—2. Adams og Anand 7 v. 3—6. Gulko, Kamsky, Kramnik og Tivjakov 6V2 v. 7—14. Benjamin, Dolmatov, Nikolic, Oll, Piket, Romanishin, Shirov og I. Sokolov 6 v. 15—25. Barejev, Beljavskí, Ehlvest, Granda, Hodgson, Hiibner, Kaidanov, Lobron, Júdit Polgar, Vaganjan og Vyzmanavin 5'/2 v. Fjölmennt og öflugt opið skák- mót er haldið jafnhliða stórmóti atvinnumannasambandsins. Eftir tíu umferðir var Frolov frá Ukra- ínu efstur með níu vinninga. Helgi Áss Grétarsson var í 47. sæti ásamt fleirum með fimm og hálfan vinning og Andri Áss Grétarsson nokkru neðar með fjóra vinninga. Lausnir jólaskákþrauta 1. O. Stritchek 1967 Hvítur leikur og vinnur Lausnarleikurinn er ekki falinn: 1. e5+! - Kxe5 (Eða 1. - Hxe5 2. Db6+ — Ke7 3. Dc7+ og ef 3. - Ke6 þá 4. Dd7 mát)2. Dxc5+ - Kf4 3. Dxd4+ - Kf5 4. De4 mát. 3. Keminsky—N.N. 1903 Hvítur leikur og vinnur Hér gagnar ekki að vekja upp drottningu, því 1. d8=D er svarað með 1. — Hxh6+ 2. Kxh6 — cl=D+. En það má líka vekja upp riddara: 1. d8=R+! — Kf6 (Enn má hvítur ekki vekja upp drottningu, eftir 2. g8=D?? - Hxh6+ 3. Kxh6 - cl=D+ er það svartur sem vinn- ur. Hvítur verður því að vekja upp annan riddara: 2. g8=R+! - Hxg8 3. Kxg8 - Kf5 4. Rc6 — Ke4 5. Rb4 og næst 6. Rxc2 og vinnur. 2. Zakhodiakin 1967 Hvítur leikur og vinnur í þessu dæmi rekur lausnin sig sjálf. Það dugar augljóslega ekki að vekja upp drottningu með 1. b8=D? vegna 1. — Kg7 og hún fellur. 1. Bd5! - Hh8 2. Be6 - Ke7+ 3. Bc8 - Hhl 4. b8=D - Hal + 5. Ba6! — Hxa6 6. Kb7 og síðan vinnur drottning auðveldlega gegn hróki. 4. J.G. Campbell 1855 Hvítur leikur og heldur jafntefli Lausnin er fólgin í því að hvítur býr sjálfur til pattstöðu: 1. Bd2! - h2 2. Ba5 - hl=D 3. b4 og það er sama hveiju svart- ur leikur, hvítur er patt. 5. L. Kubbel 1923 Hvítur mátar í þriðja leik Lausnarleikurinn er bráðfynd- inn og liggur ekki í augum uppi. Eftir 1. Rxg7+? — Kd4 getur hvítur ekki leikið 2. Re6 mát því riddarinn er leppur. Lausnin felst í því að hindra að hann verði lepp- ur á g7: 1. Dal! — Bxal 2. Rxg7+ — Kd4 3. Re6 mát. 6. L. Kubbel 1905 Hvítur mátar í fjórða leik 1. Hel!(Hótar 2. f4 og 3. He5 mát) 1. - e5 2. Hfl! - e4 3. fxe4 - Ke5 4. f4 mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.