Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 Fjárfestar og tyrirtækjaeigendur Nýir aðilar hafa tekið ákvörðun um að stofna nýtt félag um rekstur útvarpsstöðvarinnar Sólarinnar, FM 100,6, sem hefur aðallega útvarpað tónlist og hefur notið vaxandi vinsælda. Áhugasamir sendi inn nafn og símanúmer í lokuðu umslagi til auglýsingadeildar Mbl., merktu: „S - 10989“, sem allra fyrst. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Algjörum trúnaói heitið. STÓRÚTSALA HEFST Á MÁNUDAG 40-70% afsláttur 1( R m EddufeUi 2 *Smú 71730 EGLA -RÖÐOG REGLA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Vladímír Zhírínovskíj vill heimsækja Frakkland Lýsir furðu sinní yfir ásökunum um ofstæki Moskvu, París, Vín. Reuter. VLADÍMÍR Zhírínovskíj, leiðtogi flokks öfgafullra þjóðernissinna í Rússlandi, er ekki af baki dottinn þótt hann hafi verið rekinn með skömm frá Búlgaríu og Þjóðveijar meini honum um vegabréfsárit- un. Hann sagðist i gær vilja heimsækja Frakkland og ræða við helstu ráðamenn, þ. á m. Jacques Chirac, leiðtoga Gaullistaflokks- ins og borgarstjóra Parísar. Flokkar þeirra ættu margt sameigin- legt, hins vegar væru Þjóðernisfylking Jean-Marie Le Pens og „aðr- ir öfgafullir hægriflokkar" af öðru sauðahúsi. Zhírínovskíj sagðist ekki skilja hvers vegna íjölmiðlar teldu hann vera hægri-ofstækismann. Hann sagðist gera ráð fyrir að Frakkar veittu sér vegabréfsáritun enda væri hann vinur þeirra og hefði aldrei gert þeim neitt. Franskur embættismaður sagði að umsókn Zhírínovskíjs yrði tekin til umfjöll- unar ef hún bærist; austurrískur starfsbróðir hans taldi ólíklegt að áritun flokksleiðtogans þar í landi yrði endurnýjuð. Fyrir nokkru sagði Zhírínovskíj á blaðamannafundi í Vín að Rússar réðu yfír leynivopni sem væri mun öflugra en kjarnorkusprengjur. Pavel Gratsjov, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði aðspurður á miðvikudag að hann vissi ekki hvaða vopn þingmaðurinn ætti við. „Ef hann veit meira um þetta en varnarmálaráðherrann ættuð þið fremur að tala við hann“. Stjórnmálaskýrendur í Rússlandi segja að úlfúðin erlendis vegna ögrandi ummæla Zhírínovskíjs geti aukið stuðning við hann heima fyr- ir meðal ákafra þjóðemissinna. Þeir telji hann vera sterkan leiðtoga sem verji rússneska hagsmuni í fjandsamlegum heimi. Skiptar skoðanir um af- mörkun fiskmarkaðar ÚTFLUTNINGBEIÐNI Samherja hf. fyrir jól vegna tveggja gáma af karfa var hafnað þar sem þeg- ar hafði verið úthlutað þeim leyf- um er rétt þótti að úthluta á mark- að í Frakklandi, Belgiu og Þýska- land með tilliti til hámörkunar aflaverðmætis auk annarra þátta, s.s. framboðs á fiski til vinnslu innanlands, að sögn Eiríks Tómas- sonar stjórnarformanns Aflamiðí- unar. Hann segir að litið sé á lönd- in þijú sem eitt markaðssvæði, enda séu ótal dæmi um að þau hafi áhrif hvert á annað. Leo Ver- heya, innkaupasljóri Pieters í Belgíu, sem ætlaði að kaupa fisk- inn af Samheija, segir ljóst að mikill skortur hafi verið á karfa í Belgíu og neitar að um sameigin- legan markað landanna þriggja sé að ræða. „Þegar við veitum leyfí erum við ekki að hugsa um einn eða tvo gáma heldur ástand og útlit almennt. í þessu tilfelli var búið að úthluta þeim leyfum sem við töldum rétt að út- hluta til meginlands Evrópu,“ sagði Eiríkur þegar rætt var við hann og minnti jafnframt á að eðlilegt gæti talist að menn fengju leyfi til útflutn- ings áður en sölusamningur væri gerður. Samheijamenn hefðu ekki farið þessa leið. Leo Verheye, innkaupastjóri Piet- ers í Belgíu, sem ætlaði að kaupa karfann af Samheija, sagði ljóst að ekki hefðu verið til nægilegar karfa- birgðir í landinu á umræddum tíma. Fyrirtækið hefði verið búið að selja karfann frá Samherja fyrirfram og til að bjarga því sem bjargað varð hefði verið brugðið á það ráð að fá físk flakaðan hjá Bylgju í Ólafsvík og flytja hann flugleiðis til Belgíu á mánudag. „Ef við erum að láta senda okkur físk með jafn dýrum hætti er staðreyndin auðvitað sú að þennan fisk hefur vantað. Þetta vita þeir,“ sagði Verheye og vísaði þannig til Aflamiðlunar. Verheye sagðist hafa verið í sam- bandi við utanríkis-, flármála- og sjávarútvegsráðuneytið vegna máls- ins. Þá hefðu verið send símbréf vegna þess til sendiráðs íslendinga í Brussel og Aflamiðlunar. Hann vitn- aði í símbréf til Aflamiðlunar og kem- ur þar fram að aljur ferskur fískur fyrirtækisins frá íslandi hafí verið seldur á belgískum markaði. „Við höfum ekki selt eitt kíló af ferskum karfa eða grálúðu á frönskum eða þýskum markaði," segir m.a í bréfinu og Verheye lagði ríka áherslu á að löndin þijú væru ekki eitt markaðs- svæði. 57 bruggverksmiðj ur stöðvaðar á 52 vikum LÖGREGLA á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði starfsemi í 57 brugg- verksmiðjum á árinu sem er að líða og hellti niður um 10 þúsund lítrum af gambra og hátt á annað þúsund lítrum af eimuðum landa. Að auki er um að ræða á annan tug mála þar sem landasölumenn voru handteknir í bílum eða á al- mannafæri með landa ætlaðan til sölu. Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík sagð- ist aðspurður telja að helsta skýring- in á því hve vel lögreglu hefði orðið ágengt í að uppræta starfsemi brugg- ara undanfarið væri ávöxtur þess að lögreglumenn sem þessum málum hefðu sinnt, einkum í Breiðholtsstöð- inni í Reykjavík, hefðu lagt áherslu á að mynda góð tengsl við íbúa þá sem þeir eigi að þjóna og hefðu notið þess í því að fólk hefði beint til þeirra upplýsingum um starfsemi bruggara. Um 30 bruggverksmiðjanna voru upprættar í samvinnu lögreglunnar í Breiðholti og Hafnarfirði, þar af voru 10 á starfssvæði Hafnarfjarðarlög- reglunnar, og í Kópavogi lagði lög- Morgunblaðið/Júlíus GISSUR Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaður í Hafnar- firði var af hafnfirskum borgara sæmdur eimingarorðunni 1993 í viðurkenningarskyni fyrir bar- áttuna gegn bruggun. regla hald á sjö bruggtæki. í flestum stærri málanna var um að ræða sam- vinnu lögreglumanna í embættunum á svæðinu. Minni sala var á hlutabréfum í vikunni en búist hafði verið við MIKIL örtröð var hjá verðbréfafyrirtækjunum í gær vegna sölu hluta- bréfa til einstaklinga sem hyggjast nýta sér skattaafslátt. Verðbréfam- iðlurum sem Morgunblaðið hafði samband við bar þó saman um að salan hafi verið minni en búist var við og minni en fyrir áramótin í fyrra. Þetta er m.a. rakið til þess að nú þarf að eiga hlutabréfin í þrjú ár í stað tveggja ára áður til að hljóta afsláttinn og verðlækkana bréf- anna undanfarin tvö ár. Þá hefur mikið framboð hlutabréfa síðustu tváer vikur komið mjög á óvart. Er á það bent að margir eigendur hlutabréfa hafi beðið fram eftir árinu og haft væntingar um verðhækk- anir fyrir áramótin, ekki síst í ljósi viðskiptanna í nóvember þegar verðbréf í mörgum hlutafélögum hækkuðu verulega. Verðbréfafyrir- tækin hafa opið til hádegis í dag eða til kl. 14. „Það hefur verið mjög mikið að gera og biðröð eftir afgreiðslu í allan dag,“ sagði Sigurbjöm Gunnarsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum. „Um helmingur sölunnar hefur verið í ís- lenska hlutabréfasjóðnum en þar fyrir utan hafa bréf í Olís, Eimskip, Sæ- plasti og fleiri félögum selst vel.“ Ásgeir Þórðarson, forstöðumaður hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka, sagði að örtröð hefði verið hjá fyrirtæk- inu og mikil sala. Fólk hefði þurft að bíða í allt að eina klukkustund. „Það kemur mér á óvart að það er mikið af nýjum kaupendum. Um helmingur sölunnar er í hlutabréfasjóðum og af- gangurinn hefur dreifst á mörg félög." Ásgeir kvaðst telja að saian milli jóla og nýárs til einstaklinga myndi ekki ná því að verða 500 milljónir eins og spáð hefur verið heldur nær 400 millj- ónum. „Salan er minni en í fyrra og minni en björtustu vonir stóðu til.“ „Framboð hlutabréfa er gríðarlegt og markaðurinn ber þess öll merki,“ sagði Pálmi Kristinsson, forstöðumað- ur hjá Kaupþingi. „Seljandinn hefur gefíð eftir í flestum tilfellum enda hef- ur eftirspum verið töluvert minni en væntingar stóðu til.“ Um klukkan sex síðdegis í gær var búið að skrá hjá Verðbréfaþingi hluta- bréfaviðskipti fyrir 88 milljónir og að sögn Pálma þýðir það að viðskipti dags- ins verði vel á annað hundrað milljónir þegar allt er tekið með. „Það má bú- ast við að í heild muni hlutabréfakaup einstaklinga verða á milli 300 og 400 milljónir í vikunni," sagði Pálmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.