Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
27
Niræður
Jón Krisljánsson
Afi okkar, Jón Kristjánsson,
verður 90 ára á morgun, nýárs-
dag. Af því tilefni langar okkur
barnabörn hans að senda honum
kveðju á þessum merku tímamót-
um.
Afi fæddist á ísafirði 1. janúar
1904, var verkstjóri á Akureyri
og síðar garðyrkjumaður í Reykja-
vík, nú búsettur á Austurvergi 47
í Grindavík.
Foreldrar afa voru Guðbjörg
Bjarnadóttir húsfreyja, fædd 21.
janúar 1877 á Fornastöðu, Hól-
hreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, dáin
6. júní 1967 á Akureyri, og Krist-
ján Hans Jónsson ntstjóri á
ísafirði, fæddur 21. maí 1875 á
Hörðubóli, Miðdalahreppi, Dala-
sýslu, dáinn 27. september 1913.
Systur afa eru: Sólveig, fædd 1.
maí 1905; Soffía, fædd 3. mars
1907, látin; Kristjana, fædd 22.
október 1909, látin; og Eva, fædd
25. febrúar 1913.
Afí kvæntist ömmu, Elísabetu
Bogadóttur, 21. maí 1938 og átti
hún fyrir eina dóttur, Jónínu
Guðnýju Guðjónsdóttur, sem þá
var sjö ára gömul og gekk afí
henni í föðurstað. Saman áttu afi
og amma þrjú börn, Grétu, fædda
3. september 1938, Guðbjörgu,
fædda 19. mars 1940, og Boga
Brynjar, fæddan 13. mars 1943.
Eins og fram kemur hér að
framan var afi ekki nema níu ára
gamall þegar hann missti föður
sinn og var afi þá sendur til vina-
fólks í Möðrudal á Fjöllum og var
þar um nokkurra ára skeið.
Eflaust hefur það verið erfitt fyrir
afa að fara til vandalausra þar sem
hann var vanur allsnægtum og
eftirlæti í föðurhúsum.
Þó að afi sé níræður kemur
maður ekki að tómum kofunum
hvað minnið snertir. Slær hann
okkur við sem yngri erum í öllum
spurningaleikjum og spila-
mennsku í fjölskyldunni. Margt er
honum til lista lagt og er stórkost-
legt að hlusta á hann fara með
kvæði og vísur eftir sjálfan sig,
ekki síst er hann hefur dreypt á
smá tári. Afí er mjög hagmæltur
og hefur ort fjöldann allan af vís-
um og kvæðum.
Um leið og við sendum elsku
afa okkar bestu kveðjur á afmælis-
daginn, viljum við þakka honum
fyrir allár þær dýrmætu stundir
sem við höfum átt með honum og
við vonum að við fáum að njóta
hans sem lengst.
Enda þótt okkur barnabörnun-
um finnist afi ekkert eldast, finnur
hann fyrir því að árin færast yfir,
samanber þetta erindi sem hann
orti á síðustu árum sínum við
steypuvélina, þá kominn yfir átt-
rætt.
Hún er farin að hrörna vélin,
höktir, lemur, ber.
Min er orðin skorpin skelin,
skúmað augans gler.
Yndisstundir, æviélin,
allt sem kemur fer.
Bleikur hestur bryður mélin,
bíður eftir mér.
Barnabörn.
Jólaveðrið
gottí
Stykkishólmi
JÓLIN hjá okkur hér í Stykkis-
hólmi voru bæði friðsæl og hátíð-
Ieg. Jóiaveðrið var eins og best.
verður á kosið og jólasnjórinn,
þó ekki væri mikill, setti ómetan-
legan svip á hátiðina. Stykkis-
hólmur var því í hátíðarbúningi
á Þorláksmessu og fyrr var haf-
ist handa með að lýsa upp kirkju-
garðinn sem er rétt fyrir utan
bæinn skrautljósum og voru
ótrúlega mörg ljós sem þar log-
uðu.
Jólaskraut var svo um allan
bæinn og má segja að í hverju
húsi hafi verið ljós og jólastjörnur,
kirkjan og fleiri staðir voru með
fallegum jólaseríum og eins vinnu-
staðir, sjúkrahús o.fl.
Aftansöngur var í kirkjunni kl.
18 að venju og sóknarpresturinn,
sr. Eiríkur Gunnar Hauksson, flutti
jólaboðskapinn og við eigum mjög
virkan og fjölmennan -kirkjukór,
sem söng undir stjórn tónlistar-
kennara, Lönu Betts, og organleik-
ara, David Enns, sem bæði eru hér
kennarar við Tónlistarskólann.
Einnig léku á hljóðfæri nemendur
úr skólanum. Á jóladag og annan
í jólum messaði svo sóknarprestur-
inn á annexíum kirkjunnar.
Um miðnætti var svo hámessa í
kaþólsku kirkjunni og þar flutti
sóknarprestur kaþólskra sr. Jan
Habets jólamessu og kirkjugestir
sungu með og var þar fjölmenni
eins og alltaf áður á miðnætti á
aðfangadag.
Á dvalarheimilinu var margt
gert til að gera heimilisfólki daginn
sem eftirminnilegastan og hvíta-
sunnumenn komu í heimsókn á
annan í jólum og fluttu fagnaðar-
boðskapinn og mikið var sungið.
Jólapóstur komst allur til skila,
enda valið lið í því starfi og sveitirn-
ar voru ekki settar hjá. Jólapóstur
í ár var ekki minni en í fyrra ef
ekki meiri. Og jólaverslun var mik-
il og sáu verslanir um að fólk fengi
góðan tíma og góða þjónustu. Má
segja að mikið annríki hafi verið í
verslun og viðskiptum um þessi
jól, eins og víða annars staðar.
- Árni
R
! NUPO LÉTT
fæst í apótekum
Eiiistakt
till)<)() á
3 daga
ferð
15. - 23.
jamiar
Frægustu skemmtigarðar í
heimi gera sólarborgina
Orlando að litríkri
ævintýraveröld sólhuga á
öllum aldri.
Gist á Days Inn Maingate
hótelinu í Kissimmee,
spölkorn frá Disney
World.
á mann í tvíbýli
46.580 kr.
á mann í þríbýli.
44. 680 kr.
á mann í
fjórbýli.
Börn að 2ja ara aldri
greiða 5.470 kr.
Börn 2ja-1 I ára fá
18.000 kr. afslátt
Beint flug til
Orlando.
Þríréttuð mál-
tíð, Saga
Boutique toll-
frjálsa flugbúðin,
bíómynd, blöðin,
úrvals þjónusta -
fyrr en varir er
vélin lent í sól-
skinsparadísinni.
Kvikmyndir um
borð í janúar
Til Orlando:
Manhattan
Murder Mystery
(Woody Allen)
Frá Orlando:
The Real McKoy
(Kim Basinger)
Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, gisting, akstur til og frá flugvelli í Orlando.
Tekið er á móti farþegum á flugvellinum í Orlando. Enskumælandi fararstjóri
heimsækir farþega á hótelið fyrsta daginn, veitir upplýsingar um skoðunarferðir og svarar fyrirspurnum.
Forfallagjald 1.200 kr. er ekki innifalið i verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að
SSmWmJ EUROCARD
viðbótargjaldi hvora leið.
Fjölbreytt úrval bíómynda, stærri og
þægilegri sæti, matseðill, fríir drykkir og
aukin þjónusta.
Hafðu samband við söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn
félagsins um land allt, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300
(svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18. Gamlársdag opið til kl. 13
Nýársdag lokað).
greiða það til að firra sig óþarfa áhættu.
FLUGLEIÐIR
Traustur íslenskurferðafélagi