Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 35 Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ Atvinnu- og kjaramálin efstíhuga Það sem mér er efst í huga nú við áramót er auðvitað umfjöllunin um kjara- og atvinnumálin. Síðustu 2 mánuði ársins var mikið fjallað um kjaramál af ýmsum aðilum þrátt fyrir að gengið hefði verið frá samn- ingum ASÍ og atvinnurekenda í lok maí og þeim ekki sagt upp í byijun nóvember. Hluti opinberra starfs- manna innan BSRB gekk líka frá samningum sínum um mitt sumar og stærstu félögin þar gengu frá sínum málum fljótlega eftir að ljóst var að samningum ASÍ yrði ekki sagt upp í nóvember. Á undanförnum vikum hefur lækkun matarskattsins svokallaða verið mest til umræðu, en um lækk- un hans hefur verið uppi krafa mjög víða í þjóðfélaginu allt frá því að matarskatturinn var settur á í upp- hafi ársins 1988. Það hefur öllum verið ljóst frá því í maí sl. að lækka ætti matarskattinn nú um áramót. Sá tími var valinn fyrst og fremst að kröfu stjórnvalda sem sögðu að besti tíminn til'þess að framkvæma slíka breytingu væri um áramót. Af hálfu ASÍ var óskað eftir því að breytingin tæki gildi mun fyrr. Áf einhveijum ástæðum hefur þetta mál vafist fyrir mörgum. Greinilegt er að einhveijir hlutar embættismannakerfisins hafa verið á móti þessu máli allan tímann og svo virðist sem mikið skorti á að undirbúningi málsins hafi verið hátt- að með þeim hætti að þessi breyting geti átt sér stað á einfaldan og skii- virkan hátt. Af hálfu embættis- manna hafa verið færð ýmis rök fyrir því að þetta væri óskynsamleg aðgerð og hafa sum þessara raka verið skammlíf. Því var t.d. haldið fram að lækkun virðisaukaskattsins á matvælum myndi fyrst og fremst lækka erlendar vörur. Erlendar vör- ur voru þá skilgreindar sem vörur með erlendum hráefnum. Þetta myndi t.d. þýða að öll brauð- og kökugerð í landinu væri erlend fram- leiðsla, og sama mætti segja um t.d. sælgætis- og hreinlætisiðnað. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að þessi rök hurfu fljótlega úr umræðunni, en samt var andstöð- unni haldið áfram á ýmsan hátt. Þá má einnig minna á undarlegar um- ræður um skattsvik sem fóru mjög hátt á tímabili. Fagna ber hversu málið fékk góða umfjöllun á Alþingi og að eftir að þingmenn höfðu kynnt sér efni þess og metið rök með og á móti naut það stuðnings stórs meirihluta þingsins. Framganga nokkurra al- þingismanna í málinu var þó nokkuð sérkennileg. Ekki verður annað séð en að andstöðu við málið hafi átt að nota í refskák stjórnmálanna. Það gerist ekki oft að heilu þingflokkarn- ir snúi baki við afstöðu sem nýbúið er að samþykkja á æðstu samkomu viðkomandi flokks, eins og gerðist með kúvendingu framsóknarmanna. Umræðan um framgang þessa máls hefur verið hið undarlegasta sjónarspil. Við vinnslu kjarasamn- ingsins var öll vinna við málið byggð á gögnum frá opinberum aðilum, aðallega fjármálaráðuneytinu. Svo virðist sem ekki hafi verið samstaða um það innan þessa ráðuneytis hvað séu réttar upplýsingar og hvað rang- ar. Margoft hefur verið bent á að lækkun matarskattsins eins sé ekki besta leiðin til tekjujöfnunar. Fyrir því eru auðvitað ýmis rök. Það ligg- ur hins vegar í augum uppi að aðrar leiðir eins og hækkun barnabóta og persónuafsláttur hafa ekki reynst vel í gegn um tíðina. Samhliða tillög- um um lækkun matarskatts lagði ASÍ til hátekjuskatt og skatt á fjár- magnstekjur til þess að fjármagna dæmið að hluta. Ríkisstjórnin féllst ekki á þær ráðstafanir sem auðvitað voru ætlaðar til tekjujöfnunar. Ég tel að tekjuskattakerfið hér á landi sé ekki það sterkt að hægt sé að vísa allri tekjujöfnun yfir á það og því verði líka að leita annarra leiða til þess að ná markmiðum tekjujöfn- unar. Lækkun matarskattsins er ein slíkra leiða. Verkalýðshreyfingin mun fyrir sitt leyti fylgjast með og reyna að tryggja að matarskattslækkunin skili sér að fullu til neytenda. Það er ekki síður mikilvægt að allur al- menningur fylgist vel með þróun verðlags á matvælum eftir áramót, geri athugasemdir og krefjist leið- réttinga ef sýnt þykir að aðilar í verslun og þjónustu ætla að nota tækifærið og taka til sín hluta af ávinningnum. Bjartara framundan Á undanförnum mánuðum höfum við í fyrsta skipti í mörg ár heyrt jákvæðar fréttir um horfur á afkomu þjóðarbúsins. Horfur um þorskafla eru bjartari en áður og svo virðist sem afkoma þjóðarbúsins sé betri en spáð hafði verið og að kreppan sé ekki eins djúp og reiknað var með. Allt frá árinu 1990 hefur íslenskt launafólk fært miklar fórnir. Laun almenns launafólks hafa nær ekkert hækkað á þessum tíma og kaup- máttur hefur minnkað mikið. Það sama er ekki hægt að segja um launaþróun allra hópa. Kjör sjálftök- uliðs af ýmsu tagi hafa síst versnað og að undanförnu hafa heyrst frétt- ir um miklar hækkanir til ýmissa hópa opinberra starfsmanna sem rökstuddar eru með réttlætisástæð- um. Ég tel fullvíst að þeir sem lægst hafa launin og hafa borið sínar byrð- ar í þessi ár eigi erfitt með að skilja þetta réttlæti. I mörg ár hefur nær öllum sérkröfum almenns launafólks verið sópað undir teppið í samninga- viðræðum. Allar þessar kröfur eru enn uppi og það er auðvitað mikið réttlætismál að við þessum kröfum verði orðið. Ég tel mjög brýnt að þeim efna- hagsbata sem framundan er verði fyrst og fremst beint til þess launa- fólks sem borið hefur byrðar krepp- unnar undanfarin ár. Kaupmáttur almennra launa hefur fallið mikið og er lægri en eðlilegt er. Úr þessu þarf að bæta. Það skyggir á þá framtíðarsýn sem hér er lýst, að þegar þetta er skrifað bendir flest til þess að boðað verkfall sjómanna á fiskiskipaflotan- um skelli á nú um áramótin. Það er miður að samtök útgerðarmanna skuli enn neita að koma til móts við sanngjarnar kröfur sjómanna um gerð kjarasamninga vegna nýrra veiðigreina og að fylgja eftir ákvæð- um samninga um að sjómenn taki ekki þátt í kvótabraski útgerðarinn- ar. Sjómenn hafa sýnt mikið lang- lundargeð í þessum málum, en þolin- mæði þeirra hlaut að þijóta um síð- ir. Ábyrgð útgerðarmanna er mikil láti þeir verkfallið koma til fram- kvæmda. Og víst er að þeir geta miklu um það ráðið hvort sá efna- hagsbati sem spáð hefur verið komi fram eða hvort honum verði fórnað vegna skammsýni og óbilgjarnrar hagsmunagæslu. Atvinnuleysi, kaupum íslenskt Um þessi áramót er ekki hægt að skrifa hugleiðingu án þess að minnast á vandamál atvinnuleysis- ins. Ég tel atvinnuleysið vera lang alvarlegasta vandamálið sem við ís- lendingar eigum við að etja í dag. Ég tel líka að það verði að ýta lausn annarra vandamála til hliðar til þess að leysa vanda þess fólks sem ekki hefur atvinnu. Það er einfaldlega ekki sæmandi þjóðfélagi eins og okkar að geta ekki veitt öllum vinnu sem kjósa að vinna. ASI hefur lagt mikla áherslu á atvinnumálin á undanförnum miss- erum og segja má að í síðustu samn- ingum hafi þessi mál haft algeran forgang, en þar féllust stjórnvöld á að eyða fé til atvinnuskapandi að- gerða. Þær aðgerðir og aðrar slíkar 'eru hins vegar fyrst og fremst til þess fallnar að leysa skammtíma- vandamál. Það er líka mikilvægt að huga að stefnumörkun i atvinnumál- um til lengri tíma og þar finnst mér stjórnvöld ekki hafa sýnt nógu mik- inn áhuga. Einn angi af baráttunni við at- vinnuleysið er herferðin „íslenskt, já takk“, þar sem hin ýmsu samtök á vinnumarkaðinum reka áróður fyr- ir því að kaupa íslenska þjónustu og framleiðslu. Þessi herferð skilaði árangri um síðustu jól og áramót og mun eflaust gera það nú. Það á hins vegar ekki að þurfa að reka áróður fyrir jafn sjálfsögðum hlut. Ég tel að við séum ekki jafn þjóð- lega þenkjandi S þessum efnum og margar aðrar þjóðir. Ég held hins vegar að vitundin um það að íslensk- ar vörur séu yfirleitt besti kosturinn bæði hvað verð og gæði áhrærir sé að aukast meðal okkar og það er vel. Núgildandi kjarasamningar verða væntanlega í gildi í eitt ár í viðbót. Það er því mikilvægt að samtökin á vinnumarkaði og stjórnvöld nýti vel þann tíma til að efla atvinnulífið. Launafólk þarf að efla samstöðu sína fyrir sínum félagslegu réttindum og til eflingar samtakanna því kjarabar- áttan er stöðugt verkefni. Göngum ótrauð til verka. Gleði- legt nýtt ár. Magnús Oddsson ferðamálastjóri Aukið vægi ferða- þjónustu Þegar þeir sem starfa við ferða- þjónustu á íslandi líta til baka yfir árið 1993 og freista þess að meta árangur af starfi sínu hlýtur niður- staðan að verða mismunandi eftir fyrirtækjum, landshlutum og fleiru. í upphafi árs höfðu ferðaþjónustuað- ilar verulegar áhyggjur af sam- keppnisstöðu atvinnugreinarinnar og allar spár báru merki varfærni. En nú í lok árs er ljóst að heildar- árangurinn er betri en gert var ráð fyrir í byijun árs. Erlendir ferða- menn sem heimsóttu .ísland á árinu urðu fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári, eða um 156.000, sem er um 10% aukning miðað við árið 1992. Þá er það ekki síður athyglis- vert að aukningin er miklu meiri utan háannatímans en að sumrinu og er það í samræmi við markmið atvinnugreinarinnar. Auk þessara erlendu ferðamanna komu hér 15.699 ferðamenn með skemmtiferðaskipum í alls 38 ferð- um, sem einnig er meira en nokkru sinni fyrr. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum stefna í að verða um 15 milljarðar á árinu, eða um 2,5 milljörðum meiri en árið 1992. Gjaideyrisöflun atvinnugrein- arinnar er því að meðaltali yfir 40 milljónir á hveijum dergi allan ársins hring. Raunaukningin er meiri en nemur fjölgun ferðamannanna svo hver ferðamaður hefur notað meiri gjaldeyri í landinu að meðaltali en fyrr. Fjöldi erlendra ferðamanna hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum og gjaldeyristekjur aukist mun meira. Vægi ferðaþjónustu í þjóðarbú- skapnum er stöðugt að aukast og atvinnugreinin nú önnur stærst í gjaldeyrisöflun næst á eftir sjávarút- vegi. Ástæður þessa árangurs eru margar og of langt mál að rekja þær allar. Hér er að skila sér árangur af því starfi einstaklinga og fyrir- tækja í ferðaþjónustu, sem unnið hafa af miklum dugnaði að uppbygg- ingu, landkynningu og móttöku ferðamanna. Verulega færri íslend- ingar ferðuðust til útlanda á árinu en árið 1992. Af þeirri ástæðu svo og af þeim upplýsingum sem fyrir liggja má gera því skóna að íslend- ingar hafi ferðast meira um eigið Iand en áður. Hér hefur orðið mjög ánægjuleg þróun á undanförnum árum. Astæð- ur eru margar eins og bætt vega- kerfí, aukin bifreiðaeign, uppbygg- ing ferðaþjónustu á landsbyggðinni o.fl., en að mínu mati vegur hvað þyngst það jákvæða viðhorf, sem hefur skapast til okkar eigin lands. Mjög mikil og jákvæð umfjöllun hef- ur verið um Island í dagblöðum, tímaritum og ljósvakamiðlum. Nei- kvæð umræða um „Skerið“ og „Klakann" hefur vikið. Fólk er hvatt til að njóta landsins og bent á þá möguleika sem bjóðast á öllum árs- tímum. Innlend verðmætasköpun atvinnugreinarinnar var því veruleg á árinu og miðað við nýlega könnun má gera ráð fyrir að innlendir ferða- menn hafí notað allt að 10 milljarða króna á ferðum sínum um landið. Heildarvelta í atvinnugreininni er því áætluð um 25 milljarðar á árinu. Þrátt fyrir mikla aukningu í um- svifum ferðaþjónustu eru auðvitað mörg mál atvinnugreinarinnar, þar sem árangur hefur ekki orðið sem skyldi. Það er engum ljósara en þeim sem starfa við atvinnugreinina. Þau mál verða ekki rædd hér, en innan atvinnugreinarinnar eru vandamálin rædd og leitað sameiginlegra leiða til lausnar. Þegar horft er til ársins 1994 eru þijú mál, sem munu verulega ein- kenna störf okkar sem vinnum í atvinnugreininni. í fyrsta lagi þá mun á árinu vera unnið að átaki til að efla ferðaiög okkar um eigið land. Tekist hefur víðtækt samstarf um að á Ári fjöl- skyldunnar og 50. afmælisári lýð- veldisins verði kynnt „íslandsferð fjölskyldunnar" undir kjörorðinu: „ísland, sækjum það heim“. Með þessu átaki verður þess freistað að kenna íslendingum enn frekar að ferðast um landið. Hvetja fjölskyidur til að kynna sér sögu og menningu þjóðarinnar. Átak verður gert til að kynna fólki áhugaverða sögustaði. Takmarkið er að á árinu fái sem flestar íslenskar fjölskyldur að njóta þess að ferðast um landið, skynja fegurð þess og dvelja í því umhverfi sem saga okkar og menn- ing er sprottin úr. I öðru lagi hefur samgönguráð- herra gengist fyrir því að á árinu eru tryggðar 100 milljónir króna, sem koma að jöfnum hluta frá ríkis- valdinu og Flugleiðum til aukinnar kynningar í íslandi erlendis. Hér er um að ræða meira en tvö- földun á því fjármagni, sem fer í almenna kynningu á Islandi sem ferðamannalandi á vegum hins opin- bera. Þessu ber að fagna sérstaklega og er þetta að mínu mati stærsta einstaka átak sem ráðist hefur verið í erlendis til kynningar á ferða- mannalandinu íslandi. Þetta er hrein viðbót við þá fjármuni sem varið er á öðrum vettvangi til landkynningar erlendis. Getl hefur verið ráð fyrir að þessar 100 milljónir muni skila 1 milljarði í aukinni veltu. Tekjur ríkis- sjóðs af slíkri veltu yrðu 200-300 milljónir. Fjárfesting í markaðssetn- ingu í ferðaþjónustu hlýtur því að teljast verulega arðbær fyrir ríkis- sjóð. Það er sérlega ánægjulegt að nú skuli tryggðir fjármunir og sam- vinna ríkis og einkaaðila að kynning- arverkefnum annars vegar á inn- lendum markaði og hins vegar er- lendis. Þriðja stórverkefnið sem bíður okkar á nýju ári er tengt aðild okk- ar að EES. Við þessi áramót verðum við aðilar að aðgerðaáætlun um ferðamál í löndum hins Evrópska efnahagssvæðis. Hér er um mjög viðamikla að- gerðaáætlun að ræða í 13 liðum og hvet ég aðila í ferðaþjónustu til að kynna sér áætlunina og hvernig hægt er að nýta sér aðild að henni. Þá er ekki síður forvitnilegt að kynna sér á hvern hátt íslensk fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum geta hugsan- lega komið að einstökum verkefnum sem verktakar. Allt upplýsinga- streymi um ferðaþjónustu innan EES mun aukast mjög og um leið kröfur til okkar um upplýsingasöfn- un og upplýsingadreifingu. í stuttum áramótapistli verður ekki farið nánar út í mál EES og ferðaþjónustunnar en nánari grein verður gerð fyrir málinu á öðrum vettvangi á næst- unni. Þegar horft er til lengri tíma en næsta árs þá hefur Alþjóða ferða- málaráðið gert spá um þróun ferða- þjónustu, sem gerir ráð fyrir að umfangið tvöfaldist á næstu 10 árum. Starfsmannafjöldi verði um 350 milijónir í atvinnugreininni að þeim tima liðnum í stað 200 milljóna nú. Þar er því spáð tvöföldun á um- fangi atvinnugreinar, sem í dag er stærst allra atvinnugreina í veröld- inni. Þessi spá er byggð á könnunum og þegar niðurstöður þeirra eru skoðaðar með tilliti til þess um hvers konar aukningu verði að ræða í ferðaþjónustu ættu þær að fylla okkur bjartsýni. En þó að okkur hafi tekist að halda í við heildaraukningu síðastlið- inn áratug, er langt í frá að það sé sjálfgefið að okkur takist það þann næsta. Við göngum ekki að 300.000 erlendum ferðamönnum vísum árið 2003. Og að sjálfsögðu erum við ekki tilbúin að taka við þeim nú frek- ar en við vorum tilbúin að taka við 150.000 erlendum ferðamönnum árið 1983, þegar þeir voru um 75.000. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Ef við eigum að halda okkar hlut þarf mikla vinnu. Öll samkeppni mun aukast og fleiri möguleikar opnast. Gífurleg samkeppni verður um að ná athygli neytenda. Möguleikarnir eru okkar, en það kostar mikla fjármuni að nýta þá. Ekki óraði mig fyrir þeirri athygli sem það myndi vekja, þegar ég í júnímánuði benti á að hver erlendur ferðamaður væri jafngildi tonns af þorski í gjaldeyrisverðmæti. Allt í einu virtist gildi ferðamannsins orðin þekkt stærð. Og svo ég haldi áfram með hliðstæðan samanburð. Sam- kvæmt þeim spám sem að ofan voru nefndar er gert ráð fyrir að ferða- mannastofninn tvöfaldist á næsta áratug. Hvaða annargjaldeyrisskap- andi stofn mun tvöfaldast á næsta áratug? Og þar sem er enginn kvóti, enginn ágreiningur um veiðisvæði, engir samningar við erlend ríki um aflaheimildir. Þeir fiska sem róa. Takmörk þess hvað við getum veitt eru eingöngu fjárfestingarnar í at- vinnugreininni og takmörk landsins. Við verðum að sjálfsögðu að gæta þess að ofbjóða ekki landinu, en landið ber vel fleiri ferðamenn en nú er með ákveðnum aðgerðum á ferðamannastöðum og meiri dreif- ingu. Til þess verðum við að finna tryggða leið til að skila landinu aft- ur hluta þeirra tekna, sem það gefur okkur. ísland og íslendingar hafa mikla möguleika til að ná í sinn hluta af hinum ört vaxandi ferðámanna- stofni, en það kostar að sækja. Það er undir okkur einum komið hvort og þá hvernig við nýtum möguleik- ana. Ég þakka öllum innan ferða- þjónustunnar, opinberum aðilum og öðrum, sem með miklum dugnaði hafa enn aukið umsvif og mikilvægi atvinnugreinarinnar, einstaklega ánægjulegt samstarf. Gleðilegt og gæfuríkt ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.