Morgunblaðið - 31.12.1993, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 31.12.1993, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 ÁRAMÓTASPURNINGAR TZL STJÓRNMÁLAMANNA MORGUNBLAÐIÐ hefur beint spurningum til forustumanna Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Samtaka um kvennalista í tilefni áramótanna. Spurningarnar og svörin fara hér á eftir: Samningurinn um Evrópskt efnahags- svæði tekur gildi um áramót og GATT- samningurinn ári síðar. Hvaða áhrif telur þú, að samn- ingamir hafi á efna- hagsþróunina hér á landi? Samkvæmt þjóð- hagsspá verður verðbólga mjög lítil á næstunni, vextir lækka ört og við- skiptahalli hefur minnkað mikið. Tel- ur þú að botni efna- hagskreppunnar sé náð? Flestir telja ríkis- sjóðshallann mestu meinsemd efna- hagslífsins. Ert þú sammála? Hvaða leiðir eru vænleg- astar til að ráða þar bót á? Viðræður standa yfir um framtíð varnarstöðvarinnar í Keflavík. Telur þú tímabært, að um- talsverðar breyting- ar verði á varnarvið- búnaði og ef svo er á hvern veg? Hvert er álit þitt á sameiginlegum kvótakaupum út- gerðarmanna og sjómanna? Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands Stórmál í höfn í Ýkjulaust er óhætf að fullyrða að gildistaka EES-samningsins nú um áramót og Úrúgvælotu GATT- samninganna á árinu 1995 marki þáttaskil í innlendri hagstjóm. Astæðan er sú að hér eftir verður ekki aftur snúið til einangrunar- og vemdarstefnu á Islandi, á kostn- að neytenda. Það er kjami málsins. Hagsbót almennings og þjóðarbús- ins vegna samninganna verður ekki í formi eingreiðslu inn á íslenskan efnahagsreikriing. heldur sem stöð- ugur vaxtarhvati fram á næstu öld. Við mat á efnahagsáhrifum EES-samningsins eru aðaiatriðin eftirfarandi: 1. Án EES-aðildar væri sam- keppnisstaða íslands á þessu lang- mikilvægasta markaðssvæði sínu, sem tekur við 75% vöruútflutnings þjóðarinnar, gersamlega óviðun- andi, þar sem helstu keppinautar okkar á sviði sjávarútvegs (t.d. Noregur, Danmörk og Færeyjar) hefðu þá notið yfírburðastöðu. Sama máli gegnir um möguleika okkar til að laða til samstarfs er- lent áhættufjármagn við sköpun nýiðnaðar og stóriðju. 2. Samræmdar samkeppnisregl- ur, kröfur og gæðastaðlar, þ.m.t. bann við ríkisstyrkjum og undir- boðum, eftirlit með framkvæmd milliríkjasamninga og samkomulag um lausn deilumála, er fyrst og fremst hagsmunamál smáríkja á borð við ísland í samskiptum þeirra við stærri og öflugri ríki. 3. Sameiginlegur markaður 380 milljóna manna, er tryggir tollfijáls og hindrunarlaus viðskipti með vör- ur og þjónustu og sameiginlegar reglur um fjármagns- og vinnu- markað, sem lýtur samræmdum samkeppnisreglum, mun ryðja úr vegi viðskiptahindrunum, koma í veg fyrir mismunun, skapa ný vaxt- artækifæri, örva tækniframfarir, vöruþróun og hagvöxt, draga úr atvinnuleysi og bæta lífskjör. 4. Samningurirm um Evrópska efnahagssvæðið tryggir öllum EFTA-ríkjunum aðgang að stærsta og öflugasta markaðssvæði heims á jafnréttisgrundvelli, án þess að skerða rétt EFTA-ríkjanna til að haga viðskipta- eða tollastefnu sinni gagnvart ríkjum utan EES að eigin höfði og án þess að EB næði fram kröfum sínum um ein- hliða veiðiheimildir jafngildar tolla- lækkunum. 5. EES-samningurinn tryggir íslendingum slíkan rétt, auk þess sem hann tryggir réttindi einstakl- inga og fyrirtækja í viðskiptum, en skerðir rétt stjómvalda til mismun- nokunar, í skjóli pólitísks valds. Þetta mun veita fákeppnis- markaði innanlands æskilegt að- hald og stuðla þannig t.d. að lækk- un vaxta og jafnvægi á fjármagns- markaði. 6. EES-samningurinn tryggir að sjávarútvegurinn stendur í fyrsta sinn í sögunni nokkurn veginn jafn- fætis keppinautum sínum og ann- arri iðnaðarframleiðslu á því mark- aðssvæði, sem tekur við Ý5 sjávar- vöruútflutnings okkar. 7. Þegar EES-samningurinn verður að fullu kominn til fram- kvæmda tryggir hann sjávarútveg- inum lækkun tolla sem.nemur 96%, miðað við gildandi tollskrár EB og núverandi útflutningsmagn. Fyrstu áhrifín koma í Ijós strax við ára- mót þegar tollar falla niður eða lækka af þeim sjávarafurðum, sem mestu máli skipta, en % hlutar tolla af þeim falla niður strax um áramót. Þar munar mestu um niðurfellingu tolla af saltfíski og saltfiskflökum og niðurfellingu 18% tolla á ferskum þorsk-, ýsu-, ufsa- og grálúðuflökum, sem hing- að til hafa verið veruleg útflutn- ingshindrun. 8. Ávinningur sjávarútvegsins af EES-samningnum er þó ekki fyrst og fremst fólginn í lækkun tolla, sem að mati forsvarsmanna í sjávarútvegi hafa numið 1-2 milljörðum kr. á ári, heldur miklu fremur í nýjum tækifærum fyrir íslenskan matvælaiðnað til að koma fullunnum neytendavörum beint á markað. EES-samningurinn skap- ar þannig aukna atvinnu og aukið vinnsluvirði í höndum íslendinga sjálfra. 9. EES-samningurinn er því kærkomið tækifæri til að skapa fiskvinnslunni um land allt ný sóknarfæri, einmitt þegar sókn í helstu nytjastofna fer hraðminnk- andi af fiskverndarástæðum. Svar- ið við því er einmitt að skapa meiri verðmæti úr minni afla. EES- samningurinn getur því reynst landsbyggðinni sú lyftistöng, sem hún þarf helst á að halda, á tímum aflasamdráttar og versnandi við- skiptakjara. 10. EES-samningurinn felur í sér gagnkvæm réttindi og skuld- bindingar um opnum þjóðfélagsins og aukna samkeppni á öllum svið- um, í stað einokunar, fákeppní og verndarstefnu, sem of lengi hefur bitnað á neytendum og launþegum, í formi hærra verðs vöru og þjón- ustu en ella væri. Það var ærin ástæða til að varpa öndinni léttar þegar hinn nýi al- þjóðasamningur um viðskipti og tolla (GATT) var í höfn, því að þar skall hurð nærri hælum. Skipbfot þessara samninga hefði magnað hættu á viðskiptastríði hinna stóru efnahagsheilda, þar sem smáríkin hefðu orðið fórnarlömbin. Við hefð- um sennilega lokast inni í vítahring gagnkvæmra refsiaðgerða nýrrar vemdarstefnu, sem leitt hefði til nýrrar heimskreppu. Áhrif GATT-samningsins á inn- anlandsmarkaði munu fara vaxandi þegar frá líður. Innflutningsbann og leyfísveitingavald framleiðslu- ráðs landbúnaðarins og annarra virkisbúa hins úrelta landbúnaðar- kerfís, verður hér með úr sögunni. Aukin samkeppni, sem hleypt verð- ur á í áföngum á sex ára aðlögunar- tíma, mun hvetja til aukinnar fram- leiðni og vöruþróunar í íslenskum landbúnaði og úrvinnsluiðnaði. Til þess að íslenskur landbúnaður fái notið krafta sinna til að spjara sig í samkeppninni verður fyrr eða síð- ar að losa hann úr spennitreyju núverandi kvótakerfis og kotbú- skaparstefnu. GATT-samningurinn innsiglar því endalok þeirrar landbúnaðar- stefnu, sem rekin hefur verið á undanförnum áratugum, íslenskum bændum jafnt sem neytendum til skapraunar og skaða. Þar rneð sjáum við brátt fyrir endann á hatrömmum deilum, sem risið hafa vegna hagsmunaárekstra framleið- enda og neytenda. Um þann fortíð- ardraug má segja með sanni, að farið hefur fé betra. 2 Samkvæmt endurskoðaðri þjóð- hagsáætlun eru horfur skárri á næsta ári en álitið var síðastliðið haust. Engu að síður er botninum ekki náð því að spáð er 2% sam- drætti þjóðarframleiðslu á næsta ári, í stað 2,6% samdrætti sem spáð var á sl. hausti. Það er einkum tvennt sem vert er að hafa í huga þegar rýnt er í batahorfur á næsta ári. Hið fyrra er að aukin þjóðarframleiðsla, mið- að við fyrri spár, skýrist nær ein- göngu af Smuguafla. Afkoma þjóð- arbúsins á næsta ári gæti því orðið betri en spáin gefur til kynna, ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt: Þorskaflaheimildir verði auknar með nýju fiskveiðiári haustið 1994; veiðar á utankvótategundum verði auknar; Smuguafli, þ.e. afli á fjar- lægum veiðislóðum utan landhelgi, verði meiri en gert er ráð fyrir; fískverð hækki á erlendum mörkuð- um, ef batamerki ! efnahagslífinu rætast þar. Hins vegar er ástæða til að ætla að afkoma fyrirtækja muni fara batnandi í flestum greinum á næsta ári. Ástæðurnar eru, m.a. þessar: Jón Baldvin Hannibalsson Verðbólga verður lægri á íslandi á næsta ári en víðast hvar í markaðs- löndum okkar. Raungengi krón- unnar er með því lægsta sem verið hefur um áratugi, hvort heldur mælt er á mælikvarða launakostn- aðar eða verðlags. Þetta þýðir að samkeppnishæfni útflutnings og samkeppnisgreina hefur ekki verið betri í annan tíma. Sköttum hefur verið létt af at- vinnulífínu í stórum stíl. Raunhæf- ar líkur benda til að jafnvægi náist á fjármagnsmarkaði við lægra vaxtastig en verið hefur í mörg ár. Ásamt með viðskiptakjarabata í kjölfar EES-samningsins eftir ára- mót mun allt þetta bæta stöðu fyr- irtækja og ýta undir hagvöxt. Þetta vekur okkur vonir um að geta hald- ið atvinnuleysisstiginu hinu lang- lægsta í Evrópu á næsta ári sem hingað til. Það er einkum tvennt sem getur raskað þessum jákvæðu horfum. Hallarekstur ríkissjóðs getur rask- að forsendum fyrir áframhaldandi lækkun vaxta, sem er besta kjara- bótxheimila og fyrirtækja. Hækk- andi greiðslubyrði vaxta og afborg- ana af erlendum skuldum þjóðar- búsins mun draga úr efnahagsbat- anum, þegar hann loksins birtist. 3 Ég tel að stöðvun skuldasöfnun- ar þjóðarbúsins við útlönd sé brýn- asta viðfangsefni íslenskra stjóm- mála nú og lít á kerfislægan halla í ríkisbúskapnum sem hluta af því vandamáli. Um leið og íslendingar fagna hálfrar aldar afmæli lýðveldisins á næsta ári munu þeir þurfa að reiða fram 51 þús. milljónir króna í greiðslu vaxta og afborgana í fjár- hirslur Iánardrottna sinna erlendis. Þetta er hærri upphæð en hráefnis- verð upp úr sjó alls afla af íslands- miðum á fískveiðiárinu 1992-93 (49 milljarðar). Erlendir fjár- magnseigendur munu á næsta ári fá í sinn hlut stærri sneið af þjóðar- tekjum íslendinga en við verjum á sama ári til heilbrigðismála (til sjúkra- og lífeyristrygginga og reksturs allra sjúkrahúsa og heilsu- gæslustofnana). Við munum á næsta ári greiða 16,5 milljarða króna í vexti til út- landa. Það er sama upphæð og menntamálaráðuneytið hefur til ráðstöfunar til stofnframkvæmda og reksturs við grunnskóla, fram- haldsskóla og háskóla, rannsókna, menningar og lista. Heildartekjur Reykjavíkurborgar á síðasta ári hefðu ekki hrokkið fyrir vöxtum af erlendum lánum. Við þessar kringumstæður er kerfíslægur halli í ríkisbúskapnum upp á 6-7 milljarða króna frá ári til árs hættulegur vegna þess að hann vinnur gegn meginmarkmið- um um lækkun vaxta og stöðvun erlendrar skuldasöfnunar. Það verður að segjast eins og er að það hefur ekki tekist að að- laga útgjöld ríkissjóðs að tekjufalli þjóðarbúsins á yfirstandandi sam- dráttarskeiði. Állir aðrir þættir efnahagslífsins s.s. einkaneysla, innflutningur og fjárfestingar hafa dregist saman í takt við lækkun þjóðarframleiðslu og -tekna. Hins vegar hefur samneyslan farið vax- andi í hlutfalli við aðra útgjalda- þætti. Vissulega hefur nokkur árangur náðst. Útgjöld A-hluta ríkissjóðs árið 1991 voru 122,2 milljarðar króna, á verðlagi fjárlagafrum- varpsins 1994. Niðurstöðutölur fíárlaga fyrir 1994 eru 113,8 millj- arðar króna á sambærilegu verð- lagi. Varanlegur sparnaður er því 8,4 milljarðar að raungildi. Þessi árangur hefur kostað stjómar- flokkana þó nokkur harmkvæli, miðað við að árangurinn er ekki meiri en þetta. Eftir stendur kerfís- lægur halli, þ.e. halli sem er sjálf- virkur og lögbundinn, án tillits til breytinga á tekjum, sem má meta á bilinu 6-7 milljarða króna. Sveifluhallinn, sem rekja má til pólitískra ákvarðana stjórnvalda til að bregðast við efnahagsástandinu, eins og t.d. til að tryggja stöðug- leika í skjóli kjarasamninga til langs tíma með lækkun virðisauka- skatts (2,5 milljarðar) eða auknum framlögum til atvinnuskapandi að- gerða (um 3 milljarðar), er af öðr- um toga. Þegar spurt er um ráð við þess- um vanda verða menn að hafa hugfast að vandamálið er pólitískt en ekki tæknilegt. Það vantar m.ö.o. ekki skynsamlegar tillögur um lækkun ríkisútgjalda. Það vant- ar pólitískan vilja meirihluta al- þingismanna. Með það í huga má benda á eftirfarandi leiðir út úr ógöngunum: 1. Langtímafjárlög. í stað þess að afgreiða fjárlög eitt ár í senn þarf að taka upp þá vinnureglu að Alþingi samþykki rammafjárlög til þriggja ára, og að þau verði bind- andi við árlega fjárlagagerð. Rammafjárlögum verði síðan ekki breytt nema með auknum meiri- hluta á Alþingi. Ríkisstjóm og fjár- laganefnd beri ábyrgð á því að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.