Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 Grein eftir íslenska lækna í British Medical Journal Hringblöðrubólgu fylgir aukin krabbameinshætta í HINU virta breska læknatímariti British Medical Journal sem kem- ur út á morgun verður grein eftir tvo íslenska lækna, Bárð Sigur- geirsson og Bjarna A. Agnarsson, og sænskan starfsbróður þeirra, Bernt Lindelöf, þar sem sýnt er fram á að sjúklingum með húðsjúk- dóminn hringblöðrubólgu er hætt við að fá eitlakrabbamein. Niður- stöður greinarinnar byggjast á rannsókn sem unnin var fyrir styrk frá Vísindasjóði íslands. Niðurstöðurnar eru þær að karlmönnum með hringblöðrubólgu er fimmfalt hættara við að fá eitlakrabba- mein og konum fjórfalt hættara. Lengi hefur leikið grunur um að sjúklingum með hringblöðrubólgu sé hættara við krabbameinum af öllum gerðum. Áður hefur þó ekki verið hægt að sýna fram á það með óyggjandi hætti. í rannsókn ís- lensku læknanna er sýnt fram á mjög umtalsverða krabbameins- áhættu hjá þessum sjúklingum svo og að áhættan er bundin við eitla- krabbamein. Mikilvægi niðurstaðn- anna liggur í því að húðsjúkdómur- inn greinist oftast löngu áður en krabbameinið myndast. I ljósi þeirra staðreynda er nauðsynlegt að leita reglulega að eitlakrabbameini hjá öllum sjúklingum sem greinast með hringblöðrubólgu og halda þeirri leit áfram svo lengi sem sjúkdómur- inn er virkur. Óþol fyrir hveiti Hringblöðrubólga (dermatitis herpetiformis) er húðsjúkdómur sem lýsir sér með miklum kláða og útbrotUm, oft blöðrum. Ekki er vit- að hve margir hafa sjúkdóminn hérlendis, líklega 2-3 tugir íslend- inga. Um orsök hans er ekki vitað í smáatriðum en talið er að hér sé um einhvers konar óþol fyrir hveiti (gluten) að ræða og í mörgum til- vikum batnar sjúklingum sem neyta glutensnauðs fæðis. Rannsakaðir voru 976 sjúklingar sem greindust með hringblöðru- bólgu á árunum 1964 til 1983 í Svíþjóð. Leitað var að gögnum um þessa sjúklinga í sænsku krabba- meinsskránni og fengust þannig upplýsingar um hveijir sjúkling- anna 976 höfðu greinst með krabbamein. Hjá þessum 976 sjúk- lingum greindust 106 krabbamein fram til ársins 1987. Þegar þessar niðurstöður voru bomar saman við þann fjölda krabbameina sem hefði átt að greinast í hópnum ef allt hefði verið með felldu kom í ljós nokkuð aukin krabbameinsáhætta í heild. Þegar tíðni einstakra krabbameina var könnuð kom í ljós rúmlega fimmföld áhætta á eitla- krabbameini hjá körlum og rúmlega fjórföld hjá konum. Þegar litið var fram hjá eitlakrabbameini kom í ljós að sjúklingamir höfðu ekki áhættu á öðrum krabbameinum. VEÐUR I DAGkl. 12.00 Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.30 í gær) VEÐURHORFURI DAG, 31. DESEMBER YFIRLIT: Fyrir sunnan og austan land er aðgerðalítil 975 mb lægðar- svæði.sem þokast austur og grynnist. Yfir N-Grænlandi er 1020 mb háþrýstisvæði, sem þokast austur og grynnist. Yfir Norður-Grænlandi er 1020 mb háþrýstisyæði, sefn færist heldur í aukana. SPA: Austan- ög norðaustan átt, viða allnvasst um landið norðanvert, enhægari vindur sunnantil. Norðaustan og austanlands er reiknað með slyddu en á Norðurlandi og Vestfjörðum verður éljagangur. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á NÝÁRSDAG: Austlæg eða norðaustlæg átt. Él við norður- ogausturströndina og ef til vill einnig vestur með suðurströndinni og annars bjart veður að mestu sunnan- og vestanlands. Líklega frostlaust suðaustanlands envægt frost annars staðar. HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðan- og norðaustanátt og harðnandi frost. Snjókoma eða éljagangur norðan- og austanlands en úrkomulaust og jafnvel bjart veður suðvestanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o a -ó m Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig. / / / * / * * * * * Á * 10° Hitastig / / / / / * / / * / * * * * * V V V V Súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él æ Þoka ^ FÆRÐA VEGUM (Kl. I7.30ígær) Á Vestfjörðum er þungfært um Klettsháls og ófært um Dynjandisheiði. Að ööru leyti er greiðfært um flesta þjóðvegi landsins en víða er nokk- ur hálka. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sima 91-631500 og i grænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 3 rigning Reykjavík 2 alskýjað Bergen 4 skýjað Helslnkl +2 kornsnjór Kaupmannahöfn 3 þoka Narssarssuaq +11 snjóskýjað Nuuk +13 snjókoma OsJó 0 þoka Stokkhólmur 1 snjókoma Þórshöfn 1 létlskýjeð Algarve 17 skýjað Amsterdam 7 rigning Bercelone 13 skýjað Berlin 6 léttskýjað Chicago +16 heiðskýrt Feneyjar 2 þokumóða Frankfurt 8 rigning Glasgow 2 reykur Hamborg 6 alskýjað London 8 alskýjað LosAngeles 11 léttskýjað Lúxemborg 7 skúr Madrtd 8 skýjað Malaga 18 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Montreal +16 snjókoma NewYork +4 skafrenningur Orlando 16 þokumðða París 8 skýjað Madelra 16 skýjað Róm 10 skýjað Vín 1 alskýjað Weshington +4 léttskýjað Wlnnipeg +12 alskýjað Morgunblaðið/Ámi Sæberg Gjöfin afhent Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri tekur við gjöf Anheuser-Busch úr hendi Magnúsar Jónssonar. Landgræðslan 4,3 milljónir frá An- heuser Busch og ÁTVR SVEINN Runólfsson landgræðslustjóri veitti í gær viðtöku 2,8 millj- óna króna gjöf frá bandaríska fyrirtækinu Anheuser Busch til Land- græðslu ríkisins og 1,5 milljóna króna framlagi frá ÁTVR vegna tekna af auglýsingum sjö íslenskra fyrirtækja á burðarpokum ÁTVR. Framlagi Anheuser Busck, sem 1,5 milljóna króna framlag til m.a. framleiðir Budweiser og Landgræðslu vegna auglýsinga á Michelob bjór, verður varið til upp- græðslu Þórsmerkur en undanfarin tvö ár hefur fyrirtækið gefíð jafn- virði 65 þúsund Bandaríkjadala eða um 4,7 milljónir króna að núvirði til uppgræðslu í Þórsmörk. burðarpokum ATVR kemur frá eft- irtöldum fyrirtækjum: Bræðrunum Ormsson, Búnaðarbanka íslands, Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, Mjólkurdagsnefnd, Leikhúskjallar- anum, Ingólfscafé og Plastprenti. Látnir lausir og brutust inn að nýju TVEIR 18 ára piltar sem grunaðir eru um fjölmörg innbrot, þar á meðal að hafa stolið 5-600 þúsund krónum úr peningaskáp veitinga- hússins Skútunnar í Hafnarfirði um jólin, voru handteknir á heimili kunningja síns í Breiðholti í fyrradag. Skömmu fyrir jól voru piltarn- ir handteknir eftir innbrot og fundust þá m.a. á þeim uppdrættir yfir innbrotsstaði. Þeir voru þá látnir lausir eftir yfirheyrslur og eru taldir hafa brotist inn í fjölmörg fyrirtæki siðan. Málið komst upp þegar kunningi piltanna reyndi á miðvikudagsmorgun að fram- selja ávísun úr einu innbrotinu í banka. Lögregla var kvödd í bankann og sagði pilturinn þá að hann hefði fengið ávísunina hjá kunningja sín- um. Hann kvaðst hafa verið í góðri trú um að ávísunin væri í fullu gildi. í framhaldi af þessu voru kunnin- gjarnir tveir handteknir í húsi í Breiðholti. í fórum þeirra fundust m.a. fíkniefni. Þessir piltar voru 17. þessa mán- aðar handteknir eftir innbrot á Reykjalundi og fundust þá m.a. í fórum þeirra uppdrættir að fyrir- huguðum innbrotsstöðum og upp- lýsingar um aðila sem hefðu áhuga á að kaupa af þeim ýmiss konar þýfí. Þeir voru þá látnir lausir eftir yfírheyrslur. Við rannsókn málsins eftir hand- tökuna í fyrradag vaknaði grunur um að piltarnir bæru ábyrgð á fjölda innbrota síðan þá og hefðu m.a. framið 8 innbrot í ýmis fyrirtæki í Kópavogi aðfaranótt miðvikudags- ins go einnig á lögfræðiskrifstofu í Reykjavík. Vegna rannsóknar á málum pilt- anna var í gær gerð krafa um að piltamir yrðu úrskurðaðir í gæslu- varðhald og var sá úrskurður tekinn til umfjöllunar í Héraðsdómi í gær og piltarnir úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 10. janúar. Sementsverksmiðjan hf. tekur til starfa Yfirstjórn einfölduð og gerð skilvirkari UM ÁRAMÓTIN verður sú breyting að Sementsverksmiðja ríkisins verður lögð niður en Sementsverksmiðjan hf. sem er alfarið í eigu ríkisins tekur við rekstrinum. Samhliða þessari breytingu hefur sljórn fyrirtækisins ákveðið að gera ýmsar breytingar á yfirsljórn verksmiðjunnar sem taka gildi nú um áramótin. „Við erum að einfalda yfírstjórn verksmiðjunnar en dr. Guðmundur fyrirtækisins og gera hana skilvirk- ari sem m.a. felur í sér að það verð- ur einn framkvæmdastjóri og tveir deildarstjórar," sagði Frosti Bergs- son, stjórnarformaður Sements- verksmiðjunnar. „Fyrir J. febrúar mun liggja fyrir endanlegt skipu- rit.“ Ákveðið hefur verið að Gylfi Þo’rðárson verði framkviemdastjóri Guðmundsson, sem jafnframt hefur verið framkvæmdastjóri, verði starfsmaður stjórnar. Mun hann vinna að ýmsum sérverkefnum m.a. í markaðsmálum. Jafnframt verða forstöðumenn deilda tveir, þ.e. Gunnar H. Sigurðsson fyrir fram- leiðslu- og viðhaldsdeild og Tómas Runólfsson fyrir fjármála- og við- skiptadeild. 1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.