Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 81. DESEMBER 1993 9 ára afmæli. í dag, gamlársdag, er átt- ræður Franch Michelsen, úrsmíðameistari, Stóra- gerði 8, Reykjavík, (áður Alftamýri 65). Eiginkona hans er Guðný Guðrún Jóns- dóttir, verslunarstjóri. Þau taka á móti gestum í sam- komusal Rafiðnaðarsam- bandsins, Austurveri, Háa- leitisbraut 68, laugardaginn 8. janúarnk. milli kl. 15-18. 7 /\ára afmæli. í dag, I U gamlársdag, er sjö- tug Margrét Sigurðardótt- ir, Bjarnhólastig 24, Kópa- vogi. Hún tekur á móti gest- um á heimili sínu milli kl. 14-17 í dag, afmælisdaginn. /Vára afmæli. Sunnu- Ovf daginn 2. janúar nk., verður fimmtug Torunn Sig- urðsson, sjúkraliði, Mið- vangi 103, Hafnarfirði. Eig- inmaður hennar er Pétur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri. Þau hjónin taka á móti gestum í A. Hansen, í Hafnarfirði, milli kl. 17-19 á afmælisdaginn. 7Aára afmæli. Sunnu- I U daginn 2. janúar nk., verður sjötugur Böðv- ar Stefánsson, fyrrv. skóla- sljóri Ljósafossskóla, Suð- urengi 28, Selfossi. Eigin- kona hans er Svava Eyvinds- dóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Hótel Selfossi á milli kl. 15-19 á afmælis- daginn. 7 Aára afmæli. Mánu- f Vf daginn 3. janúar nk., verður sjötug Guðrún Bene- diktsdóttir, Heiðargerði 55, Reykjavík. Eiginmaður henn- ar er Magnús Guðmunds- son. Þau taka á móti gestum í Danshúsinu, Glæsibæ, frá kl. 20 á afmælisdaginn. verður fimmtugur Jóhannes Gísli Svavarsson, sölumað- ur, Hamrahlíð 35, Reykja- vík. Hann tekur á móti gest- um í Hamrahlíð 17 milli kl. 15-18 á afmælisdaginn. ÁRAMÓTAHUGVEKJA Dagarnir líða Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir Drottinn, ó, Drottinn vor, dagarair líða, allt er að breytast, en aldrei þú. Ver þú oss veikum hjá, verada þína arfleifð. Liknandi hendi, ó, leið oss nú. Dagarnir líða. Árin líða. Tíminn líður. Heimurinn breytist frá degi til dags. Við náum ekki að fylgjast með þeim öru breytingum, sem verða á öllum hlutum. Enginn hlutur fær að haldast óbreyttur. Sífelld vöruþróun er í gangi, þrátt fyrir að öllum hafi vel líkað það sem fyrir var. Sam- keppnin æpir á breytingar. Óttinn við það að einhveijum leiðist tilbreyt- ingarleysið rekur okkur áfram í þennan darraðardans. Og svo fáum við að heyra þetta litla sálmavers, sem lætur svo lítið yfir sér: Drottinn, ó, Drottinn vor dagamir líða, allt er að breytast, en aldrei þú. Og við stöldrum við. Við sem erum orðin þreytt á ístöðuleysi umhverfis- ins og spyijum: Hver er þessi Drott- inn, sem aldrei breytist? Er hann eitt- hvað fyrir mig? Og í hveiju liggur staðfesta hans? Hann sagði: Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar. Hann er hinn sami í dag og í gær og um allar aldir og hann er með þér, með þér í öllu lífinu, sem breyt- ist svo ört frá degi til dags. Og nú eru áramót. Gamla árið gráhært og úfið er tilbúið til að kveðja og hið nýja ferskt og fullt af nýjum fyrirheitum boðar komu sína í kvöld. Og við stöldrum við. Við íhugum stundir liðinna mánaða með þakk- læti í huga, þótt inn á milli minning- anna kunni að leynast sárindi og jafnvel biturleiki. Við reynum að telja okkur trú um að við getum eitthvað af þeim lært, þó ekki vildum við ganga í gegnum þær aftur. En þess- um minningum tengist líka örlítill kvíði fyrir nýjum dögum. Hvað ber hið nýja ár í skauti sínu? Drottinn, ó, Drottinn vor, dagarnir líða, allt er að breytast, en aldrei þú. Þessar ljóðlínur beina huga okkur frá okkur sjálfum og erfiðleikum okkar og við lítum í hæðir. Við sjáum að við getum falið honum sárindin, Jesús prédikar fagnaðarboðskapinn (Matt. 4,23.) - Mynd Gustave Doré biturleikann og kvíðann. Við getum litið upp full af kjarki og krafti af því að hann hét því að vera með okkur allt til enda veraldarinnar. Það er einn, sem breytist aldrei. Það er einn, sem stendur ævinlega við hlið okkar hvaða áföllum sem við kunnum að verða fýrir. Jafnvel þótt við missum ástvini okkar, jafnvel þótt sorgin nísti okkur svo sárt í hjartað, að okkur finnst tilgangur lífsins hafa hrunið, já, jafnvel þótt óréttlæti heimsins æpi á okkur ófrið- ur og hörmungar, já, jafnvel þótt heimurinn og lífíð allt umhverfist, þá mun hann standa stöðugur, Drott- inn okkar og frelsari, sem fæddist á jólum, Jesús Kristur, frelsari heims- ins. Hann er frelsari okkar af því að hann lét lífið fyrir okkur á krossi og reis upp til að gefa okkur eilíft líf með sér. Og þannig hefur hann frels- að okkur undan öllu því, sem kvelur okkur, sekt og svikum og nístandi óvissu um framtíðina. Jesús er frelsari okkar og því get- um við örugg tekið undir sálmavers- ið, sem endar á bæninni: Líknandi hendi, ó, leið oss nú. Felum nýja árið í hendur hinna líknandi handa, sem standa frammi fyrir okkur útréttar, tilbúnar til að taka okkur í faðminn sinn og þá megnum við að taka því sem lífið kann að bera í skauti sér með hjálp þess Guðs, sem gerir okkur styrk. Drottinn, ó, Drottinn vor, dagarnir líða, allt er að breytast, en aldrei þú. Ver þú oss veikum hjá, vernda þína arfleifð. Líknandi hendi, ó, leið oss nú. I Okeypis skipulagsbók og mappa fyrir heimilisbókhaldið BUNAÐARBANKl ISIANDS HEIMILISLINAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.