Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
BÖRNIN
OG BLYSIN
eftir Brynjólf
Mogensen
Um áramót hefur skapast sú
skemmtilega hefð að fólk safnast
saman við brennur, kveikir í blys-
um, stjömuljósum og skýtur upp
flugeldum.
Því miður er þessi skemmtun
ekki án slysa og geta þau orðið
mjög alvarleg. Tíðni brunaslysa
gjörbreytist um áramót. Bruna-
slys hjá börnum á aldrinum
10—14 ára margfaldast og að
vanda eru drengir í miklum
meirihluta. Algengast er að börn-
in hljóti brunasár á höndum (sjá
mynd), andliti og augum.
Væri ekki úr vegi að sölumenn
blysa og flugelda hefðu reglu-
bundna sýnikennslu í hvernig á
að kveikja í blysum og skjóta upp
flugeldum. Foreldrar þyrftu að
leggja áherslu á að börnin fari
eftir leiðbeiningum, fikti aldrei í
blysi eða flugeldi sem ekki kvikn-
ar í, beini ekki blysi að nærstödd-
um og noti hanska. Gjarnan
mætti heimilisfaðirinn eða -móð-
irin sýna hvernig eigi að standa
að hlutunum. Fræðslan á að vera
einföld en áhrifarík.
Það er mun skynsamlegra að
beita fyrirbyggjandi aðferðum og
losna við brunann og þau leiðindi
sem brunaslysin orsaka fyrir
utan hættuna á varanlegu meini.
Foreldrar, tökum höndum
saman og búum betur í haginn
fyrir börnin.
Höfundur er yfirlæknir & slysn■
og bæklunardeild
Borgarspítalans.
Aldarminning-
Arsæll Sveinsson
útgerðarnmður
Það mun óhætt að segja að eng-
inn þéttbýlisstaður á íslandi sé svo
nátengdur sjónum og því sem hann
gefur, sem Vestmannaeyjar. Þar
ráða náttúrlegar aðstæður, en eyj-
arnar eru staðsettar á svæði, þar
sem er að finna ein auðugustu
fiskimið við Norður-Atlantshaf.
Þegar litið er yfir atvinnusögu
íslendinga á þessari öld má greina
marga þætti, sem ævintýri eru lík-
astir og flestir eru þeir tengdir
sjónum og fiskveiðunum. Þegar
hugað er að þessu verða Vest-
mannaeyjar ofarlega í huga. En
það er ekki bara náttúrufarið, sem
hér á mikinn hlut að máli heldur
kemur hinn mannlegi þáttur sterkt
inn í myndina, hvernig maðurinn,
með hugviti sínu og dugnaði, hefur
kunnað að nýta gæði náttúrunnar,
til að skapa þann auð, sem er und-
irstaða velmegunarþjóðfélagsins.
Hér koma margir til sögunnar, en
tilefni þessa greinarstúfs er að
minnast eins þeirra manna, sem
átti dtjúgan þátt í þróun sjávarút-
vegs í Vestmannaeyjum á fyrstu
sextíu árum aldarinnar, sem nú
hefur brátt runnið sitt skeið.
Ársæll Sveinsson fæddist í Vest-
mannaeyjum 31. desember 1893.
Foreldrar hans voru Sveinn Jóns-
son trésmíðameistari og Guðrún
Runólfsdóttir. Sveinn var mikill
athafnamaður á sviði bygginga,
fyrst í Vestmannaeyjum en fluttist
svo til Reykjavíkur 1898 og gerð-
ist einn af stofnendum timburverk-
smiðjunnar „Völundar“, sem um
langt skeið var eitt af stórfyrir-
tækjum á því sviði. Foreldrar Ár-
sæls skildu og var Ársæll með
móður sinni í Vestmannaeyjum og
óx þar upp.
Þá eins og jafnan síðar var það
sjórinn, sem hvatti unga menn til
dáða í atvinnulífinu. Ársæll vandist
snemma að vinna að störfum
tengdum sjósókn og fískverkun og
þá með móður sinni, sem stundaði
fiskvérkun. Gefur eftirfarandi saga
nokkra hugmynd um það. Þegar
foreldrarnir skildu mun meðlag
með fimm börnum hafa verið kr.
250 yfir árið, sem mun hafa hrokk-
ið skammt til framfærslu sex
manna fjölskyldu. Guðrún móðir
hans hóf því fiskverkun og tók
einnig að sér hjúkrun erlendra sjó-
manna. Eitt sinn var enskur tog-
ari tekinn í landhelgi við Eyjar,
afli gerður upptækur og boðinn
upp í Eyjum. Guðrún fór til upp-
boðsins og Ársæll, sem ekki mun
hafa verið kominn á táningsaldur,
fór með móður sinni. Svo hagaði
til að uppboðsfiskurinn var settur
í hrúgur, 100 fiskar í hverri. Á
uppboðsstað voru einnig komnir
nokkrir karlar til að bjóða. Hófst
uppboðið með því að þijár hrúgur
voru boðnar. Stekkur þá Guðrún
fram með krepptan hnefann og
mælir: „Bjóðið þið á móti kon-
unni?“ Tóku þá karlarnir sér nokk-
urt hlé, gengu síðan til Guðrúnar
og sögðu: „Guðrún á Sveinsstöðum
hvað ræður þú við mörg boð?“ „Þá
kom dálítið á mömmu,“ sagði Ár-
sæll síðar frá, en eftir nokkra
umhugsun gekk hún til talsmanna
fiskkaupenda og sagði: „Ég ræð
við sex boð.“
Ársæll var aðeins 11 ára þegar
hann gerðist beitudrengur hjá Þor-
steini Jónssyni í Laufási við annan
af tveimur fyrstu mótorbátunum,
sem gerðir voru út frá Vestmanna-
eyjum á vetrarvertíð. Næstu þijú
árin var hann svo beitingamaður
á útvegi móður sinnar á vetrarver-
tíð. Sýndi hann þá þegar mikið
kapp og dugnað við alla vinnu
enda var áhuginn fljótt mikill og
krókurinn beygðist snemma til
þess, sem verða vildi. Nítján ára
gamall hóf hann svo eigin útgerð
og keypti helming í nýjum mótor-
báti, „Skuld“ VE 163, sem smíðað-
ur var í Danmörku. Fyrstu þijár
vetrarvertíðirnar var hann mótor-
isti á bátnum, enda hafði hann
verið í hópi þeirra, sem lærðu á
fyrsta mótornámskeiðinu, sem
haldið var í Vestmannaeyjum g
mun hafa verið á vegum Fiski-
félagsins. En leiðin lá upp í hólinn
og 23 ára gamall varð hann for-
maður á bátnum.
Þetta var sú braut, sem margir
duglegir ungir menn fóru á þessum
tíma, bátaflotinn var endurnýjaður
og nýju bátarnir alltaf stærri og
betur útbúnir en hinir fyrri. Þegar
Ársæll keypti fjórða bátinn,
„ísleif“ 15 árum eftir að hann hóf
þátttöku í útgerð, og var nú einn
eigandi, þá fylgdi bátnum línulagn-
ingarrenna, en Kristinn í Leirhöfn
á Melrakkasléttu hafði þá skömmu
áður hannað fyrsta tækið af þess-
ari gerð, sem olli byltingu í línuút-
gerð.
Ársæll var alla tíð fengsæll og
farsæll formaður og til merkis um
það var hann talinn mannsæll og
voru sumir hásetar hans með hon-
um nær alla hans formannstíð.
Kona hans Laufey Sigurðardóttir
átti sinn þátt í þessu. Á þessum
árum tíðkaðist það að vertíðar-
menn dveldust á heimili útgerðar-
mannsins. Á heimili þeirra á
Fögrubrekku, var Laufey, mikil-
Okkar frábæra vetrar-
ntsala hefst
mánudaginn Ijannar.
afsláttur
af öllum
fataefnum
Frábært úrval af barnaefnum
Qlæsíleg dömuefní
í kjóla buxur, dragtir j | irmii