Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
29
árleg fjárlög verði innan langtíma-
rammans. Þetta væri eðlilegt fram-
hald af þeim umbótum sem núv.
fjármálaráðherra hefur beitt sér
fyrir, að koma á rammafjárlögum
til þess að freista þess að gera
útgjaldafrekustu ráðherrana sam-
ábyrga í ríkisfjármálum. Þriggja
ára rammafjárlög þjóna þeim til-
gangi að gera meirihluta Alþingis
samábyrgan um ábyrga stefnu i
ríkisfjármálum.
2. Breytt vinnubrögð á Alþingi.
Taka þarf upp í þingskaparlög þá
vinnureglu að engum þingmanni
sé heimilt að leggja fram útgjald-
atillögu við afgreiðslu fjárlaga,
nema hann leggi fram á móti jafn-
gilda sparnaðartillögu, sem meiri-
hlutinn geti fallist á. Þetta er við-
tekin vinnuregla í þjóðþingum
ýmissa grannlanda.
3. Reikningshaldskerfi ríkisins.
Það er meingallað. Af því leiðir að
skráning og viðurkenning á vanda-
málum ríkisíjármála er ófullnægj-
andi. Stjórnendum í ríkiskerfínu er
mörgum hverjum óljós sú fjár-
munanotkun, sem fram fer undir
þeirra handaijaðri. Stjórnendur rík-
isstofnana komast upp með það,
sumir hvetjir, að fara fram úr fjár-
lögum ár eftir ár, án þess að viður-
lögum sé beitt. Lánasjóðir og ríkis-
bankar skáka í skjóli almennrar
ríkisábyrgðar og taka einatt á sig
skuldbindingar umfram greiðslu-
getu, sem vísað er á skattgreiðend-
ur framtíðarinnar. Þannig er farið
með ýmsar stórfelldar opinberar
skuldbindingar sem ríkisleyndar-
mál en ekki sem ríkisfjármál. Brýn
nauðsyn er á að störfum nefndar
um þessi málefni verði hraðað og
að tekið verði upp reikningshalds-
kerfi, sem tekur meira mið af þeim
venjum, sem mótaðar hafa verið í
fyrirtækjarekstri.
4. Breytt kjördæmaskipan. Með
því að gera landið að einu kjör-
dæmi yrði dregið úr fjárkúgunar-
valdi þröngsýnna kjördæmapotara
og sendiherra sérhagsmuna, sem
hvað eftir annað hafa gert sig seka
um að misnota aðstöðu sína á þingi
í atkvæðakaupaskyni. Eitt ömur-
legasta dæmið í seinni tíð um slíka
íjárpynd var tugmilljóna króna
framlag til hafnarframkvæmda á
Blönduósi, þrátt fyrir þá staðreynd
að höfnin á Skagaströnd gat full-
nægt eðlilegum þörfum fyrir út-
gerðar- og hafnaraðstöðu, í stund-
arfjórðungs akstursijarlægð eftir
malbikuðum vegi.
Að því er varðar tekjuhlið fjár-
laga er rétt að halda því til haga
að ríkisstjórnin hyggst reka enda-
hnútinn á áætlanir sínar um sam-
ræmingu á skattlagningu fjár-
magnstekna eða samræmingu á
skattlagningu peningalegra eigna,
þegar jafnvægi hefur náðst á ijár-
magnsmarkaði við lægra vaxtastig.
4
Á fáeinum árum hafa vestrænar
þjóðir orðið vitni að — og tekið
þátt í — umfangsmestu breytingum
í alþjóðamálum á síðustu öld. í kjöl-
far þessara breytinga er bein hern-
aðarógn við ísland og önnur Vest-
ur-Evrópu-ríki að mestu leyti úr
sögunni og lýðræðislegir stjómar-
hættir ryðja sér nú rúms víðast
hvar í ríkjum Mið- og Austur-Evr-
ópu.
Umskipti af þessu tagi hafa vit-
anlega umtalsverð áhrif á íslenska
öryggishagsmuni. Islendingar, ekki
síður en aðrir, þurfa að laga sig
að breyttum aðstæðum. Af þessum
sökum ákvað ég á miðju ári 1992
að setja á fót nefnd til að greina
og leggja mat á áhrif endaloka
kalda stríðsins á stefnu íslands í
öryggis- og varnarmálum. Á
grundvelli þeirra niðurstaðna, sem
nefndin lagði fram í mars síðast-
liðnum, hafa farið fram ítarlegar
viðræður íslenskra og bandarískra
stjórnvalda um fyrirkomulag varna
landsins á grundvelli tvíhliða varn-
arsamningsins frá 1951.
í viðræðum þessum, sem vonir
standa til að ljúki á næstunni, hef-
ur komið fram að báðir aðilar eru
sammála um meginforsendurnar;
annars vegar að mikilvægi vamar-
samningsins standi óhaggað og hins
vegar að svigrúm sé til breytinga
eftir því sem dregið hefur úr hætt-
unni á ófriði á Norður-Atlantshafí.
Þrátt fyrir að lok kalda stríðsins
hafi gert vestrænum ríkjum kleift
að draga úr vígbúnaði, ríkir mikil
óvissa víða í Evrópu, ekki síst á
Balkanskaga og á landsvæði Sovét-
ríkjanna fyrrverandi. Nýafstaðnar
kosningar í Rússlandi hafa víða
vakið ugg um framtíð umbóta þar
í landi.
Við þessar aðstæður hef ég lagt
á það áherslu að ísland og ríki
þau, sem íslendingar eiga samstarf
við í öryggis- og varnarmálum,
haldi vöku sinni og ráðist í engar
þær aðgerðir sem veikt gætu ör-
yggishagsmuni þeirra og annarra
Evrópuríkja síðar meir. Umfram
allt beri að varðveita og styrkja þau
tengsl, sem farsælt samstarf Evr-
ópuríkja og ríkja Norður-Ameríku
í varnarmálum hefur byggst á til
þessa.
Ég bind við það vonir að í byijum
nýs árs náist samkomulag milli
íslands og Bandaríkjanna um fyrir-
komulag varnarsamstarfsins.
Samningsniðurstaðan þarf að
treysta í sessi þá hagsmuni, sem
ríkin eiga sameiginlega, jafnframt
því sem brugðist verði við þeim
sögulegu breytingum, sem aukið
hafa horfur á friði í okkar heims-
hluta á síðustu árum.
5
Menn verða að gera skýran
greinarmun á viðskiptum með afla-
heimildir, sem stuðla að aukinni
hagræðingu og eru báðum aðilum,
útgerðarmönnum og sjómönnum, í
hag annars vegar; og hins vegar á
leigu eða sölu kvóta innan ársins,
sem útgerðarmenn stunda beinlínis
á kostnað sjómanna — ganga bein-
línis á þeirra hlut.
Allir sem til þekkja viðurkenna
að aflamarkskerfí, án heimilda til
viðskipta með aflaheimildir, er
óhagkvæmt kerfi. Forsenda frelsis
i þess háttar viðskiptum er hins
vegar sú að greitt sé fyrir úthlutað-
ar aflaheimildir í sameiginlegan
sjóð landsmanna þ.e.a.s. til hins
löglega eiganda auðlindarinnar.
Aflamarks- eða sóknarmarks-
kerfi, þar sem viðskipti með sókn-
ar- eða aflaheimildir eru bönnuð
með lögum, mundi ekki kalla fram
minna kvótasvindl á svörtum mark-
aði en opið kerfi með viðskipti gerir.
Flestar tegundir kvótaviðskipta
eru báðum aðilum, útgerðarmönn-
um og sjómönnum, til hagsbóta.
Það á við t.d. um færslu á kvóta
innan sömu útgerðar, eða þegar
skipst er á kvóta einnar tegundar
á móti annarri, milli óskyldra aðila.
Að því er varðar viðskipti sem
kennd eru við „tonn á móti tonni“
ber að koma í veg fyrir misnotkun
af því tagi að viðskiptin séu skráð
á undirverði og þ.a.l. á kostnað
sjómanna.
Sameiginleg kvótakaup út-
gerðarmanna og sjómanna snúast
því fyrst og fremst um beina leigu
eða sölu innan ársins. Hér hefur
viðskiptafrelsið verið misnotað í
þeim tilgangi einum að rýra hlut
áhafnarinnar.
Slíkir viðskiptahættir eru óþol-
andi. Löggjafanum ber beinlínis
skylda til að koma í veg fyrir slíka
misnotkun. Það er unnt að gera
t.d. með því að takmarka heimildir
til að flytja kvóta til baka á sama
skip innan ákveðins tíma. Þá
myndu útgerðaraðilar hugsa sig
um tvisvar áður en þeir féllu í þá
freistni að níðast á kjarasamning-
um sjómanna, sérstaklega ef þessu
væri fylgt eftir með viðurlögum,
sem gætu þýtt sviptingu aflaheim-
ilda. Til þess að koma í veg fyrir
undirverð í viðskiptum með kvóta
ber að skylda útgerðaraðila til að
selja þann afla á fijálsum fiskmörk-
uðum. Þar með væri hlutur sjó-
manna tryggður.
Einmitt vegna þess að afla-
markskerfið fær ekki staðist án
framsalsréttar á kvóta í hagræð-
ingarskyni, ber að taka hart á mis-
notkun á þeim forréttindum, sem
aðgangurinn að auðlindinni er. Ef
kerfið misbýður réttlætiskennd sjó-
manna og brýtur í bága við grund-
vallarregluna um sanngirni í við-
skiptum, fær það ekki staðist. Þá
gildir um það hið sama og landbún-
aðarkerfið, að farið hefur fé betra.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
formaður þingflokks Kvennalistans
Botni efnahagskr eppu
ekki náð
i
EES-samningurinn mun hafa
margs konar áhrif, og þau eru ekki
öll efnahagsleg, heldur hefur hann
einnig áhrif á löggjöf og dómskerfi
landsins. Samningurinn boðar
fijálst flæði fjármagns, fólks, flutn-
inga og vöru milli þeirra landa, sem
hann nær til. Ég hygg, að of mikið
sé gert úr mikilvægi þessa fyrir
íslenskt efnahagslíf og að ekki fylgi
sá bati í kjölfarið, sem margir ætla.
Jafnframt samningnum var samið
um svokallaðar „gagnkvæmar
veiðiheimildir" við Evrópubanda-
lagið. Þar fóru íslensk stjórnvöld inn
á hættulega braut að mínu mati,
að hleypa erlendum togurum inn í
fiskveiðilögsögu okkar með réttindi
til veiða.
Vissulega hefur EES-samningur-
inn í för með sér tollalækkanir á
ýmsum sjávarafurðum og getur
þannig aukið sölu á þeim afurðum
erlendis. Hins vegar höfum við ekki
búið við sölutregðu, heldur miklu
fremur við takmarkaðan afla til að
vinna úr hér heima, og tollalækkan-
ir skila sér frekar sem hagsbót til
neytenda vöru en til seljenda henn-
ar. Þá þarf sú vara, sem seld er á
EES-svæðinu, líka að vera að
stærstum hluta upprunnin á því
svæði. Það er því ekki hægt að
framleiða úr Rússaþorski eða úr
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
rækjuafla úr skipum, sem ekki eru
skráð á íslandi eða á EES-svæðinu,
og selja þá framleiðslu með lág-
markstollum. Um slíkan sjávarafla
gilda önnur tollaákvæði, þ.e. hærri
tollar.
EES-samningurinn er ekki til
hagsbóta fyrir garðyrkjubændur,
sem hér á íslandi búa við þau kjör
að geta ekki keppt við framleiðslu
suðrænna þjóða. íslenskur iðnaður
hefur farið halloka gagnvart er-
Iendri framleiðslu á undanförnum
árum og ekki í sjónmáli breyting
þar á. Þannig getur EES-samning-
urinn verið til hagsbóta fyrir eina
atvinnugrein, en gert annarri erfitt
fyrir. í heildina er því óvíst um
ávinning íslenskra fyrirtækja af
samningnum.
Eftir er að kynna nánar, hvað í
hinu nýja GATT-samkomulagi felst,
en nú tekur samningurinn einnig
til landbúnaðarvara, hugverka o.fl.
Mikilvægt er, að landbúnaðurinn fái
tíma til að laga sig að þessum nýju
aðstæðum, og ég tel víst, að það
muni valda umtalsverðri röskun í
þeim atvinnuvegi, ekki síst vegna
þess að engar magntakmarkanir
verða í innflutningi landbúnaðar-
vara. Hins vegar bind ég vonir við,
að samkomulagið auki umsetningu
þeirra sem fást við sölu hugverka
og skili í heild bata í efnahagslífinu.
Hvernig til tekst í viðskiptalífinu
með báða þessa samninga er nokk-
uð undir okkur sjálfum komið. Ef
við viljum hlúa að því sem íslenskt
er (sbr. íslenskt, já takk) getum við
ráðið ferðinni þar, en ég held því
miður, að sú hugarfarsbreyting eigi
langt í land og það verði skamm-
tíma sjónarmiðin sem ráði.
Sjá næstu opnu
Nikotínlyf sem fást í apótekum án lyfseðils gera oft gæfumuninn.
Mikilvægt er að velja strax rétta meðferð svo árangurinn verði varanlegur.
Hann leiðbeinir þér og gefur góð ráð
Heilkrigöisþjónusta er okkarfag.
Aþótekin.