Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 HVAÐ SEGJA ÞEIR UM ÁRAMÓTIN? Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ Við áramót 1993 Enginn vafí leikur á því í mínum huga, þegar litið er yfír atburði þessa árs, að ákvörðun stjórnvalda um uppbyggingu þorskstofnsins skiptir mestu fyrir sjávarútveginn í framtíðinni. Þessi ákvörðun mun skila sér margfalt til baka í meiri þorskafla á næstu árum. Minnkun veiðiheimilda á þorski úr 205 þúsund tonnum í 165 þús- und tonn milli ára mun hafa tíma- bundna erfiðleika í för með sér fyrir þær útgerðir, sem byggja af- komu sína að stærstum hluta á þorskveiðum. Tekjur þjóðarbúsins af sjávarútveginum verða einnig minni vegna þess að verðlag á físk- afurðum lækkaði einnig á árinu og því er fyllsta ástæða til að hvetja til áframhaldandi ráðdeildar á öll- um sviðum þjóðlífsins. Ástand þorskstofnsins er svo lé- legt að það er ekki með nokkru móti veijandi að aðhafast ekkert til þess að bjarga honum. Eina þekkta leiðin til þess er einfaldlega að minnka veiðarnar. Breyting á umhverfísskilyrðum hefur vafalítið áhrif á fískistofna, en það merkir ekki að sóknin hafi ekki einnig áhrif og því verðum við að tak- marka sóknina mun meira þegar umhverfísskilyrðin eru slæm. Fyrr á þessu ári kom hingað í heimsókn aðstoðarsjávarútvegs- ráðherra Kanada. Hann háfði þær fréttir að færa okkur að vegna of- veiði á þorski við strendur Ný- fundnalands hefði ríkisstjórnin tek- ið þá ákvörðun að banna með öllu þorskveiðar. Það er fyrirsjáanlegt að þetta bann muni standa fram yfír aldamót, svo illa er komið fyr- ir þorskstofninum. Aðspurður hvemig á því stæði að ekki hefði fyrr verið gripið til aðgerða, sagði hann að þrátt fyrir varnaðarorð hefði því ekki verið sinnt. Viðkvæði fyrrum sjávarút- vegsráðherra hefði verið, að hann væri ekki ráðherra yfír þorskum heldur fólki. En hvað gerir fólkið þegar lífsbjörgin er horfin? Hrygn- ingarstofn þorsks við Nýfundna- land er nú að sögn aðeins talinn vera um 20 þúsund tonn. Fimmtíu þúsund sjómenn og fjöl- skyldur þeirra horfa fram á efna- hagslega örbirgð og lífsafkoma þeirra byggist á styrkjum frá kanadíska ríkinu. Ég hef ekki heyrt betra skólabókardæmi um það hvert óábyrgni getur leitt og hvílík hætta getur falist í því að fylgja stjórnmálamönnum, sem tala ábyrgðarlaust í eyru fólks og skír- skota ávallt til stundarhags. Vaxandi sókn á ný og áður ónýtt fískimið lýsir best þeim drifkrafti sem einkennir íslenskan sjávarút- veg. Það er enginn uppgjafartónn í mönnum, þrátt fyrir töluverða fjárhagslega erfíðleika. Á þessu ári voru hafnar veiðar á nýjum blá- löngumiðum á svokölluðum Frans- hól, sem er á mörkum fískveiðilög- sögunnar suðvestur af landinu. Áfram var sótt í úthafskarfann og fer veiði á honum vaxandi. Veiðar á búra eru stundaðar í nokkrum mæli. Rækjuveiðar voru hafnar á Flæmska hattinum við Nýfundna- land og síðast en ekki síst voru hafnar þorskveiðar í „Smugunni". Framangreindar veiðar hafa tví- mælalaust orðið til þess að auka bjartsýni og sýna að okkur er langt í frá allar bjargir bannaðar, þótt þessar veiðar skipti ekki sköpum varðandi afkomu okkar. Þegar erfítt er í ári er mikilvægt að samstaða sé milli aðila varðandi stefnumál atvinnugreinarinnar og um þær ákvarðanir sem nauðsyn- lega þarf að taka. Það er vissulega áhyggjuefni að nú skuli í fyrsta sinn liggja fyrir frumvarp til laga um mikilvægar breytingar á gild- andi lögum um stjóm fískveiða, sem ekki er samstaða um innan sjávarútvegsins. Þá er ónefnt frum- varp um svokallaðan þróunarjsóð f sjávarútvegi, sem engin samstaða er um. Það voru ekki gæfuleg vinnu- brögð að fela pólitískri nefnd á vegum stjórnmálaflokkanna að endurskoða lög um stjórn fískveiða. Þess í stað hefði eins og áður átt að leita samstöðu við atvinnugrein- ina þegar ákvarðaðar eru mikil- vægar breytingar er hana varða svo mikið. Það kann ekki góðri lukku að stýra að setja lög, sem eiga engan hljómgrunn í atvinnu- greininni og lúta að framkvæmd sjávarútvegsstefnunnar. ' Samtök útvegsmanna hafa stutt þá erfiðu ákvörðun, sem stjórnvöld tóku varðandi uppbyggingu þorsk- stofnsins, þótt auðveldara hefði verið að gera kröfu á hendur stjóm- völdum eins og félag smábátaeig- enda hefur gert, og virðist ætla að skila þeim árangri á kostnað ann- arra. Farsæl lausn á þeim ágreiningi, sem nú er uppi varðandi stjórn fisk- veiða og svokallaðan þróunarsjóð, fæst ekki vegna þess að hér er um ákvarðanir að ræða, sem ekki eru í samræmi við það starfsumhverfi sem atvinnugreinin vill starfa við. Framundan verður sjávarútveg- urinn áfram í kröppum sjó. Megiat- riðið er þó að við höfum tekið skyn- samlega ákvörðun varðandi upp- byggingu þorskstofnsins. Þjóðin hefur sýnt það í verki að hún er tilbúin að axla þá erfiðleika, sem að henni steðjar hveiju sinni. Þess vegna erum við betur sett en marg- ar nágrannaþjóðir okkar. Blikur eru þó á lofti nú, þegar sjómanna- samtökin stefna fískiskipaflotanum í verkfall í byijun nýs árs. - Farsællega hefur tekist að tryggja vinnufrið á næsta ári á almennum vinnumarkaði, ef sjó- menn eru undanskildir. Því verður vart trúað að ein stétt manna stefni þannig atvinnuöryggi þúsunda landsmanna í hættu og í raun efna- hagslífinu í heild. Stórkostlegur ávinningur hefur náðst í baráttunni við verðbólguna, sem hefur afmyndað þjóðfélagið á liðnum áratugum. í framhaldi af því hafa vextir lækkað og eiga vonandi eftir að gera það enn frek- ar, en það er forsenda fyrir nýjum fjárfestingum sem geta unnið gegn því atvinnuleysi sem nú hefur barið dyra. Ég vil að lokum óska öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs. Birgir Rafn Jónsson, formaður íslenskrar verslunar Sívaxandi þýðing verslunar Verslun og vörudreifing, sem erlendis er nú farið að kalla dreif- ingariðnað, hafa lengi verið mis- skildar og vanmetnar atvinnugrein- ar í efnahagslífinu. Það er samt einföld staðreynd að verslunin með fyrirtækjum sínum og starfsemi snertir okkur öll og er jafnframt sú starfsgrein sem mun skapa hvað mest verðmæti, hvort heldur litið er til skamms eða langs tíma. Fyr- ir framleiðslufyrirtækin er dreifing- ariðnaðurinn sú grein sem skapar aðgang fyrir vörur til hins endan- lega notanda, hvort sem það er neytandi eða fyrirtæki sem kaupir. Skilningur á dreifingariðnaðinum er þannig ekki aðeins nauðsynlegur þeim sem starfa í þessari atvinnu- grein, heldur ekki síður framleið- andanum sem þarf að ná til mark- aðarins, og stjórnmálamönnum sem marka atvinnustefnu á hveij- um tíma. Ár breytinga og tækifæra Það ár sem nú er að líða mun lengi verða talið meðal merkari ára í sögu milliríkjaverslunar okkar og raunar allrar heimsbyggðarinnar sem ársins þegar þröskuldum var ýtt burtu og ótal ný tækifæri blöstu við verslunarmönnum. Ég á hér að sjálfsögðu við EES-samningana annars vegar og GATT-samkomu- lagið hins vegar. Árum saman hef- ur það verið draumur verlsunar- manna að hvers kyns hindrunum í starfi þeirra yrði rutt brott, svo þeir gætu sinnt hlutverki sínu eftir þekkingu og getu, en ekki geð- þóttaákvörðunum stjórnvalda. Ég er sannfærður um að það frelsi í viðskiptum sem EES- og GATT-samningarnir færa okkur muni verða okkur til blessunar, líka þeim sem mest hafa óttast þá. Ofvernd verður aldrei neinum til góðs þegar til lengdar lætur. Þann- ig munu íslenskir atvinnuvegir styrkjast og eflast þegar þeir þurfa að takast á við nýja strauma og stefnur, eins og raunar ávallt fyrr. Valdatilfærsla milli atvinnugreina Flestum ber saman um að mikil valdatilfærsla sé að eiga sér stað frá öðrum atvinnugreinum, einkum framleiðslu, yfír til verslunar. Um leið gera menn sér grein fyrir því að hlutverk og gildi atvinnugreina í efnahagskerfinu er að breytast og því nauðsynlegt að endurskoða ríkjandi viðhorf. Þrír meginþættir setja svip sinn á rekstrarumhverfi verslunar í dag: Atvinnuleysi, efna- hagslægð og vaxandi samkeppni. Atvinnuleysið hefur aldrei verið jafn mikið og það er nú, 35 milljón- ir manna eru atvinnulausir í iðnríkj- unum, eða 8,5% af vinnuafli þeirra. í nágrannalöndum okkar hefur efnahagssamdráttur ríkt frá því 1990 og spár um bata ekki gengið eftir. Minnkandi kaupmáttur, sem leiðir af atvinnuleysi og efnahags- kreppu, hefur leitt til stóraukinnar samkeppni, sem kemur meðal ann- ars fram í þrýstingi á lækkun vöru- verðs. Við þessu hafa framleiðend- ur meðal annars brugðist með auk- inni tækinvæðingu, stöðlun ogjafn- vel flutningi verksmiðja til svæða þar sem tilkostnaður er minni. Af- leiðingin er skýr: Meiri framleiðni og minni tilkostnaður, en um leið færri störf. Af þessum sökum hefur sífellt minni virðisauki orðið eftir í iðnaði, en um langa hríð átti iðn- aðurinn stærsta hluta virðisaukans í vöruverðinu. Stækkun fyrirtækja í verslun ásamt afburða vöru- og markaðs- þekkingu valda því að hlutverk verslunarinnar hefur breyst. Nú er það ekki lengur hlutskipi hennar að selja það sem framleitt er, held- ur hafa það á boðstólum sem neyt- endur vilja fá og á því verði sem þeir vilja greiða fyrir vöruna. Þann- ig má segja að hlutverk hennar hafí breyst úr því að vera þjónn framleiðslunnar yfir í það að vera herra hennar - segja framleiðend- unum hvaða vöru hún vilji fá fyrir neytendurna og hvernig eigi að framleiða hana. Sívaxandi þáttur verslunar í þjóðarframleiðslu Þáttur verslunar eða dreifíngar- iðnaðar í þjóðarframleiðslunni hef- ur farið ört vaxandi hin síðari ár. Hið sama gildir um atvinnutæki- færin. í byijun síðari heimsstyijald- arinnar unnu því sem næst jafn- margir við landbúnað og viðskipti eða þjónustu hérlendis, eða um þriðjungur þjóðarinnar í hvorri grein. Nú starfa hartnær 60% við verslun og þjónustu, en aðeins 5% í landbúnaði og 12% við fískveiðar og fiskvinnslu. I nágrannalöndum okkar, þar sem þjóðarframleiðsla og hagvöxtur eru hvað hæst, vinn- ur um það bil þriðjungur vinnuafls- ins við framleiðslugreinarnar en tveir þriðju við verslun og þjón- ustu. I næstu framtíð er gert ráð fyrir að störf við verslun og þjón- ustu innan Evrópubandalagsins aukist í allt að 80 til 90%. Hlutur verslunar í verðmæta- sköpun sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu hefur farið ört vaxandi, eða frá 10,3% árið 1973 í 13,3% 1991, sem er ámóta hlutdeild og í Evrópu- bandalaginu. Á sama tíma hefur hlutdeild annarra atvinnugreina hér á landi minnkað. 1973 1991 Breyting Landbúnaður 7,3% 9,0% +23,3% Fiskveiðar 5,3% 2,7% -49,1% Fiskverkun 8,3% 4,8% -42,2% Annariðnaður 12,7% 11,7% -7,9% Verslun 10,3% 13,3% +29,1% Verslunin, eða dreifingariðn- aðurinn, myndar í æ ríkari mæli verðmæti í milliríkjaverslun. Til dæmis má nefna nýjar tölur frá Evrópubandalaginu sem sýna að í Bretlandi stendur hún á bakvið 40 — 50% af verðmætisaukningu alls útflutnings og 15% innflutnings. Til fróðleiks má og geta þess að í Hollandi stendur verslunin að baki 60 - 70% alls innflutnings og um 30% útflutnings. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst að dreif- ingariðnaðurinn er orðin ein mikil- vægasta atvinnugrein hinna svo- kölluðu iðnríkja. Atvinnugrein framtíðarinnar í aukinni samkeppni verður markaðsþekking verslunarinnar mikilvægari en fyrr og virðisauki í greininni eykst á kostnað fram- leiðslunnar. Áðlögunarhæfni er líka meiri í verslun en öðrum atvinnu- greinum, og með auknu frelsi í við- skiptum milli landa hefur verslunin fleiri valkosti til að leita aðfanga. Aukin áhrif verslunar í gegnum stærri hlutdeild hennar í virðisauka vöruverðs eru þó aðeins einn þáttur í vaxandi mikilvægi greinarinnar. Möguleikar til atvinnusköpunar í verslun eru ekki síður mikilvægir. Á meðan störfum fækkar í iðnaði og öðrum atvinnugreinum vegna þrýstings á meiri framleiðni fjölgar störfum í verslun. Þess vegna verða æ fleiri sammála um það að nú á tímum sé verslun réttilega nefnd atvinnugrein framtíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.