Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 39
Þá er ótalinn sá mikli samdrátt- ur sem hefur orðið í byggingastarf- semi á þessum sama tíma. Þar er þó erfiðara um vik að nefna tölur þar sem engar raunhæfar kannan- ir liggja enn fyrir í þeim efnum en nú er unnið að athugun á því. Þeim sem til þekkja er þó ljóst að þar er samdrátturinn enn meiri og gert ráð fyrir að hann aukist á næstu mánuðum. Hér er því um gífurlega erfiðleika að ræða sem öll þjóðin verður að takast á við. Til að snúa þessari þróun við þarf margt að koma til og þar er m.a. mikilvægt að sú vaxtalækkun sem nú er unnið að verði raunveruleg og varanleg. „íslenskt já takk“ Að undanförnu hafa landsmenn orðið varir við sérstakt átak til að auka hlutdeild innlendrar vöru og þjónustu í viðskiptum hér innan- lands undir kjörorðunum „íslenskt já takk“. Óhætt er að segja að margir hafi sameinast í því að gangast fyrir þessu átaki og það hefur náð til flestra þátta í við- skiptum og þjónustu. Upphaflega stóðu VSÍ, ASÍ, BSRB, Islenskur landbúnaður og Samtök iðnaðarins að þessu átaki en síðan hefur íjöldi fyrirtækja, félaga og stofnana bætast í hópinn. Þegar þetta er skrifað liggja ekki fyrir tölulegar upplýsingar um árangur átaksins enda er oft erfitt að afla slíkra upplýsinga svo óyggjandi sé. Okk- ur sem að þessu stöndum er þó ljóst af þeim upplýsingum sem fyr- ir liggja að átakið hefur skilað verulegum árangri. Hér má þó ekki láta staðar numið. Við þurfum öll að átta okkur á því að við get- um hvert og eitt haft áhrif á stöðu atvinnulífsins og atvinnustigsins í landinu með því að beina viðskipt- um okkar að því sem innlent er. Að öðrum kosti erum við beinlínis að flytja inn erlent vinnuafl og stuðla að varanlegu atvinnuleysi hjá okkur sjálfum. Við berum því hvert og eitt verulega ábyrgð í þessum efnum í okkar daglegu viðskiptum. Evrópusamstarf Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tekur nú brátt gildi. Hann mun á næstu árum skapa okkur nýja möguleika í við- skiptum við önnur lönd en hann boðar líka nýjar hættur sem við getum aðeins brugðist við með því að nýta í auknu mæli þá möguleika sem við eigum hér heima. Hér beinast spjótin ekki síst að stjórn- völdum því að þau verða að tryggja að starfsumhverfi atvinnuveganna verði a.m.k. ekki lakara en í sam- keppnislöndunum. Segja má að starfsskilyrðin séu um sumt heldur betri nú en oft áður. Samt sem áður er í mínum huga alveg ljóst að til þess að svara kalli nýs tíma og bregðast við tímamótum í at- vinnusögu okkar þarf að gera grundvallarbreytingu í efnahags- málum þjóðarinnar. Þessar breyt- ingar þurfa að miða að því að skapa öllum íslenskum atvinnu- greinum nægilega góð rekstrar- skilyrði til þess að snúa við þeirri gjaldþrota- og atvinnuleysisþróun sem því miður hefur einkennt þjóð- arbúskap okkar að undanförnu. Samtök iðnaðarins Um þessi áramót verða miklar breytingar á samtökum atvinnu- rekenda i íslenskum iðnaði. 011 helstu samtökin þ.e. Félag ís- lenskra iðnrekenda, Félag íslenska prentiðnaðarins, Verktakasam- band íslands, Meistara- og verk- takasamband byggingamanna, Samband málm- og skipasmiðja og Landssamband iðnaðarmanna, leggja niður núverandi starfsemi sína og sameinast í ein heildarsam- tök undir nafninu Samtök iðnaðar- ins. Með þessari sameiningu er stig- ið stórt skref til að efla og sam- ræma baráttu iðnaðarins í landinu fyrir bættum starfsskilyrðum og betri afkomu hans og þjóðarinnar allrar. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 81. DESEMBER 1998 39 Það er auðvitað engin tilviljun að þetta skuli gerast einmitt nú. Ekki verður hér eingöngu sparnað- ur á erfiðleikatímum heldur fremur hitt að æ ljósara verður að iðnaður- inn er sú grein atvinnulífsins sem mestar vonir eru bundnar við að geti eflst og aukið atvinnu og tekj- ur í landinu til frambúðar. Þá er ekki síður mikilvægt að samræma stefnu iðnaðarins þannig að hann tali einni röddu og ekki sé lengur nein óvissa um það hveijir eru raunverulegir málsvarar hans á opinberum vettvangi. Við vaxandi samkeppni og meira frjálsræði í viðskiptum milli landa er líka nauð- synlegt að þessi litla þjóð sameini krafta sína eftir föngum til að standa vörð um eigin hagsmuni. Þetta hefur forystumönnum í iðn- aði verið Ijóst og vilja með þessari sameiningu leggja sitt lóð á vogar- skálina í þessum efnum. Með stofn- un Samtaka iðnaðarins er stefnt að einföldun en um leið auknum krafti í baráttunni fyrir þeim rekstrarskilyrðum sem iðnaðurinn þarfnast. Ég vil að lokum þakka félags- mönnum Landssambands iðnaðar- manna fyrir samstarfið á liðnum árum og óska félögum í Samtökum iðnaðarins og landsmönnum öllum velfarnaðar á komandi ári. Einar Sveinsson, formaður V erslunar- ráðs íslands Vörn snúiö í sókn á nýju ári Þó árið 1993 hafi verið íslend- ingum erfitt á marga lund eru við þessi áramót ýmis teikn á lofti um bættan hag á næstu árum. Fyrir það fyrsta eru tölur um þróun efna- hagsmála hagstæðari heldur en fyrri spár hafa gert ráð fyrir. Út- flutningur þjóðarinnar hefur aukist og verðbólga hér á landi stefnir í að verða nánast engin. í annan stað hafa íslenskir útgerðarmenn sýnt af sér hugkvæmni og dirfsku og mætt aflasamdrætti við íslands- strendur með því að halda í fisk- veiðivíking bæði í Smuguna og Flæmska hattinn við Nýfundna- land. Þessar veiðar hafa skilað þjóðinni miklu og eru gott dæmi um hvernig menn mæta rekstrar- erfiðleikum og vinna sig út úr þeim. Á næsta ári má ætla að veiðar þessar, svo og á öðrum út- hafsmiðum, aukist frekar en minnki. í þriðja lagi hefur veruleg vaxta- lækkun orðið hér á landi, sem ætti að verða hvetjandi til íjárfest- inga og uppbyggingar í atvinnulífi landsmanna. í fjórða lagi hefur skattaum- hverfi fyrirtækja verið gert væn- legra en áður, bæði með lækkun tekjuskattshlutfalls lögaðila og varanlegu afnámi aðstöðugjalds. I fimmta lagi tekur samningur- inn um Evrópskt efnahagssvæði gildi nú um áramótin. Þá opnast nýir möguleikar fyrir íslenska at- hafnamenn á markaðssókn á toll- fijálsa markaði í Evrópu. Mögu- leikarnir eru auðvitað mestir á sviði sjávarútvegs, þar sem við kunnum best til verka, en þeir eru einnig á öðrum sviðum. Eitt af því mikilvægasta við EES-samning- inn, en kemur aðeins óbeint fram, er að með honum hefur viðskip- taumhverfið verið aðlagað að því sem þekkist í Evrópu. Þannig hafa ýmis gömul og úrelt lagaákvæði, ættuð frá haftaárunum og sem íþyngdu fijálsri atvinnustarfsemi, verið numin úr gildi. Samkeppnis- aðstaðan hefur þannig verið gerð jafnari, sem styrkir undirstöður íslensks atvinnulífs í vaxandi er- lendri samkeppni. En þrátt fyrir þessar vonarglæt- ur má einnig sjá óveðursský um þessi áramót. Átvinnuleysi hefur aukist á árinu og ríkissjóðshallinn er gífurlegur. Á næsta ári og árum má ætla að þjóðfélagsumræðan muni að miklu leyti snúast um það hvernig eigi að taka á þessum tveimur stærstu vandamálum þjóð- arinnar um þessar mundir. Ríkissjóðshallinn á árinu sem var að liða, verður væntanlega um 13 milljarðar og samkvæmt fjár- lögum verður halli næsta árs um 10 milljarðar, en hætt er við því að þessi tala eigi eftir að hækka þegar líður á árið. Það er uggvæn- legt að vita til þess að leita þurfi áratug aftur í tímann, til ársins 1984, til þess að finna dæmi um tekjuafgang íslenska ríkisins. Myndin verður ennþá dekkri þegar haft er í huga að ýmsar framtíðar- skuldbindingar ríkisins koma ekki fram í fjárlögunum s.s. framlög til lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna og ríkisábyrgðir á lánum sem gjald- falla munu á ríkissjóð. í skýrslu ríkisendurskoðunar um ríkisreikn- ing ársins 1992, kemur fram að bókfærður höfuðstóll ríkissjóðs var neikvæður um 150 milljarða króna, eða sem svaraði til 141% af tekjum ársins. Þetta þýðir að veija þyrfti tekjum eins og hálfs árs til að jafna þennan mismun á eignum og skuldum ríkissjóðs. Aðeins af þess- um fáu orðum er ljóst, að ríkis- sjóðshallinn er geysilega alvarlegt úrlausnarefni sem verður ekki til lengdar velt á undan sér. Aðalfund- ur Verslunarráðs íslands 23. febr- úar fer fram undir kjörorðunum „niðurskurður ríkisútgjalda“, en á undanförnum mánuðum hefur fjöl- mennur hópur stjórnenda úr aðild- arfyrirtækjum Verslunarráðsins unnið að því ásamt starfsmönnum ráðsins, að setja fram hugmyndir um raunhæfan niðurskurð ríkis- útgjalda. Þessar tillögur verða ræddar á aðalfundinum og síðan sendar ráðamönnum, sem framlag Verslunarráðs Islands til lausnar á ríkissjóðshallanum. Atvinnuleysi er böl sem bæta verður úr, enda þolir okkar litla þjóðfélag mun verr atvinnuleysi en þau samfélög sem stærri eru. Þetta mál er ekki síður brýnt en ríkisfjár- málin, enda hefur störfum fækkað hérlendis á síðustu 5 árum, á með- an þjóðinni hefur fjölgað. Atvinnu- leysið kemur harðast niður á ungu fólki og á þeim fáu árum sem eft- ir eru til aldamóta, munu 15.000 einstaklingar bætast við á vinnu- markaðinum. Ef hér á ekki að verða fjoldaatvinnuleysi, þarf að snúa þeirri þróun við að störfum fækki. í því efni duga engar skyndilausnir eða sérstök átök í hinu eða þessu. Ný sókn í atvinnu- málum getur aldrei farið fram á vegum ríkisvaldsins eða á kostnað þess, en ríkisvaldið getur hins veg- ar átt stóran þátt í að skapa réttar aðstæður fyrir atvinnusköpun. Til að snúa þróuninni við, þarf að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs, efla útflutningsstarf- semi og auka arðsemiskröfur at- vinnurekstrar á öllum sviðum. Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í skattamálum fyrirtækja, má gera enn betur til að treysta grunn at- vinnulífsins. Enn eru lagðir á fyrir- tæki sérskattar sem mismuna, eins og skattur á skrifstofu- og verslun- arhúsnæði. Þann skatt á nú að flytja yfir til sveitarfélaga, en hann verður litlu betri fyrir það. Trygg- ingargjald er mishátt milli atvinnu- greina og mishá vörugjöld eru einnig neyslustýring hins opinbera, sem mismunar vöruframleiðendum og innflytjendum. Þessu til viðbót- ar má benda á að eignarskattar fyrirtækja eru hærri en víða er- lendis og virðisaukaskattur er hér með því hæsta sem þekkist í Evr- ópu. Eitt af því sem Verslunarráð íslands gerði athugasemdir við á síðasta ári var framkvæmd á svo- kölluðu eftirlitsátaki rikisskatt- stjóra. Nú er það ekki svo, að Verslunarráðið sé á móti skattaeft- irliti heldur þvert á móti. Hins veg- ar taldi Verslunarráð eftir ábend- ingar frá fjölmörgum félagsmönn- um þess, að eftirlitið væri ekki framkvæmt í samræmi við góða stjórnsýsluhætti auk þess sem túlkanir skattyfirvalda á ýmsum gjaldmiðlum voru vægast sagt umdeilanlegar. Úrtak eftirlitsins var fyrst og fremst bundið við fyr- irtæki sem sýndu hagnað. Þetta taldi ráðið óeðlilegt, þar sem eftir- litið beinist fyrst og fremst að því að kanna hvort bókhald sé rétt fært og framtöl séu í samræmi við það, en vart á að gera minni kröf- ur til eftirlits með bókhaldi ef fyrir- tæki sýna rekstrartap. í annan stað telur Verslunarráðið, að skatt- eftirlit eigi ekki að fela í sér veru- legan kostnað og óþægindi fyrir fyrirtæki, s.s. dýra sérfræðiaðstoð eða sérstakt starfsmannahald vegna upplýsingaöflunar skattyfir- valda. Verslunarráð hefur þegar lagt fram tillögur um breytingar á ákvæðum um reksturskostnað fyr- irækja fyrir fjármálaráðherra og mun á næsta ári vinna að fram- gangi þeirra hugmynda. Jafnframt mun ráðið þrýsta á að önnur ákvæði skattalaga verði endur- skoðuð, s.s. reglur um jafnræði á milli skattyfirvalda og skattgreið- enda. Markmiðið hlýtur að vera að leikreglurnar séu skýrar, jafn- ræði ríki á milli aðila og eftirlitið leggi ekki óþarfa kostnað á ís- lenskt atvinnulíf. Fróðlegt hefur verið að fýlgjast með aðildarviðræðum frændþjóða okkar á Norðurlöndunum um aðild að Evrópubandalaginu. Virðast Norðmenn til að mynda vera að ná einstæðum árangri varðandi fyrirkomulag sjávarútvegs, þó enn séu viðræðurnar ekki til lykta leiddar. Þessar viðræður grann- þjóða okkar leiða hugann að fram- tiðarstefnumörkun íslenskra stjórnvalda á þessu sviði. íslend- ingar þurfa ekki síður en aðrar þjóðir sífellt að meta og endurskil- greina hagsmuni þjóðarinnar og það verður að gerast á faglegan og hlutlægan hátt, án allra for- dóma. Á viðskiptaþingi Verslun- arráðs íslands á árinu sem nú er að líða var fjallað um hugsanlega aðild íslands að Evrópubandalag- inu. Á fundinum var lögð fram ítar- leg vinna nokkurra vinnuhópa um ýmis málefni sem vörðuðu hugsan- lega aðild, auk þess sem gerð var skoðanakönnun meðal fundar- manna. Fram kom að 2 af hveijum 3 fundarmanna vildu hefja viðræð- ur um aðild að EB og sjá hveiju þær myndu skila fyrir íslenska þjóðarhagsmuni. í nýlegri skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis er vikið að því að æskilegt sé að fram fari fræðileg athugun á saman- burði á EES og aðild að EB. Rétt er að taka undir þetta og hvetja til þess að orð verði að athöfnum í þessu efni á næsta ári. Að framan var vikið að því að ýmis teikn um betri tíma eru fram- undan á vegferð þjóðarinnar inn í nýtt og ókomið ár. En til þess að von verði að veruleika og tækifæri að árangri, þarf vinnu og þraut- seigju. Það þarf að vinna vel úr þeim möguleikum sem eru að opn- ast, nýta þau tækifæri sem gefast. Einnig þurfa menn að gera sér grein fyrir því að nokkur tími get- ur liðið þar til ávinningur af bættu efnahagsástandi og nýjum tæki- færum fer að skila sér. Ekki er heldur nóg að líta einungis á sókn- arfærin, heldur þarf að huga að aðsteðjandi ógnum, eins og fjár- lagahalla og atvinnuleysi og bæta um betur þar sem ríkisvaldið getur aukið samkeppnishæfni atvinnul- ífsins. Gangi þetta eftir getur árið 1994 orðið árið þar sem vörn var snúið í sókn í íslenskum þjóðarbú- skap. Leikfimi - Breiðagerðiskðla Hin vinsæla þrek- og teygjuleikfimi í Breiðagerðiskóla hefst aftur þriðjudaginn 4. janúar. Mætum hress. Nánari upplýsingar í síma 42982. Arna Kristmannsdóttir. TILBOÐ ÓSKAST í Ford ExplorerXLT 4x4, árgerð '92 (ekinn 12 þús. mílur), Peugeot 605 SLI, árgerð '90 (ekinn 42 þús. km.), Nissan King Cab SE V6 4 W/D, árgerð '89 (ekinn 35 þús. mílur) og aðrar bifreið- ar er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 4. janúarkl. 12-15. Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16. SALA VARN ARLIÐSEIGN A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.