Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 41
mikil gæfa fyrir mig að hafa verið samferða á lífsleiðinni. Hann var sannur drengskaparmaður, sem aldrei lét falla illt orð til nokkurs manns og sá alltaf björtu hliðamar í hveiju máli. Við Kristín færum þér, Anna mín, okkar innilegustu samúðar- kveðjur, svo og börnum þínum, tengdabörnum og barnabörnum. Við vitum að minningin um góðan dreng mun létta ykkur sorgina. Kristján Ragnarsson. Vilhelm Þorsteinsspn fyrrverandi framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. lést á Akureyri 22. desember 1993. Vilhelm starfaði alla tíð við sjó- mennsku og útgerð. í 45 ár starf- aði hann hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa hf. þar af sem annar tveggja framkvæmdastjóra frá ár- inu 1965, en hann lét af störfum af heilsufarsástæðum árið 1992. Vilhelm tók virkan þátt í félagsmál- um og gegndi ijölda trúnaðarstarfa í tengslum við sitt aðalstarf. Þegar Fiskeldi Eyjafjarðar hf. var stofnað um mitt ár 1987 var Vilhelm kosinn í stjóm þess og frá 1988 var hann stjómarformaður félagsins. Það var mikið lán fyrir okkur sem unnum að undirbúningi fyrir stofn- un Fiskeldis Eyjafjarðar hf. að Vil- helm skildi vera kosinn í stjóm fyr- irtækisins strax í upphafi. Sam- viskusemi og tryggð einkenndu öll hans störf fyrir fyrirtækið og á undanförnum sex ámm hefur reynslan og ekki síður sú virðing sem hann naut vegna starfa sinna hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. verið ómetanleg við uppbyggingu fyrirtækisins. Undirritaður hefur starfað hjá Fiskeldi Eyjafjarðar hf. frá upphafi og hefur því haft mikið samstarf við Vilhelm á undanförn- um sex árum. Á þessum árum hef- ur mikið verið rætt um fiskeldi og uppbyggingu þess hér á landi, þá kom ávallt í ljós hversu góðan skiln- ing hann hafði á mikilvægi rann- sókna- og þróunarstarfs þegar um var að ræða uppbyggingu nýrrar atvinnugreinar eins og fiskeldi er. Það var ekkert honum eins fjarri eins og að ráðast í dýrar og um- fangsmiklar framkvæmdir áður en næg þekking var fyrir hendi og fjár- magn tryggt. Þegar Fiskeldi Eyjafjarðar hf. var stofnað og stefnt að framleiðslu til eldis fannst mörgum markið sett hátt, en Vilhelm var þess alla tíð fullviss að í kjölfar nauðsynlegs rannsókna- og þróunarstarfs myndi takast að framleiða mikinn fjölda lúðuseiða og í framhaldi af því hefja eldi á lúðu hér á landi. Störf Vil- helms fyrir fyrirtækið og áhugi hans á að ná settu marki munu verða okkur sem starfa hjá fyrir- tækinu hvatning til þess að ná þeim markmiðum. Vilhelm vissi að til þess að Fisk- eldi Eyjafjarðar hf. næði settu markmiði yrði að búa eins vel að fyrirtækinu og kostur væri, bæði fjárhagslega, en ekki síður að starfsmenn fengju nauðsynlegan tíma til þess að þróa réttar aðferð- ir við eldið. Að sjálfsögðu gerði hann kröfur til sinna manna og ætlaðist til að árangur næðist, en þær kröfur voru ávallt sanngjarnar og sýndu svo að ekki varð um villst að hann gerði sér fulla grein fyrir því rannsókna- og þróunarstarfi sem er unnið hjá fyrirtækinu. Frá upphafi hefur Vilhelm stutt dyggi- lega við starfsemi Fiskeldis Eyja- fjarðar hf. og án hans krafta hefði uppbygging fyrirtækisins orðið önnur en raun ber vitni. Sá árangur sem fyrirtækið hefur þegar náð er að miklu leyti Vilhelm að þakka. Með þessum fáu línum langar mig til að minnast Vilhelm Þor- steinssonar og þakka honum um leið fyrir gott og mjög ánægjulegt samstarf á undanförnum árum. Eiginkonu hans, Önnu Kristjáns- dóttur, og börnum votta ég samúð mína. Ólafur Halldórsson. Fleiri minningargreinar um Vilhelm Vernharð Þorsteins- son bíða birtingar og munu birtast hér í blaðinu næstu daga. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 41 t Elskuleg móðir okkar, ELÍN GUÐBJÖRG SVEINSDÓTTIR, Álfheimum 8, Reykjavík, lést í Landspítalanum þann 29. desem- ber. Valgerður Þórarinsdóttir, Guðlaug Guðný Þórarinsdóttir, Ólöf Þórarinsdóttir, Sveinn Þórarinsson og fjölskyldur. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gl'SLI JAKOBSSON bakarameistari, Skipasundi 24, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 13.30. Börn hins látna, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðurbróðir minn, MAGNÚSGUÐMUNDSSON frá Drangsnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 4. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aettingja, Anna G. Andrésdóttir. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KNUD ALFRED HANSEN fyrrverandi símritara, fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, Hlíðabæ, Flókagötu 53. Esther Larsen, Bent Larsen, Óskar Hansen, Jakobína Úlfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Fóstursystir okkar, ANNA KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá (safjarðarkapellu mánudaginn 3. kl. 14.00. janúar Ásta Sigmundsdóttir, Daníel Sigmundsson, Óli J. Sigmundsson. t BÁRA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Dalbraut 23, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. janúar kl. 10.30. Matthfas Sveinsson, Guðrún Matthíasdóttir, Sigurður St. Helgason, Matthias Sigurðarsson. t Ástkær faöir okkar, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORSTEINN JÚLÍUSSON fyrrv. skipstjóri frá Neskaupstað, til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 10.30. Ársæll Þorsteinsson, Ragna Ágústsdóttir, Guðný Þorsteinsdóttir, Þorleifur Hávarðarson, Halldór Haraldsson, Helga Björgúlfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sonur okkar og faðir, FJALAR RICHARDSSON, Skeiðarvogi 31, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þann 3. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Stella Gfsladóttir, Richard Kristjánsson og börn hins látna. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN B. ÓLAFSSON, Laugarásvegi 20, Reykjavík, er lést 19. desember sl., verður jarð- sunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudag- inn 4. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð hjá Krabbameinsfélági íslands. Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir, Guðjón Jens Guðjónsson, Kimberli Ólafsson, Bryndís Guðjónsdóttir, Brynja Guðjónsdóttir, Ása Björk Guðjónsdóttir, Ólafur Kjartan Guðjónsson, Ólafur Friðrik Magnusson, Guðjón Jens Ólafsson. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR ÞÓRÐARSON, Faxabraut 8, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 14.00. María Arnlaugsdóttir, Guðfinna Guðlaugsdóttir, Jón Stefánsson, Gunnar Guðlaugsson, Þórdís G. Guðlaugsdóttir, Erna Guðlaugsdóttir, Hafdís L. Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þorbjörg Guðnadóttir, Roger Uhrich, Hjörtur Kristjánsson, Guðmundur A. Guðmundsson, t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Byggðavegi 107, Akureyri. Davíð Jónsson, Hildur Haraldsdóttir, Siguriína Jónsdóttir, Michael Jón Clarke og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDÍS EYRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Kleppsvegi 134, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 5. janúar nk. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Landspítalann. Lilja Hallgrímsdóttir, Árni Norðfjörð, Sigrún Hallgrímsdóttir, Gylfi Hallgrimsson, Valgerður Ása Magnúsdóttir, Áslaug Hallgrimsdóttir. Reynir Svansson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför GUNNHILDAR HÓLMFRÍÐAR BJARNADÓTTUR, Boðagerði 7, Kópaskeri. Arnþrúður Guðrún Björnsdóttir, Birgir Kjartansson, Stefanía Björnsdóttir, Skarphéðinn Jósepsson, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinarhug og viröingu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR KRISTJÖNU INGIMARSDÓTTUR, Skarðshlíð 13D, Akureyri. Guð blessi ykkur. Guðlaug Jóhannsdóttir, Hulda Jóhannsdóttir, Jóhannes Óli Garðarsson, Stefanía Jóhannsdóttir, Vöggur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.