Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 Morgunblaðið/Þorkell FRÁ byggingarstað við Digraneskirkju sem aðbúnaðarnefnd Trésmiðafélagsins taldi að verðskuld- aði viðurkenningu félagsins í ár. ViðllrkemliIlg, fyrir góðan aðbúnað TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur afhenti í gær Hallvarði Guð- laugssyni byggingameistara viðurkenningu félagsins fyrir góðan aðbúnað á byggingarstað. Byggingarstaðurinn er Digranes- kirkja við Digranesveg í Kópavogi. Á árlegri yfirreið um vinnustaði á félagssvæði Trésmiðafélagsins var aðbúnaðarnefnd félagsins á einu máli um að aðstaða starfs- manna á byggingarstaðnum Digraneskirkju verðskuldaði við- urkenningu félagsins. Á staðnum sé góð matstofa og umgengni starfsmanna til fyrirmyndar. Með góðu móti sé hægt að þurrka hlífðarfatnað á staðnum og læstur skápur sé fyrir hvern starfsmann. Aðstaða til að vinna við ýmis verk- efni innan húss sé einnig fyrir hendi og öll umgengni og þrif á vinnustaðnum með ágætum. Það er sannfæring Trésmiðafé- lagsins að þær viðurkenningar sem veittar hafa verið vinnustöð- um fyrir góðan aðbúnað allt frá árinu 1985 hafi orðið til að vekja athygli á aðbúnaðarmálum bygg- ingamanna og hvatt menn til dáða í þessu efni, segir loks í frétt Tré- smiðafélagsins. Deilt um framlag ríkis til Sólheima í Grímsnesi Félagsvísindadeild HÍ * _________ Staða Olafs Ragnars auglýst á næstunni PRÓFESSORSSTAÐA í stjórnmálafræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands verður að sögn Siguijóns Björnssonar deildar- forseta að öllum líkindum auglýst laus til umsóknar á næstu mánuðum. Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt þessari stöðu en hann sagði henni iausri sl. sumar eftir að hafa verið í launa- lausu ieyfi. Hann kenndi síðast við HÍ árið 1988. Siguijón sagði að námsnefnd í stjórnmálafræði, sem í eiga sæti kennarar og stúdentar, myndi koma saman og senda frá sér beiðni um að staðan yrði auglýst og taka jafn- framt afstöðu til þess hvort gera þyrfti á henni breytingar frá því sem var þegar henni var gegnt síð- ast. Siguijón segir að þeir sem séu við kennslu og nám í greininni geti best sagt til um á hveiju greinin þyrfti að halda. „Tillaga um auglýs- ingu fer til deildarráðs, sem er stjórnarnefnd deildarinnar, og það gengur frá henni og endanlegu formi auglýsingar til menntamála- ráðherra. Að fengnu samþykki hans er staðan auglýst og háskólarektor skipar dómnefnd sem fer yfir um- sóknirnar. Deildarfundur í félags- vísindadeild tilnefnir formann nefndarinnar, rektor einn nefndar- mann og menntamálaráðuneyti einn. Dómnefndin skilar álitsgerð til rektors sem gengur úr skugga um að það fullnægi formlegum skil- yrðum. Að því búnu fer dómnefnd- arálitið til deildarinnar aftur þar sem það er lagt fyrir deildarfund þar sem allir kennarar og fulltrúar og stúdentar sitja. Þar eru greidd atkvæði um meðmæli með umsækj- endum. Menntamálaráðherra skip- ar síðan í embættið og samkvæmt lögum getur hann ekki skipað ann- an en þann umsækjenda sem feng- ið hefur meðmæli meirihluta at- kvæðisbærra deildarfundarmanna. Ef ráðherra sér eitthvað athugavert við dómnefndarálitið getur hann óskað eftir því að embættið verði auglýst aftur,“ sagði Sigutjón. Onnur sambýli fá 30 millj. króna hærri fjárveitingn - segir stjórnarformaður Sólheima PÉTUR Sveinbjamarson stjóraarformaður Sólheima í Grímsnesi seg- ir að ef heimilið ætti að njóta sambærilegrar fjárveitingar til rekstr- ar og sambýli á vegum ríkisins þá þyrfti hún að hækka um 30 milljón- ir króna. Sagði hann að með niðurskurði á fjárveitingu til heimilisins væri verið að kippa rekstrargrundvelli undan heimilinu. Pétur segir það alrangt hjá Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra og Braga Guðbrandssyni aðstoðarmanni ráðherra að verið sé að auka rekstrarfé til heimilisins um 5% til 6%. Sagði hann það óumdeilan- legt að fjárveiting til Sólheima árið 1992 hafi verið 82 millj. en síðan hafí heimilinu verið úrskurðaðar 7,2 millj. í afgjald sem ætlað er að standa undir viðhaldi og kostnaði vegna hitaveitu. „Sannarlegur rekstrar- kostnaður sem reyndar er mjög lágur er því 89,2 milljónir og þannig hefði fjárveiting til heimilisins verið ef ekki hefði komið til rekstrarbreyting um síðustu áramót,“ sagði hann en þá var heimilinu breytt í þjónustu- miðstöð fyrir fatlaða. Benti hann á að ef Sólheimar ættu að fá sambæri- lega íjárveitingu til rekstrar og sam- býli á vegum ríkisins þá þyrfti hún að hækka um 30 millj. Lægri rekstrarkostnaður Með breyttu rekstrarfyrirkomu- lagi hefur heimilisfólk fengið greidd- ar örorkubætur og lífeyri frá Trygg- VILT ÞÚ SÉRHÆFA ÞIG í HACCP-GÆÐASTJÓRNUN? E! svo er gæti þessi auglýsing verió fyrir þig HACCP-gæðakerfið fyrir matvælavinnslu byggir ó að greina mikilvæga eftirlitssfaði í vinnsluferlinu og koma á fyrirbyggj- andi ráðstöfunum til að tryggja nútímalegt framleiðslueftir- lit og hámarks neytendavernd. HACCP-gæðakerfi mun inn- an skamms verða lögbundið hjá okkar helstu viðskiptaþjóð- um og nú þegar eru mörg íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og öðrum matvælaiðnaði farin að huga að uppsetningu HACCP-kerfa, enda gera sífellt fleiri viðskiptavinir kröfur um slíkt. Þörfin fyrir vandaða ráðgjöf er því brýn. Fiskistofa ráðgerir að efna til námskeiðs í HACCP-gæða- stjórnun í febrúar sérstaklega ætlað þeim, sem vilja afla sér ítarlegrar þekkingar í þeim fræðum. Kennarar á nám- skeiðinu verða sérfræðingar frá Bandarísku sjávarútvegs- stofnuninni National Marine Fisheries Service. Námskeiðið stendur í sex heila daga og lýkur með prófi. Prófskírteini verða gefin út af National Marine Fisheries Service. Námskeið þetta gefur þeim, sem hafa hug á að starfa við gæðastjórnun í matvælavinnslu, hvort heldur er sem ráð- gjafar, eftirlitsmenn, kennarar, starfsmenn fyrirtækja eða stofnana, einstakt tækifæri að tileinka sér þekkingu færustu leiðbeinenda sem völ er á. Skráningar og nánari upplýsingar veitir Einar M. Jóhanns- son hjá FÍsklstofu fyrir 7. janúar nk. FISKISTOFA Ingólfsstræti 1, sími 91-697900 - fax 91-13866. ingastofnun ríkisins og sagði Pétur það alrangt að þeir peningar rynnu beint til Sólheima. Þetta væri fé sem færi beint til að kosta eigin heimilis- rekstur vistmanna, svo sem húsnæði og matarkostnað. Eins árs reynsla af breyttu rekstrarfyrirkomulagi sýndi að rekstur hefði lækkað um 6,5 millj. Kostnaður við að koma breytingunum á hefði verið nokkur en þó minni en nokkur dæmi eru um, eða rúmar 7 millj. „Við töldum okkur gæta fyllstu hagkvæmni og gera þetta í raun án verulegs kostnaðar- auka en hegningin er aftur á móti hreinn niðurskurður um 19 milljón- ir,“ sagði Pétur. Stöðug áreitni Sagði Pétur að heimilið hefði þurft að þola stöðuga áreitni frá Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í 14 ár og að það væri ljót og löng saga. „Eftir að hún varð ráðherra fyrir tæpum sjö árum versnaði ástandið verulega og hefur aldrei verið jafn slæmt og síðustu sjö mán- uði,“ sagði hann. Alvarlegastur væri niðurskurðurinn á fjárveitingum til heimilisins. Þar væri í raun verið að kippa rekstrargrundvellinum undan heimilinu. Beiðni stjórnar heimilisins í byijun desember sl. um nýjar við- ræður um þjónustusamning hafi ekki verið svarað fyrr en gripið var til þess neyðarúrræðis að tiikynna ráðu- neytinu að samskiptum um þjónustu við fatlaða yrði slitið. „Þá fyrst fóru hjólin að snúast,“ sagði Pétur. „Það hefur aldrei komið til álita eða um- ræðu að hætta rekstri á Sólheimum. Nú er mál að linni og að heimilið fái starfsfrið og rekstrargrundvöll, hvort sem það verður með samstarfi við félagsmálaráðuneytið á næsta ári eða við aðra aðila.“ Endurhæfingarhappdrætti i Sjálfsbjargar, landssambands a fatlaðra 1993. Dregið var 24. desember 1993. Vinningaskrá: Bifreið Nissan Primera 2.0 SLX kr. 1.775.000: 18082 Bifreið Nissan Micra 1.3 LX kr. 985.000: 22893 47191 69454 71196 80758 Vöruúttekt hjá Heimilistækjum hf. kr. 160.000: 2334 13935 41314 48304 69545 74553 6769 37763 43737 57835 73939 89342 3-5 daga ferðir fyrir tvo til heimsborga Flugleiða kr. 100.000: 66 10091 40451 50362 76690 79305 5400 12692 41918 51993 77066 80717 5882 9434 21704 24747 42099 45325 55770 62587 77758 82156 Helgarferðir fyrir tvo með Flugleiðum kr. 30.000: 847 20148 30418 42559 52329 69291 5094 20442 31865 43273 53921 70057 5212 22135 35937 44834 57235 72027 7277 23870 37224 45465 59137 72223 8122 26222 37637 45520 60112 73657 16235 26253 40103 45581 65291 85045 17489 29986 42239 51539 Birt án ábyrgðar. Tvenns konar prófessorar Að sögn Siguijóns er málið ekki enn komið á frumstig en hann sagðist gera ráð fyrir að það færi af stað á næstu mánuðum. „Ef deildarforseti telur sérstaka ástæðu til þá ýtir hann á eftir því en ég hef ekki séð ástæðu til þess. Það hefur ekki virst vera sérstaklega aðkallandi, við höfum komist af í öll þessu ár auk þess sem aðstæður eru nú að breytast jafnt og þétt. Eftir því ráðningarkerfi sem nú gildir fá menn framgang eftir ákveðinn tíma. Þeir byija sem lekt- orar og geta eftir ákveðinn ára- fjölda farið fyrir dómnefnd og orð- ið dósentar. Eftir ákveðinn ára- fjölda til viðbótar geta þeir aftur farið fyrir dómnefnd og orðið pró- fessorar. Nú eru því komnir tvenns konar prófessorar, þeir sem hafa unnið sig upp og þeir sem eru skip- aðir beint,“ sagði Siguijón Björns- son. -----♦ ♦ ♦---- Islenskur arkitekt vinnur til verðlauna ÍSLENSKUR arkitekt, Guð- mundur Jónsson, búsettur í Ósló, átti verðlaunateikningu að menn- ingar- og ferðamiðstöð sem ætl- unin er að reisa í Geirangursfirði í Noregi. Haldin var hugmynda- samkeppni í nóvember á þessu ári og var sex arkitektastofusam- steypum boðið að senda inn hug- myndir og bar hugmynd Guð- mundar Jónssonar og Kristínar Jarmund sigur úr býtum. Sagt var frá hugmyndasam- keppninni og sigurvegurunum í Aftenposten en um var að ræða lokaða samkeppni þar sem ákveðn- um fjölda arkitekta var boðin þátt- taka. Guðmundur, sem hefur verið búsettur í Noregi sl. 19 ár, sagði ekki mikinn tíma hafa gefist til undirbúnings, eða fjórar vikur. Hugmyndin var unnin í samvinnu við arkitektinn Kristínu Jarmund og er ætlunin að byggingu mið- stöðvarinnar verði lokið árið 1995. Geirangursfjörður er fjölsóttur ferðamannastaður, þangað koma 600.000 manns árlega, og er mið- stöðinni ætlað að standa á hásléttu með útsýn yfir fjörðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.