Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 37
verslun eiga við rök að styðjast. Allt að 50% álagning á eggjum og um 40% meðaltalsálagning á unn- um kjötvörum er auðvitað með öllu óþolandi þegar almennt er viður- kennt að 15-20% álagning nægir þokkalegri verslun til viðunandi af- komu. A sama tíma og bændur búa við verðleiðni og fákeppni í ís- lenskri verslun er auðvitao óþolandi að horfa upp á forystumenn hennar reyna að slá sig til riddara í augum þjóðarinnar sem lykilmenn í lækkun vöruverðs. Það er báðum aðilum nauðsyn í því verkaskiptingarþjóð- félagi sem við búum í. Aukin verðmætasköpun Það er krefjandi verkefni sem landbúnaðurinn á fyrir höndum að takast á við það breytta starfsum- hverfi sem framundan er. Ekki er síður mikilvægt að landbúnaðurinn takist að starfa í sátt við íslenska náttúru. íslendingar hafa nú þegar talsvert forskot þegar sjálfbær landbúnaður er annars vegar en mikilvægi slíkra búskaparhátta, á eftir að stóraukast á komandi árum. Verðmætaaukning á því sviðið, ásamt auknum ferðamannaiðnaði og margþættri nýsköpun er á með- al þeirra tækifæra sem landsmenn allir þurfa að gera sér grein fyrir - og sem bændur þurfa að standa sérstakan vörð um sem hinir eigin- legu landverðir þjóðarinnar. Slík verkefni standa og falla með skiln- ingi stjórnvalda á þeim íjölmörgu möguleikum sem fyrir hendi eru til aukinnar hlutdeildar landbúnaðar- ins í verðmætasköpun fyrir íslenska þjóð. Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB Viðhorfs- breyting framundan í okkar heimshluta hafa þjóðirn- ar verið að fást við djúpa kreppu. Þetta er misskiptingarkreppa og gildiskreppa. Við Islendingar höfum eins og aðrir verið að ganga í gegn- um þessa kreppu og það má sjá sams konar viðleitni til að leysa hana hér og víða annars staðar. Hins vegar gengur okkur sorglega hægt að vinna bug á henni. Þar sem gegndarlaus frjáls- hyggja hefur riðið yfir hafa afleið- ingarnar orðið hrikalegar; meiri misskipting, ofurgróði á aðra hönd- ina en örbirgð á hina. Að mörgu leyti hefur Rússland á liðnu ári verið eins og risastórt tilraunabú fyrir þessa tegund fijálshyggju. En við sjáum líka á alþjóðavettvangi að fjölmennar þjóðir hafa snúið af þessari braut fijálshyggju og mis- skiptingar. Við höfum fylgst með algerum umsnúningi í löndum eins og Grikklandi og Kanada. Slík já- kvæð viðhorfsbreyting með félags- legum áherslum er einnig að verða í sjálfum Bandaríkjunum og slíkra strauma sér stað í Frakklandi og Þýskalandi. Samráð og aukin áhrif Við í BSRB höfum hagað málum MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 37 okkar í þessu víða samhengi þannig að við höfum lagst eindregið á sveif með hinum jákvæðu félagslegu gildum, en varað við einkavæðingu í samfélagsþjónustunni, niðurskurði til velferðarmála og öðrum þeim stjórnvaldsaðgerðum sem hafa ver- ið í boði á markaðstorgi misskipt- ingarinnar. Það var í þessu sam- hengi sem við gerðum samninga um að auka áhrif opinberra starfs- manna á framvinduna á vinnustöð- unum og í velferðarmálum yfirleitt. Við völdum leið samráðs og aukinna áhrifa í trausti þess að þannig væri velferðarþjónusta betur tryggð í náinni framtíð og það kæmi sam- tökum okkar og þjóð betur. Annars hófst árið hér á landi með afdráttarlausum yfirlýsingum forystumanna verkalýðshreyfing- anna um að standa fast á kröfum um að viðhalda kaupmætti svokall- aðs þjóðarsáttartíma og knýja stjórnvöld með góðu eða illu til að vinda ofan af niðurskurði undan- genginna ára til velferðarþjón- ustunnar. En til þess að kröfurnar næðu fram að ganga þurfti samfé- lagið allt að standa að baki þeim. Í ljós kom að svo var ekki, - að stór samtök voru ekki reiðubúin að spyrna við fótum. Þess vegna runnu allar tilraunir til að skapa launa- fólki sterkari samningsstöðu með verkfallsboðun út í sandinn. Hinn falski friður Stjórnvöld og sumir forsvars- menn á vinnumarkaði taka sér stundum orðið þjóðarsátt í munn til að lýsa þeim kjarasamningum sem nú eru við lýði. Þetta er ekki réttnefni. Síðastliðið vor var ríkis- stjórninni mjög í mun að kljúfa verkalýðshreyfinguna í herðar niður og var reiðubúin að kaupa sér frið við hluta hennar. Það auðveldaði atvinnurekendum að komast upp með það enn einn ganginn að láta ríkissjóð fjármagna kjarasamninga sína og áttu kjarabætur til launa- fólks að koma með skattalækkun á matvæli eins og frægt er orðið. En menn uppskáru eins og til var sáð. Sá friður sem keyptur hafði verið á fölskum forsendum gat af sér óánægju og óeiningu, innan rík- isstjórnarinnar og utan, meðal þings og þjóðar. Sá lærdómur sem draga má af þeim kjarasamningum sem gerðir voru sl. vor er því sá, að það er hvorki skynsamlegt né á nokkurn máta réttlætanlegt að semja um hin víðtæku samfélags- mál nema um það sé breið sam- staða með þjóðinni. Atvinnuleysi: mál málanna Brýnasta vandamál íslendinga, og er það sammerkt flestum iðnríkj- um nú um stundir, er atvinnuleysi og sú skelfing sem af því hlýst. Það eitt að fólk skuli ekki hafa vinnu í samfélagi þar sem mörg bráðnauð- synleg verk eru óunnin sýnir okkur að atvinnuleysi er fyrst og fremst skipulagsvandi. Og sá skipulags- vandi er ekki síst á ábyrgð stjórn- valda. Atvinnuleysi elur af sér óhamingju sem leiðir til upplausnar og brýst iðulega út í pfbeldi og styrj- öldum. Það hlýtur að vera forgangs- verkefni að skipuleggja samfélagið með það að höfuðmarkmiði að allir hafi atvinnu. Skipbrot fijálshyggj- unnar liggur meðal annars í því að henni hefur ekki tekist að dreifa verðmætum og atvinnu þannig að jafnvægi haldist í samfélaginu. Tekist á um stefnur í grófum dráttum má segja að tekist sé á um tvær meginleiðir í efnahagsmálum. Annars vegar er um að ræða þá stefnu að létta skött- um af fyrirtækjum til að fjölga störfum og létta einnig sköttum af heimilum til að auka kaupmátt þeirra. Hins vegar er sú stefna að leggja kapp á að veija velferðar- þjónustu og grípa einungis til ráð- stafana sem fela í sér tekjujöfnun. Fyrrnefnda stefnan leiðir einmitt af sér tekjutap fyrir ríkissjóð og réttlætingu á niðurskurði á al- mennri velferðarþjónustu. Síðar- nefnda stefnan felur í sér þvert á móti að tryggja ríkissjóði áfram- haldandi tekjur um leið og reynt er að halda við jöfnuði og draga úr misskiptingu. Hinar stórfelldu skattalækkanir til fyrirtækjanna á árinu og reyndar einnig matarskattslækkunin var í fyrrnefnda dúmum. Með henni renna fleiri krónur til hinna tekju- hærri en þeirra tekjulægri. Það er í þessu ljósi sem BSRB tók afstöðu gegn þessari aðferð og taldi hyggi- legra að grípa til markvissari að- gerða í tekjujöfnunarskyni. Það sem þjóðin vill Verkalýðshreyfingin og önnur félagslega þenkjandi þjóðfélagsöfl hafa hamast gegn þeirri hörðu pen- ingafijálshyggju sem ríkisstjórnin valdi í upphafi er hún fór inn á braut ofurvaxta, einkavæðingar og sjúklingaskatta. Á síðustu misser- um má sjá þess merki að málflutn- ingur verkalýðshreyfíngarinnar • hefur haft áhrif og hinn nýi söngur tímans um ábyrga samfélagslega afstöðu hefur náð í dyragætt stjórn- arráðsins. Það er umhugsunarefni að jafnan þegar ríkisstjórnin hlýðir á rödd hinna félagslegu viðhorfa eins og í sambandi við lækkun vaxta; hættir við sjúklingaskatta eða fellur frá áformum um að einka- væða samfélagsþjónustuna þá rýk- ur stuðningur við hana upp í skoð- anakönnunum. Þetta segir okkur einfaldlega hvað það er sem þjóðin vill. Einkavæðing á undanhaldi Þær deilur sem verið hafa hér á landi um þessi efni eru síður en svo einsdæmi. í flestum iðnríkjum er nú tekist á um það hvernig eigi að bregðast við hallarekstri ríkissjóða og skuldasöfnun. Víðast hvar nema í Rússlandi eru þeir sem aðhyllast einkavæðingu á samfélagsþjónustu og niðurskurð á velferðinni komnir í vörn en þeir sem vilja taka á málum með sókn fyrir samneyslu og renna stoðum undir traustara velferðarkerfi standa smám saman betur að vígi. Þetta gerðist til dæm- is í kosningum í Grikklandi, Kanada, Bandaríkjunum, Póllandi og víðar á árinu 1993. Hér heima höfum við hins vegar horft upp á herfilegar áðfarir meiri- hluta borgarstjórnar í Reykjavík við að koma einkavæðingu SVR á. Vaðið var í þetta mál án þess að nokkrar umræður færu fram um það á vettvangi borgarstjórnar eða í samfélaginu yfirleitt. Starfsfólkið og stéttarfélag þess var hundsað og samskiptaform valdsmanna ein- kenndist af hroka og yfirgangi sem menn héldu að heyrði sögunni til. Vonandi bera valdsmenn gæfu til að ganga til samninga á forsendum sem eru ásættanlegar fyrir starfs- fólkið. ■ Vantar öflugt mótvægi í fjölmiðlum í SVR-málinu hefur átakanlega komið fram hversu fábrotin og þröng íslensk fjölmiðlun í rauninni er. Og það er líka umhugsunarvert að þrátt fyrir allt krepputalið höfum við efnahagslega verið að lifa eitt besta ár íslenskrar efnahagssögu; gott aflaár og þjóðarhagur á upp- leið. Hafa menn séð það í fjölmiðl- unum? Nei, ijölmiðlarnir hafa ekki verið að segja fréttir sem koma valdsmönnum illa eða sýna viðhorf sem fjölmennir hópar aðhyllast. Hinn skipulagslegi vandi sem felst í atvinnuleysi, og hin alvarlega gild- iskreppa sem hijáir þá sem aðhyll- ast þá lífssýn að hinn sterkasti skuli ráða er ekki til umfjöllunar í fjöl- miðlaheiminum. Sjónarhornið í fjölmiðlaheiminum á íslandi hefur í vissum skilningi verið að þrengjast síðustu misseri með því að fjölmiðlum með umtals- verða útbreiðslu hefur fækkað. Enn fremur eru þeir fáu öflugu fjölmiðl- ar sem ná einhverri útbreiðslu í eigu eða undir forræði tiltölulega fá- menns hóps úr einum og sama stjórnmálaflokknum. Þetta hlýtur að valda öllum lýðræðissinnum verulegum áhyggjum, vegna þess að lýðræðisleg skoðanaskipti í ákvarðanaferli verða sífellt fátæk- legri og iðulega er opinber umræða afskræmd. Það er af þessum ástæðum sem það hlýtur að verða forgangsverk- efni lýðræðissinnaðs fólks hvar í flokki sem það annars stendur að reyna að efla mótvægi í íslenska fjölmiðlaheiminum á næstu mánuð- um og misserum, - í þágu fijálsra skoðanaskipta, lýðræðisins vegna. Ég hef minnst hér á hvernig gild- iskreppa hefur víða riðið yfir, er- lendis og hér heima. Hún hefur leitt til þess að samúð, samstaða og fé- lagsleg gildi hafa mætt andbyr. Hún leiddi einnig til þess að sam- vinnuhreyfing og verkalýðshreyfing hafa átt á brattann að sækja. En viðhorfsbreytingin víða erlendis færir okkur heim sanninn um það að samvinna og samstaða, félags- skapur og verkalýðshreyfing eiga sér uppreisnar von. Ég óska ís- lensku launafólki og landsmönnum öllum árs og friðar. Magnús Gunnars- son, formaður Vinnuveitendasam- bands íslands Velgengni lyrirtækja forsenda vel- megunar Áramót eru uppgjörstími, þar sem saman fer mat á árangri liðins árs, aðstæðum við upphaf nýs og setning markmiða fyrir komandi ár. Þótt aðstæður hafi um margt verið erfiðar í atvinnulífi lands- manna á liðnu ári og enn hafi orð- ið að draga úr sókn í þorskstofninn varð þó margt tilefni til bjartsýni á liðnu ári. Mikilvægust var end- urnýjuð staðfesting á samstöðu og samvinnu aðila vinnumarkaðarins og stjómvalda um það höfuðvið- fangsefni að efla samkeppnishæfni innlendra atvinnuvega og vinna gegn vaxandi atvinnuleysi. Samn- ingar ASÍ og VSÍ frá því í maí um stöðugleika og starfsfrið árin 1993 og 1994 án launabreytinga hafa hér úrslitaáhrif og staðfesta enn hæfileika þjóðarinnar til að takast í sameiningu á við utanaðkomandi erfiðleika. Staðreyndin er raunar sú, að engri þjóð annarri hefur tek- ist jafn vel að aðlaga efnahags- starfsemi, lífskjör og atvinnulíf að jafn stórfelldum breytingum og ís- lendingar hafa þurft að gera á síð- ustu árum. Viðbrögð sjávarútvegs- ins með sókn á fjarlæg mið, aukn- um veiðum vannýttra stofna og fjárfestingum í fjarlægum löndum eru skýr dæmi um snerpu og sveigj- anleika atvinnulífsins til að bregð- ast við breyttum aðstæðum. Hlið- stæð dæmi eru fjölmörg úr öðrum atvinnugreinum og vekja vonir um það, að senn bjarmi fyrir betri tíð. Þrátt fyrir stöðugt minnkandi þjóð- artekjur síðustu 7 ár hefur tekist að halda atvinnuleysi langt innan þess sem gerist hjá nálægum þjóð- um, verðbólga er nú með því al- lægsta sem gerist og vextir fara hraðlækkandi. Kaupmáttur ráð- stöfunartekna verður svipaður að ári, þótt engar almennar kaup- hækkanir verði og vísitölur og verð- trygging eru næsta úrelt gögn. Raunar lækka verðtryggðar skuldir í næsta mánuði, því verðlag hefur heldur farið lækkandi að undan- förnu. Við þessar aðstæður batnar samkeppnisstaða innlendra at- vinnufyrirtækja, því framleiðslu- kostnaður hækkar minna hér á landi en hjá keppinautunum og gengið er hagstæðara fyrir fram- leiðslugreinarnar en lengi hefur verið. Áherslur í skattkerfinu hafa breyst og miða nú fremur að því að efla atvinnurekstur en áður var. Niðurfelling aðstöðugjaldsins skiptir mestu en fleiri jákvæðar breytingar koma þar til, s.s. lækkun á tekjuskatti og sérstökum skatti á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Samkomulag um niðurfellingu kirkjugarðsgjalds fyrirtækja stefnir einnig að sama marki. Grundvöllur þessarar þróunar er vaxandi skilningur launþegasam- taka, almennings og stjórnvalda á )ví, að velgengni fyrirtækja er for- senda velmegunar og til þess þurfa aðstæður til atvinnurekstrar að vera jákvæðar og hvetjandi. Sam- starf aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda að þessu marki er miki- lægt og hlýtur að halda áfram á komandi árum. Á hinn bóginn er einnig mikilvægt að aftur dragi úr beinni þátttöku stjórnvalda í lausn einstakra kjarasamninga, því við eðlilegar aðstæður hljóta aðilar vinnumarkaðarins að axla sjálfir ábyrgð á þeim samskiptum. Samkomulag um gildistöku EES, nýtt GATT samkomulag og NAFTA samningurinn eiga eftir að breyta umhverfi alþjóðavið- skipta og hafa bein áhrif á aðstæð- ur og kjör hér á landi. Þessúm breytingum fylgja bæði nýjar hætt- ur og ný sóknarfæri sem kalla á endurmat á umhverfi og aðstæðum, jafnt einstaklinga, fyrirtækja, þjóða og heilu heimshlutanna. Framtíðarhorfurnar ráðast af sam- keppnishæfni hvers um sig. I nýlegri skýrslu frá UNICE, sem eru samtök vinnuveitenda í Evrópu og ber yfirskriftina „Gerum Evrópu samkeppnisfæra" kemur fram: - að hlutur Evrópubandalagsins í útflutningi heimsins hefur dreg- ist saman úr 24% í 18%. - að fjölgun atvinnutækifæra inn- an Evrópubandalagsins var að- eins 0,4% meðan störfum fjölgaði um 1% í Japan og 1,8% í Banda- ríkjunum. - að þjóðarframleiðsla innan Evr- 1 ópubandalagsins óx hægar en \ meðaltal annarra OECD ríkja á \ síðasta áratug. Þessi óheillaþróun skýrist af versnandi samkeppnisstöðu Evr- | ópubandalagsins gagnvart um- heiminum. I skýrslunni eru gefnar _ þær 4 meginskýringar: j - að launakostnaður á framleidda < einingu hefur hækkað meira inn- í an Evrópubandalagsins en í t.d. ( Japan og Bandaríkjunum. - að afrakstur fjármagns hefur | verið mun lakari í EB. Afleiðing , þessarar þróunar er hægari f breytingar og minna frumkvæði * hjá evrópskum fyrirtækjum. i - að rekstur hins opinbera er t þyngri í Evrópu en i Japan og í i Bandaríkjunum. - að einungis 1 af hveijum 3 íbúum v EB ríkjanna starfa á almennum , vinnumarkaði meðan hlutfallið er 1 á móti 2 í Japan og 1 á móti 2,5 í Bandaríkjunum. ( Þessar staðreyndir minna óþyrmilega á sívaxandi samkeppni landa i milli. Samkeppnisaðilinn er e’.t.v. ekki lengur í Vestur-Evrópu heldur Asíu eða S-Ameriku. Bæði hefur fjöldi ríkja, sem áður voru lokuð og hneppt í viðjar miðstýring- ar og áætlanabúskapar, opnað landamærin fyrir fjárfestingum og samkeppni og eins hefur bylting á sviði samgangna og samskipta opn- að nýja og áður fjarlæga mögu- leika. Ég kynntist því t.d. nýverið í Taivan, að þar hafa menn þungar áhyggjur af samkeppni við Kína, sem getur boðið vinnuafl fyrir að- eins brot af því sem við þekkjum á Vesturlöndum. Ný umgjörð al- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.