Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 2 Þrátt fyrir að verðbólga verði lít- il á næstunni og viðskiptahalli hafi minnkað tel ég ekki að botni efna- hagskreppunnar sé náð. Vextir hafa að vísu lækkað, en það er ekki gott að segja hversu varanlegt það er. í því efni eru blikur á lofti vegna erfiðrar stöðu bæði fyrirtækja og heimila, sem sækja í lánsfé. Þá er sjávarafli takmarkaður vegna kvótaskerðingar og ekki nema 'h af fískveiðiárinu liðinnj en mörg skip búin með kvótann. Áhrifín eiga því enn eftir að koma fram. Sjó- mannaverkfail, ef af verður, mun hafa verulegt atvinnuleysi í för með sér á næstu vikum. Og jafnvel þótt tækist að afstýra því mun atvinnu- leysi aukast á næstu mánuðum. 3 Ég tel, að halli ríkissjóðs sé alvar- legt mál vegna þess að þar með tekur ríkissjóður til sín mestan part af spamaði landsmanna og hefur þannig þensluáhrif á lánamarkaðin- um. Hins vegar tel ég ríkissjóðshall- ann ekki mestu meinsemd efna- hagslífsins og ekki óeðlilegan á samdráttartímum. En það verður líka að gera þá kröfu, að í góðæri sé hallinn greiddur niður og ríkis- sjóður skili tekjuafgangi. Það hefur hins vegar sjaldan gerst hjá okkur, og í því liggur meinsemdin. Stofn- anir ríkisins gegna margvíslegu hlutverki, og sífellt þarf að endur- meta og skilgreina það hlutverk. Það á að gera á skipulegan hátt og í samráði við starfsfólk viðkomandi stofnana. Víða má spara í rekstri, en besta leiðin er ekki að skera alla niður við trog með flötum niður- skurði. Menntun og heilsugæsla eiga að hafa forgang umfram aðra þjónustu ríkisins. Stofnanir ríkisins þurfa að hafa ákveðið sjálfstæði gagnvart ráðuneytunum og njóta þess, þegar þær eru vel reknar. 4 Heimurinn hefur tekið stökk- breytingum nú á örfáum árum og því eðlilegt, að hlutverk Keflavíkur- stöðvarinnar sé endurmetið. Ég hef aldrei séð nauðsyn þess að hafa her á íslandi og enn síður nú. En ráð- andi öfl hafa haldið dauðahaldi í setu vamarliðsins vegna atvinnu- legra sjónarmiða. Það sést m.a. á því, að sáralitlar ráðstafanir hafa verið gerðar til að byggja upp annað atvinnulíf á Suðumesjum, þrátt fyr- ir að samdráttur í vamarmálum hafí verið fyrirsjáanlegur um nokk- urt skeið. Slík sjónarmið eiga ekki rétt á sér og hafa aldrei átt. Hags- munir íslendinga varðandi vamar- mál snerta fyrst og fremst umferð kjamorkuknúinna skipa og kafbáta um Norðurhöf, og herstöðin í Kefla- vík ver okkur ekki fyrir þeirri hættu, heldur þvert á móti. Það er okkur lífsnauðsyn að veija hafsvæðin í kringum landið fyrir hættulegum úrgangsefnum og mengun. Við verð- um að skilgreina vamarhagsmuni okkar á þeim forsendum. 5 Útgerðarmenn hafa látið sjó- menn taka þátt í kvótakaupum með fuilkomlega ólögmætum hætti, og það er skýlaust brot á kjarasamn- ingum. Slíkt verður að afnema með lögum, sem taka af öll tvímæii. En allt er þetta afleiðing hins siðlausa og óréttláta kvótakerfís, sem gildir í sjávarútvegi, þar sem óveiddur fiskur í sjó gengur kaupum og söl- um. Slíkt býður heim alls kyns spill- ingu og braski fégráðugra manna. Með því að láta slíkt viðgangast emm við að gera sjómenn að leigu- liðum örfárra manna, sem telja sig eiga fískimiðin og allt kvikt sem upp úr þeim kemur. Þróun síðustu ára og reynslan af gildandi físk- veiðiiöggjöf sýnir okkur, að þörf er á róttækum breytingum á lögum um stjóm fískveiða. Bestu þakkir Elskulegar dœtur okkar, tengdasynir, dœtra- börn, systkini og Jjölskyldur þeirra, samstarfs- menn, félagar og aðrir vinir. Hugheilar þakkir fyrir höfðinglegar gjafir, heillaóskir og kveðjur vegna 70 ára afmœla okkar 24. desember og 3. ágúst 1993. Guð blessi ykkur öll. Lifið heil. Helga Þorkelsdóttir og SigurðurB. Guðbrandsson, Borgarnesi. UPPLYSINGAKERFI Myndbær hl. er fjölmiðlunar- fyrirtæki með víðtæka starfsemi: Skipulagning upplýsingakerfis hjá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Kynningarstarfsemi. Útgáfa fréttablaða og bæklinga. Gerð heimildar-, kynningar- og fræðslumynda. Gerð sjónvarps- og dagblaðaauglýsinga. Gerð og dreifing á VHS fræðslumyndböndum. Nýtt upplýsingakerfi getur haft úrslitaáhrif á velgengni fyrirtækja og stofnana. mvndbær hf. Suðurlandsbraut 20, símar 35150 og 31920, fax 688408. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins Útflutningsleiðin - Nýtt forrit í hagstjóminni 1 Samningurinn um Evrópskt efna- hagssvæði mun hafa minni áhrif í fyrstu á atvinnuh'f og efnahagsþróun en margir hafa talið. Alþjóðlegar gengisbreytingar, einkum lækkun gengis Evrópumynta gagnvart doll- ar og jeni, hafa dregið úr ávinningi íslendinga af auknum útflutningi til markaða í Evrópu. Þessar gengis- breytingar hafa líklega eytt hugsan- legum ávinningi af tollalækkunum ef miðað er við stöðuna þegar frum- varpið um EES var lagt fram á Al- þingi. Markaðir í Bandaríkjunum og Asíu hafa hins vegar orðið sífellt hagstæð- ari á undanfömum misserum. Þess vegna er Evrópa sem markaðssvæði ekki eins álitlegur kostur og hún var fyrir nokkrum árum. Lítill hagvöxt- ur* vaxandi atvinnuleysi og sífelld vandamál í peningasamstarfí Evr- ópubandalagsríkjanna hafa í för með sér að Evrópska efnahagssvæðið verður ekki sérstakur drifkraftur í hagþróun veraldarinnar. Þvert á móti bendir margt til þess að Evrópubandalagið og þar með Evrópska efnahagssvæðið veikist á næstu árum í samkeppni við hið nýja fríverslunarsvæði Bandaríkj- anna, Kanada og Mexíkó, NAFTÁ, og einnig í alþjóðlegri keppni við hin sterku vaxtarsvæði í Asíu. Með aðildinni að Evrópska efna- hagssvæðinu hefur ísland því tengst einu af veikari markaðssvæðum í hagkerfí heimsins. Áhersla á tengsl við NAFTA og Asíu eru því greini- lega mjög mikilvæg á næstu árum. Áhrifín af GATT geta hins vegar orðið jákvæð. Hagkerfí heimsins fær vemlega bensíngjöf með staðfest- ingu GATT-samningsins. Nýir möguleikar opnast fyrir íslendinga á öllum markaðssvæðum heims. Þær breytingar sem nauðsynlegar eru hér á landi og einkum munu reyna á takmarkaða þætti í landbúnaði eru ekki stórvægilegar miðað við þau miklu tækifæri sem við íslendingar fáum með samningnum um GATT. Alþýðubandalagið hefur ávallt tal- ið mikilvægt að árangur næðist í GATT-viðræðunum. Við tókum þátt í mótum tilboðs íslands í tíð síðustu ríkisstjómar. Flokkurinn hefur síðan á undanfömum missemm áréttað nauðsyn þess að samkomulag tækist í GATT-viðræðunum. Þess vegna telur Alþýðubandalagið afar mikil- vægt, bæði fyrir efnahagsþróun á íslandi og í heiminum öllum, að GATT-samningurinn er nú í höfn. 2 Botni efnahagskreppunnar er ekki náð ef landstjómin verður áfram mótuð af þeirri samdráttarstefnu og aðgerðarleysishyggju sem einkennt hefur framkvæmd þess samkomulags sem Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur innsigluðu í Viðey vorið 1991. Efnahagskreppan er nefnilega ekki fyrst og fremst sköpuð af utan- aðkomandi erfíðleikum. Það eru frekar þorskhausarnir í Stjórnarráð- inu en þorskamir í hafínu sem eiga höfundarréttinn að henni. Það verða ávallt einhveijar utan- aðkomandi ástæður til að skapa erf- iðleika. Kjami málsins felst hins vegar í því hvernig stjórnvöld bregð- ast við þeim erfíðléikum. Leita þau nýrra leiða til að ná árangri eða boða þau uppgjöf og fallast þeim hendur? Alþýðubandalagið telur nauðsyn- legt að bregðast við utanaðkomandi vanda með nýjum aðferðum í hag- stjórn á íslandi. Á landsfundi Al- þýðubandalagsins í nóvember var ítarlega fjallað um nýja leið, Út- flutningsleiðina. Hún felur i sér víð- tækar breytingar í hagstjóminni. Þær margvíslegu aðgerðir sem fel- ast í Útflutningsleiðinni eru væn- legasta leiðin til að íslendingar nái Ólafur Ragnar Grímsson fljótt út úr öldudal erfiðleikanna. Ef ekki verður skipt um forrit í hagstjóminni - kenningu samdrátt- arstefnunnar ýtt til hliðar og aðferð- ir Útflutningsleiðarinnar teknar upp — er lítil von til þess að nýr kraftur færist í atvinnulífið á íslandi. Útflutningsleiðin felur í reynd í sér nýtt hugmyndakerfi í hagstjóm. Eðli hennar samsvarar því að beita nýju forriti á flesta þætti efnahags- mála: menntakerfí, fjárfestingu, skattakerfí, peningastofnanir, rann- sóknir, starfsþjálfun. Útflutningsleiðin byggir ekki á einföldum töfralykli heldur sam- þættingu margra ólíkra aðgerða sem allar eiga það sammerkt að útflutn- ingssókn verði forgangsverkefni í hagstjóminni, forsenda aukinna þjöðartekna og þar með minni ríkis- sjóðshalla og lægra vaxtastigs. Helstu einkennum Útflutnings- leiðarinnar má lýsa á eftirfarandi hátt: Stjórnvöld samhæfí aðgerðir sínar við áherslur fyrirtækjanna. Sóknarlínur atvinnulífsins verði ávöxtur samræðna og samstarfs samtaka launafólks, atvinnulífs og stjórnvalda. Framleiðsla vöm og þjónustu, framleiðsla og aftur framleiðsla, verði drifkrafturinn í hagkerfínu. Útflutningur og gjaldeyrissköpun njóti forgangs í fjármögnun og skattalögum. Langtíma uppbygging og þróun fyrirtækjaneta á tilteknum for- gangssviðum verði leiðarljós í fjár- festingum lánastofnana. Sameiginleg sókn á erlenda mark- aði, ekki innbyrðis togstreita eða óvild verði ráðandi í samskiptum fyrirtækja. Traustar samgöngur og öflugt heilbrigðiskerfí verði viðurkennd sem forsenda hagvaxtar. Aðgerðir stjómvalda taki mið af þeirri staðreynd að menntun, rann- sóknir, starfsþjálfun og markaðs- þekking eru besta íjárfestingin og grundvöllur að bjartari framtíð þjóða. Alþýðubandalagið hefur gefíð út ítarlega lýsingu á Útflutningsleiðinni í sérstakri bók sem gengur undir nafninu „Græna bókin“. Á næstu vikum mun flokkurinn efna til ítar- legra umræðna um nánari útfærslu á þeim tillögum og hugmyndum sem fram koma í Grænu bókinni. Sú umræða sem einnig verður helguð þeim köflum Grænu bókarinnar sem fjalla um jöfnuð og siðbót, verður ekki aðeins innan vébanda flokksins heldur verður leitað til Ijölmargra aðila og tekið mið af áliti þeirra og umsögnum. Alþýðubandalagið býður öllum sem vilja til viðræðna um þá greiningu á vanda Islendinga og þær tillögur og hugmyndir sem felast í Útflutningsleiðinni. Þjóðin öll verður nú að taka höndum saman. Verkefni okkar er að leggja grundvöll að þeirri söniStöðu:.:: C1 sssl oj; rnuiiö rnurmöm .icöiel urriýn brnævjlrncfl go 3 Úflutningsleiðin byggir á ábyrgri efnahagsstjórn sem beinist að því að draga úr hallarekstri ríkissjóðs og annarra opinberra aðila. Halla- rekstur og erlend skuldasöfnun ríkis- sjóðs grafa til lengdar undan undir- stöðum öflugrar útflutningsstarf- semi. Niðurskurður ríkisútgjalda í þessu skyni má hins vegar ekki veikja þær undirstöður hagvaxtar sem eru nauðsynlegar til sóknar, þ.e. mikilvæga þætti menntakerfís, rannsókna- og þróunarstarfsemi og eðlilegan stuðning við nýsköpun. Aðhaldsaðgerðir verða einnig að vera félagslega ábyrgar því án þess næst ekki um þær víðtæk sátt. Það verður að dreifa byrðunum af að- haldi í ríkisfjármálum réttlátlega. Þar verða sjónarmið jafnaðar og réttlætis að ráða ferð og þeir sem mestar hafa tekjur og eignir leggja fram stærstan hlut til að jafnvægi verði á ný náð í hagkerfinu. Aðeins á þann hátt að útflutning- ur og innlend framleiðsla sem kepp- ir við innflutning fái að njóta for- gangs umfram innflutning er hægt að minnka erlendar skuldir og breyta viðskiptahalla í jákvæða stöðu gagn- vart umheiminum. Ef útflutningur verður keppikefli athafnamanna og umboðsmennska og töskuheildsala hætta að vera stöðutákn, næst árangur í endurreisn efnahagslífsins á íslandi. Fyrirtæki sem skara fram úr í útflutnings- og samkeppnis- greinum eiga að njóta þjóðarálits og hljóta margvíslega umbun með nýj- um ákvæðum skáttalaga. Menntun og markaðsþjálfun í þágu útflutn- ings eiga að fá forgang á háskóla- stigi. Jafnframt er mikilvægt að árétta að spamaður almennings, fyrirtækja og stjómvalda er forsenda stöðug- leika í verðlagsmálum og á peninga- markaði. Sá stöðugleiki er ótvírætt skilyrði þess að framleiðslukraftar geti í gegnum aukinn útflutning skilað öflugum hagvexti. Með slíkri nýrri leið yrði snúið við þeirri öfug- þróun síðustu áratuga að hlutfall spamaðar hefur farið jafnt og þétt minnkandi í íslenska hagkerfínu. Aukinn sparnaður og meiri ráðdeild og hagsýni í meðferð opinberra fjár- muna, og reyndar einnig innan margra fyrirtækja, munu draga úr sóun, eyðslu og flottræfílshætti sem um of hefur blómstrað hér á umliðn- um ámm. Núverandi ríkisstjóm setti fram óraunhæf markmið um að ná halla- lausum ríkisbúskap innan tveggja fyrstu áranna á valdaferli stjórnar- innar. Niðurstaðan er 11-13 millj- arða halli í ár og rúmlega 10 millj- arða halli á næsta ári. Samanlagður hallinn á fyrstu þremur heilu valdaá- mm ríkisstjómar Davíðs Oddssonar getur því orðið um 30 milljarðar. Samt hefur ríkisstjórnin aukið skatt- byrðina á margvíslegan hátt. Ríkissjóðshallinn er hins vegar ekki í sjálfu sér orsök vandans. Hann er fyrst og fremst afleiðing af samdrætti í hagkerfinu og óskyn- samlegum upphlaupum og skamm- tíma viðbrögðum í glímunni við sí- felldan þrýsting á aukin útgjöld. Fyrir þremur árum lýsti ég höfuð- þáttum í 4-6 ára áætlun þar sem tekist væri á við grundvallarþættina í rekstrarvanda ríkisins. Ef þeim langtímaaðgerðum hefði verið fylgt væm ríkisíjárrnálin komin í hag- stæðari stöðu. í staðinn voru búnar til gyllivonir um hallalaus fjárlög innan tveggja ára og beitt sífelldum upphlaupum við ákvarðanatöku. Niðurstaðan hefur orðið sú að núver- andi ríkisstjóm hefur stóraukið vandann í fjármálum ríkisins. Kjami málsins er þó sá að án breyttrar efnahagsstefnu sem eykur hagvöxt, gjaldeyristekjur og sparnað ! næst !ebkiijafnVægi í fjármálum rík- I JáJvcJmJir' jsóðflrlmjiK -i.'iv •lodmovón i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.