Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993 t MAGNGEIR VALUR JÓNSSON andaðíst á öldrunardeild Landspítalans 30. desember. Jón Magngeirsson. t Eiginmaður minn, VILHJÁLMUR ÖRN LAURSEN, Álfheimum 28, er látinn. Amalia Jóna Jónsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, KRISTÍN VESTMANN frá Gunnarshólma, Vestmannaeyjum, lést þann 29. desember. Þorsteinn Jónsson. t Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB LÍNDAL JÓSEFSSON, lést f Sjúkrahúsi Sauðárkróks.þann 27. desember. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t GARÐARJÓNSSON, Skólastíg 14, Stykkishólmi, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vina og vandamanna, Jón Steinar Kristinsson. t Elskulegur eiginmaður minn, KJARTAN ARNFINNSSON skósmiður, Kleppsvegi 30, andaðist 23. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 3. janúar 1994 kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Nanna Sveinsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK DAGÓBERTSDÓTTIR frá Hellissandi, lést á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 30. desember. Guðmundur Sigurðsson, Lára D. Sigurðardóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Guðni Þ.T. Sigurðsson, Fanney Sigurðardóttir, Anna Þorleifsdóttir, Theódór Jónasson, Haraldur Brynjólfsson, Áslaug Úlfsdóttir, Georg Elfasson, Magnea G. Sigurðardóttir, Pétur Jóhannesson, Sigrún Sigurðardóttir, Þorbergur Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg dóttir okkar og systir, HELGA BERGÞÓRSDÓTTIR, Logalandi 3, (Skálatúni), lést í Landspítalanum aðfaranótt 30. desember. Bergþór Guðjónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Brynhildur Veigarsdóttir, Guðmundur Orri Bergþórsson. Vilhelm Vernharður Þorsteinsson, fyrrv. framkvstj. — Miiming Hinn 22. desember sl. lést á Akureyri Vilhelm Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Út- gerðarfélags Akureyringa hf. langt um aldur fram eða 65 ára að aldri. Vilhelm hafði átt við heilsubrest að stríða í nokkur ár og gekkst undir mjög erfiða læknisaðgerð fyrir réttum tveimur árum. í fyrstu virtist hún hafa heppnast vel, mið- að við aðstæður. Honum gekk illa að öðlast fyrri líkamlegan styrk og lét því af störfum hjá Ú.A. haustið 1992. Eftir að hann hafði látið af störfum og létt þar með af sér áhuggjum hinnar daglegu framkvæmdastjórnar, virtist okk- ur, sem til hans þekktu, hann sækja í sig veðrið og auka við styrk sinn á ný. Þannig kom hann okkur fyrir sjónir á stjórnarfundi í L.Í.Ú. fyrir réttum tveimur vikum, en þar sat hann í stjórn fyrir félaga sína fyr- ir norðan, þótt hann hafi látið af störfum hjá Ú.A. Hann skynjaði þörf fyrir útivist og hreyfingu og því hvatti hann félaga sinn til gönguferðar að morgni 22. desember sl. en átti ekki afturkvæmt úr henni því hann féll niður og var örendur áður en hann komst undir læknishendur. Þannig skildi hann við þennan heim tveimur árum og einum degi síðar en tvíburabróðir hans Bald- vin, sem lést með sama hætti og af völdum sama sjúkdóms. Vilhelm var fæddur 4. septem- ber 1928 í Hléskógum í Grýtu- bakkahreppi í Suður-Þingeyjar- sýslu. Hann var sonur hjónanna Þorsteins Vilhjálmssonar fískmats- manns og konu hans Margrétar Baldvinsdóttur ljósmóður. Hann átti sín æsku- og unglingsár í for- eldrahúsum í Hrísey. Þar kynntist hann sjómannsstörfum, sem hann lagði fyrir sig strax á unglingsár- um. Það leiddi til þess að hann fór í Stýrimannaskólann í Reykjavík og brautskráðist þaðan 1950 með rétti til skipstjórnar á öllum stærð- um fiskiskipa. Fljótlega komu í ljós hæfileikar hans til þess að stjórna fólki og réðst hann því fljótlega sem stýr- maður á togara. Þá leyndu sér ekki veiðihæfileikarnir og var hann ráðinn skipstjóri á Harðbak sem var í eigu Ú.A. á árinu 1956 og gegndi hann því starfi til ársins 1965, er hann réðst sem annar tveggja framkvæmdastjóra Ú.A. Því starfi gegndi hann til ársins 1992 lengst með Gísla Konráðssyni og síðar Gunnari Ragnars. Þeir ljúka miklu lofsorði á Vilhelm og samstarf þeirra var ávallt með ágætum og mikið jafnræði ríkti með mönnum. í verkaskiptingu forstjóranna kom í hlut Vilhelms að sjá um útgerðarreksturinn. Það starf innti hann af hendi með einstakri kost- gæfni, enda þekking hans á því sviði yfirgripsmikil. Stjórnunarhættir hans fólust ekki í miklum hávaða. Hann gjör- þekkti aðstæður til sjós og lands og því reyndust honum samskipti við hina mörgu skipstjóra félagsins auðveld. Gestkomandi þurfti ekki að dvelja lengi á skrifstofu Ú.A. til þess að kynnast því hvílíkar virðingar Vilhelm naut meðal sam- starfsmanna. Það var því eðlilegt að á Vilhelm t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLÍNA HÖGNADÓTTIR, lést á elliheimilinu Grund 29. desember. Útförin verður auglýst síðar. Unnur Hafdís Einarsdóttir, Sigurður Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Svalbarði 11, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju 4. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á heimahlynningu Krabba- meinsfélagsins. Þorleifur Gunnarsson, Lilja Sveinsdóttir, Haukur Jónsson, Guðrún Sveinsdóttir, Þórarinn Kristinsson, Anney Sveinsdóttir, Franz Arason, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, Austurgötu 22, Keflavík, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 29. desember. Sigurður Sumarliðason, Emil B. Sigurbjörnsson, Magnús S. Sigurðsson, Margrét B. Sigurðardóttir, Bergur Vernharðsson, Halldóra Sigurðardóttir, Ástvaldur Valtýsson, Sigmar Sigurðsson, Edda E. Hjálmarsdóttir, Emilia Magnúsdóttir, Dallas Blevins, barnabörn og barnabarnabörn. l| Mi Blir IIHIIHII 111114 lllll hlæðust ýmis trúnaðarstörf. Hann var strax eftir að hann varð for- stóri Ú.A. kjörinn í stjórn Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda og for- maður þess frá 1978 og þar til það sameinaðist hinum ýmsu útvegs- mannafélögum af skipulagsástæð- um. F.Í.B. var á þessum árum eitt áhrifamesta félag innan L.Í.Ú. Hann var kjörinn í stjórn L.Í.Ú. á árinu 1967 og sat þar til dauða- dags. Hann var varaformaður L.I.Ú. til margra ára og sótti stjórnarfundi af einstakri sam- viskusemi þótt langt væri að fara. Hann sat í stjórn Lífeyrissjóðs sjó- manna fyrir útvegsmenn óslitið frá árinu 1965 og gegndi þar for- mennsku um tíma. Þegar togaraflotinn var end- urnýjaður og skuttogararnir komu í stað gömlu síðustogaranna var Vilhelm mikill áhugamaður um þá endurnýjun og átti mikinn þátt í því hvernig hin nýju skip voru smíðuð. Hin síðari ár var hann mikill áhugamaður um fiskeldi og var einn af frumkvöðlum þess starfs, sem nú er unnið á vegum Fisk- eldis Eyjafjarðar á Hjalteyri. Hann sá þar suma drauma sína rætast og vonandi eigum við hin eftir að njóta ávaxta af framsýni hans á því sviði. Vilhelm var mikill gæfumaður í einkalífi. Hann kvæntist árið 1950 eftirlifandi eiginkonu sinni Önnu Kristjánsdóttur frá Flateyri. Þeim varð 5 barna auðið, sem öll eru mikið dugnaðarfólk, en þau eru Þorsteinn skipstjóri, kvæntur Þóru Hildi Jónsdóttur og eiga þau fimm börn og eitt barnabarn. Kristján útgerðarstjóri, kvæntur Kolbrúnu Ingólfsdóttur og eiga þau fimm börn. Margrét Jóna kennari, gift Wolfgang Burkert lækni og eiga þau 2 börn. Þau eru búsett í Þýska- landi. Sigurlaug, skirfstofumaður, gift Guðjóni Jónssyni rafmagns- verkfræðingi. Þau eiga eitt barn. Valgerður Anna hjúkrunarfræði- nemi gift Ormarri Örlygssyni efna- fræðingi. Þau eiga tvö börn. Vilhelm og Anna höfðu komið sér upp sælureit austur í Bárðar- dal, þar sem þau nutu hvíldar. Eftir að Vilhelm lét af störfum forstjóra hugðu þau gott til þess að njóta þar útivistar í fallegu umhverfi á nsætu árum. Af ein- stakri smekkvísi og alúð höfðu þau búið þessum sumarbústað það umhverfí sem var svo lýsandi um snyrtimennsku þeirra. Allt fágað og fínt og hver hlutur á sínum stað. Vilhelm og Anna veittu börnum sínum gott uppeldi þar sem rík áhersla var lögð á dugnað og heið- arleika. Þau nutu návista við barnabömin af mikilli ánægju og veittu þeim mikið af sinni dýrmætu lífsreynslu. Ég minnist þess að Vilhelm og Anna sögðu mér frá því, að eitt sinn um jól, þegar algengt var að skipveijar vildu fá frí til að vera hjá ástvinum um hátíðirnar, að Þorsteinn sonur þeirra fékk tæki- færi til þess að vera skipstjóri á einum af togurum Ú.A., þá aðeins 24 ára að aldri. Kristján bróðir hans var vélstjóri og Margrét Jóna systir þeirra sá um matseldina. Þetta var ungt fólk sem hafði ver- ið sýnt mikið traust, sem það stóð undir. Á gamlársdag eða nokkrum dögum áður en sjóferðinni átti að ljúka, kom skipið að landi með fullfermi, sem var um 300 lestir af þorski. Ég greindi ekki á milli, hvor var stoltari af börnum sínum, faðirnn eða móðirin í þessu tilviki. Vilhelm hlotnaðist sá heiður á árinu 1961 að fá afreksbikar F.Í.B., sem veittur var fyrir fræki- leg björgunarafrek. Þannig stóð á, að í slæmu veðri út af Garð- skaga að vetri til féll maður fyrir borð. Vilhelm varð þessa var og sá ekki annað úrræði en að stökkva sjálfur í sjóinn með bjarghring og tókst með mikilli þrekraun að bjarga manninum. Þetta atvik reyndi mjög á heilsu Vilhelms lengi á eftir. Með þessum fáu fátæklegu orð- um kveð ég vin minn Vilhelm Þor- steinsson, sem ég tel að hafi yerið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.