Morgunblaðið - 31.12.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTSR
FÓSTUDAGUR 31. DESEMBER 1993
47
KNATTSPYRNA
Cruyff sveik landa
sína í tryggðum
lohan Cruyff. Tveir persónuleikar — knattspyrnuunnandi og fjármálamaður.
ÞAÐ uröu mikil vonbrigði í
Hollandi 1978 þegar knatt-
spyrnukappinn Johan Cruyff til-
kynnti að hann myndi ekki leika
með hollenska landsliðinu í
HM í Argentínu sama ár. Ekki
urðu vonbrigðin minni fyrirfá-
einum dögum, þegar tilkynnt
var að Johan Cruyff myndi ekki
stjórna landsliðinu í HM í
Bandaríkjunum, eins og stóð
til. Menn vonuðust eftir að
Holland myndi vinna heims-
meistaratitilinn í fyrsta skipti —
og það undir stjórn Cruyff. Þá
var Ruud Gullit búinn að segja
að hann væri tilbúinn að leika
á ný með landsliðinu, undir
stjórn Cruyff.
Hollendingar áttu erfitt með að
trúa fréttunum, en Barcelona
var búið að gefa Cruyff leyfi til að
stjórna hollenska landsliðinu í HM.
Hvað gerðist — setti Barcelona
kappanum stólinn fyrir dyrnar?
Árið 1991 gaf Cruyff hollenska
landsliðinu ákveðið svar um að hann
myndi stjórna liðinu, en samningar
þess efnis voru aldrei undirritaðir.
Það átti að ganga frá þeim þegar
Ijóst væri að Holland kæmist alla
leið. Þegar Hollendingar fögnuðu
farseðli til Bandaríkjanna, hófst
martröð hjá forráðamönnum knatt-
spymusambands Hollands — það
var að semgja við Cruyff, sem setti
fram svo miklar kröfur, að forráða-
mennirnir gátu ekki gengið að þeim,
enda áttu þeir erfitt með að trúa
því sem Cmyff fór fram á.
„Kröfurnar vom ótrúlegar frá
manni, sem hafði sagt okkur að
hann ætti aðeins eftir að uppfylla
eina ósk — að vinna heimsmeistara-
titilinn fyrir Holland,“ sagði Jos
Kröfur Johans Cmyff
Kröfur kappans Johans Cmyff voru miklar, en lauslega reiknað
má reikna með að hann hefði fengið allt að 200 millj. ísl. kr. í vas-
ann og jafnvel gott betur, aðeins í peningum — fyrir utan annan
kostnað.
■Cruyff óskaði eftir að hollenska knattspyrnusambandið borgaði
honum 21,6 millj. ísl. kr. í föst laun. Tvöfaldar bónusgreiðslur mið-
að við leikmenn liðsins — gæti farið allt upp í 40 millj., eða eftir
gengi liðsins.
■Kappinn fór fram á að fá tíu prósent af þeim ágóða sem hol-
lenska knattspyrnusambandið myndi fá í sambandi við þátttök í
heimsmeistarakeppninni, sem gæti vel orðið um 100 millj. ísl. kr.
■Crayff vildi fá auglýsingar fyrir hans eigið sportvörufyrirtæki í
sambandi við HM. Hollenska knattspyrnusambandið er samnings-
bundið LOTTO.
■Hann vildi fá ótakmarkað vald á stjórnum hollenska liðsins í einu
og öllu. Vera með eigin þjálfara og starfsmenn. Og þá fór hann fram
á að Barcelona fengi 15,2 millj. ísl. kr. fyrir að gefa honum leyfi
frá félaginu til að stjórna hollenska landsliðinu.
Staatsen, formaður hollenska
knattspyrnusambandsins, sem fór á
fund Cruyff í Barcelona — í þeirri
trú að aðeins væri eftir að ganga
frá smámálum í sambandi við samn-
inginn við Cruyff um stjórnun hol-
lenska liðsins i HM. Staatsen kom
tómhentur til baka, en sagði: „Ég
hef komist að því að það eru til
tveir Johan Cmyff. Sá sem ég hitti
fyrst í Bareelona var indæll maður,
sem elskar knattspyrnu, en síðan
mætti ég hörðum fjármálamanni,
sem hugsaði aðeins um fyrirtæki
sitt. Ég fundaði með tveimur ólíkum
persónum. Ég var samtals i tuttugu
og tvo daga að reyna að ná samn-
ingum við Cruyff, en þeir samning-
ar tókust aldrei því að lögfræðingar
hans komu jöfnum höndum fram
með nýjar kröfur," sagði Staatsen.
Eftir að Hollendingar fengu að
vita hvemig i pottinn var búið, áttu
þeir erfítt að trúa því að Cruyff
myndi svíkja þá í tryggðum — og
þeir koma ekki til með að gleyma
uppákomunni, sem kom fram í
sviðsljósið sömu helgina og dregðið
var í riðla i HM í Bandaríkjunum.
Johan Cmyff sagði að forráðamenn
hollenska knattspymusambandsins
hafði lagt áherslu á rangan hlut.
„Vilja þeir ekki að Holland verði
heimsmeistari? Ef þeir gera það,
hefðu þeir átt að ráða mig án þess
að hafa áhyggjur af samningi.“
Dick Advocaat, þjálfarinn sem
átti að víkja fyrir Cruyff, verður
áfram landsliðsþjálfari. „Fyrir
tveimur ámm vissi ég að Crayff
átti að reka endahnútinn á starf
mitt — það er að segja að stjóma
landsliðinu í Bandaríkjunum. Ég er
sjálfur selginn að hann geri það
ekki. Eftir þetta em litlar líkur á
að Crayff eigi eftir að stjóma lands-
liði Hollands," sagði Advocaat.
ÚRSLIT
IMBA-karfan
Orlando - Atlanta...............90:92
BKevin Willis gerði sigurkörfuna, en hann
hitti ekki úr 13 at fyrstu 15 skotum sínum
í leiknum. O’Neal var rekinn af leikvelli,
ósáttur við dómarana og þeir þurftu lög-
regluvemd eftir leikinn, sem er mjög óvenju-
legt í NBA.
Washington - Sacramento.......97:103
■Lionel Simmons gerði 27 stig fyrir gest-
ina en Don MacLean gerði 25 fyrir heima-
menn, sem hafa tapað sex heimaleikjum f
röð.
Chicago - New Jersey............94:86
■Meistaramir halda sigurgöngunni áfram.
Toni Kukoc gerði 16 stig, þar af 11 i síð-
asta fjórðungi. Stigahæstur var B.J. Arm-
strong með 25 stig og Scottie Pippen gerði
17 stig.
Utah-Boston...................110:107
■Boston tapaði sjöunda leiknum f röð, nú
eftir framlengingu. Rick Fox setti persónu-
legt met er hann gerði 28 stig og Xavier
McDaniel bætti 22 stigum við fyrir Boston
en Karl Malone gerði 25 og Jeff Malone
22 fyrir Utah.
LA Lakers - Seattle.............92:99
■Shawn Kemp gerði 25 stig og Lakers
gerðu aðeins 8 stig sfðustu 8 mínúturnar.
Portland - LA Clippers.........114:98
■Terry Porter gerði 25 stig og Buck Will-
iams 22 auk þess að taka 10 fráköst. Danny
Manning gerði 26 stig fyrir Clippers og
Ron Harper 24.
HANDKNATTLEIKUR
Langar að spila heima
- segir Sigurður Bjarnason sem hefur
fengið fá tækifæri hjá Grosswaldstadt
Um áramótin
Handknattleikur
Jóla- og nýársmót kvenna:
Sunnudagur 2. janúar:
KR-heimili: KR-Víkingur.12.50
Vikin: ÍBV-Landslið........15.15
Vfkin: Víkingur- Stjaman...16.35
Víkin: KR- IBV..........17.55
Mánudagur 3. janúar:
Ásgarður Stjaman - ÍBV.....12
Víkin: Landsíið - Stjarnan.17.25
Ásgarður: Víkingur - ÍBV...19.30
Ásgarður: KR- Landslið..20.40
Hlaup
Hið árlega Gamlárshlaup ÍR verður
haldið í dag og hefst kl. 14 við ÍR-
húsið við Túngötu.
„MIG langar mjög mikið að
koma heim og ég ætla að ræða
þau mál við forráðamenn
Grosswaldstadt strax eftir ára-
mótin. Ef ég kem heim þá leik
ég með mínu liði, Stjörnunni,"
sagði Sigurður Bjarnason
handknattleikmaður við Morg-
unblaðið í gær en Sigurður
hefur leikið með Grosswald-
stadt í Þýskalandi.
Astæðan fyrir því að mig langar
heim er að ég hef fengið mjög
fá tækifæri eftir að ég náði mér
af meiðslunum. Ég er búinn að ná
mér þó ég sé ekki kominn í mitt
allra besta form ennþá, en það er
stutt í það. Mig langar að spila og
FRJALSIÞROTTIR
komast í landsliðið aftur og einnig
að fara í lögfræðina hér heirna,"
sagði Sigurður.
Hann er samningsbundinn
Grosswaldstadt út þetta keppnis-
tímabil og segir ljóst að hann muni
ekki endurnýja þann samning. Til
að geta komið heim og leikið með
Stjörnunni verða forráðamenn
Grosswaldstadt að láta hann laus-
an. „Ég veit ekkert hvort þeir vilja
það en ég fer út 2. janúar og þá
ætla ég að ræða málin við þá þann-
ig að þetta skýrist fljótlega á nýju
ári. Ég ræddi í dag [fimmtudag]
við Gunnar Einarsson þjálfara
Stjörnunnar og hann var mjög já-
kvæður fyrir því að ég kæmi til
félagsins," sagði Sigurður.
Gamlárshlaup ÍR
Atjánda Gamlárshlaup ÍR fer fram í dag og hefst hlaupið við ÍR-húsið
við Túngötu. Hlaupið hefur átt vaxandi vinsældum að fagna, enda
stærsta hlaupið sem fer fram yfir vetramánuðina. Flestir bestu hlauparar
landsins taka þátt í hlaupinu, en keppt er í sjö flokkum og fá fýrstu þrír
í hverjum aldursflokki verðlaunapeninga, en allir þeir sem ljúka hlaupinu
fá viðurkenningarskjal. Hlaupið hefst kl. 14 og verða hlaupnir 9,5 km
um vesturbæinn og Seltjarnanes. Skráning hefst kl. 13 við IR-húsið, en
þar er búningaaðstaða. I fyrra luku 130 keþþéndúr hlaupinu.
Siguröur Bjarnason vill losna frá Grosswaldstadt í Þýskalandi og koma heim.