Morgunblaðið - 18.01.1994, Side 17

Morgunblaðið - 18.01.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 17 Stefna umhverfis- o g heilsuverndar eftír Ólaf F. Magnússon A næstunni fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna skipunar á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Á sama tíma virðist sem vinstri mönnum hafi tekist að ná samkomulagi um sameiginlegan lista gegn sjálfstæðismönnum. Því er mikilvægt að Sjálfstæðisflokk- urinn nái að bjóða fram sterkan lista sem nær til hins breiða fjölda með málflutningi sínum. Breytt forgangsröðun Á þessu kjörtímabili hef ég sem varaborgarfulltrúi einkum beitt mér í heilbrigðis- og umhverfis- málum, en aukið umferðaröryggi og bættar gönguleiðir um borgina eru einnig sérstök áhugamál mín. Þar sem borgarstjórnarkosning- arnar í vor munu að verulegu leyti snúast um fjármál borgarinnar og atvinnuleysisvandann vil ég leggja áherslu á sparnað og ráðdeild með almannafé og markvissa uppbygg- ingu í atvinnumálum. Á undan- förnum árum hef ég lýst þeirri skoðun minni að aukið tillit beri að taka til barnafjölskyldna, bæði í skattamálum og varðandi nioður- greiðslur á heilbrigðisþjónustu og annarri opinberri þjónustu. Þessar niðurgreiðslur ættu að vera þær sömu hjá börnum að 16 ára aldri og hjá lífeyrisþegum. Ég vil einnig beita mér fyrir breyttri forgangs- röðun á nýtingu almannafjár á næsta kjörtímabili og í því skyni fresta stórframkvæmdum á Korp- úlfsstöðum og við bílastæðahús í miðbænum. Helstu stefnumál í tengslum við framboð mitt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík hef ég set fram stefnu mína og áhersluatriði í 12 liðum og eru þau eftirfarandi: 1. Réttlátari fjölskyldustefna. 2. Ráðdeildarsemi með almanna- fé. 3. Markviss atvinnuuppbygging. 4. Verndun og varðveisla útivist- arsvæða. 5. Bættar göngu- og hjólreiða- leiðir. í Kaupmannahöf n FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI . Peningamálin einum 1 Félagasjóði Hallbera Stella Leifsdóttir, Badmintonfélag Akraness. Okkur finnst best að fá yfirlit reglulega og hafa allt skipulag á einum stað. Yfirlitin eru einföld og auðskiljanleg fyrir venjulegt fólk. Innheimta félagsgjalda Greiðsluþjónusta Yfirlit ytir félagsgjöldin fíekstrarreikningur árlega Bókhaldsmappa í kaupbæti L Landsbanki íslands Bankl alira landsmanna 6. Pjölgun undirganga við um- ferðaræðar. 7. Öflugar mengunarvarnir. 8. Aukið umferðaröryggi. 9. Frestun stórframkvæmda við Korpúlfsstaði og bílastæða- hús. 10. Hagkvæmni og fjölbreytni í öldrunarþjónustu. 11. Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu. 12. Heilsuverndarstöðin áfram í þjónustu Reykvíkinga. Heilsugæslan aftur til sveitarfélaga Sterkar líkur eru á því að rekst- ur heilsugæslu færist aftur til sveitarfélaga frá ríkisvaldinu á næsta kjörtímabili. Innan borgar- „Á þessu kjörtímabili hef ég sem varaborgar- fulltrúi einkum beitt mér í heilbrigðis- og umhverfismálum, en aukið umferðaröryggi og bættar gönguleiðir um borgina eru einnig sérstök áhugamál mín.“ stjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins hef ég ásamt þeim Katrínu Fjeldsted og Ingólfi Sveinssyni haft með höndum stefnumótun í þessu málaflokki, en þau Katrin og Ingólfur gefa ekki kost á sér í komandi prófkjöri. Ég er reiðubú- inn til að taka að mér forystu i þessum málaflokki, fái ég til þess ótvírætt umboð í prófkjörinu, með kosningu í sæti aðalborgarfull- trúa. Auk þess hef ég sem starf- andi heimilislæknir mikinn áhuga á þeim málum sem lúta að vernd- un umhverfis og vörnum gegn slysum og sjúkdómum, eins og helstu stefnumál mín bera glöggt vitni. Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi í Kcykjavík og einn frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna íReykjavík. Ólafur F. Magnússon J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.