Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 17 Stefna umhverfis- o g heilsuverndar eftír Ólaf F. Magnússon A næstunni fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna skipunar á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Á sama tíma virðist sem vinstri mönnum hafi tekist að ná samkomulagi um sameiginlegan lista gegn sjálfstæðismönnum. Því er mikilvægt að Sjálfstæðisflokk- urinn nái að bjóða fram sterkan lista sem nær til hins breiða fjölda með málflutningi sínum. Breytt forgangsröðun Á þessu kjörtímabili hef ég sem varaborgarfulltrúi einkum beitt mér í heilbrigðis- og umhverfis- málum, en aukið umferðaröryggi og bættar gönguleiðir um borgina eru einnig sérstök áhugamál mín. Þar sem borgarstjórnarkosning- arnar í vor munu að verulegu leyti snúast um fjármál borgarinnar og atvinnuleysisvandann vil ég leggja áherslu á sparnað og ráðdeild með almannafé og markvissa uppbygg- ingu í atvinnumálum. Á undan- förnum árum hef ég lýst þeirri skoðun minni að aukið tillit beri að taka til barnafjölskyldna, bæði í skattamálum og varðandi nioður- greiðslur á heilbrigðisþjónustu og annarri opinberri þjónustu. Þessar niðurgreiðslur ættu að vera þær sömu hjá börnum að 16 ára aldri og hjá lífeyrisþegum. Ég vil einnig beita mér fyrir breyttri forgangs- röðun á nýtingu almannafjár á næsta kjörtímabili og í því skyni fresta stórframkvæmdum á Korp- úlfsstöðum og við bílastæðahús í miðbænum. Helstu stefnumál í tengslum við framboð mitt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík hef ég set fram stefnu mína og áhersluatriði í 12 liðum og eru þau eftirfarandi: 1. Réttlátari fjölskyldustefna. 2. Ráðdeildarsemi með almanna- fé. 3. Markviss atvinnuuppbygging. 4. Verndun og varðveisla útivist- arsvæða. 5. Bættar göngu- og hjólreiða- leiðir. í Kaupmannahöf n FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI . Peningamálin einum 1 Félagasjóði Hallbera Stella Leifsdóttir, Badmintonfélag Akraness. Okkur finnst best að fá yfirlit reglulega og hafa allt skipulag á einum stað. Yfirlitin eru einföld og auðskiljanleg fyrir venjulegt fólk. Innheimta félagsgjalda Greiðsluþjónusta Yfirlit ytir félagsgjöldin fíekstrarreikningur árlega Bókhaldsmappa í kaupbæti L Landsbanki íslands Bankl alira landsmanna 6. Pjölgun undirganga við um- ferðaræðar. 7. Öflugar mengunarvarnir. 8. Aukið umferðaröryggi. 9. Frestun stórframkvæmda við Korpúlfsstaði og bílastæða- hús. 10. Hagkvæmni og fjölbreytni í öldrunarþjónustu. 11. Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu. 12. Heilsuverndarstöðin áfram í þjónustu Reykvíkinga. Heilsugæslan aftur til sveitarfélaga Sterkar líkur eru á því að rekst- ur heilsugæslu færist aftur til sveitarfélaga frá ríkisvaldinu á næsta kjörtímabili. Innan borgar- „Á þessu kjörtímabili hef ég sem varaborgar- fulltrúi einkum beitt mér í heilbrigðis- og umhverfismálum, en aukið umferðaröryggi og bættar gönguleiðir um borgina eru einnig sérstök áhugamál mín.“ stjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins hef ég ásamt þeim Katrínu Fjeldsted og Ingólfi Sveinssyni haft með höndum stefnumótun í þessu málaflokki, en þau Katrin og Ingólfur gefa ekki kost á sér í komandi prófkjöri. Ég er reiðubú- inn til að taka að mér forystu i þessum málaflokki, fái ég til þess ótvírætt umboð í prófkjörinu, með kosningu í sæti aðalborgarfull- trúa. Auk þess hef ég sem starf- andi heimilislæknir mikinn áhuga á þeim málum sem lúta að vernd- un umhverfis og vörnum gegn slysum og sjúkdómum, eins og helstu stefnumál mín bera glöggt vitni. Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi í Kcykjavík og einn frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna íReykjavík. Ólafur F. Magnússon J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.