Morgunblaðið - 29.01.1994, Síða 27

Morgunblaðið - 29.01.1994, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 1994 27 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins haldið í fimm sveitarfélögnm PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins verða haldin í fimm sveitarfélögum um helgina vegna kosninganna í vor. A Akranesi og í Njarðvík fer prófkjör fram á laugardag, 29. janúar, á ísafirði og í Hafnarfirði er kosið laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. janúar og í Reykja- vik er kosið sunnudaginn 30. janúar og mánudaginn 31. janúar. Akranes Á Akranesi taka ellefu frambjóð- endur þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins sem fram fer laugardaginn 29. janúar. Öllum stuðningsmönnum flokksins á Akranesi, 18 ára og eldri, er heimil þátttaka auk félagsmanna í Þór, félagi ungs Sjálfstæðisfólks, sem náð hafa 16 ára aldri á kjör- degi. Kosið er í Sjálfstæðishúsinu við Heiðargerði 20 og hefst kjöifundur kl. 10 og lýkur kl. 22. Talning at- kvæða hefst á laugardagskvöld og er gert ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir um miðnætti. Njarðvík í Njarðvík taka átta frambjóðend- ur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins sem fram fer laugardaginn 29. janúar. Prófkjörið er opið öllum stuðningsmönnum flokksins sem náð hafa kosningaraldri á kjördegi. Kosið er í Sjálfstæðishúsinu, Hólagötu 15 í Njarðvík og hefst kjörfundur kl. 10 og lýkur kl. 22. Talning hefst að loknum kjörfundi og er gert ráð fyr- ir að niðurstaða liggi fyrir um mið- nætti. ísafjörður Á ísafirði eru sautján frambjóð- endur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer laugardaginn 29. jan- úar og sunnudaginn 30. janúar. Kos- ið er í Sjálfstæðishúsinu á ísafirði, Hafnarstræti 12, 2. hæð og hefst kjörfundur kl. 10 á. laugardag og stendur til kl. 19. Þátttaka er heimil öllum fullgildum meðlimum sjálf- stæðisfélaganna á ísafirði og þeim stuðningsmönnum flokksins sem hafa kosningarétt í komandi sveitar- stjórnarkosningum og undirritað hafa stuðningsyfirlýsingu við flokk- inn. Kjósa skal ákveðinn frambjóð- anda í sæti á listanum með því að tölusetja framan við nöfn manna á kjörseðli í þeirri röð sem óskað er. Á sunnudag hefst kjörfundur kl. 13 og stendur til kl. 19. Talning atkvæða hefst að loknum kjörfundi á sunnu- dag og er búist við að niðurstaða liggi fyrir um miðnætti. Hafnarfjörður í Hafnarfirði taka tuttugu og sex frambjóðendur þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins sem fram fer laugar- daginn 29. janúar og sunnudaginn 30. janúar. Kosið er í Sjálfstæðishús- inu við Strandgötu 29 og er þátttaka heimil öllum stuðningsmönnum flokksins í Hafnarfirði og þeim Stefnisfélögum sem náð hafa 16 ára aldri á kjördegi. Kjörfundur hefst kl. 10 og stendur til kl. 19 báða dag- ana. Talning hefst um miðjan dag á sunnudag og er gert ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir um miðnætti. Reykjavík í Reykjavík taka tuttugu og fimm frambjóðendur þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins sem fram fer sunnu- daginn 30. janúar og mánudaginn 31. janúar. Kosið er í sex kjörhverf- um á sunnudag og hefst kjörfundur kl. 9 og stendur til kl.. 22. Kjörhverfi 1 er á Hótel Sögu A- sal fyrir Nes- og Mela-, Vestur- og Miðbæjar- og Austur- og Norður- mýrarhverfi að Rauðarárstíg. Kjör- hverfi 2 er í Valhöll, vestursal Háa- leitisbraut 1, fyrir Hlíða- og Holta-, Laugarnes- og Langholtshverfi. Kjörhverfi 3 er í Valhöll, austursal, Háaleitisbraut 1, fyrir Háaleitis- og Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogs- hverfi. Kjörhverfi 4 er að Hraunbæ 102, suðurhlið, fyrir Árbæjar- og Seláshverfi og Ártúnsholt. Kjörhverfi 5 er að Álfabakka 14 A, Mjódd, fyr- ir alla byggð í Breiðholti. Kjörhverfi 6 er að Hverafold 1-3, fyrir byggð í Grafarvogi. Á mánudag er eingöngu kosið í Valhöll, Háaleitisbraut og hefst kjör- fundur þar kl. 13 og stendur til kl. 21. Þátttaka í prófkjöri í Reykjavík er heimil öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri þann 30. janúar. Enn-; fremur þeir stuðningsmenn flokksins sem eiga munu kosningarétt í kjör- dæminu þann 28. maí 1994 og hafa undirritað inntökubeiðni í sjálfstæð- isfélagi í kjördæminu fyrir lok kjör- fundar. Kjósa skal fæst tíu frambjóðendur og flest 12. Skal það gert með því að setja tölustafi fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan fram- boðslista. Þannig skal talan 1 sett framan við nafn þess frambjóðanda sem óskað er eftir að skipi fyrsta - sæti, talan 2 framan við nafn þess sem óskað er að skipi annað sæti o.s.frv. Talning atkvæða hefst um miðjan dag á mánudag og má búast við að niðurstaða liggi fyrir um eða eftir miðnætti aðfaranótt þriðjudags. SJONARHORN Tekist á við streitu, sem fylgir því að eldast, - á uppbyggjandi hátt Fyrri hluti STREITA í daglegu lífi er óhjá- kvæmileg bæði hjá hinum yngri sem og hinum eldri. Ávinningur eða áföll ráðast af því hvernig tekist er á við fyrirbærið. í tímaritinu Stress Medicine (jan. 1993) er birt mjög fróðlegt erindi sem haldið var á alþjóða- þingi um streitu í Monaco árið 1992. Greinin fjallar um það hvernig takast á við streitu sem fylgir því að eldast - á uppbyggj- andi hátt. Höfundurinn, Bernice Cohen-Sach, er læknir og starfar hann með samtökum sem vinna að sjálfshjálp í Washington fylki í Bandaríkjunum. Hann segist vera sérfræðingur í að eldast, því að hann hafi sjálfur verið að gera það í 74 ár. „Við erum öll yngri en við verðum nokkum tíma aft.ur og jafnframt eldri en við höfum nokkum tíma verið áður“, segir hann. Nú ná fleiri „gullnu áran- um“ en nokkurn tíma fyrr. í Bandaríkjunum hefur hópur 85 ára og eldri vaxið þrefalt hraðar en aðrir þjóðfélagshópar og 65 ára og eldri tvöfalt hraðar. Nú er litið á fjölgun þeirra sem eldast sem eitt mesta ögrandi við- fangsefni vestrænna þjóðfélaga. „Þó að þar þyki felast ákveðinn leyndardómur þá munu allir þeir sem þolinmæði hafa og lifa nógu lengi, fá að upplifa það sjálfir í fyllingu tímans. Að finna sig sjálf- an gamlan fellur ekki undir neina forskrift og er ekki böl, aldur og veikindi eru ekki sami hluturinn," segir Cohen-Sach. Baráttuaðferðir gegn öldrun Þó að aldur sé erfiður andstæð- ingur er mannkynið ákveðið í að berjast gegn honum með öllum þeim vopnum sem í boði eru. Fólk eyðir ómældum fjárfúlgum í að- gerðir í baráttunni við að halda sér ungu, eins og t.d.: Nýjar tenn- ur skrúfaðar í kjálka og fitu sog- aða af læram. Andlitslyftingu, hárflutning, bijóstafyllingu til að fá stinnari bijóst og fyllingu í lim- inn svo hægt sé að njóta betur kynlífsins. Nálastunguaðferðir eru notaðar til að fella saman sprangnar háræðar á fótleggjum og fólk fær sér innspýtingu af bræddri kýrhúð til að slétta úr hrukkum. Mikilvægi líkamsæfinga Höfundur segir að þrátt fyrir milljarða í kostnað í endurapp- byggingariðnaðinn sé besti „yng- ingar-elexírinn“ ókeypis og hann komi ekki úr flöskum. Lausnin er einföld: „HALDIÐ YKKUR Á HREYFINGU". Að eldast er jafn mikið fólgið í hugarástandi og árafjölda eða hrukkumyndun. Það er ekki hægt að flýja aldurinn, en það er hægt að halda aftur af honum um tíma með góðum vel skipulögðum líkamsæfingum. Lífeðlisfræðingar hafa fundið greinileg merki þess að margir algengir sjúkdómar, sem fylgja því að eldast, eru afleiðingar hreyfíngar- og þjálfunarleysis. Staðreynd er að fólk hreyfír sig minna eftir því sem það verður eldra. Röskar reglulegar gönguferðir geta hjálpað til að hindra hjarta- sjúkdóma, en aðeins vel uppbyggð líkamsþjálfun getur komið í veg fyrir dvínandi líkamsþrek, minni vöðvamassa, minni líkamsstyrk og minni hreyfanleika sem oft eykst með aldrinum. Um 40-50 prósent rýrnun verður á hnérétti- vöðva á aldursbilinu 20-60 ára. Þróuninni má snúa við með lyft- ingaæfingum. Hægt er að minnka fitulag og auka vöðvamassa hjá eldra fólki með viðeigandi þrek- þjálfun. Æfingar sem byggja upp vöðva og aðgæsla í mataræði get- ur stuðlað að betri heilsu og tafið fyrir þróun margra hrömunar- sjúkdóma. Þeim mun yngra sem fólk byrj- ar í slíkri þjálfun þeiin mun betri verður árangurinn. Hinum eldri er slík þjálfun enn mikilvægari. Með viðeigandi þjálfun getur 70 ára einstaklingur aukið súrefnis- upptöku sína á sama stig og 30 ára kyrrsetumaður. Þjálfunin hjálpar fullorðnu kyrrsetufólki ekki aðeins að auka líkamsstyrk sinn og hreysti, hún getur verið vörn gegn hjartasjúkdómum. Kyrrsetukonur eru í tvöfalt meiri hættu á að deyja af völdum hjartasjúkdóma en þær sem stunda þjálfun. Öldungar á tíræð- isaldri hafa aukið vöðvastyrk sinn með lyftingum og konur á níræð- isaldri hafa aukið við beinmassa sinn með því að stunda hæfilega líkamsþjálfun þrisvar í viku. Mataræði „Ræktið hugarfarið og haldið kaloríum í lágmarki," segir Co- hen-Sach. Með því að hafa hemil á matarlystinni er hægt að hafa stjóm á öldrunarferlinum. Margar rannsóknir hafá leitt í ljós að þeim mun lengri sem mittislínan er, þeim mun styttri er líflínan. Fjöl- breytt fæði er nauðsynleg undir- staða ánægjulegra efri ára. Eng- inn á að láta sér standa á sama um útlit sitt, það er hluti af ánægj- unni að eldast með reisn. Mikilvægi kynlifs Cohen-Sach tekur fyrir við- kvæmu málin, kynlífíð, sem hann segir mjög mikilvægt. Hann segir að eldra fólk hafí tilhneigingu til að verða fómarlömb mismununar vegna aldurs síns, en á röngum forsendum. Kynlíf er mikilvægt mál meðal aldraðra, rétt með- höndlum á vandamálum sem koma upp hefur geysimikil áhrif bæði á líkamlega og andlega heil- brigði. Hann segir að gert sé ráð fyrir að eldri menn verði getulausir og áframhaldandi kynlíf eldra fólks sé oftar en ekki álitið vera af- brigðilegt og ósiðlegt. „Það sem álitið er orkumikil karlmennska hjá þrítugum er talið vera losta- fullt líferni hjá 65 ára manni.“ Höfundur segir að læknar, sér- staklega ungir læknar eigi þar nokkra sök, þeir endurtaki gjarn- an gömul viðhorf með því að segja við hina eldri: „Þú ert of gamall fyrir kynlíf. Hversvegna að berj- ast á móti eðli náttúrunnar?" Og hann bætir við: „Þó að snjór sé á þakinu þýði það ekki að eldur sé ekki í eldstæðinu." Öldrunarferillinn er ekkert sem þarf að óttast. Það er tækifæri til að upplifa lífíð og ástina. Þörf- in fyrir ástúð og kynferðislega tjáningu er nauðsynleg fólki á öllum aldri. Þeir eldri ættu að hlú að þeim þáttum sérstaklega. Við- hald fullnægjandi kynlífs hefur bæði líkamlegan og andlegan ávinning og stuðlar að betri heilsu. Cohen-Sach bendir á, að marg- ar eðlilegar líffræðilegar breyt- ingar tengdar kynlífi geti komið með árunum. Hann nefnir þurrk í leggöngum hjá konum, en þar hjálpi hormónakrem. Vandamálið sé þó sjaldgæfara hjá konum sem iðka kynlíf, en þó að það sé til staðar, þá sé löngunin eða ánægj- an ekki minni en á yngri áram. Hann bendir á að fyrir suma geti uppskurðir í kviðarholi aukið áhyggjur af getuleysi og kynlífí. Getuleysi Að mönnum hætti að rísa hold segir höfundur að sé ekki eðlileg afleiðing þess að eldast. Ástæður fyrir getuleysi karla geta verið margvíslegar: Leiði, þreyta, ofát, of mikil drykkja, lyfjanotkun - sum lyf geta haft þar bein áhrif, . ótti við að mistakast, og ótti við líkamlegan skaða sem afleiðingu sarrifara. Hið svokallaða getuleysi á efri árum segir hann sérstaklega villandi. Góð heilsa með ákveðnum skammti að karlmannlegri orku getur varað allt fram á níræðisald- ur og nefnir hann dæmi þess að karlar allt að 92 ára gamlir hafi getið börn. Elliglöp Það er goðsögn að elliglöp séu óhjákvæmileg afleiðing þess að eldast. Cohen-Sach segir að þegar öldran sé álitin vera tími óaftur- kallanlegrar hnignunar hafi lækn- ar tilhneigingu til að komast of fljótt að einföldu sjúkdómsgrein- ingunni „ellikröm", þegar um hef- ur verið að ræða truflanir, missir skammtímaminnis og rugling í hugsun, og lagt til að viðkomandi verði settur á stofnun. Cohen -Sach segir að oft séu slík sjúk- dómseinkenni afleiðing annarra sjúkdóma sem hægt sé að með- höndla. Gera megi ráð fyrir að aðeins 1-2% af eldri kynslóðinni þurfi að vista á stofnun vegna geðtruflana. „Hegðunarbreytingar era ekki óafturkallanlegar. Skert andleg atorka getur stundum stafað af ráðaleysi fremur en af hnignun heilastarfseminnar - og jafnvel þó að heilaskemmdir hafí verið rétt greindar, er margt hægt að gera til hjálpar. Mikil streita frem- ur en dvínandi andleg geta, gæti valdið hnignun starfseminnar, segir Cohen-Sach. Seinni hluti þessarar greinar fjallar um þunglyndi aldraðra, hvemig hægt er að aðlagast því að eldast, huglæg starfsemi, ónæmiskerfíð og sjúkdómar, hvernig draga á úr streitu, mikil- vægi glaðlegs lundarfars og hvernig rækta eigi líkama og sál. M. Þorv.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.