Morgunblaðið - 12.02.1994, Side 7

Morgunblaðið - 12.02.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 7 Þingsályktunartillaga á Alþingi Notkun steypu á vegum verði aukin ÞINGMENN úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsálytunartillögu á Alþingi þar sem skorað er á samgönguráðherra að beita sér fyrir aukinni notkun steinsteypu til slitlagsgerðar á vegum þar sem umferð er 5-8 þúsund bílar á sólarhring eða meira. Gísli S. Einarsson þingmaður og minna vatns í hjólförum, minni Alþýðuflokks er fyrsti flutnings- efnismengun vegna slitryks, maður tillögunnar. í greinacgerð grynnri hjólför að jafnaði og því með frumvarpinu er bent á, að minni slysahætta og loks minni rannsóknir sýni að mun hagkvæm- kostnaður við lýsingu þar sem ara sé að nota steypu en malbik steypa er Ijós en malbik dökkt. eða önnur olíuefni þar sem umferð og álag af völdum veðurfars og þungaflutninga er mjög mikið. Minna viðhald Talin eru upp nokkur atriði sem mæli sérstaklega með steinsteypu til gatna- og vegagerðar. Þau eru meiri ending og minna viðhald vega, minni erlendur kostnaður og fleiri störf hérlendis við steypu- stöðvar, efnisvinnslu og sements- verksmiðju, minni eldsteytisnotk- un vegna harðara yfirborðs vega Stálskip kaupir Otto Wathne NS ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Stálskip í Hafnarfirði hefur keypt frystitogarann Otto Wat- hne NS 90 frá Seyðisfirði. Að sögn Guðrúnar Lárusdóttur, annars eiganda Stálskips, hyggst fyrirtækið færa kvóta frá öðrum skipum útgerðarinn- ar yfir á Otto Wathne. Kaup- verð togarans fékkst ekki upp- gefið en Trausti Magnússon út- gerðarmaður skipsins segir að það hafi verið viðunandi. Tutt- ugu manns eru í áhöfn skipsins og hefur þeim verið sagt upp störfum. Guðrún segir að Otto Wathne fái kvóta frá öðrum skipum fyrir- tækisins sem verða seld. Nú gerir Stálskip út þijú skip, frystitogar- ann Ými og ísfisktogarana Rán og Þór. Búið er að selja Rán til útlanda en ekki hefur verið ákveð- ið hvað verður gert við Þór. Guðrún segir að ástæða kaup- anna sé að fyrirtækið ætli að hætta alveg ísfiskvinnslu og fara yfir í sjófrystingu. „Við teljum það vera betri kost,“ segir hún. „Þetta er hagræðing fyrir okkur.“ Stál- skip er ekki með frystihús í landi og hefur hingað til selt aflann á mörkuðum. Guðrún segir það ekki ljóst hvernig dæmið komi út pen- ingalega, Otto Wathne sé stærra og nýrra skip en Rán og þurfi væntanlega minna viðhald. Skipið vérður afhent 30. mars og verður þá farið í að breyta því. Guðrún segir að það þurfi að vinna alveg nýtt millidekk í skipið, nú sé það útbúið til þess að heil- frysta fisk, en verður breytt þann- ig að hægt verði að fullvinna afl- ann um borð. Tuttugu missa vinnuna Tuttugu manna áhöfn er um borð í Otto Wathne sem nú er að veiðum á Flæmska hattinum. Trausti segir að áhöfninni hafi verið sagt upp störfum á síðasta ári og verið lausráðin síðan. Guð- rún sagði að þeir sjómenn sem nú vinna á Rán og Ými fái pláss á Otto Wathne. Ottó Wathne er 598 rúmlestir og var byggður á Spáni árið 1990 og kom hingað til lands haustið 1992. Hann hefur ekki fengið afla- heimildir í íslenskri lögsögu og því engöngu stundað veiðar utan fisk- veiðilögsögunnar m.a. í Smugunni. Svartur Rúbín Eðalkaffi úr völdum gæðabaunum með einstakri bragðfyllingu og.ljúfum eftirkeimi Rauður Rúbín L j ú fteng gæða b I a nda með t’ersku, hressandi og t’ylltu bragði KAITIBEi W'Sl A AKURHVRAE III

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.