Morgunblaðið - 12.02.1994, Side 10

Morgunblaðið - 12.02.1994, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 FASTGGNASAIA VITASTÍG 13 Kleifarsel 2ja herb. rúmg. íb. á 1. hæð, 76 fm. Sérgarður. Parket á gólfum. Góðar innréttingar. Góð lán áhv. Verð 6,2 millj. FÉLAG I FASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGN A SVERRIR KRISrjAHSSOH LOGGILWR FASIílGRIASALI SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJA VÍK, FAX 687072 MIÐLUN SiMI 68 77 68 Mánagata - einbýli Til sölu 172 fm einbýli, kjallari og tvær hæðir. Bílskúr. Möguleiki á séríbúð í kjallara. Hornlóð. Ræktaður garð- ur. Húsið er laust. Lyklar á skrifstofunni. Laufásvegur - sérhæð Efri sérhæð og ris í góðu steinhúsi. Stórar og fallegar stofur. Útsýni. Laust fljótt. Hverafold - einbýli Fallegt ca 202 fm einbýli á einni hæð. Innb. bílskúr. Stórar stofur, 5 svefnherb. o.fl. Fallegur garður. Skipti á minni eign koma til greina. Vantar - vantar - vantar stórt einbýlis ca 300 fm eða stærra vestan Rauðarár- stígs, norðan Hringbrautar, fyrir opinberan starfsmann. Raðhús eða einbýli í Vogum eða Sundum. Verð allt að 16 millj. Sýningarsalur opinn f dag frá kl. 11.00-16.00 FASTGIGNASALA VITASTlG I3 Grettisgata 3ja herb. falleg íbúð á 1. hæð í þríbýlishúsi, 67 fm. Húsið hefur allt verið endurn. Nýtt gler og gluggar. Góð lán áhv. Verð 5,7 millj. Gunnar Gunnarsson, FASTEIGNASALA lögg. fasteignasall, hs. 77410. Q11 Cn LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I I0U"LIu/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu m.a. athyglisverðra eigna: Vesturbærinn - Skerjafj. - nágrenni Góð 3ja herb. íb. óskast f. traustan kaupanda. Skipti mögul. á góðu einbhúsi á kyrrlátum stað í Skerjaf. á góðu verði. Glæsilegt einbhús - mikið útsýni Nýtt timburhús v. Fannafold m. 6 herb. rúmg. íb. á tveimur hæðum. Rúmg. bílsk. (verkstæði) um 40 fm. Gott lán. Hagkvæm skipti. Sérþvhús - góður bílskúr - gott verð Glæsileg 4ra-5 herb. ib. 118,7 fm nettó í suðurenda v. Breiðvang, Hafn. Ágæt sameign. Fráb. útsýni. Nýl. eldhús, nýl. parket. Stór og góð 4ra herb. íb. v. Hraunbæ. Gott herb. fylgir í kj. m. snyrtingu. Verð aðeins kr. 7,3 millj. Stór og góð við Álfheima 3ja herb. íb. á 1. hæð tæpir 90 fm. Þvegiö á rúmg. baði. Sólsvalir. Húsið er sprunguþétt og málað. Geymsla í kj. Verð aðeins 6,3 millj. Vinsæll staður. Vinsæll staður - gott verð Sólrík 3ja herb. íb. á Teigunum lítið niðurgr. í kj. Sérhiti. Reisul. þríb- hús. 40 ára húsnlán kr. 3,3 millj. Tilboð óskast. Hlíðar - nágrenni - hagkvæm skipti Á söluskrá óskast 2ja herb. góð íb. á 1. eða 2. hæð. Skipti mögul. á 4ra herb. góðri hæð m. miklu rými í risi. Af sérstökum ástæðum er til sölu 6 herb. sér efri hæð í þríbhúsi á vinsælum stað í Austurborg- inni. Góður bílsk. Hagst. greiðslukjör. Nánari uppl. á skrifst.______________ • • • Opiðídag kl. 11-14. Teikningar á skrifstofunni. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGHASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ___________________________liOgirfMinál Umsjónarmaður Gísli Jónsson 731. þáttur Fyrst er hér að birta og þakka bréf frá nemanda mínum Oddi Sigurðssyni í Reykjavík: „Kæri Gísli! Framtíðin er mönnum kær- komið umhugsunarefni á ára- mótum. En hún er nefnd á nafn í ræðu og riti meira en mér þyk- ir hóflegt. Læt ég því verða af því að senda þér nokkrar vanga- veltur um hana. íslenskan er því eðli búin, að vísun til framtíðar liggur í orð- unum án þess að sagnorði sé búin sérstök framtíðarmynd. Oftast komumst við ágætlega af með einungis tvær tíðarmynd- ir sagnorða, nútíð og þátíð. Þessu hafa margir unað illa og vilja búa til framtíð með því að setja saman tvö eða fleiri sagn- orð e.t.v. til að skrýða stíl sinn eða líkja eftir erlendum málum. Aðrir bæta við forsetningarliðn- um í framtíðinni í tíma og ótíma. Oftast er þessara orða engin þörf. Dæmi: „... með fram- kvæmdum sem ekki munu kalla á útgjöld / framtíðinni heldur leiða til sparnaðar.“ (Davíð Oddsson, Morgunblaðinu 31. desember ’93.) Einnig eru þess mörg dæmi að önnur orð eigi betur við svo sem síðar, þótt síðar verði, seinna meir, fram- vegis, héðan í frá, áður en yfir lýkur o.s.frv. Dæmi: „... að NATO veiti Austur-Evrópuþjóð- um aðild í framtíðinni." (Rás 1, fréttaútdráttur 11. janúar ’94.) „Eigi ijárveitingar til Sólheima í framtíðinni að grundvallast á þeim.“ (Morgunblaðinu 8. janúar ’94.) „Því mun íþróttafólk setja æ fleiri met / framtíðinni. . .“ (Skímu, Rás 1, 4. janúar ’94.) I morgunútvarpi Rásar 2 á dögunum heyrði ég útvarps- mann spyrja röskan athafna- mann sem bauð merka nýjung fala: „Er þetta framtíðin, Ein- ar?“ Og sá röski svaraði að bragði: „Þetta er orðin framtíð- in!“ Trúi ég að enn sé vonlaust að finna þessa merkingu fram- tíðar í íslenskum orðabókum. Úr því ég er farinn að skrifa um tímasetningu í orðum er ekki úr vegi að nefna það skáld- lega orðalag „í dag“ um það sem gerist um þessar mundir eða nútímann í stórum dráttum. Vill mönnum þá yfirsjást að þessi orð eiga ekki alltaf við og raun- ar afar sjaldan.. Koma þá upp 'tilvik sem verða til skemmtunar eitt og eitt en hvimleið þegar þeim fjölgar til muna. Til dæmis kann ég að nefna setningu úr Morgunblaðsgrein um merkan hugsuð: „Stephen Hawking hef- ur lengi verið einn alfremsti eðl- isfræðingur Breta í dag.“ I Lauf- skálaspjalli við virðulegan sveitaprest fyrir austan á Rás 1 heyrði ég þetta: „Ferð þú oft til Reykjavíkur / dagl“ Þá þurfa Austfirðingar ekki að kvarta yfir tregum samgöngum. Með virktarkveðju." ★ Áslákur austan sendir: Milljónir manna í Kína á Maós flgúru blína og biðja þann gamla þeirri breyting að hamla, að bæti þær áfkomu sína. ★ Árið 1930 kom út bókin Matar- æði og þjóðþrif eftir Björgu C. Þorláksson. Æði í þessu sambandi merkir hátterni, venja, sbr. lát- æði, en ekki vitfirring eða æði- bunugangur. Þó ætla sumir lærð- ir menn að hvort tveggja „æðið“ sé af sömu málrót runnið. Eg má víst ekki nota hér orðið tungu- rót. (En ég má skjóta hér inn hringhendri ferskeytlu eftir Svein frá Elivogum: Hatðu ungur hóf við Svein, hreyfðu ei þungum nótum; eiturþrunginn á ég flein undir tungurótum.) Æði merkir stundum eðli, og svo vita menn náttúrlega að það, sem er æðislega gott, getur verið „algert æði“. En um æði í hinni fyrrgreindu merkingu tek ég hér upp úr Heil- agra manna sögum: „Hverr er þessi Jesus er með æði sínu ok guðligum bænum kallar dauða rnenn til lífs?“ Þá er aftur komið að matar- æði. Það er sem sagt hvorki *að vera óður í mat, né *æði matar- ins, heldur venja manna og hátt- semi í fæðuvali og rieyslu, ef það er þeim sjálfrátt. Undarlega hljómaði því þessi setning manns nokkurs sem átti erindi við Rás 2: „Maður ræður sér ekki hóf í mataræði.“ Þarna hefur ýmsu slegið sam- an. Óhófleg matgræðgi (lat. voracitas) var ein af sjö dauða- syndum eftir mati spakra manna snemma í kristnum dómi, og í Hávamálum er þessi speki: Gráðugur halur, nema geðs viti, etur sér aldurtrega. Oft fær hlægis, er með horskum kemur, manni heimskum magi. Þetta merkir líklega: Gráðugur. maður étur sig í hel, ef hann hef- ur ekki stjórn á löngun sinni. Heimskur maður verður oft að athlægi vegna maga síns (græðg- innar) í hópi viturra. Er hér ráð fyrir því gert, að ofát sé til marks um heimsku. ★ Hlymrekur handan kvað: Borið er bam á Skeiði; birtist nú hvað var á seyði, þegar Leifl á Löndum af lífsháska vöndum læknaði Aðalheiði. Og enn kvað hann: Hýmar um heimsins bólin, er himnakroppurinn sólin hefst upp úr mökkva helvítis rökkva og fer uppávið eftir jólin. ★ „Magnþrungnar uppsprettur andans verður að nota í sama hófi og sjálfa náttúruna, og lúti menn of djúpt í bikar minning- anna, drekka þeir sér óminni líð- andi stundar.“ (Grímur Thomsen. Sjá Andvara 1993.) P.s. Umsjónarmaður tölusetti síðasta þátt skakkt, átti að vera 730. Yngri flokkar knattspyrnudeildar Vals Inneignarmiðar fyrir greidd gjöld YNGRI flokkar knattspyrnudeildar Vals fá inneignarmiða á Umbro- og Diadora-vörum í versluninni Ástund að upphæð 1.200 krónur þegar æfingagjöld til félagsins hafa verið greidd. Þar að auki fá viðkomandi æfingakort sem veitir 10% staðgreiðsluafslátt af íþrótta- vörum og 20% staðgreiðsluafslátt af íþróttaskóm í sömu verslun. Æfingagjöldin fyrir tímabilið 1. janúar til loka apríl eru 4.000 krónur. Helgi Kristjánsson, fram- við félagið með þessum hætti. Helgi kvæmdastjóri knattspyrnudeildar segir félagið greiða ákveðna pró- yals, segir Val auglýsa mikið fyrir sentu af inneignarmiðunum til Ástund og verslunin komi til móts verslunarinnar en að öðru leyti sé Kaffi í Herkastalanum. Lagt af stað frá Neskirkju kl. 15. Þátttaka tilk. kirkjuverði í 'dag kl. 11-12 í s. 16783. Á morgun flutt fræðsluerindi í safnaðarheimilinu kl. 15.15. Kristján Valur Ingólfsson fjallar um kristið helgihald. Kaffi, umræður. KIRKJUSTARF HALLGRÍMSKIRKJA: Samvera fermingarbarna kl. 10. HÁTEIGSKIRKJA: Kirkju- starf barnanna í dag kl. 13. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta í dag kl. 11 í Hátúni lOb. Sr. Jón D. Hró- bjartsson. DAGBÓK EA-sjálfshjálparhópar fyrir fólk með tilfinningaleg yandamál eru með fundi á Öldugötu 15 á mánudögum kl. 19.30 fyrir aðstandendur, en þriðjudaga og miðviku- daga kl. 20 er öllum opið. féLagið Heyrnarhjálp er me^ þjónustuskrifstofu á Klaþparstíg 28, Reykjavík. SILFURLÍNAN - sími 616262. Síma- og viðvika- þjónusta fyrir eldri borgara alla ýirka daga milli kl. 16 og 18. NESSÓKN. Félagsstarf. Farið í Ráðhúsið og skoðuð ljósmyndasýning í tilefni 90 ára afmælis heimastjórnar. samningurinn milli þeirra trúnaðar- mál. Öll æfingagjöld renni til ungl- ingastarfsins sem séu með sjálf- stæðan fjárhag og hafi það mark- mið eitt að vera réttu megin við núllið. Ásókn stúlkna í fótboltann „Við notum æfingagjöldin til að greiða fyrir búninga, til að koma keppendum á keppnisstaði, til að borga leiðbeinendum og ýmsan annan kostnað. Við leggjum metnað okkar í að hafa hæfa leiðbeinendur og ala upp góða knattspyrnumenn. Þessi samningur um inneignarmið- ana er aðferð til að fá félagsmenn til liðs við okkur,“ sagði Helgi. Hann sagði að fyrirkomulagið hefði ekki verið auglýst, það auglýsti sig sjálft. Helgi sagði að í unglingadeild væru unglingar og börn, 16 ára og yngri, í tjórum stúlknaflokkum og 5 piltaflokkum. Hann sagði að ásókn stúlkna í félagið hefði aukist mikið, í fyrra hefði verið stofnaður nýr flokkur, 5. flokkur stúlkna, og í honum hefðu um 5 stelpur byrjað að æfa í haust en nú væru þær orðnar 20. Annars eru um 40 börn og unglingar í hverjum flokki. Stelpurnar í 5. flokki eru fæddar ’85 og ’86 og eru því 8 og 9 ára gamlar en í yngsta strákaflokkinn eru strákar teknir inn þegar þeir eiga eftir 3 mánuði í að verða 6 ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.