Morgunblaðið - 12.02.1994, Side 11

Morgunblaðið - 12.02.1994, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1994 11 Að „klæmast“ á liugtökum eftir Viðar Víkingsson Um sömu mundir og forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og Thor Vilhjálmsson rithöfundur sitja í dómnefnd um heimildar- myndir og fréttaskýringarþætti á alþjóðlegri sjónvarpshátíð í Monte Carlo, hefur fjöldi manna á íslandi sest í dómarasæti og viðrað skoðan- ir sínar á því hvað sé heimildar- mynd og hvað ekki. Hæst hefur þó látið í þeim pennavinum Hauki Halldórssyni, formanni Stéttarsam- bands bænda, og Arthúri Björgvin Bollasyni, fyrrverandi ráðgjafa út- varpsstjóra. Það hafa þeir gert af slíku yfirlæti að ætla má að þeir telji sig sjálfkjörna í dómnefndir um þau mál. Hvað er heimildarmynd? Hið rómaða gegnsæi íslenskrar tungu hefur löngum villt um fyrir mönnum. „„Heimildarmynd" hlýtur að vera heimild um eitthvað", hugsa menn og telja málið afgreitt. Á sama hátt hefur orðskrípið „kvik- myndaleikstjóri", sem á sér enga hliðstæðu í erlendum tungumálum, talið fólki trú um að starf kvik- myndahöfunda sé eingöngu í því fólgið að segja til leikurum, en formsköpun myndarinnar sé í ann- arra höndum. En höldum okkur við heimildar- myndina. í umræðuþætti í Bænda- höllinni fordæmdi Haukur Halldórs- son af ábúðarmiklum þunga nær- myndanotkun og tónlistarval þátt- arins „Bóndi er bústólpi" þegar hann vísaði því á bug að þátturinn væri heimildarmynd. í hans huga virtist heimildarmynd um stjórn- kerfi landbúnaðarins eiga að Vera nokkurs konar ársskýrsla bænda- samtakanna; talnaruna krydduð glaðlegri tónlist sem þulin er upp undir myndskeiðum með gleiðu sjónarhorni. „Tumi fer á fætur“ Þegar menningarbyltingin í Kína stóð sem hæst hófu Rauðu varðlið- arnir orrahríð gegn vissri tegund vestrænnar tónlistar. Beethoven og Schubert voru forkastanlegir smá- borgarar með sjúklegt hugarfar af því að þeir sömdu mikið af dapur- Viðar Víkingsson „Að segja að þetta beri vitni þeirri ótrúlegu mannvonsku sem fram kemur í myndinni „Der ewige Jude“, nasista- myndinni þar sem gyðing- um er líkt við rottur og sem Arthúr virðist hafa í huga, það er í orðsins fyllstu merkingu að „klæmast" með óhugnan- legustu atburðina í manna minnum.“ legum og drungalegum verkum í moll. Mozart var hins vegar skárri því eftir hann liggur margt íjörlegt í dúr, „Tumi fer á fætur“ o.þ.h. Ég held því ekki fram að orð Hauks séu hliðstæð málflutningi Rauðu varðliðanna og að á sama hátt og þeir sendu menntamenn í endurhæfingu í afskekkt sveitahér- uð vilji hann dæma molltónlistar- unnandann Þorvald Gylfason í hegningarvinnu á Hornströndum. Slíkur samanburður væri mjög ósmekklegur þegar höfð eru í huga örlög þeirra tugmilljóna sem urðu fórnarlömb menningarbyltingarinn- ar. Að „klæmast“ En það er einmitt' hálfu ósmekk- legri samanburður sem pennavinur Hauks, Arthúr Björgvin, gerir sig sekan um í bréfínu fræga þegar hann leggur að jöfnu vinnubrögð í áróðursmyndum nasista og mynd- málið í „Bóndi er bústólpi“ og þátt- um Baldurs Hermannssonar, „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins". Og Art- húr sem að eigin sögn er „höfundur heimildarmynda um ýmis efni“ og sérfræðingur í málefnum Þriðja rík- isins ætti að vita um hvað hann er að tala. Það er ekki hætta á að slík- ur maður „klæmist" um svo alvar- leg efni eins og hann segir þá gera sem kalla fyrrnefnda þætti heimild- armyndir. Eða hvað? Arthúr segist eingöngu vera að tala um framsetningarmátann. Ég læt því hjá líða að spyija hann hvaða nasistamyndir hann hafi séð sem stjórnast af jafn mikilli réttlæt- istilfinningu og samúð með málstað lítilmagnans og „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins" eða hvar nasistar taka upp hanskann fyrir fátæka gyðinga eins og „Bóndi er bústólpi" gerir hvað varðar smábændur. En lítum á röksemdir hans um vinnu- brögðin. Að segja „hvað sem er“ í Dagsljóssþætti í Sjónvarpinu hinn 3. þ.m. útskýrir hann saman- burð sinn á þennan hátt: „Áróður er alltaf sjálfum sér líkur og þar er um að ræða að nasistar lögðust á gj'ðinga með því að beita alls kyns bellibrögðum sem kvikmynda- listin hefur yfir að ráða, t.d. drama- tískri tónlist, t.d. tómum göngum og skotum sem eru út í hött og tengjast ekki efninu, þeir að vísu skutu ýmist á gyðinga eða þá rott- ur eða eitthvað því um líkt og ef þú skoðar þessar myndir sem þarna var um að ræða þá muntu sjá viss líkindi því að áróðursmyndir — ég hefði getað sagt hvað sem var — þær eru alltaf sjálfum sér líkar — þær byggja á ákveðnum grundvall- arreglum." „Ég hefði getað sagt hvað sem var“ sagði Arthúr og það gerði hann. Með sömu röksemdafærslu væri hægt að líkja Litrófsþáttum Arthúrs sjálfs við áróðursmyndir nasista. Ég hef ekki skoðað þá með þetta í huga, en mig grunar að í þeim sé að finna dramatíska tón- list, og skot um tóma ganga og myndlistarsali landsins. Makalaus- ust er þó setningin um „skot sem eru út í hött og tengjast ekki efn- inu ...“. Ég veit ekki hversu mikinn þátt Arthúr átti í myndgerð þátta sinna, (sem er auðvitað forsenda þess að hann geti kallast höfundur þeirra), en hann hlýtur að kannast við það að kvikmyndagerðarmenn reyna einatt að skapa nýja merk- ingu og hugrenningatengsl með því að tengja saman að því er virðist ólík myndskeið. Annaðhvort tekst þetta eða þá að þetta er út í hött og einungis til marks um að kvik- myndagerðarmaðurinn kann ekki til verka. Að segja að þetta beri vitni þeirri ótrúlegu mannvonsku sem fram kemur í myndinni „Der ewige Jude“, nasistamyndinni þar sem gyðingum er líkt við rottur og sem Arthúr virðist hafa í huga, það er í orðsins fyllstu merkingu að „klæmast" með óhugnanlegustu atburðina í manna minnum. Höfundur er kvikmynda■ gerðarmaður. Kópavogsbúar Bæjarfulltrúinn Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs, og varabæjarfulltrúinn Kristín Líndal, formaður lista- og menningarráðs, verða til viðtals í dag, laugardaginn 12. febr- úar í Hamraborg 1,3. hæð, kl. 10.00-12.00. Sjálfstæðisfélög Kópavogs. Til sölu litib notub skrúfuloftþjappa INGERSOLL-RAND HACSTÆTT VERÐ Gerð SSR-MH-110.10 bar 123,5 kw 16,0 m3 267 L/S. Upplýsingar í síma 691103 ptorgpmlMiib MUSTAIMI! ISIÆXSKItAU MYMItlSTAIi. 3.4oÍTkr. NÚ 995 kr. VAK4-HEÍGAFH1 Siftumúla 6, siml 688 300 Bókamarkaður Vöku-Helgafells IITRIMIÍ VGRDLÆKKH! Mörg hundruð bókatitlar á einstöku verði bjóðast nú á bókamarkaði Vöku-Helgafells í forlagsversluninni að Síðumúla 6 í Reykjavík! Hér gefst einstakt tækifæri til þess að bæta eigulegum verkum í bókasafn heimilisins - bókum af öllum tegundum við allra hæfi. Opið alla virka daga frá kl. 9 til 18, laugardaga frá kl. 10 fil 16 og sunnudaga frá kl. 12 til 16. ISLANDSELDAR. Glæsileg litprentuð bók um eldvirkni eldstöðva á íslandi undanfarin 10.000 ár. Um 200 Ijósmyndir, sérunnin kort og skýringarmyndir. Nú er tækifærið að eignast eftirprentanir af verkum nokkurra virtustu myndlistar- manna þjóðarinnar, m. a. eftir... ÁSGRÍM JÓNSSON, JÓHANNES S. KJARVAL, ÞORVALD SKÚLASON, GUNNLAUG SCHEVING, NÍNU TRYGGVADÓTTUR. y

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.