Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
Réttarkerfi
á villigötum
Píslarsaga feðga; úr írsku myndinni í nafni föðurins.
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
í nafni föðurins („In the Name
of the Father“). Sýnd í Háskóla-
bíói. Leikstjóri og framleið-
andi: Jim Sheridan. Handrit:
Terry George og Sheridan eftir
sjálfsævisögu Gerry Conlons,
„Proved Innocent". Aðalhlut-
verk: Daniel Day-Lewis, Emma
Thompson, Pete Postlethwaite.
í langri og strangri sögu ófrið-
arins á N-írlandi hefur einn
óhugnarlegur kafli vakið talsvert
uppnám hin seinustu ár, nefnilega
framganga breska réttarkerfísins
í málefnum meintra hryðjuverka-
manna. Við þekkjum sögurnar af
handtökum og sakfellingu heilu
hópanna af mönnum og konum
sem dæmd hafa verið í áralanga
fangelsisvist fyrir sprengjuárásir
og morð og eru kallaðir eftir
sprengjpstaðnum og tölu hópsins:
Birmingham sexmenningarnir,
Guildford fjórmenningarnir.
Árum saman hefur þetta fólk set-
ið í fangelsi en losnað hin síðustu
ár þegar í ljós hefur komið að
lögreglan ýmist faldi vitnisburð
sem var þeim í hag eða ný vitn-
eskja hefur hnekkt fyrri úrskurð-
um.
Hin átakanlega írska verð-
launamynd, í nafni föðurins, sem
Háskólabíó sýnir og Jim Sheridan
leikstýrir með Daniel Day-Lewis
í aðalhlutverki, byggir á sögunni
um Guildford fjórmenningana.
Myndin er ákaflega umdeild í
Bretlandi þar sem lögreglan og
dómsvöld vilja meina að hún gefi
ekki rétta mynd af því sem gerð-
ist og víst er að hörmungarsagan
sem hún rekur felur í sér stórkost-
legan áfellisdóm yfir bresku rétt-
arkerfi, sem í blindri reiði virtist
fremur leita hefnda en sannleik-
ans.
Fimm létust og fjöldi særðist
þegar sprengja sem Irski lýðveld-
isherinn hafði komið fyrir sprakk
á krá í Guildford í London árið
1974. Atburðurinn kallaði á skjót
og hörð viðbrögð yfirvalda og Sett
voru sérstök hryðjuverkalög sem
heimilaði lögreglunni að halda
þeim sem hún vildi í sjö daga án
þess að þurfa að gefa nokkrar
skýringar.
Böndin bárust fljótlega að fjór-
menningum, þremur körlum og
einni konu, sem í stuttan tíma
bjuggu saman í kommúnu í Lond-
on en áttu annars ekkert sameig-
inlegt. Jú, a.m.k. tveir voru frá
Belfast. Eftir nokkra daga í hönd-
um lögreglunnar þar sem þau
máttu þola misþyrmingar að því
að fram kemur í myndinni - ein-
um var hótað að faðir hans yrði
skotinn ef hann ekki játaði -
skrifuðu þau undir játningar sem,
þótt ýmislegt benti til sakleysis
þeirra, voru grundvöllur sakfell-
ingar og þau voru dæmd í ævi-
langt fangelsi.
Málsmeðferðin er rakin með
slíkum ólíkindum í frásögn Sheri-
dans að mitt í hörmungunum
skellir maður uppúr yfir leikhúsi
fáránleikans þegar í augum lög-
reglunnar, sem vinnur undir gíf-
urlegum þrýstingi, er einn af höf-
uðpaurum sprengjuárásarinnar í
Guildford allt í einu Anna frænka,
ráðsett fjölskyldufrú, og synir
hennar á grunnskólaaldri. Sherid-
an nær á einfaldan en eftirminni-
legan hátt áhrifum skopleiksins
þegar þessi roskna kona er leidd
fyrir lögspekinga, sem ganga til
starfa með hárkollur á höfðinu,
og sakborningarnir ungu, sem
þekkja Önnu frænku eins og aðr-
ir sína Fríðu frænku, ráða ekki
við hláturinn. í ’slíkum atriðum
fær myndin á sig óraunveru-
leikablæ skrípaleiksins sem því
miður við fáum fljótt að vita að
er kaldur en stórlega brenglaður
raunveruleikinn.
Mynd Sheridans einbeitir sér
að einum fjórmenninganna, Gerry
Conlon, sem Daniel Day-Lewis
leikur af undraverðum mætti, en
myndin er byggð á sjálfsævisögu
hans, „Proved Innocent“. Þegar
faðir hans, stórkostlega vel leikinn
af Pete Postlethwaite, kemur til
London honum til aðstoðar er
hann einnig bendlaður við spreng-
inguna og fer í fangelsi með syni
sínum. Þannig er mannlegi harm-
leikurinn byggður upp í kringum
óréttlætið sem gerir líf feðganna
að endalausri martröð; sektar-
kennd drengsins yfir því að hafa
leitt þessar hörmungar yfir sig
og fjölskyldu sína þótt saklaus sé
og rósemd föðurins, sem alltaf
trúir því að réttlætið muni á end-
anum ná fram að ganga. Þetta
er saga feðga sem aldrei hafa náð
saman áður en hin óhugnarlega
reynsla bindur þá sterkum bönd-
um og er samleikur Day-Lewis
og Postlethwaite einstakur. Day-
Lewis eldist um 15 ár og breytist
úr kærulausum táning í þroskað-
an, bitran mann og leikur hans
fær hárin til að rísa á höfðinu.
Kannski er minnisstæðast atriðið
þegar hann loksins opnar fyrir
flóðgáttirnar eftir að hann hefur
verið dæmdur og við sjáum inní
lítinn dreng yfirkominn af sektar-
kennd, sem finnur haldreipi í því
að saka föður sinn um að hafa
aldrei staðið með sér í lífinu.
Sheridan notar ekki oft slíkt
tilfinningaflæði en þegar það ger-
ist situr maður lamaður undir
því. Frásögn hads, og hann er
frábær sögumaður, er keyrð
áfram af sláandi raunsæi sem
minnir á óskarsverðlaunamynd
hans, Vinstri fótinn, skýru innsæi
og kaldri skynsemd. Hann er eng-
in predikari en leggur spilin á
borðið málamiðlunarlaust. Og
hann kann að kvikmynda í réttar-
sal. Fyrri réttarhöldin minna á
frásagnir af sýndarréttarhöldun-
um fyrir austan tjald í gamla
daga. Það seinna er eitthvert
magnaðasta réttardrama seinni
tíma kvikmynda þegar málið hef-
ur verið tekið upp aftur og ný
sönnunargögn koma í ljós. Þar fer
Emma Thompson á kostum sem
lögfræðingur Gerry Conlons er
árum saman hefur reynt að vekja
máls á óréttlætinu sem réttarkerf-
ið hefur framið.
í nafni föðurins er saga um
píslargöngu feðga og miskunnar-
laust óréttlæti en kannski er
myndin fyrst. og fremst óþægileg
og sorglega sönn úttekt á réttarf-
ari sem farið hefur villur vegar í
leit að hefnd og snöggsoðinni
lausn til að friða múginn. Maður
spyr sjálfan sig: Hvað gengur
þessum mönnum til þegar þeir
senda saklaust fólk í fangelsi og
vita af því? Kerfið sem ætti að
vernda einstaklinginn verður hans
versti óvinur. Það snýst upp í
andstæðu sína. Réttindi er tekin
af fólki, lögreglan lætur undan
þrýstingi og dómsvaldið er blint
á vafasama málsmeðferð. Þannig
verður Anna frænka að stórkost-
legum morðingja óg þannig tapar
saklaust fólk ævi sinni í fangelsi.
Þótt skammt sé liðið af árinu
má fullyrða að í nafni föðurins
sé ein af bestu myndum ársins,
stórkostleg bíómynd sem lætur
engan ósnortin. Hún er ein af
þessum fáu myndum sem þú get-
ur ekki sleppt.
Með sögiuia að bakgrunm
í minningu Jóns Björnssonar Lr* ■ # ”Y
Jón Björnsson var í heiminn
borinn í Holti á Síðu 1907. Þar
höfðu miklir atburðir gerst röskum
hundrað árum áður. Sagan var
eins og greypt í ásjónu héraðsins.
Skaftáreldar höfðu skilið eftir
minnismerki sem blöstu við í lands-
laginu. Sögur frá móðuharðindum
gengu enn manna á meðal. Jón
Trausti sendi frá sér Sögur frá
Skaftáreldi og nefndi fyrsta hlut-
ann einmitt Holt og Skál. Nálægð
sögulegra stórviðburða var því allt
að áþreifanleg og síst að undra
þótt Jón Bjömsson horfði um öxl
til liðinna alda þegar hann síðar á
ævinni tók að viða að sér efni í
skáldverk. En nú var bjartari tíð
runnin upp. Heimastjóm og full-
veldi vakti bjartsýni og stórhug.
Ungur hleypti Jón heimdraganum
til að víkka sjónhringinn og setjast
á skólabekk með framandi þjóðum,
nam í Voss á Hörðalandi í Noregi
einn vetur og tvo vetur í Askov á
Jótlandi. Báðir voru skólar þessir
mikils metnir. Margur Islendingur-
inn sótti þangað menntun sína,
einkum til hins síðarnefnda, þeirra
á meðal Gunnar Gunnarsson. En
Gunnar var þekktur orðinn um öll
Norðurlönd og víðar þegar Jón
ákvað að setjast að í Danmörku
1932 í þeim vændum að gerast
rithöfundur á danska tungu. Þetta
voru örlagaár í Evrópu, einræði
og harðstjórn í sókn um allar jarð-
ir en lýðræðið á undanhaldi, meðal
annars vegna kreppunnar miklu
sem olli sárri neyð auk þeirra sál-
arkvala sem þvílíkt hörmungar-
ástand hefur alltént í för með sér.
Tók þá margur listamaðurinn að
mæna til austurs og binda vonir
við ríki Stalíns, svo ótrúlegt sem
það nú kann að virðast eftir að
upplýst hefur verið hvers eðlis það
stjórnarfar í raun og veru var. En
skuggi annarrar heimsstyijaldar
vofði yfir. Og ástand mála bauð
ekki beinlmis upp á hlutleysi.
Heimspólitíkin sundraði rithöfund-
um, skipti þeim í tvær fylkingar
sem fátt virtust eiga sameiginlegt.
Þeir sem þrátt fyrir allt bundu
vonir við lýðræðið stóðu strax hall-
ari fæti. Jón skipaði sér þeim meg-
in og mátti gjalda þess í bráð og
lengd eins og fleiri. En að sjálf-
sögðu höfðu þessar sviptingar
áhrif á hann og mótuðu reyndar
lífskoðun hans upp frá því.
Jón Björnsson dvaldist í Dan-
mörku til stríðsloka, eða þrettán
ár samfleytt, en hvarf þá aftur
heim. Hafði hann þá sent frá sér
allnokkrar bækur á dönsku sem
hann þýddi jöfnum höndum eða
síðar á íslensku. Enda þótt verkum
hans væri vel tekið í Danmörku
náði hann aldrei að festa sig þar
í sessi líkt og t.d. Gunnar Gunnars-
son. Heimkoman gat þó tæpast
gengið erfiðislaust. Flestum rithöf-
undum reynist ærið nóg að ná tök-
um á ejnu tungumáli — hvað þá
tveim! íslenskt þjóðlíf hafði líka
tekið margvíslegum breytingum
þau árin sem Jón hafði dvalist er-
lendis. Ísland var orðið annað en
það var. Verðmætamat almenn-
ings hafði breyst. Þjóðin var nýrík
í andartakinu, en auðsældin á
hverfanda hjóli. Og viðhorfin til
bókmenntanna voru ekki jafn af-
dráttarlaus og forðum. Rithöfund-
ar voru ekki lengur metnir af verk-
um sínum einum heldur allt eins
eftir skoðunum sínum. Fáeinir
mikilsvirtir höfundar höfðu komið
sér fyrir á fremsta bekk og hvergi
auðvelt fyrir nýliða að ryðja sér
þar til rúms. Jón hafði líka farið
á mis við þá reynslu sem ungir
höfundar á mótunarskeiði afla sér
með útgáfu fyrstu verka í heima-
landi. Í stríðinu hafði ísland fjar-
lægst Norðurlöndin og gagn-
'kvæms kala gætti talsvert milli
Dana og íslendinga. Jóni reyndist
því örðugra en skyldi að flytja með
sér heim það veganesti sem hann
hafði áunnið sér á Hafnarslóð. Að
athuguðu máli ákvað hann samt
að setjast hér að og skrifa fram-
vegis á móðurmáli. Tók hann nú
að senda frá sér hveija bókina á
fætur annarri. Af skáldsögum hans
skulu nefndar: Jón Gerreksson sem
kom fyrst út á dönsku undir heit-
inu Kongens ven, Dagur fagur
prýðir veröld alla, Valtýr á grænni
treyju, Eldraunin, Bergljót, Allt
þetta mun ég gefa þér og loks
Jómfrú Þórdís sem kom út 1964.
Allar fengu bækur þessar góðar
viðtökur, og sumar mjög góðar.
Einkum þótti Jóni hafa tekist vel
upp með Valtý á grænni treyju.
Skömmu eftir að bókin kom út
samdi hann leikrit um sama efni.
Var það flutt í Þjóðleikhúsi 1953
við mikla aðsókn og prýðis undir-
tektir; eitt þeirra verka sem allir
töldu sig verða að sjá. Þótt verkið
væri unnið upp úr gamalli þjóðsögu
fól það í sér margvíslega skírskot-
un til líðandi stundar. Þar var
meðal annars tekið á málum eins
og sekt eða sakleysi, rétti sakborn-
ings til að bera hönd fyrir höfuð
sér og varnarleysi einstaklingsins
andspænis ranglátu og fordóma-
fullu samfélagi. Er óhætt að full-
yrða að Valtýr á grænni treyju
hafi aflað Jóni meiri og réttmæt-
ari viðurkenningar en nokkurt ann-
að verk hans fyrr og síðar. Nú
vissu allir hver hann var. Og meir
en svo. Enn var hann á besta aldri
og varla annars að vænta en hann
ætti margt óunnið. En það fór á
annan veg. Áratug síðar, eftir að
Jómfrú Þórdís kom út — Jón var
þá fimmtíu og sjö ára — lét hann
að mestu staðar numið við samning
skáldverka. Nema hvað hann vann
að þýðingum og útgáfu verka sinna
á Norðurlöndum.
Jón Björnsson var fyrst og
fremst skáldsagnahöfundur. Hann
kom þó víðar við. Barnabækur
samdi hann sem nutu mikilla vin-
sælda.með ungu kynslóðinni, enda
var þar höfðað til þeirrar eðlislægu
forvitni sem börnum er í svo ríkum
mæli gefin, og hvergi vanmetin
þörf þeirra fyrir spennu og tilþrif
eins og nöfnin gefa til kynna:
Leyndardómur fjallanna, Smyglar-
arnir í skerjagarðinum, Sonur ör-
æfanna og Á reki með hafísnum.
Að hætti jafnaldra tók Jón
Björnsson frásögnina fram yfir
formið, lagði alltaf megináherslu á
söguefnið. Manna best kunni hann
að byggja upp sögu. Nógu vel tókst
honum að skapa persónur þegar
hann tók fyrir efni úr samtíman-
um. Sýnu betur lét honum þó að
blása lífsanda í liðinna alda sögú-
hetjur. Vék hann þá gjarnan frá
viðtekinni söguskoðun en brá fólki
og atburðum fyrir sjónir í nýju og
stundum óvæntu ljósi. Hann gerði
sér sérstakt far um að lýsa þjóðfé-
lagsástandi þess tíma sem hann
fjallaði um hvetju sinni. Atburða-
og umhverfislýsingar hans eru
jafnan trúverðugar. Stíll hans er'í
senn einfaldur og hófsamiegur, eh
aldrei flatur. Jón hafði trausta
málkennd og var jafnan umhugað
að orðfæri væri í sem bestu sam-
ræmi við efni. Tilgerðar gætir
hvergi í texta hans. Hann skrifaði
jafnan á vönduðu alþýðumáli eins
og það gerðist best í sveitum lands-
ins í æsku hans. Og ekki taldi
hann sig yfir það hafinn að skapa
spennu í sögum sínum og skemmta
þannig lesandanum.
Jón Björnsson var maður sögu-
fróður og reyndist auðvelt að setja
sig í spor genginna kynslóða. Hann
gerði sér fullljóst að þrátt fyrir
breytta tíma eru það ekki frum-
hvatir mannsins sem breytast held-
ur umhverfi og aðstæður. Þar áf
leiddi að fyrri alda menn voruií
sínu innsta eðli nákvæmlega eins
og við þótt lög og hefðir byðu þeim
oft að bregðast öðruvísi við. Þegar
Jón tók efni úr íslandssögunni
lagði hann metnað sinn í að vinna
úr því svo vel og skipulega sem
honum var framast unnt, enda
varð árangurinn eftir því.
Varla er of djúpt í árinni tekið
þótt sagt sé að ævistarf Jóns hafí
allt verið bókum tengt. í sjö ár,
1948-55, var hann bókmennta-
gagnrýnandi við Morgunblaðið.
Ritstjóri tímaritsins Heima er best