Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
25
Vinnunefndir Verslunarráðs Islands um spamað í ríkisrekstrí
Islenskum sendiráð-
um verði fækkað í þrjú
FÆKKUN íslenskra sendiráða ytra úr níu í þijú er ein þeirra hug-
mynda sem vinnunefndir Verslunarráðs íslands leggja til í þeim tilgangi
að skera niður í ríkisrekstri, en skýrsla nefndanna var lögð fram á aðal-
fundi ráðsins á miðvikudag. í skýrslunni kemur fram að til sendiráða
og fastanefnda Íslands renna 488,6 miHjónir króna samkvæmt fjárlögum
1994, og er mat nefndarmanna að með fækkun sendiráða og aukinni
áherslu utanrikisþjónustu á viðskiptamálefni mætti lækka útgjöld um
200 miljjónir króna. Auk þess eigi Islendingar að segja sig úr UNESCO,
Menningarmálastofnun SÞ, og spara þannig sjö milljónir króna.
Nefndarmenn telja að endurskoða
þurfí fjölda sendiráða íslands og
markmið þeirra, á þann hátt að sendi-
ráðum verði fyrst og fremst ætlað
að greiða fyrir milliríkjaviðskiptum
íslands, auk þjónustuhlutverks við
íslendinga erlendis. Sendiráðin hafi
umsjón með stærra svæði en nú er
og nýti nútíma fjarskiptatækni frekar
til samskipta. Tillögur um fækkun
eru svo hljóðandi: Eitt íslenskt sendi-
ráð verði á Norðurlöndum, staðsett
annaðhvort í Kaupmannahöfn eða
Stokkhólmi, í Brussel verði sendiráð
auk fastanefnda fyrir NATO, OECD
og Evrópuráðið, í Washington verði
sendiráð, í Genf verði fastanefnd fyr-
ir bæði EFTA og aðrar alþjóðastofn-
anir, hjá Sameinuðu þjóðunum verði
fastanefnd.
Atvinnulíf og ríki deili kostnaði
Ennfremur er gert ráð fyrir að
koma mætti upp viðskiptaskrifstof-
um á ákveðnum stöðum „ef um veru-
lega viðskiptahagsmuni væri að
ræða. Kostnaður af slíkum skrifstof-
um kynni hugsanlega að vera borinn
uppi af atvinnulífinu í samvinnu við
ríkissjóð, t.d. með greiðslu þjónustu-
gjalda þeirra sem nýttu sér þjónustu
viðskiptafulltrúans“. Asía ásamt
Lundúnum og Moskvu eru tiltekirTí
því sambandi, auk þess sem talin
er ástæða til að kanna frekar hug-
myndir sem borið hafa á góma um
sameiginleg sendiráð Norðurlanda.
Úrsögn úr UNESCO
Jafnframt er minnt á og tekið
undir hugmynd sem utanríkis
ráðherra bar upp við tillögu við
fjárlagagerð um að íslendingar
segðu sig úr UNESCO, sem ekki var
fallist á, en slík úrsögn eigi að spara
um 7,3 milljónir króna.
I ársins 2007 eru taldar arðbærar
Höfðabakka og Vesturlandsvegar
im Höfðabakka og Vesturlandsvegar sem gert er ráð fyrir að lokið
A rðsemi
Framlög til rannsóknar-
stofnana skert um 850 millj.
VINNUNEFNDIR Verslunarráðs íslands leggja til að rannsóknastofn-
anir atvinnuvega hérlendis verði gerðar að sjálfseignarstofnunum og
fast framlag ríkisins verði 25%-35% af fjárþörf þeirra. Annað fjár-
magn komi frá Rannsóknasjóði Rannsóknaráðs rikisins, öðrum rann-
sóknatengdum sjóðum og atvinnulífinu hérlendis og erlendis, sem
kaupa vilja rannsóknir á verkefnagrundvelli. Ef miðað er við meðaltals-
prósentu, eða um 30%, teija nefndarmenn að bein framlög ríkisins af
fjárlögum til þessara stofnana lækki um 850 milljónir króna.
í skýrslu vinnunefnda eru framlög
ríkisins til rannsóknastofnana at-
vinnuvega samkvæmt fjárlögum
1994 tekin saman, og er miðað við
Hafrannsóknastofnun, Framleiðni-
sjóð landbúnaðarins, Rannsókna-
stofnun Jandbúnaðarins, Iðntækni-
stofnun fslands, Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins, Skrifstofa rann-
sóknastofnana atvinnuveganna,
Rannsóknastofnun byggingariðnað-
arins, Veiðimálastofnun og fiskeldis-
rannsóknir. Þar kemur fram að
framlag ríkisins nemur 1.401 milljón
króna auk þess sem stofnunum er
samtals ætlað að hafa um 440 millj-
ónir í sértekjur, eða alls um 1.840
milljónir króna.
Hvatning til rannsókna
Páll Kr. Pálsson, framkvæmda-
stjóri Vífilfells hf., átti sæti í vinnu-
nefnd þeirri sem starfaði að niður-
skurði ríkisútgjalda í atvinnuvega-
ráðuneytum. I máli hans á aðalfundi
Verslunarráðs á miðvikudag kom
fram að marka þyrfti rannsókna-
stofnunum heildarstefnu til að þær
verði „samvirkari og hagkvæmari
einingar". Páll gerði grein fyrir þeirri
tillögu nefndarinnar að skattkerfíð
verði notað á næstu árum til að fyrir-
tæki fái hvatningu í líki skattaíviln-
ana fyrir að fjármagna rannsóknir í
eigin þágu eða viðkomandi atvinnu-
greinar. Þá sé einnig mikilvægt að
rannsóknastofnanir séu undanþegn-
ar tekju- og eignaskatti. Lagt er til
að um helmingur þeirrar upphæðar
sem gæti sparast vegna lækkunar
ríkisframlaga rynni til verkefna-
tengdra rannsókna, t.d. í gegnum
rannsóknasjóð Rannsóknaráðs, en
afgangur kæmi á móti tekjutapi rík-
isins vegna skattalegrar meðferðar-'
kostnaðar við rannsóknir.
Einnig er lögð áhersla á að löggjaf-
inn stuðli að aukningu áhættufl-
ármagns hér á landi og samstarfi við
erlenda aðila á því sviði. „Vel mætti
hugsa sér að ríkisvaldið kæmi inn í
eflingu þeirra áhættufjármagnsfyrir-
tækja sem til staðar eru hér á landi,
með tímabundnum hlutafjárframlög-
um til þeirra," sagði Páll og gat sér-
staklega um Þróunarfélagið og
Draupnissjóð í því sambandi.
Sjúklingar greiði mat
til að spara 460 millj.
mælis lýðveldisins
■andi for-
iningum
30 grömm að þyngd. Þeir eru gjald-
gengir og er nafnverð hvers þeirra
þúsund krónur. Royal Mint í Eng-
landi annaðist sláttu þeirra. Sala
forsetamyntarinnar hefst 1. mars
nk., og verður hún seld bæði á inn-
lendum markaði og erlendis, en
kynningartexti á íslensku og ensku
fylgir gjafaöskjum sem eru utan um
peningana. Þrir sérslegnir peningar
í öskju munu kosta 7.800 krónur
en 5.300 í venjulegri sláttu. Selt
verður í bönkum og sparisjóðum en
jafnframt verða fáanlegir stakir
peningar í öskju í afgreiðslu Seðla-
bankans, og er söluverð á sérslegn-
um peningi 5.200 krónur en 1.900
krónur í venjulegri sláttu.
Þrír forsetar
SILFURPENINGARNIR þrír af fyrrum forsetum íslenska lýðveldisins,
sem Seðlabankinn gefur út í tilefni af hálfrar aldar afniæli þess, voru
afhentir forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, á miðvikudag.
MEÐ því að láta skammtímalegu-
sjúklinga, þ.e. þá sem liggja skem-
ur en 4 vikur á sjúkrahúsi, greiða
fyrir fæði meðan á dvöl stendur,
mætti spara samtals 460 milljónir
króna í fæðiskostnað á sjúkrahús-
um landsins. Þetta er ein niður-
staða vinnunefnda Verslunarráðs
íslands sem birt var á miðviku-
dag. Einnig er lagt til að rekstrar-
verkefni á öllum stigum heilbrigð-
isþjónustu verði boðin út, og megi
gera ráð fyrir um 25% fækkun
starfsfólks með slíkum útboðum,
sem lækki rekstrarkostnað alls
um 1,8 milljarða króna.
Útreikningur á matarkostnaði
fékkst með viðmiðun á dreifingu
sjúklinga eftir lengd legu á Borgar-
spítala, og reiknað út að um 75%
allra sjúklinga dveljist skemur en 4
vikur á spítala. Samkvæmt athugun
vinnunefnda í heilbrigðisráðuneytinu
er matarkostnaður á hvern sjúkling
á bilinu 500-1.200 krónur á dag.
Hliðsjón var tekin af miðjugildi og
áætlað að með greiðslum fyrir mat
væri hægt að spara um 100 milljón-
ir króna hjá Borgarspítala og um
190 milljónir króna hjá Ríkisspítölun-
um, auk 170 milljóna á öðrum
sjúkrahúsum hérlendis. í tillögu
vinnunefndar segir: „Á meðan fólk
heldur óskertum launum hefur það
ekkert með jafnan aðgang að heilsu-
þjónustu að gera að fólk borgi ekki
fyrir sinn mat á spítölunum. Öðru
máli gegnir um þá sem dvelja til
lengri tíma inn á spítölum þar sem
búast má við að þessi hópur haldi
ekki óskertum launum hjá sínum
vinnuveitenda nema i skamman
tima.“
Búnaðarþing að hefjasl
Fjallað um
sameiningu .
bændasamtaka
BÚNAÐARÞING hefst í Súlnasal
Hótels Sögu mánudaginn 28. febr-
úar kl. 10 árdegis, og mun Jón
Helgason formaður Búnaðarfé-
lags íslands setja þingið.
Við setninguna flytja ávarp þeir
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra og Haukur Halldórsson for-
maður Stéttarsambands bænda.
Meðal fyrstu verka þingsins verður
að taka afstöðu til tillagna um brey>í-
ingu á lögum BÍ og þingsköpum
Búnaðarþings þess efnis að tveir
fulltrúar frá stjórn Stéttarsambands
bænda taki sæti á þinginu.
Fyrir Búnaðarþing að þessu sinni,
sem er hið 78. í röðinni, kemur álit
nefndar á vegum stjórna Búnaðarfé-
lagsins og Stéttarsambandsins, sem
hafa kannað kosti og hagkvænjíff'
þess að sameina Búnaðarfélag ís-
lands og Stéttarsambands bænda.