Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 14

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 Svar til Gunnars Birgissonar eftir Sigríði Einarsdóttur í Morgunblaðinu 29. janúar sl. birtust greinarskrif eftir Gunnar Birgisson, formann bæjarráðs Kópa- vogs, sem hann nefnir, „Kópavogs- bær - Bær framtíðar." „í þessum skrifum kemur fram að núverandi meirihluti hafi haft aðhald og ráðdeild í ráðstöfun fjár- muna að leiðarijósi og það hafi reynst A-flokkunum óviðráðanlegt verkefni. Vegna þessara skrifa ætla ég að birta nokkrar staðreyndir varðandi þessi mál. Það er alltaf erfitt að bera saman á milli ára þessa þætti þar sem ýms- ar forsendur hafa breyst, en Gunnar segir að rekstrarkostnaður bæjar- sjóðs hafí lækkað úr 81,5% af skatt- tekjum árið 1989 niður í að vera 68% árið 1992. Það væri því ekki úr vegi að skoða hvemig þessar prósentur eru fundnar og hvemig slík breyting hefur komíð við íbúana í Kópavogi. Hefur hún komið íbúunum til góða eða þurfa þeir að greiða auknar álög- ur? Ef við skoðum yfírstjórn bæjarins og heildartekjur þá hefur þar orðið mikil breyting á. Við höfum á þessu tímabili þurft að greiða biðlaun til nokkurra aðila þar sem þeim hefur verið sagt upp starfi og aðrir ráðnir í staðinn. Það hefur verið kostnaðar- samt fyrir bæjarfélagið og ekki alltaf borgað sig. Aðkeypt endurskoðun bæjarreikninga hefur hækkað um 137%. Árið 1989 var hún kr. 1.096.283 en á ijárhagsáætlun 1994 er gert ráð fyrir að hún verði kr. 2.500.000 Fjárhagsáætlunin fyrir árið 1994 segir svo lítið þar sem það eru svo margir þættir sem em ekki inni í myndinni. Því tel ég það vera raun- hæfara að skoða síðustu reikninga Kópavogskaupstaðar en þeir era fyr- ir árið 1992. Rekstrarniðurstaðan árið 1992 var 276.940 milljónir þ.e. 81,9% af heild- artekjum. Það eru tekjurnar sem era til framkvæmda og til að greiða nið- ur skuldir. Þá er búið að draga frá rekstrinum vexti og verðbætur. For- maður bæjarráðs virðist hafa gleymt því að hluti af þeim tekjum sem hann reiknar með að nota til fram- Yfirstjórn bæjarins/heildartekjur Upph. í þús. kr. 1989 1990 1991 1992 Heildart. 1.177.929 1.270.391 1.356.420 1.530.234 Yfírst. 68.646 77.815 82.308 99.294 5,8% 6,1% 6,1% 6,5% Félagsþjónustan hefur aftur á móti lækkað svo um munar frá því sem áður var. Félagsþjónusta/heildartekjur 1989 1990 1991 1992 Félagsþj. / • 327.000 246.000 266.000 252.314 af heildart. 27,8% 19,4% 19,6% 16,5% Fjármagn til fræðslumála hefur farið lækkandi miðað við heildartekjur. Fræðslumál/heildartekjur 1989 1990 * 1991 1992 Fræðslum./ 201.409 217.975 215:925 224.964 af heildart. 17,1% 17,2% 15,9% 14,7% Það furðulega er að þrátt fyrir aðhald og ráðdeild í ráðstöfun fjár- magns þá hefur fjármagnskostnaður hækkað um 195% frá 1989-1992. Fjármagnskostnaður/heildartekjur Fjármagnsk./ af heildart. 1989 1990 1991 48.938 80.375 100.045 4,2% 6,3% 7,4% 1992 144.616 9,5% kvæmda og greiða niður skuldir fer í fjármagnskostnað. Gamlar götur „EKKERT MÁL“ Hugleiðingar um prófkjör Alþýðuflokksins í Hafnarfirði eftirHörð Hilmarsson Fyrir tæpum áratug réð undirrit- aður sig tii kennslu við Grannskóla Hafnarfjarðar. Ég þekkti bæinn nokkuð vel, vissi til að mynda hvar íþróttahúsið við Strandgötu var, Kaplakriki ' og Sparisjóður Hafnar- fjarðar, en hafði enga hugmynd um hvar vinnustaðurinn, Öldutúnsskóli, var í bænum. Eftir nokkurra vetra starf í Hafn- arfirði hafði ég kynnst bæjarfélaginu eins vel og hægt er á stuttum tíma, sé tekið mið af þeirri staðreynd að ég var búsettur í Reykjavík. Ein- hveiju sinni lét ég hafa það eftir mér, að væri ég búsettur í Hafnar- firði myndi ég styðja Alþýðuflokkinn í bæjarmálum, en kysi sem fyrr að Sjálfstæðisflokkurinn færi með stjóm mála í mínu kjördæmi, Reykja- vík. Þetta þótti ýmsum athyglivert, því ég var þá flokksbundinn sjálf- stæðismaður og hafði gegnt trúnað- arstörfum fyrir fiokkinn á Akureyri á löngu liðnum „sokkabandsárum". Ástæða þessa stuðnings míns við kratana í Hafnarfirði er fyrst og fremst sú sannfæring mín að menn skipti meira máli, í pólitík sem og á öðram vettvangi, en stefnur eða „ismar“ sem menn aðhyllast eða flykkja sér um tímabundið. Mig skipta meira máli hæfíleikar manna, dugnaður og dómgreind, en hvaða stjómmálaflokk þeir eru fulltrúar fyrir. Og í Hafnarfirði hafði Alþýðu- flokkurinn og hefur enn, að mínu mati, meira og betra mannval en það sem Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á. Nú er fyrirhugað prófkjör hjá Al- þýðuflokknum í Hafnarfirði helgina 26. og 27. febrúar nk. Meðal ágætra frambjóðenda er Þórir Jónsson. Hann þarf vart að kynna fyrir Hafnfirðing- um, en hann er fæddur og uppalinn í Firðinum. Þórir hefur lengi starfað við kennslu, lengst af við Oldutúns- Tveir tilboðsdagar í Epal föstudag og laugardag Bútar. Góður afsláttur af ýmsum gluggatjaldaefnum, lömpum og húsgögnum. Að auki 15% afsláttur af öllum vörum á lager. epol FAXAFENI 7, SÍMI687733. Endurbygging gömlu gatnanna var 12% af heildartekjuiji árið 1989 en á fjárhagsáætlun 1994 er áætlað að 7% af heildartekjum fari í þann lið. Gunnar Birgisson tekur á flestum þáttum í bæjarlífinu í greininni. Má þar nefna málefni aldraðra en þar er ýmislegt sem þarf að skoða frekar og verður forvitnilegt að sjá hvort tekið verður á þeim þætti af meiri alvöru. Fræðslumálin gleymdust Skyldi það vera af ásettu ráði að Gunnar kom ekkert inn á fræðslu- málin í greininni, enáa hefur sá þátt- ur rýrnað töluvert, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Menning og listir Gunnar segir að þessum mála- flokki hafi lítið. verið sinnt frani að þessu. Kópavogur var til fyrirmyndar í augum listamanna á fyrra kjörtíma- bili, bæði vegna starfslauna bæjar- listamanns og vegna þess að 0,5% af útsvarstekjum fóru til listaver- Þórir Jónsson „Góðir eiginleikar Þór- is Jónssonar og félags- leg greind geta nýst á ýmsum sviðum mann- legs samfélags.“ skóla, þar sem hann var farsæll og afar vinsæll kennari. Sem formaður æskulýðs- og tómstundaráðs síðast- liðin 7 ár hefur Þórir Jónsson átt mikinn þátt í því öfluga barna- og unglingastarfi sem unnið hefur verið í Hafnarfirði. Þórir hefur verið virkur í íþróttahreyfíngunni um áratuga skeið, sem 1. deildarleikmaður í handbolta með Haukum og knatt- spyrnu með Val og FH. Þórir Jóns- son hefur verið formaður knatt- Sigríður Einarsdóttir „Það furðulega er að þrátt fyrir aðhald og ráðdeild í ráðstöfun fjármagns þá hefur fjármagnskostnaður hækkað um 195% frá 1989-1992.“ kakaupa og annarra menningarmála. Þegar núverandi meirihluti kom til valda var það eitt af fyrstu verkum hans að leggja þessi starfslaun á hilluna, en því má bæta við að nú eru áætlaðar tekjur til starfslauna bæjarlistamanns á þessu ári. Skóflustunga að Listasafni Kópa- vogs, safni Gerðar Helgadóttur var tekin árið 1987. Búið var að steypa safnið upp þegar núverandi meiri- hluti tók við. Þá þótti það vera sleif- arlag að vera með bygginguna svona lengi hálfkláraða. Nú skilja menn ef til vill að það er ekkert auðhlaupa- verk að byggja svona listasafn enda verður því verki ekki lokið þegar þessu kjörtímabili lýkur. Það er jákvætt til þess að hugsa að menning og listir eiga að fá meira svigrúm í framtíðinni, nú þegar líða fer að kosningum. Höfundur er bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Kópavogi. spyrnudeildar FH sl. 6 ár og stýrt miklum uppgangi deildarinnar með eftirtektarverðum hætti. Nú er Þórir einnig formaður Samtaka 1. deildar- félaga í knattspyrnu, öðru sinni á fáum árum, og er þar treyst til að vera í forsvari í viðkvæmum og oft erfiðum samningum við hugsanlega styrktaraðila. Þrátt fyrir forystu í einu félagi hefur Þórir Jónsson ekki fallið í þá gryfju félagapólitíkur og naflaskoðunar sem því miður er svo algeng í íþróttaheiminum. Honum hefur tekist að hafa hag heildarinnar að leiðarljósi, hugsa fyrst um hvað sé íslenskri knattspyrnu til góða áður en hann leitar leiða fyrir sitt félag. Góðir eiginleikar Þóris Jónssonar og félagsleg greind geta nýst á ýmsum sviðum mannlegs samfélags, ekki síst við stjórnun öfiugs og ört vax- andi bæjarfélags. Því þykir mér miður að vera ekki búsettur í Hafnarfirði um næstu helgi, til að geta greitt góðum dreng atkvæði mitt í prófkjöri Alþýðu- flokksins. En ég veit að hinn al- menni kjósandi, sem er kannski eins og ég orðinn leiður á ábyrgðarlausri framkomu og orðagjálfri atvinnupóli- tíkusa, kann vel að meta ferskt fram- boð Þóris Jónssonar í bæjarpólitík Hafnaríjarðar. Maður sem segir gjarnan „ekkert mál“, þegar leitað er til hans, á erindi í bæjarstjóm. Orðatiltækið vísar til þess sem ég tel einn stærsta kost þessa ágæta fram- bjóðanda, en það er framkvæmda- semin og dugnaðurinn. Það er ekk- ert mál svo erfitt að ekki sé hægt að leysa það. Þórir Jónsson er maður sem lætur verkin tala! Ég vona að hann nái settu marki, 4. sætinu! Höfundur er deildarstjðri bjá Úrval-Útsýn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.