Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 46

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 VETRAROLYMPIULEIKARNIR > Gulldagur hiá Ítalíu Valur B. lónatansson skrífar frá Lillehammer GULLDAGUR var hjá ítölum á Ólympíuleikunum í Lilleham- mer í gær. Manuela di Centa sigraði í 30 km göngu kvenna og Deborah Compognoni varð Ólympíumeistari í stórsvigi kvenna. ítalir hafa aldrei unnið eins mörg gullverðlaun á Ólympíuleikum eins og þeir hafa gert á þessum leikum. Þeir hafa unnið sex gullverð- laun, þrenn silfurverðlaun og átta bronsverðlaun. „Ég tók áhættu í fyrri umferðinni og gat því keyrt af öryggi í þeirri seinni. Það er æðislegt að sigra í stórsviginu og það með svona miklum mun,“ sagði Compagn- oni strax eftir sigurinn í Hafjell í gær, en hún varð Ólympíu- meistari í risasvigi fyrir tveimur árum. g _ampagnoni er 23 ára og á ekki langt að sækja hæfileik sína því föðurbróðir hennar, Giuseppe, var í ítalska lands- liðinu á sama tíma og Gustavo Toeni þjálfari ítalska landsliðsins. Hún þykir hrakafallabálkur og var oft að meiða sig á sínum yngri árum. Hún fótbrotnaði í stórsvigskeppn- inni á Ólympíuleikunum í Albert- ville, en gafst ekki upp — var fljót að jafna sig, það sannar Ólympíu- gullið í gær. ítalski Ólympíumeistarinn skíð- aði fyrri umferðina af miklum krafti og besti millitíminn þegar hún fór niður númer 14 gaf til kynna að brautartíminn yrði sleginn. Hún kom í mark á 1.20,37 mín. og var rúmlega hálfri sekúndu á undan Anitu Wachter, en síðan kom Hilde Gerg frá Þýkalandi og skaust upp í annað sætið. í síðari umferðinni keyrði hún eins og meistara sæmir — var öryggið uppmálað og tíminn, 1.10,60 mín. og samanlagt 2.30,97 mín., sem var 1,22 sekúndum betri samanlagður tími en hjá Martinu Ertl frá Þýskalandi sem varð önn- ur. Vreni Schneider frá Sviss nældi sér í bronsið, eftir áð hafa verið i Qórða sæti eftir fyrri umferð og Wachter varð flórða. Hin 18 ára gamla Hilde Gerg, sem hafði næst besta tímann eftir fyrri umferð, datt þegar aðeins þijú hlið voru eftir í markið. „Þessi sigur gerir það að verkum að ég verð mjög afslöppuð í sviginu á laugardaginn. Nú bíð ég bara eftir sviginu og vonandi tekst mér eins vel upp þá. Ég er í góðri æf- ingu,“ sagði Campagnoni, sem er mjög vinsæl á meðal landa sinna. Við markið var hópur ítala sem veifaði fánum þar sem á stóð; „Aðdáendafélag Campagnoni." Hún kom til þeirra og þakkaði stuðninginn með sínu innilega brosi sem bræddi alla viðstadda. „Ég hafði engu að tapa í síðari umferðinni og því tók ég áhættu. Reuter Deborah Compagnoni var fljótust í báðum ferðunum í stórsvigi í gær og krækti sér í önnur gullverðlaun sín á þessum leikum. Ég átti ekki von á að ná öðru sæti og því get ég ekki annað en verið glöð,“ sagði Martina Ertl frá Þýska- landi sem var með fimmta besta tímann eftir fyrri umferð. Vreni Schneider sagðist vera ánægð með þriðja sætið og hefði einnig verið sátt við fjórða eða fímmta sætið. „En það er alltaf gaman að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Brautin í síðari umferðinni var nokkuð hröð, en ég kann best við brautir með miklum beygjum," sagði Schneider. Það var svartur dagur hjá sænsku stúlkunum í gær. Þær fóru allar fjórar út úr brautinni í fyrri umferð og gátu sænsku konungs- hjónin, sem voru á meðal áhorf- enda, ekki leynt vonbrigðum sínum. Pernilla Wiberg, var helsta von þeirra, enda Ólympíumeistari í þess- ari grein í Albertville. En hún fann sig ekki og keyrði útúr, en millitími hann gaf ekki til kynna að hún myndi blanda sér í toppsætinn. „Þetta var bara ekki minn dagur. Þessi íþrótt er þannig að alltaf má reikna með svona útkomu“ sagði Pillan og var súr. Sænskir áhorf- endur voru ekki ánægðir og sáust fánar þeirra dregnir í hálfa stöng eftir keppnina. Óvenju margar féllu úr keppni, eða 28 af 52 keppendum. Þetta er yfír fímmtíu prósent fall. Brautirnar voru erfiðar og langar og er það líklega skýringin. Verðlaunapallurínn 600 ára gamall! Á HVERJU kvöldi fer fram verðlaunaafhending við Hákonarhöllina í Lille- hammer. Verðlaunapallurinn er byggður úr ís sem er 600 ára gamall og tekinn úr Josteld jöklinum. Norðmaðurinn Ketil Moe er hugmyndafræðing- urinn á bak við þetta og segir að ísinn sé tákn leikanna, enda er snjórinn og ísinn upphafíð af vetrarleikjum. Pallurinn er eins og þrír risavaxnir ísmolar. Besta vedríd í febrúar frá því 1947 GOTT veður hefur verið í Lillehammer alla keppnisdagana, logn og heið- skýrt. Það þarf að fara alla leið aftur til 1947 til að finna sambærilegt veður í þessum mánuði, en þá var heiðskýrt 15 daga í röð. Þegar Ólymp- íuleikarnir voru haldnir í Ósló 1952 sást ekki til sólar einn einasta keppn- isdag. Það má því segja að Ósló komi til með að standa í skugga af Lille- hammer. 40 þúsund Ijós fyrir Sarajevo UM 40 þúsund vasaljósum verður dreift til áhorfenda á lokahátíð leikanna á sunnudaginn. Áhorfendur munu tendra ljósin á meðan hátíðin stendur sem hæst. Ljósin eiga að minna okkur á að lífið heldur áfram eftir að Ólympíueldurinn hefur verður slökktur. Ljósin eru einnig tendruð í von um frið í Sarajevo og í öllum heiminum. Að vera með... LILLEHAMMERBREF MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um lágmörkin sem Ólympíu- nefnd íslands setti sem skilyrði fyrir þátttöku á Vetrarólympíu- leikunum hér í Lillehammer. Margjr töldu lágmörkin of ströng, en eftir að hafafylgst með keppni íslendinganna á leikunum held ég að þau séu síst of ströng. Okkar hlutskipti hér hefur verið að deila öftustu sætunum. Við erum að rembast við að keppa í sem flestum greinum, þó svo að við eigum þangað ekkert erindi. Við eigum langt í land með að standast þeim bestu snúning á Ólympíuleikum þar sem besta íþróttafólk heims keppir um verðlaunin. Valur B. Jónatansson skrifar frá Lillehammer Eg hef verið að velta því fyrir mér hver tilgangurinn sé með því að senda sem flesta ís- lenska keppendur á Ólympíuleika. Fá þeir mikið út úr því að sjá hve aftarlega þeir eru? „Ég er svekktur, ég bjóst við að gera betur." Þetta eru þau orð sem blaðamaðurinn heyrir oftast frá íslensku keppendunum í Lille- hammer þegar þeir hafa lokið keppni. Áuðvitað gengur þetta upp og ofan í íþróttunum eins og öðru í lífinu, en voru væntingam- ar ekki of miklar áður en lagt var af stað? íslenska alpagreinaliðið á reyndar eftir að keppa í sinni „sérgrein", svigi, og göngumenn- irnir í 50 km göngu. Vonandi tekst betur upp þar. íslenska íþróttafólkið leggur mikið á sig við æfíngar, er meira og minna erlendis allan veturinn og fjármagnar æfingarnar að mestu sjálft. Fórnar nánast öllu fyrir skíðin og það er aðdáunar- vert. Það kemur á Ólympíuleika og ætlar að sanna sig, en þá kem- ur babb í bátinn — árangurinn er ekki eins og til var ætlast og vonbrigðin leyna sér ekki. Við erum frá litlu landi og því fínnur maður fyrir hér á meðal stórþjóða þar sem allt snýst um verðlauna- sæti, ekki bara að vera með. Við þurfum að vinna okkar heima- vinnu betur og gera þessu fóm- fúsa íþróttafólki okkar kleift að stunda íþrótt sína svo hægt verði að ætlast til árangurs af því á stórmótum sem þessum. Efnivið- urin er góður, en betur má ef duga skal. Þegar íslendingamir hafa verið að koma í mark er löngu búið að fagna sigurvegaranum. Það er varla að áhorfendur taki eftir því þegar Islendingarnir renna sér niður brautina því verðlaunahaf- arnir fá alla athyglina. Frétta- menn þyrpast að þeim bestu í löngum röðum og allir vilja fá viðtal strax, jafnt sjónvarp, útvarp sem og blaðamenn. Það er ekki laust við að þjóðarstoltið minnki við þessa uppákomu. Aðstæður allar hér í Lilleham- mer em þær bestu sem völ er á. Skipulag allt í föstum skorðum og flestir una glaðir við sitt. Vel fer um íþróttafólkið sem býr í sérstöku Ólympíuþorpi þar sem enginn óviðkomandi fær að kom- ast inn nema með sérstöku leyfi og þarf að sækja um það með dags fyrirvara. Fréttamenn hafa ekki þurft að kvarta undan að- stöðunni. Þúsundir áhorfenda hafa flykkst til Lillahammer dag hvern til að verða vitni af íþrótta- viðburðunum. Hingað hafa komið fleiri áhorfendur en nokkur hefði þorað að spá. Það er meira en að segja það, að taka að sér svona íþróttavið- burð. Norðmenn hafa sannað að þeir em á meðal þeirra fremstu jafnt í íþróttum sem og í skipulagi svona íþróttahátíðar. Þeir em meira að segja famir að láta sig dreyma um að sækja um að fá hingað Vetrarólympíuleikana 2.010. Það ætti ekki að vera svo ijarlægur draumur því hér er allt sem til þarf. ÚRSLIT ÓL í Lillehammer Stórsvig kvenna Fallhæð 387 m, I fyrri ferð voru 53 hlið en 51 í þeirri seinni. 1. Deborah Compagnoni (Italiu)..2.30,97 (1.20,37/1.10,60) 2. Martina Ertl (Þýskalandi).....2.32,19 (1.21,34/1.10,85) 3. Vreni Schneider (Sviss).......2.32,97 (1.21,29/1.11,68) 4. Anita Wachter (Austurrfki)....2.33,06 (1.21,18/1.11,88) 5. Carole Merle (Frakklandi)..../2.33,44 (1.21,56/1.11,88) 6. Eva Twardokens (Bandar.)......2.34,41 (1.22,12/1.12,29) 7. Lara Magoni (Italíu)..........2.34,67 (1.21,85/1.12,82) 8. Marianne Kjörstad (Noregi)...2.34,79 (1.21,81/1.12,98) 9. Heidi Zeller-Báhler (Sviss)...2.35,14 (1.23,14/1.12,00) 10. C. Meier-Höck (Þýskal.).......2.35,22 (1.22,02/1.13,20) 11. Birgit Heeb (Liechtenstein)...2.36,09 (1.22,58/1.13,51) 12. Spela Pretnar (Slóveniu)......2.36,11 (1.22,81/1.13,30) 13. Anna-Lise Parisien (Bandar.)..2.36,44 (1.23,55/1.12,89) 14. Sylvia Eder (Austurríki)......2.36,48 (1.23,03/1.13,45) 15. Sabina Panzanini (ítaliu).....2.36,53 (1.22,94/1.13,59) 16. Karin Roten (Sviss)...........2.36,55 (1.23,22/1.13,33) 17. Ainhoa Ibarra (Spáni).........2.36,67 (1.23,36/1.13,31) 18. Regine Cavagnoud (Frakkl.)....2.36,78 (1.23,45/1.13,33) 19. Trine Bakke (Noregi)..........2.37,18 (1.23,63/1.13,55) 20. Urska Hrovat (Slóveníu).......2.38,16 (1.23,61/1.14,55) 21. MariaJoseRienda(Spáni)........2.39,45 (1.24,62/1.14,83) 22. Monica Bosch (Spáni)..........2.41,23 (1.25,62/1.15,61) 23. Ásta Halldórsdóttir (íslandi) ...2.44,20 (1.28,02/1.16,18) 24. Zali Steggall (Ástralíu)......2.46,14 (1.28,68/1.17,46) Skíðafimi Stökk kvenna: 1. Lina Cheryazova (Uzbekistan)....166,84 2. Marie Lindgren (Svíþjóð)........165,88 3. Hilde Synnöve Lid (Noregi)......164,13 4. Maja Schmid (Sviss).............156,90 5. Natalya Sherstnyova (Úkraínu)...154,88 6. Kirstie Marshall (Ástralíu).....150,76 7. Tracy Evans (Bandaríkjunum).....139,77 Stökk karla: 1. Andreas Schoenbachler (Sviss)...234,67 2. Philippe Laroche (Kanada).......228,63 3. Lloyd Langlois (Kanada).........222,44 4. Andrew Capicik (Kanada).........219,07 5. Trace Worthington (Bandar.).....218,19 6. Nicholas Fontaine (Kanada)......210,81 7. Eric Bergoust (Bandaríkjunum) ....210,48 Norræn tvíkeppni sveita Úrslit í sk(ðastökki/3xl0 km boðgöngu: 1. Japan..................733,5/1:22.51,8 (Takanori Kono 27.55,2; Masashi Abe 27.49,1; Kenji Ogiwara 27.07,5) 2. Noregur................672,0/1.22.33,9 (Knut Tore Apeland 26.51,5; Bjarte Engen Vik 28.28,8; Fred Börre Lundberg 27.13,6) 3. Sviss..................643,5/1.23.09,9 (Hippolyt Kempf 27.35,6; Jean-Yves Cuend- et 28.02,0; Andreas Schaad 27.32,3) 4. Eistland...............619,0/1.23.35,4 5. Tékkland...............603,5/1.24.05,9 6. Frakkland..............557,5/1.20.53,0 7. Bandarikin.............602,0/1.25.10,4 8. Finnland...............592,0/1.24.32,4 30 km ganga kvenna Með hefðbundinni aðferð. 1. Manuela Di Centa (ftalíu)....1.25.41,6 2. Marit Wold (Noregi)..........1.25.57,8 3. M.-Liisa Kirvesniemi (Finnl.).1.26.13,6 4. Trude Dybendahl (Noregi).....1.26.52,6 5. Lyubov Yegorova (Rússlandi).... 1.26.54,8 6. Yelena Vialbe (Rússlandi)....1.26.57,4 7. IngerH. Nybraaten (Noregi)...1.27.11,2 Ól í dag Alpatvlkeppni karla Fyrri ferð 8.30 12 Skíðaskotfimi 4x7,5 km boðganga kvenna 9 Skíðastökk Af90mpalli 11.30 Skautahlaup 5.000 m hlaup kvenna 13 Listhlaup Fijálsaræfingar kvenna 18 Íshokkí Undanúrslit: 18.30 Rússland - Svíþjóð 20 LEIÐRETTING Haukar ádur meistarar Haukastúlkurnar, sem sigruðu í bikarkeppni 2. flokks í handknatt- leik, urðu einnig íslandsmeistarar, þegar þær vom í 5. flokki, en í blað- inu í gær var sagt að Haukastúlkur hefðu ekki áður unnið mót á lands- vísu. Þetta leiðréttist hér með og er beðist velvirðingar á mistökun- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.