Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 38

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 38
MÓRGUNBLAÐtÐ FÖSTUDAGÚR 25Í FEBRÚAR 1994 y' Golden Bear S í Berlin a! '4i.1994.tF / Golden Bear S V, Berlin ,í '4j.1994.tr Spennumynd með Al Pacino (Scent of a Woman, Scarface) og Sean Penn (Indian Runner) í aðalhlutverkum. Pacino afbragð að vanda og Sean Penn hefur verið orðaður við Óskarinn. Sýran og diskóið nýtur sín fullkomlega I nýju DTS DIGITAL hljóðkerfi HÁSKÓLABÍÓS. Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Ný mynd eftir Zhang Jimou (Rauði lampinn, Judou) sem sigraði á hátíðinni í Feneyjum '93. Sýnd kl. 7. Grín- og spennumynd með CHRISTOPHER LAMBERT og MARIO VAN PEEBLES. Sýnd kl. 7.05 og 11.15. IN THE NAME OF Pete POSTLETIIWAITE BESTA MYNDIN • BESTI LEIKSTJÓRINN Jim Sheridan • BESTI AÐALEIKARINN Daniel Day-Lewis • BESTU LEIKARAR í AUKAHLUTVERKUM Emma Thompson og Pete Postlethwaite Þau voru ung og vitlaus, en áttu þau skilið að sitja 15 ár í fangelsi — saklaus? Þau tengdust á engan hátt IRA og raunverulegu morðingjarnir játuðu verknaðinn. Skömm breska réttarkerfisins, mál Guildford-fjórmenninganna, í kröftugri og harðrj stórmynd. Daniel Day- Lewis Emma Thompson HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. í nafni föðurins THE FATHER Leikstjórinn JIM SHERIDAN (MY LEFT FOOT) færir okkur stórmyndina í nafni föðurins. DANIEL DAY-LEWIS, EMMA THOMPSON og PETE POSTLETHWAITE eru öll tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Myndin er einnig tilnefnd til Óskarsverð launa sem besta myndin og fyrir leikstjórn. Myndin hlaut Gullbjörninn í Berlín í síðustu viku sem besta mynd hátíðarinnar. Tónlistin er kröftug enda flytjendurnir ekki af verri endanum: Addams fjölskyldugildin Ys og þys út af engu Stórkostleg mynd sem hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Sýnd kl. 5, 9 og 11.15. BONO, SINÉAD O'CONNOR, BOB DYLAN, JIMI HENDRIX og fleiri. SÝNDKL. 5, 7, 9 og 11. NEMENDUR Dansskóla Hermanns Ragnars, sem halda í keppnis- ferðalag til Blackpool í vor, sýna dans í Kolaportinu á sunnudaginn og í Ármúla 40 6. mars nk. Blackpool-farar dansa í Kolaportinu Fræðslufundur um g*róð- urfar á Kamtsjatka Frá Kamtsjatka. NEMENDUR Dansskóla Her- manns Ragnars, sem halda í keppnisferðalag til Blackpool á ' vori komanda, verða í Kolaport- inu nk. sunnudag, 27. febrúar. Krakkarnir, sem eru á aldrinum 10-15 ára, dansa á klukkutíma- ■ DAGUR tónlistarskólannu er laugardaginn 26. febrúar. Af því jtilefni verður opið hús í Söngskól- anum í Reykjavík frá kl. 11-14. Geta gestir fylgst með kennslu í ðperudeild skólans. Það eru kennar- fresti í Kolaportinu og verður fyrsta sýningin kl. 12. Ferðalangarnir standa fyrir dansveislu í Ármúla 40 6. mars nk. þar sem þeir sýna dans og svo verður slegið upp balli á eftir. Kaffi og kökur verða á boðstólum og hefst gleðin ki. 20.30. arnir Garðar Cortes óperusöngvari og Iwona Jagla píanóleikari sem leiðbeina nemendum Söngskólans um túlkun á hinum ýmsu verkefn- um óperubókmenntanna. FRÆÐSLUFUNDUR Skógrækt- arfélags Reykjavíkur og Menning- armiðstöðvarinnar 'Gerðubergs verður haldinn sunnudaginn 27. febrúar kl. 14. Umræðuefni fund- arins er söfnunarleiðangur sem Óli Valur Hansson, fyrrverandi garðyrkjuráðunautur og Brynjólf- ur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands, fóru í til Kamtsjatka sl. haust. Óli Valur og Brynjólfur ferðuðust um Kamtsjatka í fimm vikur og söfn- uðu fræjum af fjölmörgum jurtum, runnum og tijátegundum sem e.t.v. eiga eftir að koma íslendingum að gagni. Kamtsjatka er eldfjallaland, þar er mikill jarðhiti og náttúrufeg- urð mikil. Á fundinum bregða þeir upp iitskyggnum og segja frá því sem fyrir augu bar á skaganum auk þess að kynna efniviðinn sem safnaðist. Kamtsjatka er skagi sem liggur að Beringssundi og var hann áður austasti hluti Sovétríkjanna. Skaginn var vegna nálægðar sinnar við Banda- ríki Norður-Ameríku mikilvæg bæki- stöð sovéska hersins og var ekki leyfi- legt'fyrren eftir upplausn Sovétríkj- anna að ferðast um þetta landsvæði. Brynjólfur og Óli eru fyrstu Vest- ur-Evrópubúarnir sem farið hafa gagngert til Kamtsjatka til að rann- saka gróður eftir að landið var opnað ferðamönnum á ný. Síðast er vitað um Eric Hulten, sænskan grasafræð- ing, sem stundaði rannsóknir á gróðri í Kamtsjatka í kringum 1918. Menningarmiðstöðin Gerðuberg hefur ásamt Skógræktarfélagi Reykjavíkur undanfarna vetur staðið fyrir fræðslufundum og er fyrirlestur Ola Vals Hánsshnar ög Brynjólfs Jónssonar einn liður í þeirri sam- vinnu. Markmið fræðslunefndanna er m.a. að kynna landgræðslu, skóg- og trjárækt auk þess að vekja fólk til umhugsunar og veita upplýsingar um mikilvægi uppgræðslu á íslandi, segir í fréttatilkynningu. Bonsai-trjáplöntur (dvergtrjá- plöntur) verða til sýnis samhliða fundinum en Páll Kristjánsson, brautryðjandi í Bonsai-tijárækt á Islandi, mun halda námskeið í Bonsa- iplönturækt í Gerðubergi laugardag- ana 5., 12. bg 19. mars kl. 13-16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.