Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
19
Auglýsingar
Auglýst fyrir 3 milljarða
AUGLÝSINGAR í dagblöðum, tímaritum og sjónvarpi námu um 3
milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt niðurstöðum auglýsinga-
mælinga Fjölmiðlavaktar Miðlunar hf. fyrir árið 1993. Þetta er í
fyrsta skipti sem Miðlun birtir auglýsingamælingar fyrir heilt ár.
Skipting auglýsingabirtinga
milli fjölmiðlaflokka var þannig á
síðasta ári að í dagblöðum var
auglýst fyrir um 1,9 milljarða eða
64% af heildarauglýsingamagni, í
sjónvarpi var auglýst fyrir um 837
milljónir eða 27,8% og auglýsingar
í tímaritum voru 8,1% eða um 243
milljónir. Um er að ræða verð-
skrárverð án afsláttar. Morgun-
blaðið er eins og fyrri auglýsinga-
mælingar Miðlunar hafa sýnt,
stærsti auglýsingamiðillinn með
35,1% heildarauglýsinga á síðast-
liðnu ári.
í fréttabréfi Fjölmiðlavaktar
Miðlunar þar sem ofangreindar
upplýsingar koma fram segir að á
þessu ári verði stefnt að því að
styrkja mælingamar enn frekar
með því að skoða framsetningu
upplýsinga nánar og ýmsar sérósk-
ir sem hafa komið fram. Þá er
verið að skoða möguleikana á því
að bæta útvarpsauglýsingum inn
í núverandi mælingar.
Miðlun býður þeim aðilum sem
vilja fylgjast með auglýsingamark-
aðnum útskriftir fyrir ákveðna
auglýsingaflokka. Flokkunarkerfi
Miðlunar samanstendur af 16
meginsviðum sem greinast í 80
flokka. Að frátöldum auglýsingum
fjölmiðla og smá- og raðauglýsing-
um eru bifreiðaumboð stærsti aug-
Auglýsingabintingap
í fjölmiðlum 1993
Timarit 8,1%
Sjónvarp
27,8%
64,0%
Alls 3 milljzrðar króna. Miðað er við verðskrá, án alsláttar
lýsingaflokkurinn 'með tæpar 200
milljónir eða 6,5% af heildarauglýs-
ingamarkaði. Fast á eftir fylgja
kvikmyndahús og fasteignir.
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur, sem enn hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu
og tryggingagjaldi til og með 12. tímabili með eindaga 15. janúar 1994 og virðisaukaskatti til og
með 48. tímabili með eindaga 5. febrúar 1994 og gjaldföllnum álagningum og ógreiddum
hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. febrúar s.l. í staðgreiðslu, tryggingagjaldi og
virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, launaskatti, bifreiðaskatti, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu
árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri
tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skips-
höfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, aðflutnings-
gjöldum og útflutningsgjöldum, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipu-
lagsgjaldi, skipagjaldi og álögðum opinberum gjöldum, en þau eru:
tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna
heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr.
laga nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekanda skv. 36. gr„ atvinnuleysistryggingagjald,
kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði.
Gjaldendum skal bent á að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu
áskorunar þessarar.
Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttar-
vöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda, að þeim
tíma liðnum.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hverja fjámámsgerð. Þinglýsingargjald er
1.000 kr. og stimpilgjald er 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Era gjald-
endur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Jafnframt mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald og virðisaukaskatt,
búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara.
Reykjavík, 25. febrúár 1994
Gjaldheimtan í Reykjavík
Tollstjórinn í Reykjavflc
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Gjaldheimtan á Seltjamamesi
Gjaldheimtan í Garðabæ
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Gjaldheimtan í Mosfellsbæ
Sýslumaðurinn í Keílavík
Gjaldheimta Suðumesja
Sýslumaðurinn á
Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgamesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvfk
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Neskaupstað
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í
V estmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austljarða
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
Veist þú
að í Gagnasafni
Morgunblaðsins
er að finna
2023
greinarogfréttir
um HLUTABRÉF
Mikil lækkun á
Flugleiðabréfum
Gengi hlutabréfa í Flugleiðum
lækkaði um 12% síðastliðinn
þriðjudag, en þá áttu sér stað
viðskipti að fjárhæð 102 þúsund
krónur að markaðsvirði á
genginu 1,03.
- Morgunblaðið 13.janúar 1994
Útgerðarfélag Akureyringa:
Söluverð hlutabréfa
rúmar 304 milljómr
! Söluverð hlutabréfa í Útgerðar-
| félagi Akureyringa er 304,4 mill-
jónir króna á þessu ári, en tvo
/ hlutabréfaútboð hafa verið f gangi
síðari hluta árs. Meira en fjögur-
hundruð kauptendur skráðu sig
fyrir kaupum á hlutabréfum í ÚA,
en þegar frestur rann út höfðu
borist óskir um kaup á nafnvirði
upp á rúmlega 39,1 milljón króna.
:l - Morgunblaðið 18. desember 1990
Einkavæðingamefnd
ríkisstjómarinnar:
Óskað tilboða í sölu
á hlut ríkisins í þremur
hlutafélögum
Einkavæðinganefnd ríkisstjómar-
innar hefur óskað eftir tilboðum
ftmm verðbréfafyrirtækja í að
annast sölu á hlutabréfum ríkisins
t' Ferðaskrifstofu íslands, Prent-
smiðjunni Gutenberg og Jarð-
borunum.
- Morgunblaðið 25. mars 1992
Hvort sem er vegna starfa eöa
áhugamála getur áskrift aö
Gagnasafnl Morgunblaðsins
komiö aö góðu gagni.
Allir sem eiga einmenningstölvu
geta orðiö áskrifendur og nýtt
sér þær upplýsingar sem eru í
gagnasafninu,
Hægt er að leita í safninu eftir
oröum, nöfnum, dagsetnlngum
höfundum ofl. ofl.
Allar upplýslngar volilr
Strengur hf. í síma 624700
eöa 685130. -
STRENGUR hí.