Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 30

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 Minning Guðlaugur Hannes- son gerlafræðingur Fæddur 21. september 1926 Dáinn 15. febrúar 1994 Hinn 15. febrúar sl. andaðist á Landspítalanum í Reykjavík Guð- laugur Hannesson, gerlafræðingur, eftir langa og erfiða sjúkralegu. Með honum er genginn einn merk- asti brautryðjandi á íslandi á sviði gerlafræði og matvælarannsókna, sem einnig var þekktur og virtur á alþjóðavettvangi í sínu fagi. Guð- laugur hafði búið við þverrandi heilsu sl. 5-6 ár. Hann hafði geng- ist undir tvær hjartaaðgerðir með öllum þeim eftirköstum og auka- verkunum sem svo stórum aðgerð- um fylgir. Um miðjan nóvember sl. kenndi hann sér þess meins er nú hefur dregið hann til dauða fyrir aldur fram. Gekkst hann undir mjög erfíðar rannsóknir sem leiddu í ljós illkynja æxlisvöxt á tveimur stöð- um. Voru því tvær umfangsmiklar skurðaðgerðir framkvæmdar og reyndist seinni aðgerðin þverrandi kröftum Guðlaugs ofviða. Guðlaug- ur fæddist hinn 21. september árið 1926 í Reykjavík og voru foreldrar hans Hannes Jóhannesson, máiara- meistari og síðar kennari, og Þóra Guðlaugsdóttir. Auk Guðlaugs áttu þan dótturina Ragnheiði, en hún andaðist hinn 9. febrúar sl., einung- is sex dögum fyrir lát bróður síns. Bæði höfðu þau systkini verið starfsmenn Hollustuvemdar ríkis- ins frá upphafi þannig að missir okkar samstarfsmanna þeirra er mikill og tilfínnanlegur þegar þau hverfa bæði svo snögglega af sjón- arsviðinu úr okkar tilveru. Að sjá þau daglega koma og fara saman úr vinnunni var hluti af okkar um- hverfi. Eftir stúdentspróf árið 1946 hélt Guðlaugur til Bandaríkjanna og nam gerlafræði við University of Wisconsin í Madison og lauk hann þar B.S. prófí árið 1950. Starfaði hann síðan næstu ár við rannsóknir og kennslu, fyrst hjá Wisconsin-ríki og síðar hjá Oregon-ríki meðfram námi, en hann lauk M.Sc. prófi frá Oregon State College í Corvallis árið 1954. Það ár fluttist Guðlaugur heim til íslands og hóf störf sem gerlafræðingur í iðnaðardeild At- vinnudeildar háskólans. Frá árinu 1960 helgaði Guðlaugur krafta sína íslenskum sjávarútvegi og fískiðn- aði, fyrst á rannsóknastofu Fiskifé- lags íslands og síðar hjá Rann- sóknastofnun fískiðnaðarins. Á tímabilinu 1975-1976 var hann deildarstjóri hjá Framleiðslueftirliti sjávarafurða og varð á því ári for- stöðumaður Matvælarannsókna rík- isins sem þá var komið á fót. Gegndi Guðlaugur starfi forstöðumanns Matvælarannsókna allt til ársins 1982 er starfsemi stofnunarinnar var felld undir verksvið nýrrar stofnunar, Hollustuvemdar ríkisins. Hjá Hollustuvemd starfaði Guð- laugur til dauðadags, lengst af sem forstöðumaður rannsóknastofu stofnunarinnar en síðustu árin gegndi hann starfí fræðslu- og upp- lýsingafulltrúa. Var sú tilhögun til komin vegna óska hans um að draga sig út úr erilsömu rann- sókna- og stjómunarstarfi af heilsufarsástæðum. Auk þeirra megin þátta í starfsferli sem hér hafa verið upp taldir stundaði Guð- laugur lengst af einhveija kennslu í sínu fagi við ýmsar menntastofn- anir bæði hér heima og í Bandaríkj- unum. Í því hlutverki var Guðlaug- ur bæði vinsæll og virtur. Þá em ótalin ritstörf Guðlaugs, en eftir hann liggur mikill fjöldi greina og ritgerða um gerlafræði matvæla og neysluvatns og hefur stór hluti þeirra verið birtur á alþjóðlegum vettvangi. Guðlaugur kvæntist árið 1955 Ingunni Ingvarsdóttur og er sonur þeirra Hannes Einar, vél- stjóri. Sonur Ingunnar og stjúpson- ur Guðlaugs er Ingvar Þór Bjama- son, læknir í London. Eg kynntist Guðlaugi Hannes- syni fyrst persónulega fyrir u.þ.b. sex árum er ég tók við formennsku í stjóm Hollustuvemdar ríkisins. Nafn hans hafði þó um árabil verið stórt í mínum huga og hafði ég lengi litið á hann sem persónu- gerving gerlafræðinnar á íslandi. Strax tókst með okkur sérstakt trúnaðartraust og vinátta, sem átti eftir að eflast mjög eftir því sem samstarf okkar varð nánara. Eftir að ég tók að sinna daglegum stjóm- unarstörfum hjá stofnuninni leið vart sá dagur að við ættum ekki viðræður um eitthvað af þeim verk- efnum sem hann hafði í takinu á svið fræðslu- óg útgáfumála. Auk þess leitaði ég iðulega ráða hjá Guðlaugi sem sérstaks trúnaðarvin- ar varðandi ýmis erfíð eða viðkvæm mál í rekstri stofnunarinnar. Ráð sín veitti Guðlaugur mér ætíð fús- lega af einstökum heilindum og föðurlegri umhyggju. Naut sín þar vel sérstakur persónuleiki hans, sem einkenndist umfram allt af ein- stakri góðvild og hógværð en jafn- framt mikilli skapfestu. Hógværðin var án efa eitt helsta aðalsmerki Guðlaugs Hannessonar. Þar fór maður sem var fremstur í sinni grein á landinu og þó víðar væri leitað, en sóttist þó aldrei eft- ir metorðum eða mannaforráðum. Bestu árum starfsævinnar varði Guðlaugur í þágú íslensks sjávarút- vegs og fiskiðnaðar og tel ég að mikilvægi þeirra starfa hans hafi aldrei verið metið að verðleikum. Guðlaugur Hannesson átti stóran þátt í að byggja upp þá ímynd og það traust sem íslensk fiskvinnsla nýtur í dag á erlendum mörkuðum og það er ekki lítið dagsverk í þágu þjóðarinnar. Guðlaugur skilaði þannig miklu ævistarfí fyrir ísland. Annars vegar byggir hann upp hreinlætis- og gæðakröfur í íslensk- um fiskiðnaði og leggur þannig dijúgan skerf til verðmætasköpun- ar þjóðarinnar og hins vegar bygg- ir hann upp frá grunni matvæla- rannsóknir og matvælaeftirlit í landinu. í dag er þessu starfí hald- ið áfram hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og rannsóknastofu Hollustuvemdar. Vegna mannkosta sinna naut Guðlaugur virðingar og vinsælda meðal starfsbræðra sinna í öðrum löndum, enda var hann víðsýnn heimsborgari í öllum sínum háttum. Hlotnaðist honum margur heiður erlendis og í alþjóðlegu samstarfi. Greinar eftir hann birtust í virtustu fagtímaritum á sviði matvæla- og gerlafræði. Snemma á starfsferli hans bauðst honum að dvelja um tveggja ára skeið til að sinna sér- stökum rannsóknavérkefnum við Massachusetts Institute of Technol- ogy (MIT) á vegum matvæla og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) og síðar á starfsævinni vann Guðlaug- ur fyrir Alþjóða kjarnorkumála- stofnunina (IAEA) í tvö ár í Bang- kok í Thailandi og önnur tvö ár fyrir Alþjóða heilbrigðismálastofn- unina (WHO) í Kaupmannahöfn. Af þessu má glöggt sjá að náms- og starfsferill Guðlaugs Hannesson- ar var stjömum skreyttur en aldrei miklaðist hann af því á nokkurn hátt. Persóna hans sjálfs var auka- atriði í hans huga í því hugsjóna- og uppbyggingarstaifí sem hann vann fyrir land sitt og þjóð. Ungur valdi Guðlaugur sér há- skólanám sem hann af mikilli fram- sýni vissi að myndi hafa grundvall- arþýðingu fyrir íslenskt atvinnulíf. Sýndi það glöggt kjark hans og metnað að halda peningalítill langt út í heim rétt eftir stríð. Alla tíð sinnti hann starfi sínu af framúr- skarandi fagmennsku og af trú- mennsku og hugsjón sem mátti líkja við köllun. í því sambandi er mér minnisstætt atvik frá sl. sumri þeg- ar Guðlaugur leysti af um nokkurt skeið Franklín Georgsson, eftir- mann sinn á rannsóknastofunni. Um verslunarmannahelgina á versta tíma kom allt í einu upp óvænt rannsóknarverkefni, sem mjög áríðandi var að sinna fyrir viðskiptavin stofnunarinnar sem stundar vatnsútflutning. Miklir við- skiptahagsmunir voru í húfi en nær allir sérfræðingar stofnunarinnar víðs fjarri eins og gengur um þessa miklu ferða- og fríhelgi. Guðlaugur bauðst þá strax til að stytta dvöl sína utan bæjarins til að hægt væri að ljúka verkinu. „Hjá mér hefur starfsskyldan alltaf verið númer eitt,“ sagði hann við mig af því til- efni. Orð hans festust mér í minni og fannst mér þetta atvik lýsa vel fádæma skyldurækni og trú- mennsku Guðlaugs Hannessonar. Menn eins og hann sem vinna af hugsjón fyrir land sitt og þjóð í kyrrþey eru sjaldnast metnir að verðleikum 1 lifanda Iffi. Nú*hefnr Guðiaugur vinur okkar kvatt okkur og er horfínn um aldur fram. Það voru þungbær örlög að missa heils- una um sextugt, en um það leyti gekkst hann undir tvær erfiðar hjartaaðgerðir. Upp frá því var heilsa hans og starfsþrek veikburða en þó er ég þess fullviss að hann átti góðar og innihaldsmiklar stund- ir inn á milli síðustu árin. Mikil reynsla hans og yfírsýn nýttist Hollustuvemd vel þann tíma sem hann sá um fræðslu- og upplýsinga- starf stofnunarinnar. Þannig má segja að Guðlaugur hafí skilað fullu dagsverki þó hann hafi nú fallið frá fyrir aldur fram þrotinn að kröftum. Hann var ósérhlífinn og vildi helst sinna starfi sínu fram í það síðasta. Þrátt fyrir mótlæti hafði hann mik- inn lífsvilja og baráttuþrek. Aldrei heyrðist hann kvarta, aldrei bogn- aði hann í veikindum sínum og ætíð hélt hann reisn sinni. Eftir fyrri skurðaðgerðina fyrir síðustu jól náði hann nokkmm kröftum á ný og sagði hann mér að nú horfði hann til vorsins og sumarsins til að byggja sig upp að nýju. Hvíldin var líklega betri en sú erfíða bar- átta sem virtist framundan. Það var mér heiður og lán að eiga Guðlaug Hannesson að nánum vini og samstarfsmanni. Hann var einn af þeim fáu sem ég tel að orð- ið „sjéntilmaður" eigi ótvírætt við. Það kom mér nokkuð á óvart að hann skyldi frá upphafí okkar kynna sýna mér miklu yngri manni virðingu og algert trúnaðartraust. Með okkur skapaðist sérstakt sam- band og mun glettnislegt bros hans og góðlátlegur hlátur ekki líða mér úr minni. Það var sérstakur heiður fyrir Hollustuvemd ríkisins að hafa heiðursmanninn og heimsborgar- ann Guðlaug Hannesson meðal starfsmanna. Nú er skarð fyrir skildi. Stjórn og samstarfsfólk hjá Hollustuvemd ríkisins þakkar Guð- laugi fyrir uppbyggingarstarf hans, afburða fagmennsku og góðan fé- lagsskap frá upphafí vega. Nafn hans verður ætíð skráð gullnum stöfum í sögu stofnunarinnar og í sögu matvælarannsókna og mat- vælaeftirlits á íslandi. Hvíl þú í friði, kæri vinur. F.h. Hollustuverndar ríkisins, Hermann Sveinbjörnsson. Guðlaugur Hannesson vinur minn og samstarfsfélagi hjá Holl- ustuvernd ríkisins lést hinn 15. febrúar á Landspítalanum eftir að hafa gengið í gegnum tvær erfiðar skurðaðgerðir. Aðeins sex dögum áður andaðist systir Guðlaugs, Ragnheiður Hannesdóttir, sem einnig var starfsmaður Hollustu- verndar ríkisins. Þau systkini höfðu starfað hjá stofnuninni frá upphafi og er hið skyndilega fráfall þeirra beggja mikill missir fyrir okkur samstarfsmenn þeirra hjá stofnun- inni. Guðlaugur fæddist í Reykjavík 21. septembér 1926. Foreldrar hans voru Hannes Jóhannesson kennari og málarameistari og Þóra Guð- laugsdóttir húsfreyja. Eftirlifandi konu sinni, Ingunni Ingvarsdóttur, kvæntist Guðlaugur 1955. Sonur þeirra er Hannes Einar vélstjóri í Reykjavík og sonur Ingunnar og stjúpsonur Guðlaugs er Ingvar Þór Bjamason, læknir í London. Guðlaugur lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og M.Sc. prófí í gerlafræði frá Oreg- on State College í Bandaríkjunum 1954. Hann starfaði sem gerlafræð- ingur í iðnaðardeild Atvinnudeildar háskólans 1954-1960 og áfram hjá rannsóknastofu Fiskifélags íslands 1960-1965 og Rannsóknastofnun fískiðnaðarins 1965-1975. Guð- laugur gegndi störfum deildarstjóra hreinlætis- og búnaðardeildar hjá Framleiðslueftirliti sjávarafurða 1975-1976, en var skipaður for- stöðumaður Matvælarannsókna rík- isins 1976-1982 og áfram sem for- stöðumaður rannsóknastofu Holl- ustuverndar ríkisins eftir að Mat- vælarannsóknir vom settar undir þá stofnun 1982. Frá 1990 hefur Guðlaugur í leyfi frá störfum for- stöðumanns gegnt starfí fræðslu- fulltrúa hjá Hollustuvernd ríkisins. Samstarf mitt og Guðlaugs hófst 1976 þegar Matvælarannsóknir rík- isins vom nýteknar til starfa. Ég dáðist strax af þeim mikla krafti og metnaði sem endurspeglaðist í störfum Guðlaugs. Hann átti auð- velt með að vekja áhuga ungs manns á fræðigrein sinni og það fór reyndar fyrir mér eins og.nokkr- um öðmm sem störfuðu undir hand- leiðslu Guðlaugs, að ég valdi mér framhaldsnám í gerlafræði. Leiðir okkar Guðlaugs lágu síðan saman aftur 1979 og höfum við starfað saman óslitið síðan. Guðlaugur er einn af frumkvöðl- um gerlarannsókna á matvælum á íslandi. Hann vann að brautryðj- andastarfí í sambandi við gerla- rannsóknir á íslenskum fiskafurð- um og hefur með þeim störfum sín- um átt dijúgan þátt í að tryggja þau miklu gæði og öryggi sem ís- lenskar fískafurðir em þekktar fyr- ir. Guðlaugur beitti sér fyrir því að sett yrði á fót sérstök rannsókna- stofa til að þjóna heilbrigðiseftirlit- inu í landinu og með tilkomu Mat- vælarannsókna ríkisins og síðar rannsóknastofu Hollustuverndar ríkisins hefur heilbrigðiseftirlitið átt greiðan aðgang að mikilvægri rann- sóknastofu vegna matvælaeftirlits- ins. Auk þess hefur rannsóknastof- an gegnt þýðingarmiklu hlutverki fyrir matvælaiðnaðinn á íslandi. Guðlaugur er viðurkenndur fyrir vísinda- og fræðistörf sín hér á landi og erlendis. Hann starfaði sem tæknilegur sérfræðingur á vegum Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar í Thailandi 1970-1971 og um skeið sem sérfræðingur um meðferð mat- væla á svæðaskrifstofu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar í Kaup- mannahöfn á ámnum 1984-1986. Guðlaugur tók þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfí og átti sæti í mörgum innlendum og erlendum nefndum, m.a. íslensku og norrænu matvælarannsóknanefndunum, eit- urefnanefnd og í nefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um neysluvatn. Hann stundaði einnig margs konar kennslustörf sem stundakennari við Háskóla íslands og ýmsa framhaldsskóla. Eftir Guð- laug liggur fjöldinn allur af fræði- og vísindagreinum, ásamt bókaköfl- um og öðmm ritverkum. Guðlaugur átti við mikla van- heilsu að stríða síðustu- árin sem dró mjög úr starfsþreki hans. Fyrir nokkmm ámm þurfti hann að fara í tvær erfiðar hjartaaðgerðir með stuttu millibili. Hann náði sér þó nokkuð vel, en gerði sér sjálfur best grein fyrir því að vinnuþrekið var ekki það sama og fyrr. Guðlaug- ur óskaði þá sjálfur eftir því að fá leyfi frá erilsömu starfi forstöðu- manns og var hann í staðinn feng- inn til að taka að sér stöðu fræðslu- fulltrúa hjá Hollustuvernd. Þetta var staða sem lengi hafði verið beð- ið eftir, enda mikilvægt að stofnun eins og Hollustuvernd sé með öfluga fræðslustarfsemi á sínum snærum. Eins og allt annað sem Guðlaugur tók sér fyrir hendur vann hann ötul- lega og markvisst í sínu nýja starfí. Hann sá um reglulega útgáfu á fréttablaði Hollustuverndar, rit- stýrði ársskýrslu stofnunarinnar og stjórnaði vinnu við gerð á margvís- legu fræðsluefni sem stofnunin hef- ur sent frá sér á undanförnum áram. Ég mOrt 'alltaf-rtTinnast Gúðláugs + Stjúpmóðir mín, VILBORG Á. FORBERG, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Fyrir hönd aöstandenda, Elín og Garðar Forberg. Bróðir okkar og vinur, SIGURGEIR SIGURÐSSON, Hrauntúni 14, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju á morgun, laugardaginn 26. febrúar, kl. 11.00. Sigurbjörg Sigurðardóttir, Hávarður Sigurðsson, Viktor Hjartarson. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, BERGÞÓRA HALLBJÖRNSDÓTTIR, Hólagötu 2, Sandgerði, verður jarðsungin fró Hvalsneskirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00 Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Keflavíkur. Steinunn Bryndis Heiðmundsdóttir, Jón Clausen, Sólveig Sveinsdóttir, Rafn Heiðmundsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.