Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 23

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 23 Evrópusambandið Brot á GATT- reglum um inn- flutning á fiski? BANDARÍKJAMENN sökuðu á miðvikudag Evrópusambandið um brot á reglum GATT-samn- inganna um alþjóðaviðskipti með því að þrengja reglur um inn- flutning á fiski í kjölfar mót- mæla franskra sjómanna gegn innflutningnum, að sögn breska dagblaðsins Financial Times. Á fundi í yfirnefnd GATT sögðu fulltrúar Bandaríkjamanna að Evr- ópusambandið hefði „einhliða og að því er við teljum ólöglega" til- kynnt viðskiptalöndum aðildarríkja bandalagsins að settar yrðu hömlur gegn innflutningi á fiski sem væri boðinn á verði undir ákveðnu lág- marki. - Embættismenn Evrópusam- bandsins svöruðu að hömlurnar væru svar við kreppu á fiskmark- aðnum. Markmiðið með reglunum, sem gilda myndu til 15. mars, væri að stuðla að jafnvægi og koma í veg fyrir verðfall. Viðræður um aðild þriggja Norðurlanda að Evrópusambandinu Reuter Rússar veiða í soðið RÚSSNESKIR dorgarar bíða þolinmóðir eftir því að hann bíti á hjá þeim á Amur-flóa skammt frá Vladivo- stok á Kyrrahafsströnd Rússlands. Um helgar halda þúsundir Rússa út á ísinn til að fá sér í soðið og drýgja lág launin. Spánverjar ljá máls á til- slökunum í fiskdeilunni Madrid, Helsinki, Lundúnum. Reuter. SPÁNVERJAR Ijá máls á því að slá af kröfum sínum í sjávarút- vegsmálum til að greiða fyrir samkomulagi í samningaviðræðun- um við Norðmenn, Svía, Finna og Austurríkismenn um hugsan- lega aðild þeirra að Evrópusambandinu. Stjórnarerindrekar í Brussel hafa sagt að kröfur Spánveija í sjávarútvegsmálum og um fjár- framlög ríkjanna í sjóði sem eru ætlaðir fátækustu svæðum Evr- ópusambandsins séu helsta fyrir- staða þess að samkomulag náist við ríkin fjögur. Norðmenn vilja aðgang að mörkuðum og fiskimiðum Evrópu- sambandsins en helstu fiskveiði- þjóðir aðildarríkjanna segja að þeir hafi ekki boðið nóg í staðinn. Bretar, írar og Spánveijar vilja til að mynda fá fiskveiðiheimildir inn- an landhelgi Noregs. Spánveijar og Portúgalir sjá sér lítinn hag í því að Evrópusamband- ið stækki og eru lítt hrifnir af aukinni samkeppni um fiskveiði- heimildir á fiskimiðum sambands- ins, verði af aðild Norðmanna. Það flækir málið frekar að þessar tvær þjóðir hafa reynt að knýja á um tilslakanir af hálfu annarra aðild- arríkja í fiskveiðitogstreitu þeirra í skjóli aðildarviðræðnanna. Spánveijar krefjast þess enn- fremur að fjárframlög nýrra aðild- arríkja gangi beint í þá sjóði sem ætlaðir eru fátækustu svæðunum. Önnur ríki, eins og Bretland, vilja að nýja féð verði notað til að lækka framlög allra aðildarríkjanna. Enn önnur ríki vilja að féð gangi beint í „Evrópusambandshítina". Þá hefur komið í ljós að fjár- framlög ríkjanna fjögurra verða mun minni en margir töldu. Til að mynda er líklegt að Finnar fái meira fé úr sjóðum Evrópusam- bandsins en þeir greiði í þá, að sögn breska dagblaðsins The Inde- pendent. Tekist á um landbúnað Síðasta lota aðildarviðræðn- anna hefst í dag bg henni á að ljúka á mánudagskvöld. Frestur- inn til að semja um aðild ríkjanna fjögurra rennur út á þriðjudag, 1. mars. Stefnt er að því að ríkin fái aðild að sambandinu 1. janúar á næsta ári og ákveðið var að ljúka samningaviðræðunum fyrir 1. mars til að tryggja að hægt yrði Málmverkamenn leggja niður vinnu í Þýzkalandi Berlín. Reuter. ** ÞÚSUNDIR þýzkra málmverkamanna lögðu niður vinnu í nokkra tíma í Berlín og víðs vegar í Þýzkalandi í gær, fimmtudag, og sóttu fjölda- fundi til stuðnings kröfum um launahækkanir. d!<*s* KERFISLOFT œee CMC m.DIXU.II) KKRKI y / / / / ./„zzzr ÓTRULKttA HAtiSTÆTT VERI) LEITID TILBODA BYGGINGAVOHUH h ÞORfiRlNSSON &CO wrslun. Armula 2V ION Kr>kja«iL \imur ,VM*40 ÞHMOO IG Metall, voidugasta verka- lýðsfélag landsins, sem hefur 3,2 milljór.ir félagsmanna, efnir til at- kvæðagreiðslu um vinnustöðvun í Neðra-Saxlandi 1. marz og segir að algert verkfall kunni að hefjast þar 7. marz. Verkfallið kann að breiðast út til fleiri landshluta og valda alvarlegustu vinnudeilu í Þýzkalandi síðan 1984, þegar bif- reiðaiðnaðurinn lamaðist og vergar þjóðartekjur minnkuðu um l/i%. Fyrirvaralaus verkföll IG Metall miða að því að hamla gegn áskorun- um vinnuveitenda um launastöðvun, lækkun orlofsgreiðslna og lengri vinnutíma, sem þeir telja nauðsyn- Legar ráðstafanir í því skyni að draga úr kostnaði um 10% til þess að endurnýja samkeppnishæfni þýzkra atvinnufyrirtækja. að efna til þjóðaratkvæðis í ríkjun- um fjórum í tíma. Líklegt þykir þó að fresturinn verði framlengdur um nokkra daga. Finnar og Svíar hafa sagt að Evrópusambandið verði að leggja fram nýjar tillögur um styrki til bænda Norðurlandanna þriggja vegna erfiðra aðstæðna til land- búnaðar á svo norðlægum slóðum. Finnar segja að nýjasta tilboð Evrópusambandsins feli í sér að aðeins 5% finnskra býla hafi rétt á styrkjunum. Þetta segja þeir geta gengið af finnskum landbún- aði dauðum, aðeins örfáir bændur geti staðist samkeppnina frá bændum sunnar í álfunni. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ J Kopavogi, sími 671800 Opið sunnudaga kl. 13-18. CwSSííá*...; Ford Ranger XLT ’92, 4x4, V-6, 4,0I vól, blár, rafm. í rúðum, álfelgur, 31“ dekk. Einn m/öllu. V. 1590 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLX ’89, sjálfsk., ek. 94 þ., rafm. í rúðum o.fl. Tilboðsverð kr. 580 þús. Subaru Legacy station ’90, brúnsans, 5 g., ek. 55 þ., rafm. í rúðum o.fl. Ath. Sum- ar og vetrardekk á felgum. V. 1270 þús. Chevroiet Blazer S-10 sport ’91, 4,3 I. vél, vínrauður, sjálfsk., ek. 46 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 1980 þús. stgr. MMC Colt EXE ’92, 1500, 5 g., ek. 44 þ., rafm. í rúðum, álfelgur, spoiler, central o.fl. V. 990 þús. Honda Civlc GL ’89, 3ja dyra, hvítur, 5 g., ek. 63 þ. V. 710 þús., sk. á dýrari 300 þús. upp. MMC Lancer GLXi ’93, vínrauður, sjálfsk., ek. 22 þ., rafm. í rúðum, central læs o.fl. V. 1350 þús. Subaru station 1800 GL '91, blár, 5 g., ek. 47 þ. V. 1070 þús. Vantar nýl. 7 manna bfl. Toyota Double Cab SRS bensfn '92, hvít- ur, 5 g., ek. 40 þ., 31“ dekk, brettakant- ar, álfelgur. V. 1990 þús. Toyota 4Runner EFi ’85, 5 g., ek. 113 þ., sérskoðaður, 35“ dekk, 4:10 hlutf,, sóllúga o.fl. Gott eintak. V. 1080 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade TS EFi 16v '93, 1300 vél, bein innsp., 5 g., ek. aðeins 6T>-. sem nýr. V. 860 þús. Range Rover '85, sjálfsk., ke. aðeins 59 þ. V. 1380 þús., sk. á ód. MMC Pajero V-6 ’91, 5 g., ek. 40 þ., ál felgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1980 þús., sk. á ód. Toyota Double Cap diesel '92, rauður, 5 g., ek. 46 þ., upphækkaður, 33“ dekk, lengd skúffa, brettakantar o.fl. Vsk-bfll. V. 1890 þús. Toyota Corolla 1.6 Si ’93, steingrár, 5 g., ek. 10 þ., álfelgur, rafm. í rúðum. V 1280 þús. MMC Pajero V-6 ’91, langur, grár/blár, sjálfsk., ek. 52 þ., sóllúga, álfelgur, rafm. í öllu o.fl. V. 2.2 millj., sk. á ód. Toyota 4Runner V-6 '92, blár, 5 g., ek. 32 þ., 33“ dekk, sóllúga, brettakantar o.fl, V. 2750 þús. Toyota Corolla XLi ’93, rauður, sjálfsk ek. 14 þ., spoiler o.fl. V. 1180 þús. Toyota Carina E '93, sjálfsk., ek. 26 þ. rafm. í rúðum o.fl. V. 1450 þús. Toyota Corolla XL station ’91, hvítur, 5 g., ek. 20 þ., 2 dekkjagangar á felgum V. 850 þús. Toyota Corolla GLI ’93, 4ra dyra, hvítur, 5 g., ek. 10 þ., rafm. í rúðum o.fl V. 1270 þús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.