Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 48

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 48
Föstudagur til fjár i Safapressur 1 KRINGLUNN T 1 1 Me/i/uM -setur brag á sérhvern dag! MORGVNBLAÐID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/RAX Síðujökull skríður fram um alltað 100 metra á dag SÍÐUJÖKULL gengur hratt fram þessa dagana og hefur framskrið hans aukist að undarrfömu. Er framskrið hans nú liðlega 60 metrar á sólarhring að meðaltali og hefur mest náð 100 metrum, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings hjá Orkustofnun. Þar sem jökullinn hefur hlaupið mest fram er jökulröndin komin um einn kílómetra frá þeim stað sem hún var um áramót. Oddur segir að það komi á óvart hve hratt jökullinn gengur fram. Býst hann við að úr hlaupinu fari að draga eftir viku til tíu daga og síðan muni smám saman draga úr því þangað til það lognist alveg útaf. Mesta framskriðið núna er í suðaustanverðum jöklinum. Á myndinni, sem tekin var á miðri jökul- tungunni í gær, sjást stórfenglegar sprungur á svæði þar sem jökul- skriðið hófst síðar en við jaðrana. Mikill vatnselgur er nú meðfram jökuljaðrinum, meðal annars er Hverfisfljót komið upp úr snjónum, og vill Oddur vara ferðafólk við bleytunni. Utanríkisráðherra Búvöru- deilan hef- ur skaðað samstarfið JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segir aðspurður, að búvörudeilan hafi skaðað stjórn- arsamstarfið og það þarfnist sér- stakra skýringa hvers vegna menn leggi að tilefnislausu kapp á að sniðganga samkomulag stjórn- arflokkanna um að sérstök nefnd fjalli um endurskoðun innflutn- ingslöggjafarinnar eftir að GATT- samningurinn tekur gildi. „Þessi deila er óþörf ef menn láta af þeim leik að spilla samstárfinu vís- vitandi og að óþörfu. Ef menn standa við samkomulagið um að troða ekki inn í búvörulögin ákvæðum sem eiga heima í tollalögum eftir GATT og standa við upphaflegt samkomulag ráðuneytanna um vörulistann, er eng- in deila eftir,“ sagði hann. Enginn fundur hefur enn verið ákveðinn milli Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra og Jóns Baldvins vegna búvörudeilunnar, en í gær var unnið að því að fara yfir viðaukalist- ann sem fylgdi breytingatillögu for- manns landbúnaðarnefndar í land- búnaðar- og iðnaðarráðuneytunum. Landbúnaðarnefnd fór einnig yfír listann á fundi sínum í gærmorgun en landbúnaðarráðuneytið hafði þann fyrirvara þegar listinn var lagð- ur fram í nefndinni í fyrradag, að hann væri ekki fullunninn og er ver- ið að skoða hvort ástæða sé til að fella út af honum ýmsar vörutegund- ir sem ekki eru taldar eiga þar heima. Sjá nánar á bls. 16. Færeyingar ráðnir til fiskverkunar KEA í Hrísey -Auglýst án árangurs eftir starfsfólki hér ÞRETTÁN Færeyingar frá Fuglafirði, þar á meðal þijár fjölskyldur með þijú börn, eru nú að flytja búferlum þaðan til Hríseyjar þar sem fólkið hefur fengið vinnu hjá fiskverkun KEA. Hreppurinn útvegar fólkinu húsnæði sem það greiðir leigu fyrir. Ari Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri fiskvinnslunnar segir að allt siðastliðið ár hafi fyrirtæk- ið skort þjálfað fiskverkafólk til vinnu og hefði á sínum tíma verið auglýst eftir slíku starfsfólki bæði hér heima og í Færeyjum. Það var svo ekki fyrr en nú að viðbrögð komu frá Færeyjum en fólkið hafði sjálft samband og óskaði eftir atvinnu og húsnæði. Leikskólar verði opnir í allt sumar STEFNT er að því að flestir Ieikskólar á vegum Reykjavík- urborgar verði opnir í allt sumar, en veiyan hefur verið sú að Ioka leikskólum einn mánuð á sumrin og hefur það mælst misjafnlega fyrir. Að sögn Bergs Felixsonar, forstöðumanns Dagvistar barna, er verið að afla upplýsinga um sumarleyfi foreldra. Sumarfríum starfsmanna á leikskólum yrði raðað niður eftir óskum foreldra um sumarleyfí bamanna, en ljóst væri að fjölga þyrfti sumar- starfsmönnum. Sjá Daglegt líf, bls. ÍC. Þar sem ekki hefur tekist að fá vant fiskverkafólk úr Eyjafírði til starfa í Hrísey nema í of litlum mæli var að sögn Ara ákveðið að ráða Færeyingana og verða þeir sóttir til Fuglafjarðar með leigu- flugvél á morgun. Mjög góð verkefnastaða lyá fiskverkun KEA „Við höfum fengið þjálfað fisk- verkafólk frá Akureyri og hafa sumir sest að í eynni, en aðrir ferðast daglega á milli. Verkefna- staðan er mjög góð hjá fyrirtæk- inu, og sem dæmi um það má nefna að á síðasta ári varð aðeins 20 mínútna stöðvun á vinnslu vegna hráefnisskorts. Það hefur því háð okkur að fá ekki vant fisk- verkafólk til vinnu og úr því erum við að bæta nú. Það er leitt til þess að vita að ekki fáist fólk með þessa verkþekkingu til'vinnu hér úr Eyjafirði. Færeyingarnir hafa bæði fullan rétt til þess að flytja hingað og sækja hér atvinnu, og því tel ég ekkert athugavert við þessa ráðningu á meðan við fáum ekki fólk með öðrum hætti,“ sagði Ari. Gott að fá nýtt fólk í Eyjafjörðinn Á atvinnuleysisskrá á Akureyri eru nú um 620 manns, og þar af er um helmingurinn félagar í Verkalýðsfélaginu Einingu. Björn Snæbjömsson formaður félagsins sagði í samtali við Morgunblaðið að lítið hafí verið um að fólk hefði flutt frá Akureyri til Hríseyjar þrátt fyrir að þar væri atvinnu að fá og ekki hefði verið mikið um húsnæði þar á lausu. Þá hefði fjölskyldufólki reynst erfitt að ferðast á milli staðanna til að sækja vinnu í Hrísey, og þá sér- staklega yfír vetrartímann. „Þetta hefur aðallega verið kvenfólk sem hefur verið ráðið í Hrísey, en það hefur ekki vantað karlmenn í vinnu. Mér skilst að þarna sé ennþá atvinnu að fá, en okkur fínnst hins vegar alltaf gott að fá nýtt fólk í Eyjafjörðinn og bjóðum alla velkomna sem hingað koma,“ sagði Björn. Morgunblaðið/Júlíus Lögregla á Ægisgarði LÖGREGLAN hefur fylgst með þeim sem átt hafa viðskipti við rúss- neska sjómenn á skipum sem hingað hafa komið. Grunur leikur á að reynt sé að selja þeim illa fenginn vaming þó svo hafi ekki ver- ið þegar þessi mynd var tekin. Granaðir um að selja Rússum þýfí LÖGREGLAN hafði afskipti af tveimur mönnum á Ægisgarði í fyrra- kvöld þar sem þeir voru að selja rússneskum sjómönnum varning sem grunsemdir voru um að væri illa fenginn. Mennirnir sem áður höfðu komið við sögu vegna þjófnaðarmála voru síðan stöðvaðir á nýjan leik í gærmorgun á bíl sem þeir voru á, en í honum fannst ýmis vamingur sem talið var að hefði verið stolið. Mennirnir voru færðir í fangageymslur og fékk Rannsóknarlögregla ríkisins mál þeirra til meðferðar. Grunur hefur leikið á því um all- langt skeið að brögð væru að því að rússneskum sjómönnum væri selt þýfi, og hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum slíkum málum. í fyrradag hafði lögreglan afskipti af piltum sem voru á Ægisgarði, en þeir voru með varning sem þeir höfðu safnað saman og ætlað að selja Rússum. Ekki reyndist iiins vegar vera um þýfí að ræða í því tilfelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.