Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 45

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 25. FEBRUAR 1994 45 VETRAROLYMPIULEIKARNIR Valur B. Jónatansson skrifar frá Lillehammer I Yngsti meistarinn YOON-MI Kim, 13 ára gömul frá Suður-Kóreu, er yngsti Ólympíu- meistarinn í sögu Vetrarleikanna. Hún var í sigursveit Suður-Kóreu í 3.000 metra boð- hlaupi á skautum í Ólympíuhöllinni í Hamri. Kim er fædd 1. desember 1980 og er því 13 ára og 84 daga gömul. Sonja Heine, skautadrottning frá Noregi, var áður yngst; varð ólymp- íumeistari í iisthlaupi í St Moritz 1928, þá 15 ára. Dean giftist aftur Christopher Dean, sem er 35 ára, og Jayne Torvill (36) náðu ekki að endurheimta Ólympíumeistaratitil- inn frá því í Sarajevo fyrir tíu árum. Það stendur þó mikið til hjá Dean því hann ætlar að gifta sig í annað sinn í október. Sú heittelskaða heit- ir Jill Trenary, fyrrum heimsmeist- ari í listhlaupi frá Bandaríkjunum. Hann var áður giftur frönsku skauta- konunni Isabellu Duchesnay, sem vann silfurverðlaun í ísdansi á ÓL í Albertville, ásamt bróður sínum. Gamlir kappar Norðmaðurinn Sten Erikson, sem varð fyrsti ólympíumeistari Norður- landabúa í alpagreinum, sýndi listir sínar á skíðum í Hafjell í gær. Hann sigraði í stórsvigi á leikunum 1952, eða fyrir 42 árum. Á meðan áhorf- endur biðu eftir síðari umferðinni í stórsviginu var komið upp svigbraut eins og þær voru fyrir fimmtíu árum eða svo. Þar renndu eldri skíðamenn sér niður, með gamla útbúnaðinn, og vakti þessi uppákoma mikla lukku enda hafa breytingamar í alpagreinum verið miklar síðustu áratugina og varla hægt að tala um sömu íþróttagrein. Sten Eirikson renndi sér fimlega í gegnum svig- brautina og átti óskipta athygli við- staddra. V ... RUV sýnir beint frá listhlaupinu Sú breyting hefur verið gerð á dagskrá ríkissjónvarpsins í dag, að bein útsending verður frá keppni í frjálsu æfingunum í listhlaupi kvenna, frá kl. 20.40 til 21.30. Eftir skylduæfingamar á mið- vikudagskvöld var Nancy Kerrigan frá Bandaríkjunum, bronsverðlauna- hafi frá síðustu leikum í Albertville, í efsta sæti. Oksana Baiul, heims- meistari frá Úkraínu var önnur og franski Evrópumeistarinn Surya Bonaly, þriðja. Fyrmrn ólympíu- meistari, Katarína Witt frá Þýska- landi, var sjötta og bandaríski meist- arinn, Tonya Harding, tíunda. Witt á að skauta síðust af þeim bestu, um kl. 21.30. Kerrigan á sigurbraut Keuter NANCY Kerrigan fékk góða dóma fyrir skylduæfingarnar og er full sjálfstra- usts fyrir frjálsu æfingamar í kvöld. Dómurum hallmælt en Kerrigan sigurviss Reuter Oksana Balul á leið af svellinu eftir að hafa slasast á æfíngu síðdegis í gær. Baiul slasaðist Óvíst hvort hún getur keppt í kvöld Oksana Baiul, heimsmeistarinn ungi frá Úkraínu, slasaðist á æf- ingu í skautahöllinni í Hamri í gær, og óvíst er hvort hún getur tekið þátt í seinni hluta keppninnar í listhlaupi kvenna á skautum, fijálsu æfingunum, í kvöld. Oksana, sem er aðeins 16 ára, var í öðm sæti eftir skylduæfíngam- ar í fyrrakvöld. Á æfíngu í gær var Oksana á fleygiferð á svellinu er hún rakst á jafnöldm sína, Tönju Szewczenko frá Þýskalandi. Sú þýska slapp ómeidd og verður með í kvöld, en sauma þurfti þrjú spor í hægri legg heimsmeistarans auk þess sem hún meiddist í baki. Úkraínski listhlauparinn Viktor Petrenko, fyrmrn ólympíumeistari, var í höllinni og sagði: „Hún getur gengið. Við verðum að sjá til á morgun hvort hún getur skautað." NANCY Kerrigan er sigurviss fyrir frjálsu æfingarnar í listhlaup- inu í kvöld eftir að hafa náð fyrsta sæti í skylduæfingunum í fyrrakvöld. Vegna óvissunnar um áframhaldandi keppni Oksana Baiul stendur bandaríska stúlkan jafnvel enn betur að vígi, en aðeins einum þriðja hluta keppninnar er lokið og Surya Bonaly og Katarina Witt hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Dómararnir í skylduæfingunum hafa fengið orð í eyra og hafa verið ásakaðir um hlutdrægni, sem hafi fyrst og fremst bitnað á Bonaly, Witt og Tonyu Harding. Eijálsu æfingarnar taka helmingi * lengri tima en skylduæfingarn- ar, en Kerrigan er hvergi banginn. „Sjálfstraustið hefur aldrei verið eins mikið og ég hef aldrei verið jafn tilbúinn í frjálsu æfingarnar. Ég gerði það sem ég átti von á í skyldu- æfingunum, og sem betur fer nægði það í fyrsta sætið.“ Evrópumeistarinn Surya Bonaly var á undan helstu keppinautum sín- um í röðinni og hugsanlega fékk hún lsegri einkunnir fyrir vikið, rétt eins og Witt. Witt sagði erfítt að sann- færa dómarana, en sá bandaríski mat frammistöðu hennar á áberandi hátt öðruvísi en hinir, gaf henni 4,9 og 5,3. Bonaly hélt einnig ró sinni °g sagðist vona að hún yrði nálægt toppnum í kvöld, en hins vegar var liðsstjóri Frakkanna og fyrrum þjálf- ari hennar æfur út í dómarana. „Þetta var dómaraskandall," sagði Didier Gailhaguet. „Það nær ekki uokkurri átt hvað seinni einkunnir Suryas voru lágar og fyrri einkunn- ir Baiuls háar. Surya átti að fá miklu hærri einkunnir og Baiul var ofmet- in. Það á að draga 0,4 stig frá fyrir mistök, sem hún gerði, en samt fékk hún 5,8 hjá einum dómara og 5,7 hjá fjórum. Þetta er fáránlegt. Það er sem dómararnir hafi verið blind- ir.“ Mest er hægt að fá 6 í einkunn, en Gailhaguet sagði að einkunnirnar gæfu til kynna að markvisst væri verið að reyna að lyfta Bandaríkja- mönnum á hærri stall. Það hefði bitnað á Bonaly. „Stökkin hennar voru gallalaus og hún hefur tekið miklum framförum á árinu,“ sagði hann og bætti við að röðin hefði ekki bætt úr skák. „Bandaríkjamenn þurfa á nýjum meistara að halda. Samband þeirra getur ekki lengur teflt fram góðum einstaklingum. Boitano er farinn, Scott Davis er í lægð, Tonya Harding er búin, þeir eiga engin pör, enga dansara. Þeir þurfa meistara, en þeir ættu að hafa meistara, sem getur staðið eftir fjór- ar mínútur," sagði Frakkinn, sem staðhæfði að Kerrigan hefði gersam- lega verið búin eftir skylduæfingarn- ar, en Bonaly átt nóg eftir. Harding var ekki í jafnvægi og hún áttaði sig ekki á stöðunni strax eftir æfíngar sínar. „Ég get fyrst fundið að takmarkinu hafi verið náð, þegar gullið verður komið um hálsinn," sagði hún þá. Aðrir sáu að draumurinn um gull myndi ekki rætast. Hún var raunsærri á blaða- mannafundi skömmu síðar — svar- aði ekki spurningum og hvarf fljót- lega á braut. Síðan barst fréttatil- kynning: „Mér líður vel. Þetta gekk vel. Ég var tilbúin. Ég tókst á við vandann. Ég var ánægð með frammistöðuna. Ekki er ávallt hægt að vera fullkominn." Fréttamenn hafa fylgt Harding eftir hvert fótmál, en mun færri voru á æfíngu hennar í gær en áður. Aðrir voru í sviðsljósinu, ekki síst Kerrigan. „Draumar koma manni ekki á toppinn,“ sagði hún þegar fyrsta sætið í skylduæfingunum var í höfn. „Það þarf miklu meira til, mikla vinnu.“ Hún var ekki að vísa til stöllu sinnar og löndu, en eftir því hefur verið tekið að Kerrigan hefur lagt sig mun meira fram við æfingarnar, farið yfir alla þætti tvisvar til þrisvar sinnum á 45 mín- útna æfingu, en Harding einbeitt sér að einstökum liðum án samhengis. í gær var engin breyting, Harding eyddi meiri tíma utan svellsins en innan meðan á æfingatímanum stóð. VÉLSKÓLI ÍSLANDS Nú er komið að hinum árlega kynningardegi Vélskóla íslands. Hann verður haldinn á morgun laugardaginn 26. febrúar, kl. 13.00-16.30 í Sjómannaskólahúsinu. Nemendur sjá um að kynna alla þætti þeirrar kennslu, sem fram fer í skólanum. Einnig verða fjölmörg fyrirtæki á sviði tölvutækni, verkfæra, rafbúnaðar, öryggisbúnaðar og alls kyns vélbúnaðar með kynningu á vörum sínum og þjónustu. Þá verður Bílabúð Benna með sýningarbíla á lóð skólans og sýndur verður fullkominn kæliklefi og kælikerfi sem nýbúið er að koma upp í vélasal skólans. Þyrla Varnarliðsins mun lenda á lóð skólans um kl. 14.00 og verða almenningi til sýnis. Kvenfélagið Keðjan verður, að vanda, með glæsilega kaffi og kökusölu. Komið og kynnist námi vélstjóra og vélfræðinga að eigin raun. Allir velkomnir. Nemendur Vélskólans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.