Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
17
Athugun á gæðum afurða úr nautakjöti
Aukaefni stundum sett
í hakk og hamborgara
SAMKVÆMT niðurstöðum úttektar sem gerð var á Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins á síðasta ári á gæðum nautagúllas,
nautahakks og hamborgara í verslunum á Reykjavíkursvæðinu
reyndust þrjár kjötvinnslur hafa blandað aukaefnum saman
við nautahakk og hamborgara. Kjötvinnslurnar sem um ræðir
eru Ferskar kjötvörur, Sláturfélag Suðurlands og SÖ kjötvör-
ur, og var ekki tekið fram á umbúðum frá síðasttalda aðilanum
að aukaefnum hefði verið blandað í nautahakkið, en hins veg-
ar var þess getið á umbúðum frá hinum tveim þótt ekki væri
tekið fram í hve miklu magni það hefði verið gert.
nautahakk, enda telji neytendur
að vara sem beri slíkt heiti sé
v hreint kjöt. Lágmarkskröfur hljóti
að vera að framleiðendur geti þess
greinilega á umbúðum ef vatni og
sojaefnum hafi verið blandað í
hakkið, en um hrein vörusvik sé
að ræða ef ekki sé upplýst um
slíkt á umbúðum.
Neytendasamtökin telja niður-
stöður athugunarinnar óviðunandi
fyrir neytendur, og krefjast sam-
tökin þess að nú þegar verði sett-
ar reglur sem komi í veg fyrir að
neytendur verði blekktir með þess-
um hætti og að reglumar tryggi
að neytendur viti ávallt hvers kon-
ar vörur þeir séu að kaupa.
Vrisluþjónuswi
Fcrniingar
Verð lrá 1400 kr. a mann
(>1 48 49
í skýrslu Guðjóns Þorkelssonar
hjá Rannsóknastofnun landbúnað-
arins um athugunina sem gerð var
á afurðum úr nautakjöti kemur
fram að hún hafi verið gerð í fram-
haldi af umræðum og yfírlýsingum
kaupmanna varðandi gæði og
verðlagningu nautakjöts í tengsl-
um við svokallaða Nautaveislu,
sem var söluátak er Landssam-
band kúabænda stóð fyrir, en
fæðudeild RALA tók að sér eftir-
lit með gæðum kjötsins.
Neikvæðar niðurstöður
í niðurstöðum athugunarinnar
segir að þegar á heildina sé litið
séu þær mjög neikvæðar. Nokkrir
aðilar, Ferskar kjötvömr, SS og
SÖ kjötvömr selji vörur sem séu
blanda af hakki, vatni og öðmm
hráefnum en nautakjöti. I þessum
vöram sé magn af mögra kjöti
70-85% í stað þess að vera
90-100% sem sé eðlilegt ef um
hreint kjöt sé að ræða. Þessar
vörar séu nefndar nautahakk og
hamborgarar eins og vörur úr
hreinu kjöti. Þótt sumra efnanna
sé getið á innihaldslýsingu sé þessi
framleiðsla og viðskiptamáti mjög
vafasamur. Þessar vörur komi að
sjálfsögðu betur út úr verðkönnun-
um en vörar úr hreinu kjöti, en
ef verðið sé hins vegar reiknað
út frá magni af mögru kjöti komi
blönduðu vörarnar síst betur út.
Þegar þessi aðferð sé notuð komi
Nautaveislan best út í verðsaman-
burði. Þá segir að skráð þyngd á
vöram standist nokkuð vel og sé
nær undantekningalaust 95-100%
af skráðri þyngd sem sé innan
þeirra marka sem opinberir aðilar
hafi sett.
Nautaveislan ódýrasti
kosturinn
Þegar borið er saman verð á
kílói annars vegar og verð á kílói
miðað við magurt kjöt hins vegar
kemur fram að lægsta verð á hakki
í kr./kg var í Bónus og því næst
komu kýrhakk frá SS í 10-11
verslunum, Nautaveislan, Nóatún
og ungneytahakk frá SS í 10-11
verslunum. Dýrasta hakkið var í
10-10 verslunum og frá Óðali í
Hagkaup. Þessi röð breytist hins
vegar ef verðið er reiknað miðað
við kíló magurt kjöt og áhrif við-
bótarefna reiknuð frá. Þá er
nautahakkið frá Ferskum afurðum
í Bónus dýrast, 10-10 næstdýrast
og síðan kýrhakkið frá SS. Ödýr-
asta kjötið verður frá SÖ kjötvör-
um, Nóatúni, Nautaveislu og ung-
neytakjöt frá SS.
Ódýrastu hamborgararnir voru
í Nautaveislunni og síðan í Plús-
markaðnum. Síðan komu Bónus
og Goði og svo Hagkaup og 10-11.
Ef borin eru saman kr./kg magurt
kjöt eru hamborgarar frá SÓ í
Bónus dýrastir, síðan SS borgarar
í 10-11 og svo hamborgarar frá
Ferskum kjötvöram í Bónus. Gúll-
asið í Nautaveislunni reyndist síð-
an vera langódýrast, og þegar á
heildina var litið reyndist því
Nautaveislan vera ódýrasti kostur-
inn.
Óviðunandi fyrir neytendur
í fréttatilkynningu frá Neyt-
endasamtökunum um niðurstöðu
skýrslunnar kemur fram að það
sé skoðun samtakanna að það sé
útilokað með öllu að kalla vöra sem
blönduð sé sojaefnum og vatni,
Nautahakk, verð, kr./kg, 21.6.1993
200 400 600 800
Nautaveisla
Hagkaup-Óðal . ...................
Bónus, Fe. kjötv. ^L
Bónus, S.Ö
Nóatún i , . j j
11-11, Goði
10-11, N.K.SS
10-11, SSUN
10-10
Plús i_________,_____,___i ;
Hamborgarar, verð, kr;/kg, 21.6.1993
Nautaveisla
Hagkaup-Óðal
Hagkaup-Grill
Bónus, Fe. kjötv.
Bónus, Stór |
Bónus, S.ö
Nóatún
11-11, Goði
10-11, N.K.SS
10-10
Plús,----------.---,-----‘ I
Nautagúllas, verð, kr:/kgj 21.6.1993
Nautaveisla (■^■■■■■■■■■F
Haghaup-Óðal
Bónus, N.K. SS
Nóatún
10-10
Plús
200 400 600 800
1000 1200 1400 1600
Verð út úr búð
3 Verð m.v. magurt kjét
1000 1200 1400 1600
rmm tmm imm rmm rmm mmm 'tiibod rmm
Vampyr 730i
kraftmikil
1300 wött
dregurinn
snúruna,
2 fylgihlutur,
Litur: Ijósgrá.
Róttverö 12.520,-
e&a 11.894,- stgr
Tilboö stgr.
9.990,-
Vampyr 763i ^
1300 wött,
stillanlegur sogkraftur,
dregur inn snúruna,
innbyggö fylgihluta-
geymsla.
Litur: Ljósgrá.
Réttverö 15.210,-
eöa 14.450.- stgr
Tilboö stgr.
12.710,-
Vampyr 821
1300 wött, stillanlegur
sogkraftur,
dregur inn snúruna,
innbyggö fylgihluta-
geymsla.
Litur: Grá.
Róttverö 17.618,-
eáa 16.737,- stgr
Tilboó stgr.
13.490,-
Vampyr 761 i
1300 wött, ►
stillanlegur sogkraftur,
dregur inn snúruna,
innbyggö fylgihluta-
geymsla.
Litur: Rauö.
Róttveró 15.210,-
eáa 14.450,- stgr
Tilboö stgr.
12.710,-
VELDU ÞER TftKI SEIVI ENDAST !
Hjá Bræbrunum Ormsson bjóbast þér góbar ryksugur
á sérstöku tilbobsverbi
AEO Rykbombam • •
...nú bjóðast allar tegundir
AEG ryksuga á sérstöku tilboðsverði
TiiBOö fliÍOB TIL80& Tttl®
TILBOO TILBOO mBO0 TiLBOO TILBO0
TiLBOf/ TILBOD
Umboösmenn Reykjavfk
og nágrenni:
BYKO Reykjavlk, Hafnarfirai
og Kópavogi
Byggt & Búiö, Reykjavík
Brúnás innréttingar.Reykjavlk
Fit, Hafnartiröi
Þorsteinn Bergmann.Reykjavík
H.G. Guöjónsson, Reykjavík
Rafbúöin, Kópavogi.
Vesturland:
Málningarþjónustan, Akranesi
Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi
Blómsturvellir, Hellissandi
Guöni Hallgrimsson, Grundarfiröi
Ásubúö.Búöardal
Vestfiröir:
Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi
Edinborg, Bíldudal
Verslun Gunnars Sigurössonar
Þingeyri
Straumur.isafiröi
Noröurland:
Kf. SteingrímsfjarÖar.Hólmavík
Kf. V-hún., Hvammstanga
Kf. Húnvetninga, Blönduósi
Skagfiröingabúö, Sauöárkróki
KEA, Akureyri
KEA, Dalvík
Bókabúö, Rannveigar, Laugum
Sel.Mývatnssveit
Kf. Þingeyinga, Húsavfk
Urö, Raufarhöfn
Austurland:
Sveinn Guömundsson, Egilsstööum
Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi
Stál, Seyöisfiröi
Verslunin Vík, Neskaupsstaö
Hjalti Sigurösson, Eskifiröi
Rafnet, Reyöarfiröi
Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi
KASK, Höfn
Suöurland:
Kf. Rangœinga, Hvolsvelli
Mosfell, Hellu
Árvirkinn, Selfossi
Rás, Þorlákshöfn
Brimnes, Vestmannaeyjum
Reykjanes:
Stapafell, Keflavík
Rafborg, Grindavlk.
Um land alltl
Heimilistæki og handverkfæri
Heimilistæki
Heimilistæki
mi
>8æ5SSK5Sa5»SX«i8s5S&^.:«5&«»
Heimilistæki
nr
ZWILLING fÞA
J.A. HENCKELS
Hnífar
w
Bílavarahlutir ■ dieselhlutir
BRÆÐURNIR
yJŒMSSONHF
Lágmúla 8, Slmi 38820
Umboðsmenn um land allt
{
I
!
!