Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
29
Minning
*
Skúli Amason
frá Gnýstöðum
Fæddur 24. maí 1931
Dáinn 16. febrúar 1994
Örfá kveðjuorð.
Síst hefði mér dottið í hug að
ég ætti eftir að standa yfir moldum
tengdasonar míns og vinar, Skúla
Ámasonar, þess þrekmikla dugnað-
ar- og atorkumanns, sem maður
vissi varla að yrði nokkm sinni
misdægurt. En svona ganga hlut-
irnir fyrir sig, og oft hefur mér
verið hugsað til þess, hve margur
mætti þakka fyrir daginn í dag, það
veit enginn hvað morgundagurinn
ber í skauti sínu.
Skúli var sonur heiðurshjónanna
Árna Guðmundssonar bónda á Gný-
stöðum á Vatnsnesi og Sesselju
Gunnlaugsdóttur frá Geitafelli.
Hann ólst upp í foreldrahúsum þar
til hann giftist Ragnheiði Sæbjörgu
Eyjólfsdóttur, 22. júlí 1961, en fljót-
lega upp úr því tóku þau við búsfor-
áðum af foreldrum hans, sem flutt-
ust þá inn á Hvammstanga.
Á Gnýstöðum bjó hann myndar-
búi, þar sem snyrtimennska og
reglusemi réðu ríkjum, enda ekki
við öðm að búast en uppeldið segði
til sín.
Þau Ragnheiður eignuðust tvo
syni. Sá eldri, Árni, netagerðar-
meistari og rekstrartæknifræðing-
ur, leit dagsins ljós 5. október 1963.
Hans kona er Ragna Margrét Berg-
þórsdóttir, dóttir hjónanna Berg-
þórs Bjamasonar og Hólmfríðar
Einarsdóttur frá Borg í Skriðdal.
Þau eiga einn son, Skúla Þór, en
afi hans varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi að geta haldið honum undir
skírn og gefa honum nafn sitt fáum
vikum áður en hann dó. Yngri son-
urinn, Gunnlaugur, vélstjóri, fædd-
ist 22. desember 1967. Hans kona
er María Aðalheiður Sigurðardóttir,
dóttir hjónanna Sigurðar Björns-
sonar og Maríu Helgadóttur, Stóm-
Ökrum í Blönduhlíð.
Ég kynntist Skúla um það leyti
er hugir hans og dóttur minnar,
Ragnheiðar, féllu saman, og frá
fyrstu tíð féll okkur hjónunum ein-
staklega vel við piltinn, og alla tíð
síðan veit ég ekki til að komið hafi
ein einasta gára á þann lygna sjó
sem við höfum siglt saman.
Skúli var sérlega traustur mað-
ur, allir sem hann þekktu vissu að
loforð og handsal af hans hálfu var
öruggara en undirskrift hjá mörg-
um öðrum. Þessi þrekmikli dugnað-
arforkur var svo ljúfur í lund og
skemmtilega glaðsinna að öllum
leið vel sem í návist hans vom, ög
hann hafði þann einstaka hæfileika
að þó hann hefði mannaforráð, gat
hann látið hvern mann vinna sitt
verk án þess að sá hinn sami tæki
eftir því að honum væri sagt til
verka. Það er mikil eftirsjá að slík-
um mönnum og þeir eru vandfundn-
ir. Aldrei varð ég var við það í
hans stuttu en hörðu sjúkdómslegu
að hann kvartaði eða bæði um eitt-
hvað fyrir sjálfan sig, en hann lét
hins vegar í ljós þakklæti sitt fyrir
hvert smá viðvik sem fyrir hann
var gert, og hagur fjölskyldunnar
var honum fyrir öllu.
Það eina sem hann bað um, var
að hann yrði aldrei hafður einn
meðan stríðið gengi yfir, og við það
var staðið. Mest mæddi það á konu
hans sem aldrei vék frá honum,
nema rétt til að njóta einhverrar
hvíldar, og oft fannst mér þær
hvíldarstundir heldur stuttar.
Ég vil að síðustu þakka læknum,
hjúkrunarliði og öllu starfsfólki á
Sjúkrahúsinu á Hvammstanga fyrir
alla alúðina og hlýhugann sem þau
sýndu Skúla í veikindum hans. Þar
er greinilega valinn maður í hverju
rúmi. Þá vil ég þakka forráðamönn-
um í fyrirtæki hans, Ferskum afurð-
um, fyrir allan stuðninginn. Skúli
vinur minn, ég þakka þér fyrir alla
vináttuna og umhyggjuna sem þú
sýndir okkur tengdaforeldrum þín-
um. Við vorum hvorugur í minnsta
vafa um að við ættum eftir að hitt-
ast hinum megin við tjaldið, og því
nota ég það kveðjuorð sem við not-
uðum að staðaldri: Sjáumst.
Eyjólfur Ragnar Eyjólfsson.
Nú er laukur þela þakinn
þegir haukur vængjabrotinn
einn er þáttur af oss rakinn
ein af lindum hjartans þrotin.
' Eftir ein á strönd við stöndum
störum eftir svörtum nökkva
sem að burtu lífs frá löndum
lætur út á hafið dökkva.
Þessum vísum Gríms Thomsens
skaut upp í hug minn þegar ég frétti
lát mágs míns Skúla Árnasonar.
Grimmur þeli dauðans eirir engu
en við sem syrgjum stöndum eftir
ein á ströndu meðan nökkvinn
svarti hverfur í sortann.
Þetta er dökk mynd og köld og
lýsir vel þeirri djúpu sorg og eftir-
sjá sem fyllir hjarta mitt núna. Og
erfitt finnst mér að horfast í augu
við þau miskunnarlausu forlög, sem
hrifsuðu til sín hraustan mann í
blóma lífsins, snaran þátt af ævi
minni og reynslu.
En eins og sorgin eftir Skúla er
svört þá er minning hans björt.
Minning um góðan dreng, orðvaran
og prúðan, sem var styrkur bak-
hjarl og gott að vita sér nærri.
Og þegar fennir í slóðir og fjöllin
að baki hverfa í þoku mun sú minn-
ing fylgja mér eins og leiðarstjama.
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson.
Úr djúpum geimsins
er dagurinn risinn og slær
dýrlegum roða
á óttuhimininn bláan
— og lof sé þér, blessaða líf
og þér, himneska sól,
og lof sé þér, elskaða jörð,
að ég fékk að sjá hann.
(Guðmundur Böðvarsson)
Erindi lífsins eru mörg og sum
ströng. Síðasta erindi Skúla mágs
míns í þessari jarðvist var baráttan
við sjúkdóm sem fyrirvaralaust kom
og sigraði þennan sterka og heil-
brigða mann. Það var sannarlega
sárt að horfa upp á, en lífsins skóli
var fullgenginn.
í dag verður borin til grafar
elskuleg langamma okkar, Ragn-
hildur Jónsdóttir, sem lést aðfara-
nótt sl. sunnudags, 92 ára að aldri.
Við vorum þeirrar miklu gæfu að-
njótandi að fá að hafa hana svona
lengi hjá okkur. Hún var vel ern
og sæmilega heilsuhraust fram á
síðasta dag.
Núna þegar kveðjustundin renn-
ur upp streyma minningarnar fram.
Þær voru margar samverustundirn-
ar sem við áttum saman í Garða-
bænum. Alltaf varstu boðin og búin
til að passa okkur þegar á þurfti
að halda. Þá var spilað og leikið
við okkur, horft á barnatímann í
sjónvarpinu, hlýtt yfir heimanámið,
lesnar sögur og aldrei gleymast
heldur þær sögur sem þú sagðir
okkut- frá því þegar þú varst ung,
okkur fannst þær oft skrýtnar. Það
var eins og þær væru úr allt öðrum
heimi. Við erurn þakklát fyrir að
hafa átt þig að svona lengi og
munum ávallt geyma þig í minning-
unni.
Við kynntumst mági okkar Skúla
þegar við vorum enn börn að aldri.
Þá kynnti Ragga systir hann fyrir
fjölskyldunni. Við gerðum okkur þá
enga grein fyrir hvern öðlingsmann
hann hafði að geyma. Við vorum
spenntari fyrir jeppanum sem hann
átti og skemmtilegum bílferðum
heim til hans. Það var ekki oft sem
slíkt bauðst í þá daga og þótti okk-
ur krökkunum það mikil tilbreyting.
Skúli tók okkur .strax eins og við
værum litlu systkini hans og vann
fljótt traust okkar og virðingu, enda
með afbrigðum hlýr og barngóður.
Skúli var því annað og meira en
bara mágur, hann varð okkur góð
fyrirmynd og traustur bakhjarl.
Um svipað leyti og Skúli og
Ragga hófu búskap saman keyptu
foreldrar okkar aðliggjandi jörð.
Var stutt á milli bæja og samgang-
ur því mikill. Kynnin urðu því náin
og reyndi meira á samskiptin. Minn-
ingarnar frá þessum tíma eru marg-
ar, minningar um aðstoð við hest-
ana á vorin, göngurnar, en þá var
Skúli fjallkóngur, heyskapinn sem
stundum var samvinna með á milli
bæjanna, um selveiðar í Stóruvík
og um bílprófið sem hann gaf mér.
En sterkust er þó minningin um
glettið brosið og um'hyggjusemina
fyrir okkur sem og öðru samferða-
fólki sínu. Gilti einu hver í hlut átti
því hann var með afbrigðum orðvar
og fágaður og gerði aldrei lítið úr
þeim sem áttu undir högg að sækja.
Alla tíð fylgdist hann náið með
okkur og lét sig varða hvernig okk-
ur reiddi af.
Hug Skúla er vel lýst með þess-
ari vísu Heiðreks Guðmundssonar.
Hann lyftir sér hátt yfir hrannir og él
sá hugur, sem góðvildin mótar. .
Þú geymdir í hjartanu
gullið svo vel
að grófu þar fáir til rótar.
Guðbjörg Jóna.
Að lokum viljum við kveðja þig
elsku langamma með bæn sem þú
kenndir okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Díana og Ólafur Páll.
Þó að við kveðjumst nú í dag í
hinsta sinn, lítum við til baka með
glöðu hjarta og hugsum til þeirra
góðu stunda er við áttum saman.
Allt frá því við krakkarnir vorum
lítil og eyddum sumrunum í
Skorradalnum, óteljandi ævintýri
sem aðeins voru möguleg hjá afa
og ömmu. Alltaf var bústaðurinn
hlýr og notalegur á morgnana því
afi hafði þegar kynt upp og amma
hafði heitt kakó tilbúið áður en
dagurinn byijaði á annaðhvort
hornsílaveiðum, þeysireið á ruggu-
hestunum okkar eða öðrum spenn-
Ragnhildur Jóns-
dóttir - Minning
Það er óraunverulegt að setja á
blað minningarorð um Skúla Árna-
son, fyrrum samstarfsmann, en
hann lést á Sjúkrahúsinu á
Hvammstanga eftir stutta en harða
baráttu við krabbamein. Góður vin-
ur og félagi er farinn yfir móðuna
miklu og minningar liðinna ára
sækja á hugann.
Skúli var af stórum ættum af
Vatnsnesi, sonur hjónanna á Gný-
stöðum, Árna J. Guðmundssonar
og Sesselju Gunnlaugsdóttur. Hann
tók við föðurleifð sinni á Gnýstöðum
og bjó þar um árabil með konu sinni,
Ragnheiði Eyjólfsdóttur, en hún er
dóttir hjónanna Hansínu Sigur-
bjargar Hjartardóttur og Eyjólfs
R. Eyjólfssonar, sem bjuggu mörg
ár á Geitafelli, en eru nú búsett á
Hvammstanga. Skúli brá síðan búi
árið 1976 og byggði sér íbúðarhús
á Hvammstanga. Bjuggu þau
Ragnheiður sér þar fagurt heimili,
ásamt sonum sínum, Árna og Gunn-
laugi. Skúli vann ýmis störf á
Hvammstanga, þar til hann gerðist
fastur starfsmaður Verslunar Sig-
urðar Pálmasonar hf.
Þar lágu leiðir okkar Skúla sam-
an um árabil. Vann hann ýmis störf
við vöruafgreiðslu en þó einkum við
sláturhúsið. Skúli gekk þar að öllum
verkum, bæði almennum og einnig
sem kjötmatsmaður, sem er mesta
trúnaðarstarf á slíkum vinnustað. í
því starfi reynir á mannkosti, því
bæði verður að gæta hagsmuna
seljenda og kaupenda. Kjötmats-
maður verður að leggja raunhæft
mat á afurðir bænda, sem eru af-
rakstur starfa þeirra og jafnframt
að sjá til þess að afurðin sé fram-
bærileg söluvara. Þann tíma, sem
við Skúli unnum saman fyrir fyrir-
tækið okkar, minnist ég ekki að upp
hafi komið ágreiningur um hans
störf. Skúli tók einnig að sér flutn-
inga á afurðum til kaupenda og
lagði því oft af stað í langferðir
þegar annað starfsfólk hélt heim
til hvíldar. Þessum störfum hélt
Skúli þegar nýir eigendur tóku við
rekstri sláturhússins og starfaði
hann þar, uns heilsan brást skyndi-
lega.
Skúli var mörgum góðum kostum
búinn, myndarlegur og sterkur,
ljúfur í skapi,_bóngóður og traustur
í hvívetna. í vinahópi var hann
hrókur alls fagnaðar og oft var á
starfstíma VSP efnt til ferða eða
samfunda til að gleðjast saman. þar
létu þau Skúli og Ragga sig ekki
vanta.
Sorgin knýr á við fráfall þessa
góða drengs en minningin um hans
ljúfleika og mannkosti hjálpar og
róar hugann. Hans er saknað úr
vinahópnum og hugsunin leitar á,
hvort „við hefðum getað vakað
lengur" eins og segir í ljóðinu. Við
trúum, að honum séu ætluð hlut-
verk í æðri heimi þar sem kostir
andi leikjum. Og á Vesturgötunni,
þar sem afi og amma bjuggu um
árabil, var gott og notalegt að vera.
Ragnhildur Jónsdóttir var fædd
20. október 1901 í Haukadal í Dýra-
firði. F’oreldrar hennar voru Jón
Jónsson og Guðrún Guðmunda
Sveinsdóttir. Maður Ragnhildar var
Óskar Sigurbjörn Ólafsson segla-
saumari.
Við systkinin erum sérlega gæfu-
hans fái að njóta sín. Við getum
glaðst yfír að hann fékk að halda
litla afastráknum undir skírn og
gefa honum nafn sitt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við færum Röggu og fjölskyld-
unni allri innilegar samúðarkveðjur
og biðjum Guð að styrkja þau. Með
þakklæti og virðingu kveður fyrrum
samstarfsfólk Skúla Árnason. Guð
blessi minningu hans.
Karl Sigurgeirsson.
Mínir vinir færa Qöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Eg kem eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofínn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.
(Bólu-Hjálmar)
Mér hefur oft komið í hug þessi
kviðlingur Bólu-Hjálmars þá rúm-
lega tvo mánuði sem liðnir eru frá
því að minn ágæti félagi Skúli
Árnason veiktist og til þess er hann
er allur. Það er lítið mál að senda
mann til tunglsins. En frammi fyrir
krabbameininu standa vísindin allt
of oft ráðþrota.
Hugurinn reikar til ársins 1988
er stofnað var sláturfélagið Ferskar
afurðir hér á Hvammstanga. Skúli
var einn af stofnendum og starfaði
þar meðan kraftar entust, og það
í orðsins fyllstu merkingu.
Hinn 13. des. síðastliðinn er dag-
ur tekinn snemma til að koma vör-
um til viðskiptamanna, en um miðj-
an sama dag liggur þessi
tveggja manna maki heltekinn af
sjúkdómnum á Borgarspítalanum.
Það reynir mikið á andlegan styrk
að vera tekinn svo skyndilega út
úr hringiðu lifsins.
Þó komst hann eftir jólin til þeirr-
ar heilsu að geta haldið á fyrsta
bamabami sínu undir skírn og veit
ég að það var honum mikils virði.
Vinnufélagarnir þakka af heilum
hug allar samvemstundirnar. Það
er mannbætandi að hafa kynnst og
starfað með slíkum manni.
Megi almættið styðja og styrkja
konuna hans, Ragnheiði Eyjólfs-
dóttur, og fjölskylduna alla. Á
minninguna um góðan dreng fellur
aldrei.
Mín ósk er sú að ætíð megi þekkj-
ast afkomendur Skúla Ámasonar
af þeim mannkostum sem mest
prýddu hann sjálfan, heiðarleika,
ljúfu viðmóti, hjálpsemi og dugnaði.
Við kveðjum með trega.
Sigfús Jónsson og vinnu-
félagar hjá Ferskum
afurðum á Hvammstanga.
rík að hafa átt svona yndislega
ömmu og börnin okkar langömmu.
Amma setti alltaf alla aðra fyrst,
henni fannst hún aldrei gera nógu
mikið fyrir okkur eða börnin okkar.
Við munum aldrei gleyma þeirri
hlýju og góðvild sem streymdi frá
þér og snerti alla sem komust í
kynni við þig.
Elsku amma, við kveðjum þig
með söknuði en við munum minn-
ast þín oft og segja börnum okkar
frá því hve langafi og langamma
voru okkur kær.
Ragna, Óskar og Sólveig.
Elsku amma, nú ertu farin í ferð-
ina löngu eins og þú sagðir síðast
þegar við kvöddumst nú fyrr í febr-
úar. En síðustu orðin okkar munu
aldrei gleymast. Með glettni í auga
og léttum tón sagðir þú: „Ef ég fæ
einhverju að ráða þarna uppi, þá
ætla ég að biðja Guð að geyma
ykkur öll og varðveita."
Það var erfitt að kveðja og ég
vissi að við sæjumst ekki aftur fyrr
en hinum megin. Þú hefur snert
hjarta okkar allra með þinni þrot-
lausu umhyggju og kærleik og
kennt mér margt sem ég er viss
um að mótaði mig sem barn og
ungling og hefur verið mér leiðar-
ljós í lífinu.
Ragna.