Morgunblaðið - 25.02.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 25.02.1994, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUt)AGUR 25. FEBRÚAR 1994 Færeyjabanki Brottvikn- ing vegna svikamáls Þórshöfn. Frá Grækaris D. Magnuss- en, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRRVERANDI banka- stjóri í Færeyjabanka, sem að undanförnu hefur verið deildarstjóri í stofnuninni, og öðrum deildarstjóra í bankanum var í gær vikið úr starfi timabundið. Astæð- an er sú að yfirvöld hafa borið fram ákæru á hendur mönnunum vegna meintra fjársvika á kostnað ríkis- sjóðs Færeyja, lánasjóðs fiskiskipa í Danmörku og danska iðnaðarráðauneytis- ins. Mennimir er sagðir hafa átt þátt í svikum í tengslum við fjármögnun á Skálafelli, tog- ara sem smíðaður var í Skála Skipasmiðju. Fyrrverandi aðalbanka- stjóra bankans, Hans J. Laurs- en, sem er nú deildarstjóri í einu af dótturfélögum Den Danske Bank, hefur einnig verið vikið tímabundið úr starfi í Danmörku vegna máls- ins. Mennimir þrír em allir sakaðir um að hafa farið á bak við bankaráðið. Dan Klein, aðalritstjóri æsi- fréttablaðsins Eyjatíðinda, var á þriðjudag dæmdur í 40 daga fangelsi fyrir óhróður um Joen H. Andreasen dómara. Rit- stjórinn á ennfremur að greiða dómaranum sem svarar 200.000 ísl. krónum í miska- bætur. w PANTIÐ TiMANLEGA FYRIR FERMINGARNAR ATH! Hringapantanir úr Argos 4-6 vikur Venjulegar pantanir 1-3 vikur Pöntunarsfmi Jeltsín Rússlandsforseti flytur stefnuræðu sína á rússneska þinginu Þiiigmemi láti af hefnd- arþorstanum og sættist Kveðst andvígur stækkun NATO og „einhliða tilslökunum“ í varnarmálum Moskvu, Bonn. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, flutti í gær fyrstu stefnuræðu sína á nýju þingi landsins og hvatti þingmennina til láta af „hefndarþorstanum" og sættast til að geta starfað saman að hagsmunamálum þjóðar- innar og byggt upp öflugt Rússland. Forset- inn sló á strengi föðurlandsástar, gagn- rýndi hugmyndir um að veita Austur-Evr- ópuríkjum aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og lýsti yfir því að Rússar myndu ekki fallast á fleiri „einhliða tilslakanir" í varnarmálum. Jeltsín minntist þó ekki sérstaklega á þá ákvörðun dúmunnar, neðri deildar þingsins, að veita þeim sem stóðu fyrir valdaránstilraun- unum í október síðastliðnum og í ágúst 1991 sakaruppgjöf í trássi við vilja forsetans. „Innan beggja fylkinganna eru menn sem eru blindað- ir af löngun til að hefna sín á hugmyndafræði- legum. andstæðingum sínurn," sagði Jeltsín. „Hatur og hefndarþorsti verður þó aðeins til þess að alvarleg vandamál Rússlands versna enn frekar.“ Andvígur óheftum markaðsbúskap Stefnuræða Jeltsíns tók 50 mínútur og hann sagði meðal annars að forgangsverkefni sitt á árinu yrði að byggja upp öflugt ríkisvald og stemma stigu við glæpum. Forsetinn áréttaði ennfremur þann ásetning sinn að beita sér fyrir frekari efnahagsumbót- um og hann sagði að stjórnin myndi áfram leggja áherslu á að stemma stigu við verð- bólgu. Hann tók þó fram að lina þyrfti þjáning- ar almennings vegna markaðsumbótanna. „Helsta úrlausnarefni okkar er að tryggja að markaðsumbæturnar verði ekki of dýru verði keyptar fyrir almenning.“ „Verstu mistökin sem við myndum gera væri að bjóða Rússum falska kosti; annaðhvort að snúa aftur til miðstýrðs efnahags eða taka upp alfqalsan markaðsbúskap sem yrði algjörlega laus við ríkisafskipti," sagði Jeltsín meðal annars. Reuter Þingið ávarpað BORÍS Jeltsín, Rússlandsforseti, hélt í gær stefnuræðu sína á þingi landsins. Stækkun NATO skapar nýjar hættur Jeltsín lagði ríka áherslu á að Rússland væri „ekki gestur í Evrópu, heldur fullgildur aðili að evrópska samfélaginu og ber hags- muni þess fyrir bijósti“. „Rússar eru andvígir því að fleiri Evrópuríki fái aðild að Atlantshafs- bandalaginu en ekki Rússland. Þetta er leið sem skapar nýjar hættur fyrir Evrópu og gjör- vallan heiminn." Forsetinn lofaði ennfremur að vernda hags- muni rússneskra minnihlutahópa í öðrum fyrr- verandi lýðveldum Sovétríkjanna. Fór dúman út fyrir valdsvið sitt? Vjatsjeslav Kostíkov, talsmaður Jeltsíns, sagði við fréttamenn að forsetinn myndi ekki bregðast við ákvörðun dúmunnar um sakar- uppgjöf fyrr en hann hefði rætt málið til hlítar við lögfræðiráðgjafa sína. Júrí Batúrín, þjóða- röryggisráðgafi Jeltsíns, sagði þó að forsetinn kynni að frnna lagalegan grundvöll til að hnekkja samþykktinni. Hann sagði að forsetinn einn hefði rétt til veita einstökum mönnum eða hópum sakaruppgjöf en dúman gæti hins veg- ar veitt almenna sakaruppgjöf, einkum fyrir glæpi gegn ríkinu eða til handa pólitískum föngum. Dúman hefði náðað hóp manna, upp- reisnarforingja sem bæru ábyrgð á dauða 140 manna, og hefði því farið út fyrir valdsvið sitt. Ríkissaksóknari Rússlands, Alexej Kazann- ík, gaf til kynna að hann myndi fara eftir samþykkt dúmunnar og hann vefengdi ekki rétt hennar í þessu máli. Hann sagði að hann myndi bjóðast til að falla frá málsókninni gegn uppreisnarmönnunum þegar sakaruppgjöfin yrði birt. Ekki er enn vitað hvenær það verður. Heinrich Vogel prófessor, einn af helstu sérfræðingum Þýskalands í málefnum Rúss- lands, sagði í gær að samþykkt Dúmunnar væri „stríðsyfirlýsing“ á hendur Jeltsín og stuðningsmönnum hans. „Ég óttast að láti hann þá komast upp með þetta sé hann í raun að tilkynna afsögn sína,“ sagði hann. „Þetta eru menn sem reyndu að ræna völdunum og steypa leiðtoganum með ofbeldi og áskorun til lýðsins á götunum. Það er allsendis óviðunandi að þessir menn fái að ganga lausir.“ gl KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFEN111 - SfMI 688055 Aldrich Ames sagður ábyrgur fyrir dauða tíu Sovétmanna Sendinefnd frá CIA ræðir við Rússa vegna málsins Ajíoskvu, New York. Reuter. BUIST er við að sendinefnd háttsettra starfsmanna Bandarísku leyni- þjónustunnar (CIA) haldi bráðlega til Rússlands til að ræða mál CIA- mannsins Aldrich Ames, sem handtekinn var um helgina, sakaður um njósnir fyrir Rússa. Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússa sagði í gær að málið ætti að vera í höndum leyniþjónusta landanna, engin ástæða væri til að tengja það sljómmálum. Ames er sakaður um að vera ábyrgur fyrir dauða tíu manna er njósnuðu fyrir Bandaríkin. Itar-Tass fréttastofan hefur það eftir „áreiðanlegum heimildum" að CIA-nefndin muni ræða við starfs- menn rússnesku leyniþjónustunnar á næstu dögum. Er jafnvel talið að Bandarílqamennimir vilji halda til Moskvu nú þegar, þrátt fyrir að yfir- maður rússnesku leyniþjónustunnar sé staddur erlendis og ekki væntan- legur fyrr en eftir fáeina daga. Kozyrev utanríkisráðherra sagði í gær að njósnamál á borð við þetta kæmu oft upp, jafnvel hjá banda- mönnum á borð við ísraela og Bandaríkjamenn. Lögðu rússnesk og bandarísk yfirvöld áherslu á mál Ames ætti ekki að spilla fyrir sam- skiptum þjóðanna. Kom upp um 10 Rússa Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur sakað Ames um að hafa svikið að minnsta kosti tíu Sovétmenn í hendur sovéskra yfir- valda á þeim níu árum sem hann njósnaði fyrir þau. í frétt The New York Times segir að fólkið hafí síð- ar verið tekið af lífi. Meðal þeirra sem Ames kom upp um, voru tveir fyrstu starfsmenn sovéska sendiráðsins í Washington, sem unnu fyrir Bandaríkjamenn, svo og háttsettur sovéskur gagn- njósnari í Moskvu. CBS-sjónvarpsstöðin sagði frá því að í forsetatíð Ronalds Reagans hefði Hvíta húsið óskað eftir því að CIA léti rannsaka njósnastarf- semina í Sovétríkjunum eftir að gagnnjósnararnir tóku að hverfa. Sú rannsókn fór aldrei fram. Aldrich Ames Rannsókn flugslyssins í Amsterdam 1992 Gallaðar festingar orsökin? Haag. Reuter. GALLAÐAR festingar í hreyfli eru taldar líklegasta orsök flugslyss- ins í Amsterdam í október 1992 en 43 fórust í því. Flugöryggisnefnd Hollands sagði í lokaskýrslu sinni um málið að samband milli flug- manna vélarinnar og flugumferðarstjóra hefði ekki verið sem skyldi og báðir hefðu greinilega þurft á meiri þjálfun að halda. Slysið varð þegar slokknaði á tveimur af fjórum hreyflum Boeing 747-vöruflutningavélar ísraelska flugfélagsins E1 A1 skömmu eftir flugtak og vélin brotlenti á fjölbýlis- húsi. Telur nefndin að innri hreyfill á stjórnborða hafi losnað vegna málmþreytu og rifið ytri hreyfilinn með sér. Stjómendur vélarinnar hafí því haft afar takmarkaða stjórn á vélinni og því hafi lending verið nær útilokuð. Hvorki E1 A1 né Boeing telja sig vera ábyrg en hafa engu að síður boðið fórnarlömbum slyssins og aðstandendum hinna látnu bætur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.